Morgunblaðið - 09.11.1994, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.11.1994, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 37 BREF TIL BLAÐSINS Vangaveltur um dóma í kynferð- isafbrotamálum Frá Einarí Gunnlaugssyni: MIG LANGAR að taka undir orð Arthúrs Mortens formanns Bama- heilla, sem fram komu í DV 21. októ- ber sl., vegna þeirra dóma sem fram koma í úttekt DV á dómum í kynferð- is- afbrotamálum gegn bömum en þar segir hann að þrennt þurfi að koma til úrbóta: Harðari dómar og þyngri refsingar, ráðgjöf við ofbeldis- mennina sem oftast eru sjúkir og í þriðja lagi ráðgjöf fyrir börnin þann- ig að þau geti komist yfir áfallið sem þau verða fyrir. Mig langar að bæta við eftirfar- andi: Breyta þarf þeim lagaákvæðum sem dómarar eiga að styðjast við í dag, þ.e.a.s. að hámarksrefsing sem heimiluð er 10-12 ára fangelsi verði verði felld niður, enda til einskis að hafa lagaákvæði sem alls ekki eru notuð þegar dæmt er í kynferðisaf- brotamálum. Eins og staðreyndir sýna hvað varðar dóma undanfarin ár em kyn- ferðisofbeldismenn aðeins dæmdir í 3 til 10 mánaða fangelsi og jafnvel er mestur hluti þess tíma, ef ekki allur, skilorðsbundinn sem þýðir að ofbeldismaðurinn er aftur kominn á ról á göturnar á meðan þolandinn er í sárum andlega og líkamlega. Svo er nú það sem alvarlegra er, en það er það að oftast eru þessir menn ekkert að velta fýrir sér skil- orðinu heldur reyna að komast upp með, og jafnvel tekst það, að fremja fleiri kynferðisglæpi, sem alfarið er þá að mínu mati dómskerfinu í land- inu um að kenna. Nokkrar tillögur Ég legg því til að löggjafarvaldið geri eftirfarandi breytingar: 1. í stað áðurgreindrar 10-12 ára hámarksrefsingar kæmi lágmarks- refsing sem væri þriggja ára fang- elsi, og félli strax á kynferðisofbeldis- mann þegar glæpur hefur sannast á hann. 2. Dómari hafi ekkert vald til að breyta þriggja ára lágmarksrefsingu þegar sekt er sönnuð fyrir dómi. 3. Dómari skal dæma ofbeldis- manninn með aðstoð sérfróðra með- dómenda, til þeirrar meðferðar og félagslegrar uppbyggingar sem best væri til þess fallin að hjálpa og bæta einstaklinginn, þessi meðferð hæfist strax við afplánun þriggja ára refs- ingarinnar. 4. Dómari getur einnig lengt dóm- inn ef sýnt þykir að kynferðisglæpur- inn reynist vera af mjög alvarlegum toga og sú þynging kæmi til viðbótar þeim þremur árum sem sjálfkrafa falla á ofbeldismann við verknaðinn. Kynferðisglæpur er , alvarlegt brot Nú má ekki skilja orð mín þannig að ég telji ekki alla kynferðisglæpi alvarlega, þvi ég tel þessa glæpi með þeim alvarlegustu sem framdir eru og má kannski segja að morði undan- skildu. Samt sem áður er hægt að meta alvarleika þessara glæpa út frá hrottaskap og öðru sem getur gefið dómara ástæðu til að þyngja dóminn umfram þijú árin. Almenningur á rétt á því að dæmt sé með hliðsjón af glæpunum sem framdir eru, en ekki með hliðsjón af húsakynnum eða mannafla sem ríkið hefur á að skipa. Þess vegna er það óþolandi að ekki skuli vera til aðstaða til að vista þessa glæpa- menn, með allri þeirri þjónustu sem þessum ofbeldismönnum er nauðsyn- leg til betrunar. Ég tel ekki rétt að kynferðisofbeldismenn séu á sama stað og aðrir afbrotamenn, því ég held að þeir þurfi allt aðra meðferð. Það hlýtur að vera markmið þjóð- félagsins að betrumbæta þessa of- beldismenn og koma þeim aftur heil- um til þjóðfélagsins ásamt því að auka fræðslu með fyrirbyggjandi markmið í huga. Ekki má gleyma því að fjölskyldur kynferðisafbrotamanna eru í molum vegna þess að viðkomandi fær ekki þá þjónustu sem þjóðfélaginu ber að veita. En þessir sjúklegu glæpir eru staðreynd, og þjóðfélagið hrópar á bætta aðstöðu til meðferðar og betr- unar. Ég vil benda á að sú þjónusta sem þolendum er nauðsynleg er alls ekki nægjanleg og hana þarf að bæta verulega að flestu leyti, þó að mikið GREINARHÖFUNDUR telur kynferðisglæpi með alvarlegri glæpum. hafi lagast í þessum málum