Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 28
28 MIÐVHCUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLADIÐ GREIIMARGERÐ EMBÆTTISMANNA UM LISTAHÁTÍÐ í HAFNARFIRÐI Efasemdir um ákvarðanir Á AUKAFUNDI bæjarráðs Hafnarfjarðar var lögð fram greinar- gerð bæjarritara, fjármálastjóra, yfír- manns kostnaðareftirlits og deildar- stjóra innheimtu- og greiðsludeildar Hafnarfjarðar, vegna fjármála lista- hátíðar 1993. Rakinn er aðdragandi hátlðarinnar, framkvæmdir og fjár- veitingar á árunum 1992 og 1993. Fram kemur að við lok listahátíðar 1993 hafi heillegt bókhald ekki verið til og efasemdir uppi um ákvarðanir í fjármálum. Greinargerð embættis- manna fer hér á eftir í heild sinni. „Varðandi listahátíð 1993, fjármál Aðdragandi: Listahátíð sú sem haldin var 1991 þótti takast vel en ástæða þótti þó til að treysta ýmsa þætti í framkvæmd hátíða af þessu tagi þar sem bæjarsjóður lagði fram fjármagn en annaðist ekki á venjuleg- an hátt framkvæmdina heldur fól hana aðila utan stjómsýslu sveitarfé- lagsins. Af þessari ástæðu var t.d. lagt fyrir þá sem höfðu annast fram- kvæmd listahátíðar 1991 að stofna hlutafélag til þess m.a. að fyrir hendi væri lögformlegur aðili til að veita framlögum bæjarsjóðs og annarra styrktaraðila viðtöku. Einnig var talið eðlilegt að slíkt hlutafélag greiddi laun, semdi við listamenn, aflaði styrktaraðila, sæi um auglýsingar o.þ.h. fremur en bæjaryfirvöld stæðu í slíku enda vandséð hvemig þau, eðli máls samkv., gætu beitt sér að viðfangsefninu eins og til þess var stofnað. Hlutaðeigandi féllust á þessi rök og stofnuðu Listahátíð í Hafnar- firði hf. Árið 1992 Frá upphafi var ljóst að undirbún- ingur listahátíðar (menningardaga) 1993 kallaði á fjárveitingar þegar á árinu 1992 en til þeirra þarfa fóra kr. 5.297.029 samkv. bókhaldi bæj- arsjóðs og ársreikningi 1992, en áætlun ársins hafði gert ráð fyrir 4,2 m.kr. framlagi. Um framkvæmd mála á árinu 1992 og fjárreiður fór sem hér segir: Starfsmaður bæjarins, Hreinn Garð- arsson, sá um tengsl listahátíðar og bæjarsjóðs frá 1. júní þ.á. Hann tók við reikningum til lista- hátíðar og sá um að þeir væra áritað- ir af framkvæmdaaðilunum (stjóm Listahátíðar hf.). Reikningamir voru bókaðir af Hreini Garðarssyni, en það bókhald var síðan afhent bæjarendur- skoðun og eru þau gögn hluti af bók- haldi ársins 1992. í fjármálum Greiðsla reikninga fór þannig fram, að fengnum árituðum reikning- um og í samræmi við þar með sann- aða skuldbindingu (Listahátíðar hf.), fór fram greiðsla af reikningi 1660 sem Hreinn veitti viðtöku (ávísun) og afhenti hana forsvarsmönnum listahátíðar sem kvittuðu fyrir mót- töku. Þeir önnuðust' síðan greiðslur til kröfuhafa/reikningseigenda. Tekjufærslur vora engar á þennan lið I bókhaldi bæjarsjóðs 1992. Enda þótti þessi háttur væri viðhafður átti Listahátíð hf. að halda bókhald sitt, sem sjálfstæður aðili. í þessu sam- bandi má segja að raunveralega hafi verið að hluta til um tvöfalt bókhald að ræða. Greiðslur þær er inntar vora af hendi til Listahátíðar vora í raun framlög til þessa félags og I staðinn átti fyrirtækið að sjá til þess að Listahátíð 1993 yrði að raunveru- leika í samræmi við áætlanir þar um. Ekki verður annað séð en að þessi tilhögun hafi gefist sæmilega vel a.m.k. hvað bæjarsjóð varðar og ljóst var hvernig tilteknum fjármunum