Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 16 þúsund kort STÚDENTAR í Háskóla fslands hafa að frumkvæði Stúdentaráðs sent þingmönnum þjóðarinnar 16 þúsund kort með 15 mismun- andi áletrunum. Dagfur Eggerts- son, formaður Stúdentaráðs HÍ, segir tilgang kortanna að minna á ýmsar staðreyndir um HÍ eða ástand menntamála í landinu, í þágu baráttu stúdenta fyrir hækkuðum fjárveitingum á fjár- lögum til skólans. Dagur og Brynhildur Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla íslands, afhentu Birni Bjarnasyni, Tómasi Inga Olrich og öðrum þingmönnum í menntamálanefnd Alþingis fyrstu póstkortin á Alþingi í gærmorgun, á sama tíma og full- trúar SHI og Félags háskóla- kennara hittu nefndina. Hvergi fleiri heilbrigðisstéttir HVERGI í heiminum eru fleiri lög- giltar heilbrigðisstéttir en hér á landi, eða tæplega þrjátíu. Þær eru ekki nema tólf eða þrettán í Sví- þjóð. Þetta kom fram í máli Matthí- asar Halldórssonar, aðstoðarland- læknis, á málþingi um bótaábyrgð heilbrigðisstétta um síðustu helgi. Heilbrigðisstéttimar hér á landi eru: Læknar, tannfræðingar, tann- læknar, aðstoðarmenn tannlækna, ljósmæður, hjúkrunarfræðingar, lyljafræðingar, aðstoðarlyfjafræð- ingar, Iyfjatæknar, talmeinafræð- ingar, fótaaðgerðafræðingar, nær- ingarfræðingar, næringarráðgjaf- ar, sjúkraflutningamenn, matar- fræðingar á sjúkrastofnunum, mat- artæknar, heilbrigðisfulltrúar, sjúkranuddarar, læknaritarar, mat- vælafræðingar, meinatæknar, sjón- tækjafræðingar, röntgentæknar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfar, félags- ráðgjafar, iðjuþjálfar, þroskaþjálfar og hnykkjir. FRÉTTIR________________________________ Stuðningsmönmim umsóknar um ESB-aðild fækkar Andstæðingar 57% en fylgismenn 43% STUÐNINGUR við það að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu hefur minnkað og eru andstæðingar umsóknar komnir í meirihluta að nýju, samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið í lok október. Um 36% svarenda í könnuninni höfðu ekki gert upp hug sinn, en af þeim, sem afstöðu tóku, sögðust 43,3% hlynnt: ir umsókn, en 56,7% andvígir. í könnun Félagsvísindastofnunar í september voru fylgismenn og and- staeðingar umsóknar álíka margir. í könnuninni var spurt hvort menn teldu æskilegt eða óæskilegt að ís- lendingar sæktu um aðild að Evrópu- sambandinu. Af þeim, sem afstöðu tóku, sögðust 17,6% telja það mjög æskilegt og 25,7% frekar æskilegt. Pjórðungur, eða 25,7%, taldi umsókn frekar óæskilega og 31% mjög óæskilega. Stuðningur vex þjá Framsókn og Alþýðubandalagi Ef litið er á afstöðu svarenda eft- ir því hvaða stjómmálaflokk þeir styðja, kemur í ljós að stuðningur við aðiidarumsókn hefur minnkað í hópi stuðningsmanna allra flokka og framboða nema Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. I hópi alþýðu- flokksmanna er stuðningur áfram yfirgnæfandi, eða 86,7% en var 92,8% í september. Óákveðnum al- þýðuflokksmönnum hefur hins vegar fækkað verulega. í hópi stuðnings- manna Sjálfstæðisflokks hefur fylg- ismönnum umsóknar fækkað um- talsvert frá í september, eða úr 61,1% í september í 51,5% nú. Af stuðningsmönnum Jóhönnu Sigurðardóttur segjast nú 32,5% hlynntir aðildarumsókn og af stuðn- Telurðu æskilegt að íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu? 59% Nóv.'92 Júní'94 Sept.'94 Okt.’94 ingsliði Kvennalistans eru 36,4% fylgismenn aðildar. í báðum þessum hópum var hins vegar nokkuð