Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 29 MINNINGAR STEFANÍA Þ. LÁR USDÓTTIR SCHRAM + Stefanía Þ. Lárusdóttir Schram var fædd á Hofi í Vatnsdal 4. mars 1906. Hún lést á Droplaugar- stöðum 1. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lárus Jónas- son frá Húnsstöð- um í A-Hún., d. 1908, og Helga Jónsdóttir, f. 29.8. 1880 á Stóru-Giyá í A-Hún., d. 19.5. 1959. Stefanía var eina barn þeirra Lárusar og Helgu. Seinni mað- ur Helgu var Anii Ebenesers- son, 'en þau eignuðust saman eftirtalin börn, í aldursröð: Ingibjörg (látin), Lára (látin) og Jakob. Eftirlifandi eigin- maður Stefaníu er Ólafur A. Schram, húsgagna- smiður, f. 12. des. 1908 í Hafnarfirði. Börn þeirra eru Garðar, kennari, kvæntur Þóru Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn, Haukur, bifreiða- smiður, kvæntur Helgu Valdimars- dóttur og eiga þau tvö börn, Magnús, framkvæmdastjóri, kvæntur Gunnhildi Schram og eiga þau fjögur börn, Frið- rik (látinn) og Frið- rik Agnar, guðfræðingur, kvæntur Vilborgu R. Schram og eiga þau þijú börn. Barna- barnabörn Stefaníu og Ólafs eru 18 talsins. Útför Stefaníu fer fram hjá Fossvogskirkju í dag. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þejri tregatárin strið. (V. Briem.) ÞEGAR ég sest niður til að minnast hjartkærrar tengdamóður minnar er þakklæti efst í huga mínum, þakk- læti fyrir að hafa átt hana sem tengdamóður í 37 ár, og ekki síst sem aðra móður og vinkonu. Ég segi aðra móður, vegna þess að ég missti ástkæra móður mína þegar ég var tæplega 23 ára, með tvö lítil börn sitt á hvoru árinu. Þó enginn geti komið fyllilega í stað móður manns var það mikil sárabót að eiga yndis- lega góða tengdamóður til að halla sér að. Það stendur mér skýrt fyrir hug- skotssjónum hversu hún tók mér strax vel þegar ég kom fyrst inn á heimili hennar, þá tæplega 18 ára gömul, með syni hennar Magnúsi. Eg held að hún hefði helst viljað slá upp veislu, því henni fannst miður að hann skyldi ekki láta vita fyrir- fram að hann ætlaði þarna að kynna mig fyrir foreldrum sínum. Svona var Stefanía, gestrisin fram í fingur- góma. En það sem einkum einkenndi hana var kærleikur, hógværð og lítil- læti. Aldrei man ég eftir að hún hækkaði róminn, þó oft væri kátt í kotinu þegar öll bamabörnin voru komin saman. Hún hafði alveg maka- laust jafnaðargeð. Á mannamótum var hún ekki margmál, vildi sem minnst láta á sér bera. Hún komst þó ekki hjá því að eftir henni væri tekið, vegna þess hversu fallega klædd hún var og hversu virðulega hún bar sig. Á seinni árum, þegar auraráðin voru orðin meiri naut hún þess að klæða sig upp á og punta. Stefanía var einkabam foreldra sinna, en hún missti föður sinn ung, aðeins tveggja ára gömul. Þá var henni komið í fóstur til nöfnu sinnar og frænda, hjónanna í Öxl, þeirra Stefaníu og Jóns. Þótt hún nyti góðs atlætis hjá nöfnu sinni saknaði hún mömmu sinnar sárt og átti erfitt með að sætta sig við aðskilnaðinn, til að bytja með. En þetta varð svo að vera, þar sem mamma hennar varð að vinna fyrir sér og áleit að best færi um barnið í Öxl. Þegar Stefanía var á níunda árinu giftist mamma hennar aftur, Árna Ebenes- erssyni bónda, og þá tók hún hana til sín. Á næstu áram eignaðist hún þijú systkini. Hún