Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 48
í N G A L«m alltaf á Miðvikudögnm MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Landakotsspítali í mál gegfn sjúkraliðum Félagsdóm- ur úrskurði um vinnu í verkfalli ÞINGFEST var í gær mál fyrir Félagsdómi, þar sem Landakots- spítali krefst þess að sjúkraliðum verði gert að virða skrá, þar sem tíundaðir eru þeir sjúkraliðar á spít- alanum, sem óheimilt er að gera verkfall. Búist er við að málflutn- ingur verði fyrir Félagsdómi á föstudag. Landakotsspítali vísar til laga um kjarasatnninga opinberra starfs- manna. í lögunum eru tilgreindir þeir starfsmenn, sem ekki er heim- ilt að gera verkfall og einnig er til- greint að heimild til að gera verk- fall nái ekki til þeirra, sem starfa við nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu. Gert er ráð fyrir að skrá yfír þá, sem falla und- ir þennan lið, sé birt opinberlega. Hinn 3. nóvember sl., eða á fímmtu- dag í síðustu viku, birtist slík skrá frá St. Jósefsspítala, Landakoti, í B-hluta Stjórnartíðinda. Svo tekið sé dæmi úr skránni er þar gert ráð fyrir að á hjúkrunar- deildum, þar sem nú starfa 36 sjúkraliðar í 26 stöðum, starfí 23 sjúkraliðar í 18,3 stöðum í verkfalli og á barnadeild, þar sem nú starfa 9 sjúkraliðar í 6,3 stöðum, verði 4 einstaklingar í 3,5 stöðum í vinnu í verkfalli. Ósáttir við skrána Sjúkraliðar eru ósáttir við skrá Landakotsspítala og hafa ekki viljað samþykkja hana. Þeir hafa vísað spítalanum á undanþágunefnd fé- lagsins, til að komast að samkomu- lagi um neyðarþjónustu á meðan á verkfalli stendur. Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkraliða- félags íslands, segir, að stofnanir rjúki nú til með litlum sem engum fyrirvara eftir að verkfall var boðað. Slíkt sé ekki hægt að sætta sig við. ■ Samningar eru ekki/24 SH gerir út á túnfísk frá Fílabeinsströnd SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hefur ásamt indverskum fjár- festum sett á stofn útgerðarfyrir- tæki, sem gerir út tvö nótaskip, sérsmíðuð til túnfískveiða. Nýja fyrirtækið heitir Goodman Shipping, en það rekur skrifstofu í Abidjan á Fílabeinsströndinni í Vestur-Afríku. Skipin tvö, sem Goodman Shipping gerir út, eru milli 64 og 69 metra löng, stærra skipið er 1.150 tonn að stærð en hið minna um 950 tonn. Enn sem komið er, eru þau með franskri og afrískri áhöfn, en reiknað er með að íslenzkir skipstjórar taki við þeim innan fárra mánaða. Að sögn Jóns Ingvarssonar, stjórnarformanns SH, er hér um að ræða verkefni, sem á sér alllang- an aðdraganda. í október á síðast- liðnu ári gerði SH samstarfssamn- ing við Indveija um uppbyggingu útgerðar og vinnslufyrirtækis á Ind- landi, en segja má að þetta sé fyrsta skrefíð í þá átt. „Við höfum ákveð- ið að fara varlega í þetta verkefni, en lítum á þessi fyrstu skref sem ákveðna tilraun, sem taka beri hlið- sjón af, þegar næstu skref verða ákveðin. Fyrirtækinu er stjórnað af íslendingum og við hjá SH teljum þetta tímamót í íslenzkri útgerðar- sögu,“ segir Jón Ingvarsson. Að sögn hans eru skipin nú að veiðum nálægt miðbaug suður af Afríkuríkinu Líberíu. Veiði hefur verið fremur dræm síðustu dagana, en búizt er við aukinni fískigengd á næstu vikum. ■ SH hefur hafið/B2 Hátt uppi NÚ er verið að leggja síðustu hönd á endurbætur á Þjóðminja- safninu utanverðu og næstu daga hverfa vinnupallarnir sem verið hafa við húsið síðustu þrjú ár eða frá því framkvæmdir hófust. Að sögn Þórs Magnússonar, þjóð- minjavarðar, er enn mikið verk óunnið við endurbætur innan- dyra, en ekki útlit fyrir að það verk