jafnt á með stuðningsmönnum og and- stæðingum í september. í hópi stuðningsmanna Alþýðu- bandalagsins hefur fylgi við aðildar- umsókh aukizt úr 21,2% í september í 37,2% nú og í höpi framsóknar- manna úr 27,7% í september i 32,5% nú. Þeir elztu helzt á móti aðild Stuðningur við umsókn hefur minnkað í öllum' aldurshópum, en sýnu mest hjá þeim elztu. Af þeim, sem afstöðu taka, styðja þannig aðeins 15,4% umsókn um aðild að ESB í aldurshópnum 60-75 ára. Stuðningur er hins vegar enn mestur hjá þeim yngstu (18-24 ára) eða 61,9%. Afstaðan eftir landshlutum hefur lítið breytzt hjutfallslega, nema hvað stuðningsmönnum fækkaði meira í Reykjavík en á Reykjanesi. Af Reyk- víkingum, sem afstöðu taka, segjast nú 46,5% hlynntir umsókn (56,7% í september), af Reyknesingum 51,8% (58,9%) og á landsbyggðinni eru 33,5% hlynntir umsókn (38,3%). BHMR-menn hlynntastir umsókn Ekki er sérstaklega marktækur munur á stuðningi eða andstöðu við umsókn um aðild að ESB eftir starfs- stéttum. Það nýmæli var nú tekið upp hjá Félagsvísindastofnun að spyija svarendur um stéttarfélag. I ljós kemur að stuðningur við ESB- umsókn er mestur hjá félögum í BHMR, eða 61,8%, en minnstur hjá félögum í Kennarasambandinu, 28,5%. Rúmlega 47% verzlunar- manna í ASÍ styðja umsókn, en um 38,2% verkafólks. Ekki er marktækur munur á af- stöðu kynjanna til aðildarumsóknar. Þannig segjast 43,2% karla fylgjandi umsókn, en 43,5% kvenna. Hins veg- ar segjast mun fleiri karlar vera mjög hlynntir umsókn, en fleiri kon- ur telja hana „frekar æskilega". Þá eru miklu fleiri konur óákveðnar, eða 44,1%, miðað við 29,5% karla. Framkvæmd og heimtur Könnunin var gerð dagana 21.-29. nóvember. Stuðzt var við slembiúrtak 1.500 manna úr þjóð- skrá. Viðtöl voru tekin i síma og fengust svör frá 70,2% þeirra, sem komu í úrtakið. Nettósvörun — þ.e. þegar dregnir hafa verið frá úrtak- inu þeir, sem eru nýlega látnir, er- lendir ríkisborgarar eða búsettir er- lendis — er 71,9%, sem telst vel við- unandi í könnunum sem þessum. Félagsvísindastofnun telur að úrtak- ið endurspegli þjóðina, á aldrinum 18-75 ára, allvel. t| I I I » L I I I 9 9 I í 9 í 9 Neikvæðar umræður í Noregi hafa áhrif Telurðu æskilegt eða óæskilegt að íslendingar sæki um aðild að Evrópu- sambandinu? Þeir sem taka afstöðu Þeir sem styðja Sjálf- Alþýðuflokk stæðisflokk Karlar Alþýðu- bandalag Kvennalista Æskilegt Óæskilegt Jóhönnu Fram- Sigurðardóttur sóknarflokk Þeir sem nefna ekki flokk 86,7%\ 51,5%\ 37.2%Á 36,4%^ 3^5%\ -^13,3% 11/ 48,5%/yf , y/ 62,8%/ ' 63,6%/ 67,5%J 67,5 y Áhrif hinnar neikvæðu umræðu um ESB í Nor- egi og Svíþjóð kunna að hafa sitt að segja um dvínandi stuðning við aðildarumsókn hér. Ólafur Þ. Stephensen skrifar um niðurstöður skoðanakönnunar Fé- lagsvísindastofnunar. STUÐNINGUR við að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu hef- ur minnkað verulega frá því að Fé- lagsvísindastofnun kannaði viðhorf kjósenda í júní síðastliðnum. Þá voru 59% hlynntir því að sótt yrði um aðild, en nú hefurþeim fækkað í 43%. Aldrei verða fundnar neinar ein- hlítar skýringar á sveiflum milli úr- slita skoðanakannana. Þó má telja líklegt að uppsveiflan í stuðningi við aðildarumsókn í júní hafi verið vegna þeirrar jákvæðu umræðu um ESB- aðild, sem þá átti sér stað eftir að hin ríki Norðurlandanna — ekki sízt Noregur — höfðu samið um ESB- aðild. Með sama hætti má ímynda sér að óvissan um úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar