Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og ienni BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Svör til Arna Finnssonar með kveðju til Greenpeace Frá Albert Jensen: ÁGÆTT bréf sem Ámi Finnsson, Starfsmaður Greenpeace, sendi mér vegnar greinar sem ég skrifaði í Morgunblaðið 29. september gefur tilefni að fjalla nánar um efni henn- ar og skilda þætti. í greininni færi ég rök fyrir, að gera má slæm mál að einu góðu. Rætt er að nota pen- inga til sköpunar, ekki til að eyða og spilla. Það sé eyðsla og skamm- sýni að lengja frárennslislagnir byggða í átt að hrygningarstöðvum og grafa plastbaggað sorpið í jörð. Það sé aftur á móti nýting og vemd- un sjávar að safna í þrær og hreinsa allt frárennsli. Menn séu að eyða og bjóða hættunni heim er þeir grafi sorp í jörð. En það sé nýting að gera skarna úr sorpi, sem síðan er, ásamt frárennslismassa notaður til jarðvegsframleiðslu. Fok Staðreynd sem ætti að vera hugs- andi mönnum til hvatningar er, að hundmð þúsunda tonna af jarðvegi fjúka á haf út árlega. Það hlýtur því að vera mikil hugar auðn sem hijáir menn þegar þeir sjá ekki betri leiðir í atvinnuleysinu en borga stórfé fyrir að eyðileggja fyrir sjálf- um sér og öðrum. Ef farið yrði eft- ir þeim tillögum sem ég hef sett fram um jarðvegsframleiðslu til uppgræðslu foksanda og annarra erfiðra svæða, yrði hægt að bjóða fjölda manns framtíðarvinnu í fjöl- þættu skapandi verkefni. Fiski hent Það er lygilegt, en staðreynd, að gífurlegu magni fiskjar er fleygt fyrir borð fiskiskipa okkar. í Morg- unblaðinu 14. október aðvarar Guð- jón Ingólfsson stjórnmálamenn í þessum efnum. En það er hvorki hlustað á hann né aðra sem sjá hættuna sem þessi heimska skapar. Allir vita að með brögðum hefur fjöreggi þjóðarinnar verið komið á fárra hendur, þeirra er meira hugsa um eigin hag en landsmanna. Fólk horfir í hryggð og vanmætti á nokkra valdamikla sérklára menn eyðileggja möguleika þess til betra lífs. Stjórnmálamenn hafa gerst svo þrasgjarnir að þeir virðast hafa gleymt tilgangi veru sinnar á þingi. Reynt að gera þeim ljóst hvað þeir hafa fjarlægst þjóðina. Ef dæmi eru tekin af kæruleysi þeirra í stórmál- um, sést hvergi að þeim þyki um- t talsvert hvernig farið er með fiski- mið okkar. Hvað hugsa þeir, þegar þeim er sagt að ýsukvótaskip kast- aði átta tonnum af góðum þorski til að ná einu tonni af ýsu. Að á rækjuveiðum sé öllum físk hent fyrir borð. Það verður að fá þing- menn til að skilja að allt sem sjó- menn draga úr sjó verður að koma á land. Ónýtanlegum úrgangi má breyta í áburð eða jarðveg. Úrelding vistvænna veiðiskipa á sér stað í ] stórum stíl. Skipin verða stærri og eyðileggingin og kostnaðurinn meiri. Atvinnulausir til sjós og lands verða fleiri. Gremja Fyrir ekki löngu, þá eins og nú, var mikil gremja hjá þjóðinni með stjórnmála- og embættismenn. Er þingkona ein, áberandi, var spurð um ástæðu óánægjunnar svaraði hún því til, að þjóðin hefði kosið það yfir sig sem hún ætti skilið. Hún var sjálf við völd og þóttist ekki skilja, að það eru slæmir kost- ir að kjósa annað hvort það sem manni lýst ekki á, eða skila auðu. Vonandi kemur að því, að þjóðin fái þing sem greinir kjarnan frá hisminu. ALBERT JENSEN, • Háaleitisbraut 129, Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skíptiborð: 691100. Aug- lýsingar: 691111. Áskriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, fréttir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrifstofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. ÓHEMJU fjármunir liggja í þeim fiski sem fleygt er í sjóinn á ári hverju, og ætti að banna það skilyrðislaust, segir Albert Jensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.