var ráðstafað. Hin formlegu skil milli bæjarsjóðs og framkvæmdaraðila listahátíðar vora enn óljós, þ.e. bók- hald listahátíðar og rekstur var sett fram sem hluti af umsvifum bæjar- sjóðs að hluta, sem ekki var raunin þar sem framkvæmd (skuldbinding útgjalda) fór fram utan bæjarkerfis- ins hjá stjórn Listahátíðar og hefði eðli máls samkvæmt átt að koma fram í ársreikningi 1992 sem framlag til Listahátíðar (framkvæmdaraðila) jafnvel þótt að bærinn hefði annast bókhald og fjárreiður. Árið 1993 í upphafi árs 1993 komu málefni listahátíðar 1993 til umfjöllunar m.a. á fundum með stjóm Listahátíðar hf. og á fundum embættismanna og bæjarstjóra. Til umræðu var m.a. hvemig tryggja mætti greið og skil- virk en jafnframt öragg fjármálaleg samskipti Listahátíðar hf., sem fram- kvæmdaaðila listahátíðar í Hafnar- flrði 1993 og bæjarsjóðs. Á þessum fundum var ævinlega lögð á það áhersla að Listahátíð í Hafnarfirði hf. væri sjálfstæður aðili sem tæki að sér að annast framkvæmd listahá- tíðar I Hafnarfirði 1993 m.a. fyrir framlög frá Hafnarfjarðarbæ. Hjá- lagðir samningar annars vegar við Amór Benónýsson og hinsvegar við Listahátíð í Hafnarfirði hf. bera ljós- lega með sér hvernig ætlunin var að haga m.a. hinum fjármálalegu sam- skiptum. Athygli er hér vakin á dags. saminganna beggja. Þegar frá upphafi var ljóst að út- gjöld Listahátíðar hf. og tekjur mundu ekki haldast í hendur og kæmi því til tímabundinna fjárfram- laga frá bæjarsjóði til að brúa þau bil þar til tekjur kæmu til enda gert ráð fyrir fjárveitingu bæjarsjóðs á arinu 1993. Að athuguðu máli og m.t.t. reynslunnar frá árinu 1992 var ákveðið að nota ímegin atriðum sömu grundvallarvinnubrögð og tíðkast höfðu að því viðbættu að tekjur Lista- hátíðar hf. yrðu lagðar á reikn. 1660. Með þessu móti var talið að best yfír- sýn og stjórn fengist á útgjöldum og tekjum enda yrðu fjármálaleg sam- skipti bæjarsjóðs og Listahátíðar í Hafnarfirði hf. gerð upp að listahátíð lokinni og kæmi þá í Ijós hugsanlegur „halli“ eða „tekjur" af hátíðinni, þ.e.a.s. hvert endanlegt framlag bæj- arsjóðs (og hugsanleg önnur fjáröflun Listahátíðar I Hafnarfirði hf.) þyrfti þá að vera. Af framansögðu má Ijóst vera að af hálfu bæjarsjóðs var litið á greiðslur þessar, sem framlag til Listahátíðar hf., sem átti að sjá um að listahátíð 1993 gengi upp miðað við þær áætlanir, er lágu fyrir um hana. Samkvæmt áætlunum og áformum Listahátíðar I Hafnarfirði hf. og þeirri aðferð sem ákveðin hafði verið um fjármálaleg samskipti bæjarsjóðs og fyrirtækisins, var talið og reyndar séð, að nauðsynlegt yrði a.m.k. þegar nær drægi hátíðinni að ráða starfs- mann auk Hreins Garðarssonar til að annast hina fjármálalegu hlið á rekstri Listahátíðar I Hafnarfírði hf. og listahátíðar 1993. Til þess starfs var ráðinn Amór Benónýsson saman- ber samning þar um. Með því að tveir starfsmenn á vegum bæjarins sinntu eftirliti og stjómun fjármála vegna listahátíðar 1993 og samskiptum við Listahátíð í Hafnarfírði hf. var talið að vel væri fyrir því séð að góð regla yrði á fjármálum hátíðarinnar. Á þessu stigi máls var ekki gert ráð fyrir að sérstakt eftirlit þyrfti að hafa með þeim sem áttu að hafa eftir- lit með fjárreiðum LÁstahátíðar í Hafnarfirði hf. og listahátíðar 1993. Frá því í janúar 1993 era því tveir starfsmenn á vegum bæjarsjóðs sem