Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðuneyti segir hefð fyrir að bjóða fyrri eiganda eign til kaups FJARMALARAÐUNEYTIÐ hefur sent frá sér greinargerð um söluna á fiskiskipinu Geir goða, en skipið var selt fyrri eigendum sínum, Mið- nesi hf., án auglýsingar í stað þess að selja það hæstbjóðanda á upp- boði. I greinargerðinni segir að við- skiptahættir af þessu tagi hafí lengi tíðkazt. Með samningi við Miðnes fái ríkissjóður kröfur sínar greiddar að fuliu og komist skaðlaus frá þessu innheimtumáli, en ríkið eign- aðist skipið vegna vanskila opin- berra gjalda. Ráðuneytið segir að ríkið hafi fengið í sinn hlut „trygg- ari greiðslur en venja er við sölu á eignum." í greinargerðinni segir að það, sem hafi skipt ríkissjóð mestu máli eftir að hann eignaðist Geir goða á uppboði, hafi verið að tryggja kröf- ur sínar, enda um innheimtumál að ræða. „Það hefur lengi verið tíðkað þegar eign er seld á uppboði að leitast við að gefa fyrri eiganda kost á að kaupa hana aftur, verði slíkt ríkissjóði að skaðlausu. Telja verður mun á því hvort eign sem keypt er á uppboði er ráðstafað til fyrri eiganda án auglýsingar eða til alls óskylds aðila,“ segir þar. Tryggar greiðslur Jafnframt kemur fram að í leigu- samningi, sem gerður var við Mið- nes hf., fyrri eiganda Geirs goða, hafí verið gert ráð fyrir að leigan gengi upp í verð skipsins, ef semd- ist um það að fyrirtækið keypti það aftur. Beðið hafi verið eftir því að Miðnes gengi frá viðskiptum sínum við Keflavíkurbæ, en út úr þeim átti m.a. að koma skuldabréf, sem nýta átti sem greiðslu upp í kaupin á skipinu. Samningaviðræðumar hafí tekið lengri tími en ætlað var. Greiðslur þær, sem síðan hafi samizt um milli Miðness hf. og ríkis- sjóðs hljóti að teljast afar tryggar. „Ríkissjóður fékk frá Miðnesi skuldabréf, útgefíð af Bæjarsjóði Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna að fjárhæð rúmlega 80 m.kr., 20 m.kr. skuldabréf með 1. veðrétti í Geir goða og kvóta hans, auk um 6 m.kr. útborgunar sem þegar hef- ur verið greidd. Það sem ríkið fékk því í raun eru tryggar greiðslur upp á 106 m.kr.,“ segir í plagginu. í greinargerðinni segir að þetta verð sé ekki undir sannvirði .seldra eigna. Aætlað markaðsvirði eign- arkvóta Geirs goða sé um 70 m.kr. og fýrir sölu og úreldingu skipsins megi hugsanlega fá 20-25 milljónir. „Þess má geta að meðan á samn- ingaviðræðum við Miðnes stóð, fékk ríkissjóður annað tilboð í skip og aflakvóta að fjárhæð 78 m.kr.,“ segir fjármálaráðuneytið. Samkeppnisstofnun Undirboð á kart- öflumí athugun LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir áliti Samkeppnis- stofnunar á því hvaða úrræði það hefur til að stöðva það sem ráðu- neytið nefnir óheilbrigða við- skiptahætti á kartöflumarkaðnum. Vísað er til verðstríðs og undir- boða á þessum markaði eins og hann ræddi um á Alþingi í fyrra- dag. Páll Ásgrímsson, yfirlögfræð- ingur Samkeppnisstofnunar, segir að málið sé í skoðun í víðara sam- hengi. Áður hafí komið upp ásak- anir um að verslanir væru að selja vörur undir innkaups- eða fram- leiðsluverði. Hann segir að slíkt sé ekki fyrirfram bannað í sam- keppnislögunum en gæti hugsan- lega fallið undir eftirlit með sam- keppnishömlum þegar markaðs- ráðandi fyrirtæki eigi í hlut. Hagkaup-Bónusmálið stefnumarkandi Stofnunin hefur hafíð uin- fangsmikla athugun á þessu sviði, í framhaldi af