Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 11
FRÉTTIR
Efstu sæti Framsóknar á Austurlandi óbreytt
Karen Erla segist
vera hætt í flokknum
KAREN Erla Erlingsdóttir, sem
féll í kosningu á kjördæmisþingi
Framsóknarflokksins á Austur-
landi, segir að sér hafi verið hegnt
fyrir að gerast svo djörf að stefna
að kjöri í annað sæti lista flokks-
ins. Karen Erla er hætt að starfa
fyrir Framsóknarflokkinn. Sömu
menn skipa efstu sæti listans og
í síðustu kosningum.
Valið var á framboðslista Fram-
sóknarflokksins á Austurlandi í
tveimur umferðum. í fyrstu um-
ferð voru framsóknarfélögin í kjör-
dæminu beðin að krossa við nöfn
27 manna sem lýstu yfir áhuga á
framboði. í annarri umferð var
kosið milli 10 efstu á aukakjör-
dæmisþingi þar sem 161 greiddi
atkvæði. A þinginu fékk Halldór
Ásgrímsson 159 atkvæði í fyrsta
sætið, Jón Kristjánsson 80 at-
kvæði í 1.-2. sætið, Jónas Hall-
grímsson 114 atkvæði í 1.-3.
sætið, Kristjana Bergsdóttir 63
atkvæði í 1.-4. sætið, Sigrún Júl-
ía Geirsdóttir 76 atkvæði í 1.-5.
sæti og Vigdís Sveinbjömsdóttir
88 atkvæði í 1.-6. sæti.
Barátta milli Jóns og Jónasar
Karen Erla lenti í 7. sæti á þing-
inu, en ekki fékkst uppgefið hvað
hún fékk mörg atkvæði. Hún lenti
í 4. sæti í forvalinu fyrir kjördæmis-
þingið. Mjótt var á munum milli
Jóns og Jónasar um annað sætið.
Þrjú efstu sætin eru skipuð
sömu mönnum og við tvennar síð-
ustu kosningar. Karen Erla var í
fjórða sæti í síðustu kosningum
og hefur tvívegis setið á Alþingi
sem varamaður á kjörtímabilinu.
Hún var um tíma formaður kjör-
dæmissambands Framsóknar-
flokksins á Austurlandi.
Sætti mig ekki við að sitja
á varamannabekk
„Ég er ung menntuð kona sem
vill ná árangri. Ég sætti mig ekki
við að vera eilíflega á varamanna-
bekk. Ég tók þá áhættu að stefna
á annað sæti, sem er öruggt þing-
sæti. Það má segja að það hafi
verið nokkuð djarft spilað, en sum-
ir spila djarft. Það er ekki nóg
með að því hafi verið hafnað af
þeim sem kusu á kjördæmisþingi
heldur var mér sparkað út. Mér
var hegnt fyrir að stefna svona
háttj“ sagði Karen Erla.
„Ég kýs að ijúfa tengslin við
Framsóknarflokkinn nú um hríð.
Mér finnst það eðlilegt. Það er
ekki hægt að túlka niðurstöðu
prófkjörsins á annan veg en að
verið sé að benda mér á að draga
mig í hlé og það mun ég gera.
Ég er hætt að starfa fyrir flokk-
inn. Ég get ekki starfað með fólki
sem leikur mig svona grátt. Ég
ætla hins vegar ekki að gefa kost
á mér annars staðar. Ég er ekki
tækifærissinni í pólitík.“
Karen Erla sagði að sín útkoma
í prófkjörinu kenndi sér að konur
með metnað ættu erfitt með að
koma sér áfram í pólitík. Hún
sagðist ekki vera þeirrar skoðunar
að konur eða ungt áhugasamt fólk
ætti að bíða á varamannabekknum
eftir því að þeim eldri þóknaðist
að standa upp. „Ég tel að það
skorti dálítið hjá flokkunum að
gefa ungu fólki tækifæri þegar
það er tilbúið til þess“.