var mjög dugleg að hjálpa mömmu sinni með litlu systkinin og eins stjúpa sínum við bústörfín. Eins og allar hjartahlýjar manneskjur elskaði hún dýrin. Sér- staklega þótti henni þó vænt um hestana og talaði oft um þá í ell- inni. Henni var minnisstætt þegar hún var að sækja þá upp til fjalla. Nægði henni að kalla á þá með nafni og komu þeir þá til hennar og hún kyssti þá á snoppuna. Á unglingsár- unum, eða þar til hún giftist, var hún í vist hér og þar, ýmist norður í landi eða í Reykjavík. Mér hefur verið sagt að hún hafí verið mjög eftirsótt til þessara starfa, og t.d. mun þáver- andi prestur á Melstað, séra Jóhann Briem, hafa sóst sérstaklega eftir henni á heimili sitt. Ég er ekki hissa á þessu, vegna þess að hún var sér- staklega þrifin og elsk að börnum. Svo var hún ósérhlífin og dugleg, en þetta voru aðalsmerki hennar kyn- slóðar. Mesta gæfa Stefaníu í lífínu var þegar hún kynntist öðlingsmannin- um Ólafí Agnari Schram. Hef ég ekki orðið vitni að fallegri sambúð en þeirra, og stóð hún í 63 ár. Vora þau svo samstiga og samhuga með alla hluti að ég heyrði aldrei að þeim yrði sundurorða. Stefanía og Ólafur eignuðust fímm mannvænlega syni en misstu næstyngsta soninn, Frið- rik, tveggja ára gamlan úr lífhimnu- bólgu. Var það þeim mikil sorg, og þá fékk tengdamamma „sár á hjart- að“, sem alrei greri til fulls. Stefanía var sérstaklega dugleg húsmóðir og umhyggjusöm móðir. Á meðan ekki var af miklu að taka gengu strákarn- ir hennar fyrir öllu. Henni var um- hugað um að þeir væru hreinir, vel klæddir og hefðu nóg að borða. Það gerði ekkert til, fannst henni, þó hún væri áfram í gömlu kápunni eða gamla kjólnum, hún gæti bætt úr því seinna — sem hún og gerði. Vin- ir sona hennar hugsa enn hlýtt til hennar fyrir hversu hún hlúði einnig að þeim, og var góð við þá. Þá tók ég sérstaklega eftir því, þegar ég kynntist henni fyrst, hversu fólk sem minna mátti sín eða átti við ein- hveija erfíðleika að stríða sótti mikið til hennar. Hún átti mikið hjartarúm og vora allir velkomnir. Ég man hve þetta gladdi mig, því að ég var vön þessu sama frá mínum foreldrahús- um. Einnig vakti það aðdáun mína hversu vel hún hugsaði um aldraða móður sína sem hún hafði tekið á heimili sitt þegar gömlu hjónin bragðu búi sökum aldurs og lasleika. Móðir hennar var þá orðin veik af Alzheimer-sjúkdómi og var rúmliggj- andi, ósjálfbjarga. Hjúkraði henni við þessar aðstæður á fímmta ár, eða þar til Helga lést, og fannst tengda- mömmu þetta sjálfsögð þjónusta við móður sína. Við hjónin bjuggum erlendis með bömum okkar í fímm ár. Var ég þar haldin mikilli heimþrá og saknaði þá ekki síst tengdamömmu. Því varð það mér og okkur öllum til mikillar gleði að fá tengdaforeldra mína í heimsókn á þessu tímabili, og fá að hafa þau hjá okkur í þtjá mánuði. Tengdamamma var þá 75 ára og héldu þau upp á gullbrúðkaup sitt hjá okkur vestur við Kyrrahaf. Þetta var yndislegur tími og lifðu þau og við lengi á þessari heimsókn. Þarna fékk Stefanía líka tækifæri til að heimsækja systur sína til Utah í fyrsta og eina skiptið, en systir henn- ar, Ingibjörg, flutti þangað ung kona til að stofna heimili. Tengdamóðir mín var mjög trúuð kona, sérstaklega þó síðustu 20 árin. Hún hafði alltaf