ósk Félags dagvöru- kaupmanna um könnun á því hvort fyrirtækin Hagkaup og Bónus njóti óeðlilega hagstæðra kjara hjá innflytjendum og heildsölum um- fram það sem mismunur í magni gefur tilefni til. Páll telur að niður- staða þess máls geti markað stefnu samkeppnisyfírvalda í öðr- um sambærilegum málum. Morgunblaðið/Kristinn Unniðafkappi FRAMKVÆMDIR eru enn í fullum gangi þó kom- lausu veðri áfram fram eftir vikunni sunnan- ið sé fram á vetur, enda hefur veðráttan sunnan- lands, en líkur eru á vægu frosti norðanlands. lands ekki gefíð tilefni til annars. Spáð er frost- Myndin var tekin í grennd við Kringluna I gær. Formaður Alþýðubandalagsins um tillögugerð flokksins fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun Valkostir sem loka engum leiðum >» Olafur Ragnar Grímsson segist ekki óttast að tillögugerð miðstjómar Alþýðu- bandalagsins um b>jörgiinaraðgerðir nýrrar ríkisstjómar loki neinum leiðum í möffli- legu stjómarsamstarfífiokksins. Ómar Friðriksson kynnti sér aðgerðalista alþýðubandalagsmanna. ÐSTJÓRN Alþýðubanda- lagsins samþykkti tillög- ur í húsnæðismálum, skattamálum og launamálum á aðalfundi sínum um seinustu helgi, sem forystumenn flokksins segja að verði upplegg í kosningabaráttu flokksins og aðgerðalisti sem flokkurinn hyggst koma með að viðræðuborði um myndun nýrrar ríkisstjómar. Alþýðubandalags- menn nefna tillögugerð sína Björgunaraðgerðir nýrrar ríkis- stjómar. Áhersla er lögð á að þær verði samstilltar og verði hrundið í framkvæmd á fyrstu vikum og mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Megináhersla er lögð á aðgerðir til að afstýra neyðarástandi í hús- næðismálum. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokksins, segir að ástandið sé orðið slíkt að húsnæðismálin standi fremst í for- gangsröð björgunaraðgerðanna. Alþýðubandalagsmenn vilja að verulegum fjármunum verði varið til sérstaks björgunarsjóðs hús- næðismála til að takast á við gjald- þrotavandann í húsnæðismálum heimiIannáT sem m.a. veiti greiðsluerfiðleikalán og annist lánalengingar. Jafnhliða þessu á að gera sér- stakt átak til að byggja eða kaupa 2.000-3.000 leiguíbúðir um allt land á næstu fímm árum. Einnig verði sjálfvirk tengsl launa og lánskjara af- numin. Á miðstjórnarfundin- um voru samþykktar til- lögur sem eiga að miða að jafnrétti í skattamálum sem hrinda á í framkvæmd á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar. Þar verði fluttir til 5-7 milljarðar kr. í fyrsta áfanga frá „fjármagnseig- endum, hátekjufólki og gróðafyrir- tækjum, til lágtekjufólks og mið- tekjuhópa," eins og segir í sam- þykktinni. Tillögurnar eru þó ekki lagðar fram útfærðar í einstökum atriðum, þar sem hugsunin mun vera sú að einstök atriði geti breyst innan heildarrammans um tilfærslu í skattakerfínu. „Við setjum ákveðin mörk fyrir aðgerðir í skattamálum sem á að framkvæma til tekju- jöfnunar og einstakar breytingar eru innan þessara 5-7 milljarða marka. Við viljum ekki fara í yfirboð og setja fram óábyrgar tillögur sem ekki er hægt að standa við, heldur setj- um fram skýran ramma og bjóðum upp á fímm valkosti innan hans,“ segir Ólafur Ragnar. Skattatillög- urnar eru eftirfarandi: 1. Hækkun skattleysismarka í áföngum. 2. Afnám tvísköttunar á lífeyrisgreiðslum. 3. Útborgaðan persónuafslátt til fólks með laun undir skattleysismörkum. 