Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 22
r 22 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga myndina Bad.Girls, Villtar Stelp- . ■ — ■ ur, kúrekamynd með kvenhetjum. I aðalhlutverkum eru Madeleine Stowe, Mary Stuart Masterson, Andie McDowell og Drew Barrymore. Útlæerar ogill- skeyttar CODY (Madeleine Stowe) rekur fyrirtæki í elstu atvinnugreininni og býr í villta vestrinu. Hjá henni starfa Anita (Mary Stuart Masterson), Lilíy (Drew Bar- i-ymore) og Eileen (Andie MacDowell). Þær eru af ólíku sauðahúsi en eiga flestar það sameiginlegt að hafa orðið undir í hörðum frumbýlis- heimi villta vestursins, sem gerði áform þeirra að engu og neyddi þær út í þennan bissness. Þær taka því eins og hvetju öðru hundsbiti og en bíða færis á að komast í burtu frá misjafnlega ógeð- felldum kúnnunum og hefja nýtt líf. En draumnum er tefit í tvísýnu þegar einn góðan veðurdag kúnni nokk- ur gengur í skrokk á einni. stúlkunni. Aðrar koma til hjálpar og kúnninn geldur fyrir með lífi sínu. Samfélag- ið í hóruhúsi Cody leysist upp þegar einn þeirra er hent í fangelsi þar sem hennar virð- ist ekkert bíða nema gálginn. Við bætist að varasjóðnum sem stúlkumar höfðu safnað til þess að gera sér kleift að hefja nýtt líf er stolið. Nú er að duga eða drepast og hórurnar fjórar ákveða að láta ekki traðka á sér leng- ur. Þær ákveða að gerast útlagar, frelsa Cody úr fang- elsi, ríða úr bænum með byssur á mjöðm og hefja leit að týnda fjársjóðinum og þeir sem ætla að standa í vegi þeirra skulu fá að gjalda það dýru verði. { Hollywood hafa verið framleiddar þúsundir mynda um útlaga í villta vestrinu. í nokkrum þeirra hefur ein og ein kona verið innan um alla strákana en hver minnist þess að áður hafi verið gerð mynd um útlagaflokk fjögurra harðsvíraðra kvenna sem ríða um héruð og vega mann og annan án þess að blikna? Þrátt fyrir það að stelpurnar séu í aðalhlutverkum leggja aðstandendur myndarinnar áherslu á að fyrir þeim hafí öðru fremur vakað að gera ekta vestra og leikstjórinn Jonathan Kaplan segist hafa sótt mikið í smiðju sinna frægu forvera John Ford, Sam Peckinpah en þó einkum Sergio Leone, meistara spag- hettívestranna. Afraksturinn er enda sá að í bandarísku dagblaði sem fjallaði um myndina var Cody, sem Madeleine Stowe leikur, valin einkunnin „Clint Eastwood með brjðst" til að undirstrika það að hórurnar fjórar eru ekki pempíur held- ur harðjaxlar. Af öllum körlunum í Holly- wood var Jonathan Kaplan manna líklegastur til að fá að leikstýra mynd eins og þessari. Hann er þekktastur fyrir myndirnar The Accused, þar sem Jodie Foster fór á kostum í aðalhlutverki fórn- arlambs nauðgunar og hlaut óskarsverðlaun fyrir og þá stýrði hann Love Fields sem færði Michelle Pfeiffer ósk- arsverðlaunatilnefningu. Þetta hefur þótt sýna að Kaplan sé einn þeirra sjald- séðu karla í kvikmyndaborg- inni sem getur búið til mynd- ir þar sem konur gegna veiga- meira hlutverki að vera yfír- borðskenndar týpur og frem- ur hluti af sviðsmyndinni en sögunni. En voru þá engar konur í leikstjórastétt sem hefði verið nær að fela verkefnið? Vissu- lega, og þá leiðina átti að fara í fyrstu. Upphaflega var Bad Girls verkefni sem Tamra Davis, séu sem leik- stýrði Guncrazy þar Drew Barrymore var í aðalhlut- verki, bar ábyrgð á. Eftir að tökur voru hafnar undir henn- ar stjóm fór hins vegar allt í hund og kött. Tamra hafði ekki áður unnið fyrir kvik- myndaver á borð við Fox og áætlanir hennar stóðust ekki. Hún var ekki vön að vinna með stjömum á borð við þær sem prýða myndina og Ka- plan segir í dag að hún hafí í áætlunum sínum m.a. van- metið hégómleikaþáttinn sem sé óhjákvæmilegt að taka inn í myndina þegar Hollywood- stjömur eru annars vegar. T.a.m. hafi hún ekki verið reiðubúin til að ætla nægilega langan tíma í förðun og snyrt- ingu daglega og fyrir