Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 23 AÐSENDAR GREINAR Þröngt sjónarhorn * A Athugasemd við ummæli á aðalfundi LIU Á AÐALFUNDI Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem hald- inn var nýlega, komu fram mörg athyglisverð sjónarmið eins og vænta mátti. Tilefni þessarar grein- ar er að staldra við nokkur þeirra og gaumgæfa þau. Takmörkuð sýn Formaður sambandsins lét í ljós viðhorf sitt til annarra atvinnu- greina og gat þess að þrátt fyrir að raungengi væri lægra nú en um langt skeið (þ.e. verðlag á íslandi í samanburði við samkeppnislöndin, mælt í sömu mynt, hefur .þróast innlendum framleiðendum í hag), örlaði ekki á neinni nýrri atvinnu- starfsemi í iðnaði. Því væri eðlilegt að spyija við hvaða aðstæður hún ætti að geta risið, ef ekki núna. í þessu er tvennt sem ástæða er til að gera athugasemd við. í fyrsta lagi er ekki að undra þótt erfiðlega gangi að sjá ris í iðnaði ef einungis er leitað eftir nýrri at- vinnustarfsemi, sem ætti að hafa sprottið upp á skömmum tíma vegna hagstæðra rekstrarskilyrða. Það takmarkar sýnina við þröngt horn. Ef sjónarhornið er stækkað um nokkrar gráður blasir við að á fyrstu sex mánuðum þessa árs hef- ur velta í iðnaði aukist um 12 pró- sent samkvæmt virðisaukaskatts- skýrslum. Ennfremur liggur fyrir að á fyrstu átta mánuð- um ársins jókst útflutn- ingur iðnaðarvara án áls um 20 prósent að magni til. Hvort tveggja helst í hendur við lækkandi raungengi og betri samkeppnis- stöðu. Þetta er afar já- kvæð þróun og sýnir að iðnaður á íslandi hefur nýtt sóknarfærin. í öðru lagi fela þessi ummæli í sér miklar væntingar til iðnaðar, sem ekki eru tilefnis- lausar, en óraunhæfar. Nýjar atvinnugreinar geta ekki sprottið upp eins og vorlaukar um leið og raun- gengi fer niður fyrir einhver ákveð- in mörk, að minnsta kosti ekki nema tryggt sé að það rjúki ekki upp aftur þegar fer að ára betur í sjávarútvegi. Þeir sem til þekkja vita að það þarf töluvert til að koma atvinnustarfsemi á laggirnar. Nýr iðnrekstur hlýtur alltaf að hafa nokkurn aðdraganda. Mikilvægi raungengis Aukin velta og útflutningur eru til vitnis um að iðnaður hefur tekið mjög vel við sér í því bætta rekstrarumhverfi sem nú ríkir. Enda sýnir reynslan að það er töl- fræðilega marktæk fylgni milli þróunar raungengis og breyt- inga á iðnaðarfram- ieiðslu ári síðar. Hækk- andi raungengi hefur í för með sér minnkandi iðnaðarframleiðslu árið eftir, en lækkandi raun- gengi leiðir'til aukinnar framleiðslu. Þetta sam- band er afar þýðingar- mikið og til þess þarf að taka fullt tillit við mótun efnahagsstefnu til uppbyggingar. Það ætti jafnframt að verða hvatning til að viðhalda stöðugleika og efla samkeppnishæfni í íslensku at- vinnulífi. Nú orðið blandast fáum hugur um áð miklar sveiflur í raungengi og meðfylgjandi sviptingar í sam- keppnisstöðu og rekstrarskilyrðum. eru afar óheppilegar. Þær hjúpa framtíðarsýn óvissu og torvelda þannig nauðsynlega áætlanagerð og markaðsstarf. Það virkar letj- andi á framtak og skerðir sam- keppnishæfni. Sveiflur í raungengi, sem jafnan tengjast afkomu í sjáv- arútvegi á