átt sína bamatrú, eins og sagt er, en tók síðan á móti Drottni sem sínum persónulega frels- ara. Síðan þá bar hún ástvini sína ævinlega á bænarörmum, og þá ekki síst barnabömin, sem hún bar mikla unthyggju fýrir. Þá sótti hún kirkju og annað kristilegt samfélag af áhuga og trúfesti. Ég veit að Stefanía hefði ekki kært sig um neina lofræðu um sig, ef hún hefði mátt ráða, eins hógvær og hún nú var. En það sem hér hef- ur verið skrifað er sannleikur um hjartahlýja og góða konu, sem ekk- ert aumt mátti sjá. Hjá Stefaníu fór að bera á ein- kennum Alzheimer fyrir fímm áram, þess sama sjúkdóms sem fyrr hafði lagt móður hennar að velli. Það var óskaplega sárt að horfa upp á hversu hratt henni hrakaði. Síðustu árin var hún við rúmið og fyrir ári var hún lögð inn á hjúkrunardeild Droplaug- arstaða. Þar fékk hún afbragðs umönnun, og vil ég hér koma á fram- færi innilegu þakklæti fjölskyldu okkar til þeirra, sem þar áttu hlut að máli. Ennfremur viljum við þakka íbúum og starfsfólkinu í Þjónustu- miðstöð aldraðra við Dalbraut, þar sem hún bjó með manni sínum síð- ustu þrettán árin, fyrir frábæra þjón- ustu og góðvild. Guð blessi allt þetta fólk og veiti því styrk í óeigingjömu starfí. Ég kveð elskaða tengdamóður mína hinstu kveðju og treysti þvi að hún hafí haldið til fundar við frelsara sinn. Hjá ástvinum sínum skilur hún eftir margar fagrar og dýrmætar minningar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Gunnhildur Schram. Elsku amma mín er dáin. Gleði og spenningur dóttur minnar yfír fyrsta vetrarsnjónum breyttist í grát. Það fyrsta sem kemur í hugann þeg- ar ég hugsa um ömmu, eru göngu- og strætóferðirnar til hennar og afa á Bragagötuna, þegar ég var krakki. Það voru fastir liðir hjá mér að heim- sækja þau, enda tóku þau alltaf hlý- lega á móti mér. Amma var alltaf mjög blíð, róleg og þægileg kona, sem alltaf var tilbúin til að hlusta á rausið í stelpukjána. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir öll hughrey- standi orðin. Þú bentir mér á að meta sjálfa mig meira en ég gerði, og því gleymi ég aldrei. Ámma var á Droplaugarstöðum síðasta árið sem hún lifði, og hún var búin að vera allt of lengi rúm- liggjandi. Þegar ég heimsótti hana, fannst mér mjög erfítt að horfa upp á hana svona. En mér til mikillar undranar hresstist amma síðustu vik- umar, og eitt skipti er ég kom var hún sest upp í stól, brosandi við böm- um mínum og talandi. Það var svo gott að sjá ömmu brosa. Ég minnist þess þegar ég sá hana í síðasta skipti, þá vinkaði hún okkur brosandi, og mér fannst þegar hún horfði til okk- ar að hún þekkti okkur vel og skynj- aði það sem gekk á. Það er mikil huggun að ömmu leið betur síðustu dagana, hún gat talað við og kvatt okkur með bros á vör. Minningin um þig,- amma mín, mun alltaf lifa og söknuðurinn aldrei hverfa. Elsku afí, missir þinn er mikill. Guð gefí þér styrk í sorg þinni. Berglind Anna Schram. Fréttin sem við héldum að við ættum von á, kom á óvart. Amma hafði kvatt þennan heim. Enda þótt hún hafí í langan tíma átt við erfið veikindi að stríða var ekki auðvelt að kyngja þeirri staðreynd að hún væri farin. Á slíkum sorgar- stundum sækja minningarnar á mann. Fyrstu minningar okkar systkinanna af afa og ömmu