vikið hafí soðið upp úr. Leikkon- umar fjórar hafa í blaðavið- tölum lýst því að mórallinn hafí verið orðinn óþolandi og fólk hafí varla getað talast við. Þegar tökur höfðu staðið í nokkrar vikur og búið var að moka jafnvirði um 700 millj- ónum íslenskra króna í hítina án þess að nokkuð virtist geta gengið eins og ætlast var til var framleiðendum hins vegar nóg boðið. Tamra Davis var rekin og fram- leiðsla myndarinnar stöðvuð í þijár vikur. Fjárfestingin var í hættu og því varð að hafa snör handtök ef ekki átti illa að fara. Kaplan var á lausu og virtist kjörinn í hlutverkið. Hann tók það að sér og byxj- aði á því að fara vandlega yfir handritið og heimta ýms- ar breytingar. Hann leit á þetta sem ein- stakt tækifæri fyrir sig til þess að gera vestrann sem hann hafði alitaf dreymt um að gera í anda meistaranna sem fyrr voru nefndir og því ákvað hann að skerpa á ýmsu í myndinni og m.a. gera það sem Tamra Davis hafði lagt minna upp úr og það var að hafa hin hefðbundnu vestra- element á sínum stað í mynd- inni. Útlagar verða að geta setið hest og gert kúnstir á • baki, dregið upp byssumar skjótar en andstæðingurinn og skotið af nákvæmni sem CLINT Eastwood með brjóst sagði gagnrýnandi nokkur um Cody (Madeleine Stowe), sem hér er leidd í gálgann í myndinni Bad Girls, Villtum stelpum. vondum mönnum er sjaldan gefín í kvikmyndum. Því taldi Kaplan útilokað að hægt yrði' að breyta gleðikonunum í trú- verðuga útlaga nema leikkon- umar yrðu sendar í reiðskóla og fengju þjálfun í kúreka- og útlagalistum. Eftir þriggja vikna þjálfun undir stjóm áhættuleikarans Walter Scotts, sem var að- stoðarleikstjóri Kaplans, vom Stowe, Masterson, Bar- iymore og MacDowell orðnar færar í flestan sjó í kúnstum villta vestursins og voru meira að segja flestar hveijar famar að geta talast við. Upp úr því fór allt að ganga í haginn við gerð myndarinnar. Leikkonumar fjórar hafa allar getið sér gott orð í kvik- myndaheiminum undanfarin ár en eiga þó fátt sameigin- legt á ytra borðinu. Sú yngsta þeirra, Drew Barrymore, sem er aðeins 20 ára, á lengstan feril að baki; debuteraði á hvíta tjaldinu bamung í Alte- red States eftir Ken Russel og varð bamastjama þegar hún lék í mynd E.T, vinsæl- ustu mynd allra tíma þar til Spielberg sló sjálfum sér við með Jurassic Park. Drew, sem er sonardóttir Ieikarans fræga John Barry- more, beið síðan leið flestra bamastjama; sú að hverfa af sviðinu og þurfa að sætta sig við höfnun eftir alla at- hyglina sem E.T. hafði fært henni. Hún leiddist í óreglu, fór að reykja 9 ára, drakk og reykti marijúana 12 ára og var komin í kókaín um fermingu. Stelpan hefur verið að ná áttum undanfarin ár og hefur fengið tækifæri tii að sanna sig á hvíta tjaldinu á nýjan leik. Síðast sást hún í kvikmyndahúsum hér í Poi- son Ivy sem er nýj- asta mynd hennar ásamt Guncrazy sem fyrr var getið og færði henni Golden Globe-til- nefningu. Undanfarin ár hef- ur hún leikið í Irreconcilable Differences, Firestarter, Cat’s Eye, See You in the Moming og Far From Home. Þá lék hún í sjónvarpsmynd hlutverk hjónadjöfulsins ill- ræmda Amy Fisher (sem drap eiginkonu Joey Buttofuoco eins og frægt varð í Ameríku) og hefur ieikið í sjónvarpsser- íunni 2000 Malibu Road. Andie MacDowell hafa tugþúsundur íslendinga séð í bíó undanfama mánuði í Four Weddings and a Funeral þar sem hún er í hlutverki kon- unnar setur líf piparsveinsins sem Hugh Grant leikur á annan endann. Þar áður lék hún á móti Bill Murray í einni best heppnuðu gamanmynd síðasta árs, Groundhog Day, og í mynd Robert’s Altmans, Short Cut. Andie MacDowell var fyrirsæta í fremstu röð þegar heni bauðst árið 1984 hlutverk í Tarzan-mynd Hugh Hudsons, Greystoke; The Legend of Tarzan, Lord of the Apes og skömmu síðar lék hún í St. Elmo’s Fire. Flestar myndir MacDowell, fram að Bad Girls, hafa gengið vel í