vinna að málefnum listahátíðar 1993. Hreinn Garðarsson með aðsetur á bæjarskrifstofunum og Arnór Ben- ónýsson sem m.a. hafði starfsaðstöðu I Straumi og á Strandgötu 50. Samkv. framkomnum upplýsingum var sam- starfið við stjóm Listahátíðar í Hafn- arfirði hf. bæði náið og gott. Sami háttur var hafður á með geiðslur til félagsins og áður, þ.e.a.s. gjaldkeri bæjarsjóðs greiddi tiltekna og umbeðna fjárhæð þegar fyrir lá samþykki og áritun Hreins/Árnórs og/eða stjórnarmanna Listahátíðar í Hafnarfirði hf. en Arnór annaðist síð- an greiðslur til viðskiptamanna. Hreinn Garðarsson hélt utan um fylgiskjöl og sjóðsbók. Bókhald fór ekki fram á vegum bókhaldsdeildar bæjarins og þangað bárust ekki fylgi- skjöl (reikningar) eða fjárkröfur vegna listahátíðar. Rétt er og að taka fram að embættismenn sem standa að þessari greinargerð áttu aldrei hlut að samningum við listamenn eða umboðsmenn listamanna. Það fyrirkomulag sem hér hefur verið lýst virðist, samkvæmt gögnum málsins, hafa gengið snuðrulaust fram yfír miðjan maímánuð 1993. Frá þeim tíma er ekki haldin sjóðsbók og afskiptum Hreins Garðarssonar af rekstri listahátíðar nánast lýkur en Arnór Benónýsson er einn um að gera grein fyrir fjárþörf listahátíðar. Ástæða þessa er vafalaust sú að það kerfi áritunar og að leitað væri til „margra" aðila áður en greiðsla fékkst, sem ákveðið hafði verið, þótti nú þunglamaleg í hita leiksins og því var eftir því leitað að greiðslur til Listahátíðar í Hafnarfirði hf., og þar með viðskiptavina þess, þyrftu ekki að tefjast meðan leitað væri sam- þykkis aðila s.s. stjórnar fyrirtækis- ins, heldur nægði munnleg greinar- gerð og beiðni Arnórs eins. Á þetta sjónarmið var fallist og því m.a. kom- ið á framfæri við deildarstjóra greiðslu- og innheimtudeildar af bæj- arstjóra. Á sama hátt var á þessum tíma talið sjálfsagt og eðlilegt að SPH væri kynnt að Arnór mundi leggja veralegar fjárhæðir inn á reikning bæjarsjóðs (tekjur Listahátíðar í Hafnarfirði hf.) og ennfremur að hann mundi taka út af reikningnum Ijármuni til kaupa á gjaldeyri, með samþykki deildarstjóra innheimtu- og greiðsludeildar. Öll umsvif listahátíð- arinnar urðu mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir, bæði tekjur og gjöld. í júní 1993 áttu embættismenn fundi með stjórnarmönnum Listahá- tíðar í Hafnarfirði hf. og fundi með Arnóri Benónýssyni. Á fundunum með stjómarmönnum komu fram um þessar mundir bæði áhyggjur og efa- semdir um ýmsar ákvarðanir og af- greiðslur Amórs varðandi fjármál og ekki síður samninga við ýmsa aðila og hvernig að hefði verið staðið. All margir fundir voru haldnir með Arn- óri og reynt að fá sem gleggsta mynd bæði af gjöldum og tekjum hátíðar- innar. Ekki reyndist unnt að sann- reyna fullyrðingar Arnórs um stöðu mála enda kom nú að því að hann hvarf af vettvangi við lok listahátíðar án þess að hafa gengið frá eða lokið því verki sem hann hafði þó verið ráðinn til. Á það skal lögð áhersla að ekki reyndi á eftirlits- og greiðslukerfi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, í viðskipt- um bæjarsjóðs og Listahátíðar í Hafnarfírði hí, af þeirri einföldu ástæðu að því var vísvitandi ekki beitt í þessu tilviki. Eftirmáli Við lok listahátíðar 1993, þ.e. í lok júní, stóðu mál því þannig gagnvart bæjarsjóði að heillegt bókhald var ekki til, efasemdir