vegna framgöngu Stígamóta. Alla þá þjón- ustu þarf þolandinn að geta stólað á sér að kostnaðarlausu. Kíkisstjórnin gangi fram fyrir skjöldu Mig langar að lokum að fara fram á það við ríkisstjómina að hún taki sig taki og geri nú ráðstafanir til þess að nægjanlegt fjármagn sé lagt til samtaka á borð við Barnaheill og Stígamót því ekki veitir af. Stígamót gætu til dæmis, ef nægj- anlegt fjármagn væri til staðar, opn- að símalínu með fyrirbyggjandi markmið í huga þar sem auglýst væri símanúmer fyrir þá sem sjúkir eru og geta hvergi leitað aðstoðar vegna sjúkleika síns, og þar með væri jafnvel hægt að afstýra ein- hveijum af þessum ofbeldisglæpum. Sem leikmaður vildi ég sjá meira að gert sem er fyrirbyggjandi þó að ég geri mér alveg ljóst að glæpir af þessum toga munu ávallt fylgja mannkyninu sem hingað til. Að endingu vil ég láta í ljós ánægju með störf samtakana Stígamóta og Bamaheilla og forystufólks þessara samtaka, þeirra Arthúrs Mortens, formanns Bamaheilla, og Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamótum, en þau tel ég vera fremst meðal ósérhlífinna jafningja í störfum sínum fyrir fé- lagasamtök sín að öllum öðmm ólöst- uðum sem að svipuðum málum EINAR GUNNLAUGSSON, Logafold 132, Reykjavík. Að gefnu tilefni um aðferðir við ökukennslu Frá Óla H. Þórðarsyni: Að undanförnu hafa verið fréttir í fjölmiðlum af meintri kynferðis: legri áreitni tiltekins ökukennara. í Morgunpóstinum 31. október sl. er því lýst af viðkomandi ökukennara að hann noti sérstakar aðferðir við kennsluna. Orðrétt segir í blaðinu: „Þær felast í slökunaræfingum og léttri snertingu við olnboga, hné og axlir sem fær nemandann til að slaka betur á.“ Umferðarráð gefur ekki út ná- kvæmar leiðbeiningar til ökukenn- ara um hvernig snertingu og slökun I ökukennslu skuli háttað en heur séð til þess að um þessi atriði sé fjallað rækilega í endurmenntun og frummenntun ökukennara. í próflýs- ingu þar sem lýst er nákvæmlega hvernig ökupróf skuli fara fram er eftirfarandi: „Prófdómari skyldi forðast að snerta próftaka nema með formlegu handabandi, einkum ekki próftaka af gagnstæðu kyni.“ „Prófdómari skyldi forðast að snerta próftaka nema með formlegu handabandi, einkum ekki próftaka af gagnstæðu kyni,“ segir í próflýsingu fyrir ökukennara. Þessa skýru afstöðu má yfirfæra yfír á ökukennslu eftir því sem við á. Þar sem Umferðarráð hefur lög- um samkvæmt eftirlitsskyldu með ökunámi hér á landi skal á það bent að snerting af því tagi sem lýst er í ofangreindum ummælum er ekki viðurkennd af Umferðarráði sem aðferð við ökukennslu. Slík snerting er raunar líklegri til að byggja upp spennu og draga verulega úr náms- getu þar sem ætla má að nemandi sem fyrir slíku verður fyllist óöryggi og hræðslu. Slíkt sálarástand veldur tvímælalaust hættu í umferðinni og dregur úr framförum nemandans. ÓU H. ÞÓRÐARSON, framkvæmdastjóri. Sterkir plastkassar og skúffur. Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti. Hægt að hengja á vegg, eða stafla saman. Margar stærðir gott verð. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 16 SlMI 672444 • FAX 672580 SUIÉP VARMASKIPTAR Á OFIiAKERFID • Verja ofnana gegn ryði og tæringu. • Afkastamiklir • Fyrirferðalitlir • Auðveld uppsetning • Viðhald í lágmarki • Hagstætt verð Þú finnur varla betri lausn! = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Ég þakka öllum þeim fjölda fólks sem studdi mig í prófkjörinu síðasta laugardag Þá vil ég þakka öllum stuðningsmönnum, sem unnu frábært starf á þessum stutta tima sem við höfðum. Árangurinn var frábær. Ég vona að ég föi fljótlega tækifæri að vinna vel fyrir ykkur. Kær kveðja, Stefán Þ. Tómasson. Amerísk rúm frá Sealy, stærsta dýnufram- leiðanda í heimi. Hágæða dýnur í mörgum verðflokkum. Marco húsgagna ver slun, Langholtsvegi 111, sími 680 690. Opið virka daga frá kl. 10—18, laugardaga frá kl. 10—16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.