gagnrýnendur og áhorfendur, og auk þeirra sem fyrr voru taldar má nefna „sex, lies and videotape," eftir Steven Soderbergh, sem færði henni Golden Globe-tilnefningu eins og hlutverk hennar á móti Gerard Depardieu í mynd Peters Weirs, Green Card. Henni brá fyrir í mynd Alt- mans, Player, og lék nýlega á móti Liam Neeson í mynd- inni Deception. Þá lék hún á móti Bruce Willis í Hudson Hawk og John Malkovich í The Object of Beauty. Mary-Stuart Masterson á að baki hefðbundnri leiklist- arferil en stöllur hennar. Hún er meðlimur í hinu fornfræga Actors’ Studio í New York, þar sem ótrúlega margir af fremstu kvikmyndaleikurum Bandaríkjanna hafa komið við, og hefur átt að fagna velgengni á sviði. Margir minnast hennar sjálfsagt úr myndinni um Steikta græna tómata og þar áður úr At Close Range með Sean Penn og Christopher Walken. Síð- ast sást hún í kvikmyndahús- um hér á landi í Benny and Joon fyrr á árinu en þar lék hún á móti Johnny Depp. Um þessar mundir er að LILLY (Drew Barrimore) er ekkert lamb að leika sér við með Colt-byssu í hvorri hendi. koma í kvikmyndahús mynd- in Radioland Murders þar sem hún leikur aðalhlutverkið á móti manni sem heitir Brian Benben. Benben þessi er einmitt eiginmaður aðalleikkonu Bad Girls, Madeleine Stowe. Mad- eleine er dæmi um leikkonu sem fær óvænt tækifæri til að slá í gegn og tekst að nýta sér það. Hún var ný- hætt háskólanámi í Kalifomíu og farin að stússa í kringum leikhús þegar hún hitti um- boðsmann leikarans Richard Dreyfuss, sem hreifst víst einkum af göngulagi hennar og bauð henni samning. Þetta var snemma á síðasta áratug. Það var því kannski engin tilviljun að Dreyfuss var í aðalhlutverki fyrstu kvik- myndar sem Madeleine fékk hlutverk í. Sú hét Stakeout og var gerð 1988. Stowe lék einnig í framhaldsmyndinni Another Stakeout og á móti Jack Nicholson í The Two Jakes. Síðan vann hún fyrir Robert Altman í Short Cut og hlaut viðurkenningu fyrir það aukahlutverk. Með Jonat- han Kaplan, leikstjóra Bad Girls, vann hún að gerð myndarinnar Unlawful Entry. Þar var hún í aðalhlut- verki eins og í Blink, sem sýnd var hér nýlega, en stóra tækifærið hennar og það sem gerði að verkum að farið var að tala um hana sem stjömu var stærsta kvenhlutverk myndarinnar um Síðasta mó- híkanann þar sem Daniel Day-Lewis var í aðalhlut- verki. Madeleine er víst frem- ur einræn og féll ekki vel inn í hópinn sem stóð að Bad Girls en hins vegar er hún sú sem ætti að vera best á heimavelli í Villta vestrinu því hún á tvo búgarða, annan í Kalifomíu og hinn í Texas og þar kann hún best við sig að sögn á hestbaki; brenni- merkjandi og geldandi kálf- ana sjna. Bad Girls er meðal fjöl- margra mynda sem gerðar hafa verið í ár og hafðar eru til marks um að árið 1994 sé ár konunnar í Hollywood. Árið 1993 átti að vera ár konunnar en það var bara í orði. Einu almennilegu kven- hlutverkin það ár hlutu Emma Thompson í Howard’s End og Holly Hunter í Piano. Feministum í Hollywood þyk- ir það standa upp úr árinu 1993 þar á bæ að það ár lék Demi Moore konuna sem lét Robert Redford kaupa sig fyr- ir miHjón dollara í Indec- ent Proposal. Um 1994 virðist ætla að gegna öðru máli; Meryl Streep leikur hasarhetju í Ri- ver Wild, Kathleen Tumer fer á kostum í Serial Mom og áfram mætti lengi telja en til að undirstrika það að árið 1994 sé hið raunverulega ár konunnar, hið fyrsta sem verðskuldi það nafn í 20 ár, er myndin Bad Girls — fyrsti alvöruvestrinn um konur — gjarnan nefnd. Ekki er hins vegar víst að hennar verði minnst fyrir aðra hluti ef marka má viðtökur — og þó. Bandarísk blöð fullyrða að áhrifa myndarinnar muni fljótlega gæta í tlsku- heiminum og vestin sem útlagastelpumar fjórar klæðast í myndinni eigi eft- ir að skila sér inn í tísku- verslanimar áður en langt um líður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.