upp komnar um margvíslegar ákvarðanir Amórs Ben- ónýssonar í fjármálum en hann ekki tiltækur til að ljúka samningsbundnu verkefni sínu né heldur til að veita upplýsingar og skýringar. Hreini Garðarssyni var nú falið, í bytjun ágúst 1993 að taka við fjár- málum listahátíðar 1993 og Listahá- tíðar í Hafnarfirði hf. með það fyrir augum m.a. að ná inn lofuðum tekjum (framlögum), greiða útistandandi kröfur og síðast en ekki síst hefja vinnu við gerð bókhalds. Þetta verk- efni allt vann Hreinn í samvinnu við stjórn Listahátíðar I Hafnarfirði hf., m.a. ákvarðanir um greiðslu krafna og reikninga. í sept. 1993 var Helga Má falið að vinna með Hreini að bók- haldinu og koma því á tölvutækt form. Fljótlega, þegar I ágúst, kom í Ijós að fjárreiðum öllum, þ.á m. frágangi fylgiskjala, var verulega ábótavant og mjög mikill tími áður nefndra starfsmanna fór I að „eltast" við kröfuhafa og fá hjá þeim skýringar ásamt því að sannreyna fylgiskjöl og greiðslur. / okt./nóv. 1993 var þó svo komið að umfang þessa máls alls lá svo Ijóst fyrir að bæjaryfirvöld gátu tekið það til umfjöllunar og af- greiðslu við endurskoðun fjárhagsá- ætlunar 1993. Þess skal og getið, að gefnu til- efni, að þeim Hreini og Helga Má var falið að telja fram í nafni Listahá- tíðar í Hafnarfirði hf. um sl. áramót. Samkv. fram komnum upplýsingum gerðu þeir launamiða á einstaklinga og sendu viðkomandi í ársbyijun 1994. Rétt mun vera að ekki var talið fram á lögaðila (verktaka). Fram hefur komið að skattayflrvöld telja sig ekki hafa fengið í hendur þá launamiða sem hér um ræðir og er nú unnið að athugun þess máls o.fl. atriða í samvinnu við þau. Hafnarfirði 25. október 1994. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson Þorsteinn Steinsson Sveinn Bragason Eygló Hauksdóttir." Bókun bæjarstjóra Hafnarfjarðar Aðdragandi ákvarðana MAGNÚS JÓN Árnason, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar, lagði fram sérstaka bókun á aukafundi bæjarráðs, þar sem rakinn er aðdragandi að helstu ákvörðunum vegna listahátíðarinnar 1993. Þar segir: „1. Fjárhagsáætlun 1992 4,2 m., í ársreikn- ingi 1992 sést að 5.297 m. hafa farið til listahá- tíðar. 2. 1993 19. febrúar ræður bærinn Amór Benónýsson sem fjármálastjóra og listrænan ráðgjafa hátíðarinnar. 3. 23. febrúar samþykkir Alþýðuflokkurinn fjárhagsáætlun ársins 1993 10 milljóna króna framlag. 4. GÁS undirritar samning við Listahátíð í Hafnarfirði hf. að þeir reki Listahátíð fyrir 17 milljónir. (15 m. + 1 m. v/Péleikhússins og 1 m. I húsnæði.) Samningur aldrei lagður fram. 5. 6. aprfl 1993 undirritað „Letter of Intent" við TKO. Undirritað af GÁS, SÓ og GG fyrir hönd „The Hafnarfjörður Arts Festival". Hvorki þetta bréf né samningar sem fylgdu í kjölfarið vora lagðir fram í bæjarráði eða bæjarstjóm, þrátt fyrir að þeir væra undirritaðir af þáver- andi bæjarstjóra. 6. 6. apríl 1993 undirritaður samningur milli TKO og Listahátíðar Hafnarfjarðar (Hafnar- fjörður Art Festival). Samningurinn gefur m.a. TKO einkaleyfi á erlendum hljómleikum á Lista- hátíð Hafnarfjarðar árin 1993 og 1995. Undir- ritað af GÁS (Mayor of Hafnarfjörður), SÓ og GG. Samningur aldrei kynntur eða lagður fram. 7. í lok apríl hafa farið 4,5 m. úr bæjarkass- anum. (Auk framlags frá ’92 að upphæð 5,2 m. króna.) 8. í lok maí hafa 11,5 m. farið úr bæjarkass- anum. (Auk framlags frá ’92 að upphæð 5,2 m. króna.) 