Framsóknarflokkurinn á Vesturlandi
Fjórir stefna á annað sætið
TÓLF hafa lýst yfir framboði hjá
Framsóknarflokknum í Vestur-
landskjördæmi, en kosið verður
milli manna á aukakjördæmisþingi
flokksins 19. nóvember nk. Tveir
stefna á fyrsta sætið og fjórir
stefna á annað sætið.
Þeir sem lýst hafa yfir framboði
eru: Einar Kr. Jónsson, iðnemi
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Elín
Sigurðardóttir, ljósmóðir Stykkis-
hólmi, Erna Einarsdóttir, bóndi
Kvennhóli í Dalasýslu, Gunnar
Guðmundsson, nautgriparáðu-
nautur Borgarnesi, Halldór Jóns-
son, læknir Móum í Borgarfjarðar-
sýslu, Ingibjörg Pálmadóttir, al-
þingismaður Akranesi, Magnús
Stefánsson, sveitarstjóri Grundar-
firði, Pálmi Ingólfsson, húsasmið-
ur Hálsum í Borgarfjarðarsýslu,
Ragnar Þorgeirsson, sölustjóri
Borgarnesi, Sigrún Ólafsdóttir,
bóndi Hallkelsstaðahlíð í Snæfells-
og Hnappadalssýslu, Sigurður Þó-
rólfsson, bóndi Innri-Fagradal í
Dalasýslu, og Þorvaldur T. Jóns-
son bóndi Hjarðarholti i Mýra-
sýslu.
Fjórir frambjóðendanna hafa
lýst yfir framboði í ákveðin sæti.
Halldór Jónsson sækist eftir kjöri
í 1.-3. sæti. Magnús Stefánsson,
Gunnar Guðmundsson og Sigurður
Þórólfsson sækjast eftir öðru sæti.
Sigurður hefur lýst því yfir að
hann sækist aðeins eftir kjöri í
annað sætið.
í síðustu kosningum var Ingi-
björg Pálmadóttir í fyrsta sæti,
Sigurður Þórólfsson var í öðru
sæti og Ragnar Þorgeirsson í
þriðja sæti.
Magir áttu von á að Davíð Aðal-
steinsson, fyrrverandi þingmaður
Framsóknarflokksins, sæktist eft-
ir kjöri. Hann bauð sig fram síð-
ast, en dró sig til baka eftir að
átök urðu um uppstillingu á list-
ann.
Fasteignamiðlun
Sigurður Óskarsson löggJasteigna- og skipasali
Suðurlandsbraut 16,108 Rcykjavík
SÍMI880150
Hef kaupendur
að 140-200 fm einb- eða raðhúsum í
Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ eða
Hafnarfirði. Bílskúr ekki skilyrði. Hef
ákv. kaupanda á sama svæði að góðu
einb. sem kostar innan við 13,0 millj.
Skipti koma til greina á 3ja herb. íb.
Hef kaupanda
að einbhúsi eða raðhúsi m. stórum bíl-
skúr í Hafnarfirði eða Kópavogi.
Hef kaupanda
að sórhæð í Reykjavík, Kópavogi eða
Hafnarfirði. Ýmsar stærðir koma til
greina. Góðar greiöslur fyrir rótta eign.
Bílskúr ekki skilyrði.
Hef kaupanda
að 3ja-4ra herb. íb. í Reykjavík eða
nágr. Hó útborgun. Hef ákv. kaupanda
að 4ra herb. íb. í Heimum, Vogum eða
nálægum hverfum sem kostar 7,5-8,0
millj.
Hef kaupendur
að 2ja herb. ib. í Reykjavik eða Kópa-
vogi. íb. þurfa ekki að losna strax. Há
útborgun og jafnvel staðgreiðsla ef um
rétta eign er að ræða.
Hringið og við skráum
eignirnar samdægurs
SÍMI 880150
Einbýlishús - Hellu
Til sölu mjög gott einbýlishús á Freyvangi 16, Hellu.
Fasteignin er 197 fm, tvær hæðir og innb. bílskúr.
Falleg fullfrágengin lóð. Eign í mjög góðu standi á
verði sem kemur öllum á óvart! Staðgr. 8 millj.