hveijum tíma, hafa með þessum hætti orðið iðnaði á Islandi fjötur um fót. Raungengi íslensku krónunnar Þorsteinn M. Jónsson Etanól framleitt úr íslenskri lúpínu? UNDANFARIN ár hefur verið mikil og ör þróun í framleiðslu etan- óls (sem er alkóhól). Þessi þróun, sem hefur fyrst og fremst átt sér stað í Bandaríkjunum, hefur beinst að samkeppnishæfum framleiðslu- kostnaði etanóls miðað við bensín sem eldsneyti fyrir bifreiðar. Etanól hefur um 80% af brunagildi bens- íns, en ef það er blandað með t.d. 10% í bensín bætir það verulega bruna þess. Etanól er umhverfisvænt elds- neyti, en það er gjarnan framleitt úr lífrænum efnum og er tekið koldí- oxíð úr andrúmsloftinu við myndun þeirra. Við bruna etanóls myndast vatn og svo koldíoxíð aftur. Það hefur lengi verið notað í stað bens- íns í Brasilíu og verða á næstunni gerðar kröfur um íblöndun et- anóls í bensín bæði í Bandaríkjunum og Efnahagsbandalaginu. Við þetta myndast miklir markaðir fyrir það. Framleiðsla etanóls beinist í grófum dráttum að geijun hráefnis í svokallaðan bjór og eimingar hans. Þróun framleiðslutækninnar hefur fyrst og fremst beinst að geijun ódýrra lífrænna efna svo sem papp- írs og tijáviðar. Nú er búið á stofn- un á vegum bandaríska orkumála- ráðuneytisins að framleiða nýja teg- und af bakteríu sem getur geijað margs konar ódýr hráefni með mik- illi nýtingu. Þessi þróun er um fimm árum fyrr á ferðinni en búist var við. Við eimingu bjórsins er notuð gufa sem er um 10 tonn miðað við tonn af etanóli af 95% styrkleika, en 15 tonn miðað við 99% styrk- leika etanóls. Etanólverksmiðjur verða við þessa nýju tækni miklu ódýrari og með ódýru hráefni er talið að hægt verði að lækka framleiðslukostnaðinn nið- ur í um 12 kr. á lítra. Það er þar með orðið samkeppnisfært við bensín. Ef horft er til íslenskra aðstæðna við etanólframleiðslu er það einkum ódýr jarðgufa sem gæti gert stað- hætti hér fýsilega. Talið er að tonn af jarðgufu kosti á virkjunarstað um 175 kr. og flutt með lögn niður til þéttbýlisstaðar um 300-375 kr. Iðnaðargufa kostar í Bandaríkjun- um og Vestur-Evrópu um 700-840 kr. tonnið. Það þarf um 3 kg af pappír eða trjáviði til að framleiða 1 kg af'etanóli. Búið er að velta töluvert fyrir sér hráefnum og væri það fyrst og fremst ókeypis úrgangspappír sem kostaði aðeins fraktina (um 1.400 kr./tonnið), sem kæmi til greina. Upp á síð- kastið hefur óvænt orðið mikil verðsveifla í hon- um, sem gæti þó hugs- anlega gengið til baka. Annað hráefni gæti ver- ið sag frá sögunarmyll- um, ef það næðist á ódýran hátt niður á strönd. Og svo koma úrgangsefni frá landbúnaði til greina. Ef horft er til íslenskra hráefna, kæmi hugsanlega einhverntima í framtíðinni iðnaðarviður til greina og svo lúpína. Lúpína er mjög af- kastamikil landgræðsluplanta, sem Framleiðsla á etanóli á íslandi, segir Ásgeir Leifsson, er líklega hagkvæmur kostur. vex á landsvæðum sem ekki henta til annarrar ræktunar og hún þarfn- ast ekki áburðar. Talið er að afköst hennar miðað við þurrefni á hekt- ara séu um 5-8 tonn sunnanlands, en um 4 tonn norðanlands. Lúpínan er því hugsanlega mjög