9. í lok júní hafa 25 m. farið úr bæjarkass- anum. (Auk framlags frá ’92 að upphæð 5,2 m. króna.) Fjármálastjóri hátfðarinnar hverfur og flnnst ekki þó hann eigi eftir samkvæmt samningi að ganga frá og gera upp og eigi að vera að störfum til loka júlí. 10. í lok júlí hafa 30,5 m. farið úr bæjarkass- anum. (Auk framlags frá ’92 að upp hæð 5,2 m. króna.) 11. í ágústmánuði eru starfsmenn bæjarins settir I að reyna að greiða úr óreiðunni og gera sér grein fyrir í hveiju kostnaður liggur. 12. í nóvember er ljóst að 34 m. eru farnar úr bæjarkassanum. (Auk framlags frá ’92 að upphæð 5,2 m. króna.) 13. 18. nóvember svar við fyrirspum EBÞ frá 4.11. m.a.: „... hefur einhvers staðar verið gef- ið loforð um að bæjarsjóður greiði tap hátíðar- innar hverrar upphæðar sem nefnist". Svar: Nei! 14. 30. nóvember samþykkir Alþýðuflokk- urinn endurskoðaða fjárhagsáætlun og bætir við upphaflegu áætlun 11,576 m. þannig að beint heildarframlag verður 21,576 m. Þar að auki samþykkjá þeir listaverkakaup af Listahá- tíð Hafnarfjarðar hf. fyrir 3 m. króna þannig að upphæðin er 24,576 m. 15. 1. mars 1994 sþ. þáverandi meirihluti Alþýðuflokksins fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 1994 og samþykkir þá 3,5 m. kr. framlag til undirbúnings hátíðarinnar 1995. Þá upphæð lækkaði slðan núverandi meiri- hluti í krónur 1.353.000 við endurskoðun fjár- hagsáætlunar nú í haust. En þetta er sú upp- hæð sem var þá búið að greiða úr bæjarsjóði á árinu 1994, út af ofangreindum lið, vegna fjármála listahátíðar 1993. 16. 13. júní 1994. Reikningur frá SÓ, GG og ÖÓ dagsettur 13.6. kr. 114.881 fyrir listræna ráðgjöf og vinnu við frágang bókhaldsgagna greiddur ásamt fleiri reikningum vegna listahá- tíðar úr bæjarsjóði, alls 1.270.528 krónur. GG kvittar fyrir móttöku. 17. 13. júní er loks ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fyrir 1993 afgreiddur af bæjar- stjórn. Reikningurinn sýnir að vegna Listahátíð- ar Hafnarfjarðar hf. var ráðstafað beint á árinu 1993 krónum 21.244.017. Þar að auka sýna þeir kaup á listaverki fyrir krónur 3 m., kostn- að vegna bæjarvinnu við listahátíð, laun og vélavinna, krónur 1.296.976. Kaup á boðsmið- um fyrir krónur 3.903.000 og viðskiptakröfu á Listahátíð Ilafnarfjarðar upp á krónur 6.400.621. (Sem þýðir að bæjarsjóður lánaði LH þessa upphæð.) 18. Þar með er heildarframlag til listahátíðar orðið krónur 37.197.614 auk framlagsins frá 1992 að upphæð 5,297 m. króna og því til við- bótar er sú fjárhæð sem greidd er á árinu 1994. 19. 7. september skilar stjórn Listahátíðar Hafnarfjarðar hf. bæjarráði möppum með pappírum og telur að þeir geti ekki lokið reikn- ingum þrátt fyrir að listahátíð hafi lokið fyrir 14 mánuðum. 20. 8. september samþykkir bæjarráð að láta Ijúka endurskoðun og stilla upp reikningum miðað við tiltæk gögn. Jafnframt bókar bæjar- ráð m.a. að „... á þessu stigi málsins geti eng- inn sem tók þátt í rekstri listahátíðar 1993 firrt sig ábyrgð ..." 21. 20. október. Skýrsla Reiknisskila og end- urskoðunar hf. lögð fram. 22. 25. október. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarlögmanni og bæjarendurskoðanda að reyna að fylla í eyður fyrri skýrslu. 23. 7. nóvember. Bæjarráð kemur saman til aukafundar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.