eru frá Bragagötunni þar sem þau bjuggu um árabil. Húsið sem var svo gott að koma í og litli garður- inn sem var svo feikistór í okkar smáu augum, líkastur frumskógi. Þar var ein lítil hunangsfluga sem geysistórt rándýr og þá var gott að hlaupa inn til ömmu og fá hugg- un. Amma var alltaf mikill dýravin- ur. Myndirnar á veggjunum báru því vitni. Myndir af hestum, sem voru í uppáhaldi hjá henni og fleiri dýrum. Osjaldan benti hún okkur á einhvetja af dýramyndunum og í kjölfarið fylgdi stutt saga um dýrin , í sveitinni hennar. Þegar við svo , eignuðumst okkar fyrsta gæludýr j sem var fugl, fór það ekki framhjá j neinum hvað ömmu þótti vænt um j hann. Hún gat langtímum saman 'j talað við fuglinn og virtist hún 1 gleyma sér í nærveru dýranna. Föstu liðir fjölskyldulífsins eru eðlilega ofarlega í minningunni. Oft komu afi og amma í Fljótaselið til • okkar á aðfangadag. Tilhlökkunin þegar pabbi fór að sæja þau var ( mikil, þá vora jólin komin. Á jólun- um kom alltaf í ljós hvað amma hafði gaman af skrauti. Hún átti það til að dást að sama borðbúnað- inum ár eftir ár. Þegar við komum í heimsókn til hennar og afa fengum við stundum að líta á skartgripa- kassann hennar, sem bæði hún og við höfðum miklar mætur á. Ömmu kynntumst við kannski einna best þegar við nýkomin á unglingsárin gistum hjá þeim á Dalbrautinni nokkrar nætur. Þá kom móðureðli ömrnu betur í ljós. Hún passaði að við fengjum alltaf nóg að borða og meira en það, hún stjanaði í kringum okkur. Hún sagði okkur líka oft hvað henni þætti vænt um strákana sína. Amma var alltaf trúuð og teljum við það hennar mestu gæfu. Að trúnni undanskilinni var samt henn- ar mesta gæfa hversu vel hún gift- ist. Aldrei sá maður annað en ást og kærleika þeirra á milli, og afi sýndi þennan kærleika í verki þegar amma fór að veikjast, þá hlúði hann að henni sem mest hann mátti. Eftir að hún sökum veikinda þurfti að flytjast frá honum fór hann eins oft og hann gat í heimsókn til henn- ar. Elsku afí, sorg þín er mikil, og megi góður Guð nú sem endranær vera með þér. Við þökkum Guði fyrir ömmu og þann tíma sem við fengum að eiga með henni. Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífíð. Sá sem trúir á mig mun lifá þótt hann deyi.“ (Jóh. 11:25.) Sigríður, Ragnar og Ólafur. STEINGRÍMUR BJARNASON + Steingrímur Benedikt Bjarnason fisksali fæddist á Hóli í Bolungarvík 8. apríl 1918. Hann var staddur á Bolungar- vík er hann lést 29. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju í gær. ELSKU afi minn hann Steingrímur er nú dáinn. Ég vissi að afi minn var búinn að vera veikur en ég bjóst þó ekki við því að kveðjustundin værri svo nærri. Þegar afi minn veiktist einu sinni og fór á spítala, var ég beðin um að þrífa fiskbúðina hans, ég.játti því og fór strax ásamt Gunnari Erni frænda mínum. Ég nennti þessu ekki en ég vissi að þetta mundi gleðja hann, sem það og gerði, og ég er ánægð með að hafa gert eitthvað til þess að gleðja hann afa minn. Amma og afi hefðu átt 50 ára brúðkaupsafmæli föstudaginn 4. nóvember síðastliðinn, en afi minn lifði ekki til þess dags. Ég man síðustu stundina sem ég átti með afa mínum einum, hann var að spytja mig allskyns spurn- inga um líf mitt og spurði hann svo að