4. Milli- færanlegan persónuafslátt ung- linga 16-20 ára í námi ef fjöl- skyldutekjur eru undir meðallagi. 5. Ný jöfnunarákvæði um vaxta- bætur, húsaleigubætur og bama- bætur. Þessar tilfærslur í skattakerfinu á að fjármagna með eftirfarandi aðgerðum: 1. Skattlagningu fjár- magnstekna eins og annarra tekna þannig að samræmi verði í skatt- lagningu fjármagnstekna, launa og arðgreiðslna á hlutafé. 2. Sér- stökum stighækkandi hátekju- skatti á fjölskyldutekjur yfír 350/400 þús. kr. á mánuði. 3. Nýju þrepi í tekjuskatti fyrirtækja þegar hreinn hagnaður fer yfír ákveðin mörk á sama tíma og fyr- irtæki fái viðurkenndan frádrátt vegna nýsköpunar- og þróunar- verkefna. 4. Breyttum reglum sem þrengja notkun rekstrartaps fyrir- tækja sem keypt hafa tapfyrir- tæki. 5. Nýjum tímabundnum tekjutengdum stóreignaskatti. I kjölfar þessara aðgerða á að íjármagna skattastefnuna með aðgerðum gegn skattsvikum og endurskoðun á skattkerfínu, m.a. verði komið upp sérþjálfuðum eft- irlitssveitum, viðurlög vegna stærri skattsvika verði hert og sett verði lagaákvæði um lág- marksrefsingar fyrir skattsvik. Ólafur var spurður hvort flokk- urinn væri ekki að þrengja mögu- leika sína til stjómarsamstarfs með skattatillögum af þessu tagi. „Það má hafa þá afstöðu, að flokk- ar eigi að hafa allt opið og geti þess vegna gert hvað sem er á tækifærissinnaðan hátt eða þá, eins og sumir stjórn- málaflokkar gerðu fyrir seinustu kosningar,' að lofa einhverju sem þeir ætla sér ekki að standa við. Við vildum ekki fara þá leið heldur lýsa alveg skýrt í kosningunum hvaða áherslum við vildum beijast fyrir og við erum sannfærðir um það, eftir víðtækar viðræður við fjölmarga í forystu- sveit Iaunafólks á íslandi, að sam- stilltar aðgerðir í skattamálum, húsnæðismálum og launamálum eru eina aðferðin til að tryggja hér áframhaldandi stöðugleika og frið um uppbyggingu atvinnulífs- ins,“ sagði hann. Ölafur Ragnar benti einnig á að einstaka atriði í tillögugerð flokksins í skattamálum nytu stuðnings þingmanna úr öðrum flokkum, m.a. ætti tillaga um af- nám tvísköttunar af lífeyris- greiðslum stuðning í þingliði sjálf- stæðismanna. „Við óttumst ekki með neinum hætti að þetta pró- gramm loki leiðum, heldur er þetta fyrst og fremst sett fram til þess að fyrir fram liggi ljóst fyrir hvað það er sem við leggjum áherslu á,“ sagði hann. Þriðji þátturinn í tillögugerð flokksins fjallar um mótun nýs launakerfís með víðtæku samráði við launþegasamtök og atvinnu- rekendur. Meginþættir hennar eru m.a. að sett verði lög um afkomu- tryggingu og lægstu laun verði hækkuð verulega, komið verði á einföldu og samræmdu launakerfí og launamunur byggist eingöngu á tilvísun til vinnuframlags, hæfni og ábyrgðar, fylgt verði ákvæðum um launajafnrétti kynjanna, fríð- indi, hlunnindi, aukagreiðslur og sporslur verði aflagðar en í staðinn komi gagnsætt, formlegt og opin- bert launakerfi, bæði hjá hinu opinbera og hjá einka- fyrirtækjpm og sett verði hámark á laun bankastjóra, forstjóra, ráðuneytisstjóra og annarra stjórnenda op- inberra stofnaná. Ólafur Ragnar sagði að með síðasttöldu tillögunni væri að því stefnt að stemma stigu við stjórnlausu og galopnu kerfí sem ríkt hefði til þessa og að sett verði hámark á laun, sem allar stofnanir verði að búa við. Stighækk- andi hátekju- skattur Tekjutengdur stóreigna- skattur | i 1 1 \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.