hefjist á næstunni og varla verði miklar framkvæmdir á næsta ári vegna fjárskorts, þar sem Iitlum íjármunum sé varið til viðgerða. Þór sagði að fram- kvæmdirnar hefðu raskað starf- seminni innanhúss talsvert, þar sem taka hefði þurft sýningar niður o g færa hluti til og pakka niður. Myndin sýnir iðnaðarmenn ganga frá kanti á þaki Þjóðminja- safnsins í gær. Morgunblaðið/Kristinn Irving Oil sækir um lóðir undir átta bensínstöðvar Engar lausar lóðir í Reykjavík ætlaðar slíkri starfsemi Minnst verðbólga á Islandi ÍSLENDINGAR búa nú við minnstu verðbólgu allra þjóða á Evrópska efnahagssvæðinu. Á tímabilinu september 1993 til september 1994 mældist hún 0,7% hér á landi en var að meðaltali 3% í ríkjum Evr- ópusambandsins. Var verð- bólgan 1,6% í Frakklandi, 2,2% í Lúxemborg, 2,2% í Danmörku og 2,4% í Bretlandi. Samkvæmt nýjum útreikn- ingum Hagstofu Islands hefur verðlag hér á landi hjaðnað um 0,1% sl. 12 mánuði. Vísitala framfærslukostnaðar lækkaði um 0,1% í nóvember frá mánuðinum á undan vegna verðlækkana á grænmeti og dilkakjöti en þar á móti vógu hækkanir á dagblöðum og hækkun húsnæðiskostnaðar. ■ Verðhjöðnun/14 KANADÍSKA fyrirtækið Irving Oil Ltd. hefur sótt um lóðir undir bensínstöðvar í Reykjavík. Sam- kvæmt minnispunktum aðstoðar- forstöðumanns Borgarskipulags, hefur fyrirtækið hug á að reisa a.m.k. átta bensínstöðvar á höfuð- borgarsvæðinu. Engar lóðir eru fyrir hendi í Reykjavík, sem ætlað- ar eru undir slíka starfsemi. Á fundi borgarráðs í gær var sam- þykkt að vísa erindinu til Borgar- skipulags. I erindi Othars Arnar Petersens, umboðsmanns Irving Oil Ltd. á ís- landi, til Borgarskipulags segir að fyrirtækið hafi í hyggju að hefja rekstur olíufélags á Islandi í náinni framtíð. Þess vegna sé óskað eftir að hið fyrsta verði úthlutað nokkr- um lóðum til fyrirtækisins undir bensínstöðvar í Reykjavík eftir nán- ara samkomulagi. Meðalstórar stöðvar Með umsókninni fylgja upplýs- ingar um fyrirtækið þar sem bent er á að ísland sé á norðlægum slóð- um eins og þeim sem fyrirtækið hefur þjónað. Þá séu þeir staðir sem fyrirtækið hefur þjónað líkir ís- lenskum bæjum og þorpum og starfsmenn því kunnir aðstæðum á smærri stöðum. Forsvarsmenn fyr- irtækisins hafí ákveðið að hasla sér völl á íslandi og því sé nauðsyn á aðstöðu fyrir starfsemina. í minnispunktum Bjarna Reyn- arssonar, aðstoðarforstöðumanns Borgarskipulags, kemur fram að fulltrúar Irving Oil hafí hug á að byggja að minnsta kosti átta bens- ínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða meðalstórar bensín- stöðvar miðað við bandarískar stöðvar, þar sem boðið er upp á ýmsar vörur tengdar bílaþjónustu og fleira. Fulltrúar Reykjavíkurborgar sýndu fulltrúum fyrirtækisins stað- setningu núverandi olíustöðva í borginni og kynntu aðalskipulag Reykjavíkur. Bent var á að sam- kvæmt íslenskum skipulags- og byggingarlögum mætti ekki byggja afgreiðslustöðvar fyrir olíu- og bensín, nema þar sem skipulag ákvæði. Þá var upplýst að ekki væru til staðar lóðir í Reykjavík, sem ætlaðar væru undir bensín- stöðvar. Jafnframt að átta vikur tæki með auglýsingu að breyta formlega landnotkun. Þá segir að á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1990- 2010 falli bensínstöðvar undir land- notkunarflokkinn verslun og þjón- ustu. Niðurstaða fundarins varð sú að fulltrúar fyrirtækisins kæmu til Borgarskipulags óskum og/eða hugmyndum um lóðir fyrir bensín- stöðvar. Jafnframt myndi Borgar- skipulag kanna mögulega staðsetn- ingar á nýjum bensínstöðvum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.