lokum hvort ég væri bytjuð að reykja, ég neitaði því og ég veit að það gladdi afa minn því hann brosti svo fallega til mín og sagði að það væri nú gott. Það sem mér fínnst leiðinlegast er að heyra ekki í honum koma á kvöldin í heimsókn til þess að kasta kveðju á okkur og fá sér smá kvöld- kaffi. Ég vildi óska þess að ég hefði getað sagt við afa minn hvað mér þótti vænt um hann, en ég veit að hann vissi það, jafnvel þó ég hafi aldrei sagt það við hann, en ég sýndi honum bara væntumþykju mína til hans. Afí minn kenndi okkur systkin- unum stafina og gaf okkur prófskír- teini þegar við vorum búin að læra þá. Hann var nýbytjaður að kenna litla bróður mínum honum Herði Þór stafina en það gekk svona upp og ofan því hann er að verða 3 ára, en hann fær ekki að njóta þess að læra hjá honum afa mínum. Með þessum orðum kveð ég hann afa minn og þakka honum fyrir allar góðu stundirnar sem ég fékk að njóta með honum, ég vona að hann sé á góðum stað og líði betur en honum leið. Þitt barnabarn, Rebekka. Elsku afi, nú ertu farinn frá okk- ur, og í dag er komið að kveðju- stund. Ég hélt að þú myndir ekki yfirgefa okkur strax, miðað við þrá- lyndi þitt bjóst ég ekki við að þú kveddir þetta jarðneska líf fyrr en seint og síðar meir. Ég minnist þess að einungis nokkrum dögum áður en þú skildir við rogaðist þú með níðþungan ofn upp til mín, en þú vissir að þetta hefðir þú betur látið ógert vegna veikinda þinna, en þú varst samur við þig og lést þig hafa það, allt á þtjóskunni. Ég var að hugsa það eitt kvöldið, hvað ég hefði í raun verið heppin að ver'a inni á Sogavegi hjá ykkur ömmu síðustu fimm mánuði lífs þíns. Ég sá þig nánast á hveijum degi, og þú varst stoltur af mér í stúdentsprófunum, þuldir yfír mér heilu og hálfu kvæðin eftir Grím Thomsen, um þær stundir þykir mér afar vænt um. Þegar ég svo flutti út í svítu, varstu alúðlegur og elskulegur og vildir flestallt fyrir mig gera, þó að gengið hafi á ýmsu,_og fyrir þá hjálp vil ég þakka þér. Ég vissi ekki að miðvikudagurinn 26. október yrði síðasti dagurinn sem ég sæi þig. Sá dagur verður mér ætíð eftir- minnilegur; þegar ég kom inn í eld- húsið á Sogaveginum og sá þig standa við gluggann svo friðsælan og ljúfan, svo leist þú við og þú varst klökkur. Þú varst svo óvenju- lega glaður að sjá mig, ég kyssti þig og þú spurðir hvemig mér liði í svítunni og hvort það væri ekki öragglega nógu heitt inni hjá mér. Nei, ég vissi það ekki þá að þetta væri síðasta stundin okkar saman. Þetta er yndisleg minning, en ein- mitt þetta sama kvöld ræddi ég um það við náinn vin hvað þetta hefði verið sérstök stund. Afi, nú ert þú kominn til allra þeirra sem elskuðu þig og era dánir og ég veit í þjarta mínu að það verður vel tekið á móti þér þama hinumegin. Þú varst sérstakur mað- ur, og á stundum hefði ég viljað þekkja þig og ski(ja þig betur, en eitt veit ég framar öðru að þú varst góður maður og þín verður sárt saknað. Þakka þér fyrir allar síríuslengj- urnar, brennda bijóstsykurinn, hundraðkallana á tyllidögum og all- ar þær ófáu samverustundir 'sem við höfum átt saman. Ég bið guð um að styrkja ömmu og alla aðra ástvini. Megi minningin um afa lifa. Soffía Guðrún Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.