ódýr hrá- efnisuppspretta. Nú er að fara af stað mikið landgræðsluverkefni á Hólasandi, sem er milli Mývatns og Húsavíkur (en hann er um 140.000 hektarar), þar sem lúpínunni verður beitt. Þar rétt hjá er háhitasvæðið Þeistreykir. Það gæti verið mjög hagkvæmur kostur að reisa etanólverksmiðju hjá Þeistareykjasvæðinu. Þá þyrfti enga gufulögn og hægt væri því að reisa verksmiðjuna í hæfilegum áföngum. Flutningar og þurrkun á lúplnuhráefni væri ódýr (hægt að notá lághita frá Þeistareykjasvæð- inu), en rétt væri að nota jöfnum höndum önnur hráefni ef þau fengj- ust ódýrt. Lúpínan gæfi auk þess frá sér fræ og rætur sem hægt væri að nýta til annarra hjuta og gæti það lækkað kostnað. íslenski bensínmarkaðurinn er um 140.000 tonn á ári svo hann einn gæti tekið við verulegu framleiðslumagni. Verð á 95% etanóli er nú um 500 dalir á tonnið í Efnahagsbandalag- inu, en þar eru verulegir verndar- tollar. Heimsmarkaðsverð er því lík- lega um 350 dalir tonnið. Islensk etanólverksmiðja væri vel sam- keppnisfær á heimsmælikvarða. Mjög góðar aðstæður eru líka til staðar t.d. við Hafnarfjörð. Þá væri miðað við að rækta sandana í Rang- árvallasýslu, sem gæfu af sér meiri uppskeru, en flutningur væri lengri. Þar væri miðað við að virkja Krísu- víkursvæðið og flytja gufuna til Straumsvíkur. Þar þyrfti því líklega að byija á stærri verksmiðju. Lokaorð Framleiðsla á etanóli á íslandi er líklega hagkvæmur kostur. Ef notuð væri lúpína sem hráefni, yrði það miki! lyftistöng fyrir landgræðslu. Etanól sem framleitt væri með því að nota jarðgufu væri mjög um- hverfísvænn kostur, bæði í fram- leiðslu og svo í notkun sem eldsneyti. Höfundur hefur unnið að rann- sókn & hagkvæmri framleidslu etanóls ásamt Baldri Líndal efna verkfræðingi. Ásgeir Leifsson Það er grundvallarmis- skilningur, segir Þor- steinn M. Jónsson, að tilvera þjóðarinnar byggist á fiskveiðum eingöngu. Hún byggist á auðlindum sjávar. hefur sveiflast mun meira en raun- gengi gjaldmiðla þeirra þjóða sem við berum okkur helst saman við. Til dæmis er staðalfrávik raun- gengis íslensku krónunnar síðasta aldarfjórðung um 12 prósent að meðaltali en á Norðurlöndum er það 4-8 prósent. Það má einnig ljóst vera að lágt raungengi hlýtur að vera betra en hátt frá sjónar- hóli útflutnings- og samkeppnis- greina á sama hátt/og lítill kostnað- ur er betri en mikill. Er ekki tilveran fiskveiðar? í máli formanns LÍÚ var sett fram sú spurning hvort ekki væri tími til kominn að við áttum okkur á því að tilvera þessarar þjóðar byggist á fiskveiðum og þær munu áfram verða burðarásinn í atvinnu- lífinu. Við þessi ummæli má gera nokkrar athugasemdir og enn vegna þess að sjónarhornið er of þröngt. Eru ekki fullkomin öfugmæli að kvarta yfir því að fiskveiðar hafí mætt einhverju sérstöku skilnings- leysi sem atvinnugrein í áranna rás? Hefur ekki hagstjórn að veru- legu leyti miðast við afkomu í fisk- veiðum og -vinnslu, til tjóns fyrir aðra atvinnustarfsemi? Hafa ekki fyrirtæki í sjávarútvegi ávallt verið efst á blaði þegar gripið hefur ver- ið til sértækra aðgerða? Enginn deilir um mikilvægi fisk- veiða