Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Bamíð mitter fíkill haldandi uppgjör og framhald á hinu fjórða. Einhveijum ein- um aðila trúað fyrir öllu, einn- ig því sem ekki var skráð í fjórða sporinu. Eftirmeðferð Síðumúla 13: 6. Við vorum þess albúin að láta Guð lækna okkar skapgerðar- veilur. Uppgjör einstaklings- ins leiða í ljós ákveðna bresti í persónuleikanum sem hafa hindrað hann að lifa eðlilegu lífi. Þeir eru skoðaðir og ákvörðun tekin um að losa sig við þá 7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina. Hér er tekist á við brestina og leit- að aðstoðar í þeim æðra mætti sem þau trúa á. 8. Við skráðum misgjörðir okkar gegn náunganum og vorum fús til að bæta fyrir þær. Unglingurinn gerir lista yfir það fólk sem hann hefur skað- að. 9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, svo framarlega sem það særði engan. Bætt er fyrir brotið á einhvern hátt milliliðalaust en ekki reynt að kaupa sér frið. 10. Við iðkuðum stöðuga sjálfs- rannsókn og þegar út af bar, viðurkenndum við yfirsjónir okkar undanbragðalaust. Sjálfskoðunin heldur áfram og unglingarnir sætta sig við galla sína. 11. Við leituðumst við, með bæn og hugleiðslu, að styrkja vit- undarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um skilning á því sem okkur var fyrir bestu og mátt til að framkvæma það. Trúin á æðri mátt er enn til staðar þó vandinn sé leyst- ur. 12. Við fundum, að sá árangur, sem náðist með hjálp reynslu- sporanna, var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum alkóhólistum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi. Litið er yfir farinn veg og unglingurinn áttar sig á því að þessi aðferð vakti hann þannig upp að hann hætti að leita á náðir vímuefna og leitaði á náðir sjálfs síns. Hann verður reiðubúinn að hjálpa öðrum. Höfundnr eru sjálfstætt starfandi blaðamenn. Foreldrar eru besta vörnin ÓN Arnar Guð- mundsson forvarn- arfulltrúi hjá Lög- regluembættinu í Reykjavík segir fram- tíðina ekki bjarta í málefnum bama og unglinga ef ekki verð- ur tekið í taumana. Hann segir foreldra almennt vera illa upp- lýsta um vímuefni. Astæðan getur verið sú að fíkniefnafræðsla hefur verið ákaflega lítil í íslenska skóla- kerfinu. Þar geta fræðslufundir foreldr- afélaga komið að miklu gagni. „Foreldr- ar eru að átta sig á því að það þýðir ekki að skella allri skuldinni á kerfið. Kerfið get- ur ekki brugðist við með einstakl- ingshjálp sem foreldrar geta veitt börnum sínum. Þeir eru lang stærsti áhrifavaldurinn í lífi barns- ins. Það er hluti af uppeldi barns- ins að gera því grein fyrir hættun- um sem að því steðja,“ segir Jón Arnar. Óöryggi foreldra Margir foreldrar treysta sér ekki að taka á hlutunum og skera sig úr fjöldanum. Þeir eru mjög óör- uggir. Þeir vita ekki hvort eða hvernig þeir eiga að setja reglurn- ar. „Foreldrar þurfa að byija að setja börn- um sínum reglur strax á unga aldri og fylgja þeim síðan eftir upp á unglingsár. Það þýðir ekki að setja ungl- ingnum reglur allt í einu ef hann hefur ekki þurft að fylgja þeim áður. Reglurnar fela í sér öryggistil- finningu fyrir barnið. Það finnur að foreldr- unum er ekki sama um hag þess. Barnið lítur því frekar á regl- urnar sem væntum- þykju af hálfu for- eldra ekki eingöngu hörnlur," segir Jón Arnar. „Flestum finnst útivistartíminn vera strangur áður en málið er rætt til hlítar. Ef reglum um úti- vistartíma væri fylgt til hins ít- rasta myndi drykkja unglinga gjör- breytast. Það er ekki ásættanlegt að börn yngri en 16 ára séu farin að drekka áfengi. Unglingar eru viðkvæmari fyrir áfengisneyslu en þeir sem eldri eru og í meiri hættu að ánetjast og virðast þau ná botn- inum ótrúlega fljótt. Ef foreldrar hins vegar telja það eðlilegt að börn þeirra séu farin að drekka 13 ára gömul geta yfirvöld lítið gert,“ segir Jón Arnar. Vantar fleiri úrræði Jón Arnar segir að lögreglan sé ekki tilvísunaraðili á meðferða- heimilin. Ef ekki næst til foreldra eru börnin vistuð á skammtíma- vistuninni í Efstasundi. Þar eru þau komin í hendur réttra aðila sem geta vísað beint ef með þarf. „Það er ekki nægilegt framboð úrræða fyrir þá verst stöddu. Það vantar fleiri heimili, gjarnan utan Reykja- víkur, þar sem krakkar gætu búið mánuðum saman meðan unnið væri úr þeirra málum. Þar gætu krakkarnir kynnst venjulegu íjöl- skyldulífi þar sem áherslan er lögð á eðlilegt atlæti. Eftir þá vistum væri síðan reynt að hjálpa þeim aftur út í þjóðfélagið, t.d. með aðstoð við að hefja nám og fá sér vinnu,“ segir Jón Arnar. Allt fræðslu- og forvarnarstarf skilar sér og nefnir Jón Arnar tób- aksvarnaráróður og áróður fýrir notkun reiðhjólahjálma. „Það hjálp- ar auðvitað í okkar starfi að geta vitnað til dæma um að áróður og forvamir skili sér og hafí áhrif. Fjölmiðlar hafa einnig mikið að segja, en foreldrar eru sú fyrirmynd sem bömin taka fyrst eftir. Börnin em fljót að sjá í gegnum tvöfeldni foreldra sinna. Ef foreldar ætla að banna börnum sínum að drekka áfengi en neyta þess ríkulega sjálf segir það sig sjálft að slík tvöfeldni gengur ekki upp,“ segir Jón Arnar. Jón Arnar Guðmundsson forvarnarfulltrúi. 6 sœta homsófí - margír litir TiW - HÚSGÖGN Síðumúla 30 — sími 68-68-22 OpiÖ: mánudaga - föstudaga 9 -18 laugardaga 10-17 sunnudaga 14-17 kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.