Upplýsingar veitir Soffía Pálsdóttir, sölumaður
Lögmanna Suðurlandi í Rangárvallasýslu,
sími 98-75425 frá kl. 9-12.
mui^uuuiauiv/ ni iii oicucig
Opnað fyrir
Heiðmerkuræð II
HEIÐMERKURÆÐII var form-
lega tekin í notkuna af Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur,
borgarsljóra, á föstudag. Æðin
flytur vatn til nýbyggðra svæða
í norður hluta Reykjavíkur. Hún
sér tilvonandi byggðum í norður
og norðausturhluta Reykjavíkur
og Mosfellsbæjar fyrir vatni.
Vatnið er meðal annars tekið
úr nýju vatnstökusvæði í Vatns-
endakrika í Heiðmörk. Heið-
merkuræðin tengist dreifikerfi
borgarinanr í Árbæ og eykur
þannig öryggi í vatnsflutningum
til borgarinnar. Áttatíu og fimm
ár eru liðin frá því vatn var í
fyrsta sinn flutt eftir leiðslum
frá Gvendarbrunnum til Reykja-
víkur, þann 2. október árið 1909.
Sérverslun
Vorum að fá í einkasölu þekkta og rótgróna sérverslun
í Reykjavík. Góð vörumerki. Miklir möguleikar.
Hagstæð greiðslukjör. Nánari upplýsingar gefur:
Fasteignasalan Framtfðin,
Austurstræti 18, sími 62 24 24.
Veitingaeldhús
Til sölu veitingahús með mjög stóru eldhúsi sem
er hlaðið af tækjum, kælum og frystum. Stór
vínbar. Nýjarglæsilegarinnréttingar. Skyndibita-
og matarsala. Gullnáma sem gefur drjúgt.
Vínveitingaleyfi. Laust strax.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
ramnziaiimiDa
SUÐURVE R I
SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Q1 Q7n LÁRUSÞ.VALDIMARSSON.framkvæmdastjori
L I I J\JmL I 0 I V KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu m.a. athyglisvérðra eigna:
Úrvalsíbúð - góður bílskúr - útsýni
Ný 4ra herb. íb. á 2. hæð um 100 fm móti suðri og sól í Suðurhlíðum
Kópavogs. 40 ára húsnl. um kr. 5,1 millj. Tilboð óskast.
Suðurendi - bílskúr - fráb. útsýni
Glæsileg 4ra herb. íb. á 3. hæð 101,6 fm við Stóragerði. Nýtt bað.
Nýtt parkt. Nýtt gler. Ágæt sameign. Suðursv. Tilboð óskast.
Með 40 ára húsnláni kr. 3,1-3,5 millj.
Nokkrar góðar 3ja herb. íbúðir m.a. við:
Furugrund lyftuhús 7. hæð. Útsýni. Bílageymsla. Tilboð óskast.
Eiriksgötu jarðh. Nýjar innr. og tæki. Vinsæil staður. Tilboð óskast.
Dvergabakka 3. hæð, suðurendi. Parket. Ágæt sameign. Tilboð óskast.
Súluhóla suðuríb. Öll eins og ný. Ágæt sameign. Vinsæll staður.
Útborgun má greiða á nokkrum árum. Tilboð óskast.
Borgin - nágrenni - eignaskipti
Skammt frá Landakoti til sölu um 150 fm sér efri hæð með innb. bílsk.
Skipti mögul. á góðri 3ja herb. íb. í borginni eða nágr. Tilboð óskast.
Á kyrrlátum stað í Skerjafirði
Rúmgott einb. á einni hæð um 150 fm. Skipti mögul. á 3ja herb. íb.
á Högum eða nágr., í Heimum eða nágr. Tilboð óskast.
Landsþekktur athafnamaður
óskar eftir 120-130 fm sérhæð eða sérbýli með 50 fm (tvöf.) bílsk.
Miklar greiðslur fyrir rétta eign.
• • •
Þurfum að útvega
fjársterkum kaupendum
íbúðir, sérh. og einb. af __________________________
fl. stærðum og gerðum. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
AIMENNA
f ASTEIGNASAl AM