í þjóðarbúskapnum. En það er grundvallarmisskilningur að segja að tilvera þjóðarinnar byggist á fiskveiðum eingöngu. Nær sanni væri að segja að tilvera þjóðarinnar byggist á auðlindum sjávar. Með fullri virðingu fyrir þeim sem róa til fiskjar þá koma fleiri að því að hægt sé að gera út og nýta auðlind- ina. Svo eitthvað sé nefnt þarf skip, veiðarfæri, tæki, olíu, sjóklæði og mat. Það þarf líka aðstöðu í landi eins og til dæmis þjónustu hafnar- verkamanna, fiskmarkaða, veður- fræðinga og banka. Þótt það sé hveiju orði sannara að við lifum ekki á því að klippa hvert annað myndum-við heldur ekki lifa ef við værum öll sjómenn, án skipa, veið- arfæra, leitunartækja, rakara og svo mætti lengi telja. Að halda því fram með þessum hætti að ein at- vinnugrein sé mikilvægari en aðrar sýnir skilningsleysi á uppbyggingu og eðli hagkerfis. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er enginn hlekkur i keðjunni mikilvægari en annar. Ábyrg framtíðarsýn Það væri hollt fyrir forráðamenn LÍÚ, og reyndar einnig höfund Reykjavíkurbréfs 30. október, að hugsa til þess að ef svo fer sem horfír munu þúsundir vinnufúsra handa koma á vinnumarkaðinn á næstu árum og tugþúsundir á næsta aldarfjórðungi. Það er vonlít- ið að mörg ný störf verði til í sjávar- útvegi. Aðrar atvinnugreinar verða að taka við þessúm fjölda. Því er óábyrgt að fara fram á að einangr- uð sjónarmið útgerðar verði í önd- vegi hér eftir sem hingað til, að það eina sem máli skipti sé að hlúa að útgerð. Þótt sú atvinnugrein verði alltaf mikilvæg er mest um vert nú að huga að því að skapa allan þann fjölda nýrra starfa sem þörf er fyrir á næstu árum. Það þarf m.ö.o. að láta lönd og leið sérstaka atvinnugreinastefnu. Slík hugsun er úrelt og hefur ekk- ert fram að færa til að leysa þau viðfangsefni sem nú er við að glíma. Það þarf að taka upp hag- vaxtarstefnu sem útilokar mismun- un milli atvinnugreina og byggist á stöðugleika og jöfnum starfsskil- yrðum. í því efni fara hagsmunir allra atvinnugreina saman. Það er framtíðarsýn sem auðvelt ætti að vera að ná sáttum um. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins Kynning á upplýsingatækniáætlununni Kynningarfundur verður haldinn á vegum Rannsóknarráðs íslands, fimmtudaginn 10. nóvember kl. 14.00 til 16.30 á Hótel Sögu, þar sem upplýsingatækniáætlun ESB verður kynnt. Dagskrá Kl. 14.00-14.15 Þátttaka íslendinga í 4. rammaáætlun ESB; Elísabet Andrésdóttir, alþjóða- fulltrúi Rannsóknarráðs íslands. Kl. 14.16-15.15 Kynning á umsóknarferlinu innan áætlunarinnar; F. Pijls frá fram- kvæmdastjórn ESB mun kynna mark- mið, skipulag og umsóknarferli innan áætlunarinnar. Kl. 15.15-15.30 Kaffihlé. Kl. 15.30-16.30 Kynning á upplýsingatækniáætluninni; K. H. Robrock frá framkvæmdastjórn ESB mun fjalla um tæknilegar áherslur og markmið innan áætlunarinnar. Fyrirspumir verða milli erinda og fundarmönnum gefst einnig kostur á að ræða við fulltrúa framkvæmdastjórnarinnar eftir fundinn. Þátttöku skal tilkynna á skrifstofu Rannsóknarráðs íslands, Laugavegi 13, í síma 62 13 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.