um ESB-aðild í Svíþjóð og hin neikvæða afstaða frænda okkar Norðmanna, sem fram hefur komið í skoðanakönnunum á þessum löndum, hafi sitt að segja. „Dómínóáhrifin“ í vestur Allir vita að ríkisstjómir Norður- landanna gerðu með sér óopinbert samkomulag um að Finnar, sem tald- ir hafa verið jákvæðastir í garð ESB- aðildar, kysu fyrst um aðild, þá Svíar, og loks Norðmenn, sem alla tíð hafa haft mestar efasemdir um ágæti aðildar. Þannig myndi hið góða for- dæmi hafa áhrif vestur um Norð- urlöndin og menn myndu kjósa eins og nágrannamir. Þetta hafa verið kölluð „dómínóáhrifin“; falli einn kubbur í dómínótafli, detta þeir næstu líka. Dómínóáhrifin ná áreiðanlega hér vestur um til íslands og það er tæp- lega nokkur vafí á því að hinar nei- kvæðu umræður í Noregi hafa haft áhrif hér. Á sama hátt er næsta víst að stuðningur við aðildammsókn mun taka kipp á íslandi, segi Norð- menn já 28. nóvember. Kannanir á öllum Norðurlöndunum hafa sýnt að almenningur er hlynntari ESB-aðild, sé sú forsenda gefin að önnur ríki Norðurlandanna gangi í sambandið. Málflutningur forsætisráðherra ber árangur Stuðningsmenn stjórnarflokkanna em áfram þeir, sem hlynntastir eru því að sótt verði um aðild að ESB. Óákveðnum alþýðuflokksmönnum hefur fækkað og í flokki utanríkis- ráðherra er áfram yfirgnæfandi stuðningur við stefnu hans. Sjálfstæðismönnum, sem styðja aðildarumsókn, hefur hins vegar fækkað verulega, eða um tæp 10 prósentustig. Ekki er nú marktækur munur í hópi stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins á fylgismönnum og andstæðingum aðildarumsóknar. Þetta bendir til þess að eindreginn málflutningur Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns flokksins, gegn því að sótt verði um ESB-aðiId, hafi borið árangur. Eng- inn, sem hlustaði á ræðu formanns- ins á þingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna í lok september, velkt- ist til dæmis í vafa um að hann telur ekki æskilegt að sjálfstæðismenn gæli um of við þetta stefnumál Al- þýðuflokksins. Sama má segja um ræðu hans á aðalfundi Landssam- bands útvegsmanna. Þversagnakennd aukning Það, sem kemur hins vegar veru- lega á óvart í niðurstöðum könnunar- innar, er að fylgismönnum aðildar- umsóknar skuli hafa fjölgað í hópi stuðningsmanna þeirra flokka, sem hafa verið einna neikvæðastir í garð Evrópusambandsins Alþýðu- bandalagsins og Framsóknarflokks- ins. Þetta er vandútskýrt, en helzt mætti benda á þá skýringu, að for- ystumenn þessara flokka hafa ekki haft sig mjög í frammi gegn Evrópu- sambandinu að undanfömu. Þvert á móti hefur forsætisráðherra tekið forystuna fyrir þeirri hreyfingu, sem ekki vill sækja um aðild að ESB. Konur jákvæðari Athyglisvert er að skoða afstöðu karla og kvenna til aðildarumsóknar. Annars staðar á Norðurlöndunum hafa konur verið mun neikvæðari í garð ESB-aðildar en karlar og rök- semdir ESB-andstæðinga um skort á jafnrétti og lýðræði í sambandinu virðast hafa höfðað til þeirra. Hér virðist málflutningur af þessu tagi, sem einkum hefur verið hafður uppi af hálfu þingkvenna Kvennalistans, ekki hafa náð að skapa sömu and- stöðu meðal kvenna og til dæmis í Noregi og Svíþjóð. Sama hlutfall karla og kvenna vill hér að sótt verði um aðild. Hins vegar eru konur í auknum mæli óákveðnar en karlar og færri í þeirra hópi telja aðild mjög æskilega. g 6 9 9 i C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.