Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 19 LISTIR æpandi litir henta ekki öllum við- fangsefnum, og svart/hvít útfærsla nær betur að túlka þá eymd, sem þessi minning býr að. Hér væri full ástæða til að benda á ýmsa aðra myndaflokka, bæði meðal hinna þekktari (Maómynd- irnar, geimfararnir, austrænar ást- arlífsmyndir) og hinna nýrri (brúðu- myndirnar, yngismeyjar eyðimerk- urinnar og teiknimyndaheiminn í „Leyndarmálið afhjúpað“); þarna eru ríkulegír myndheimar, sem vert er að skoða vel. Ekki er síður vert að minna áhorfendur á að láta ekki staðar numið við yfirborðið; í mörgum þessara mynda er að finna ákveða kaldhæðni vegna firringar manns- ins í yfirþyrmandi umhverfi nútím- ans. Þarna ægir saman ógnum hins vélvædda heims nútíðar og fram- tíðar, og því varla nema von að menn leiti afdreps í hugljúfum minningum æskunnar eða róman- tískum draumum framandi landa; undirtónn ádeilunnar er þó ætíð til staðar. Öll umgjörð sýningarinnar ber þess vott, að vel er til hennar vand- að og þess vænst, að Reykvíkingar og aðrir landsmenn fjölmenni til að skoða nýjustu eigur sínar í mynd- listinni. Er vonandi að það gangi eftir, því hér er áhugaverð myndlist sett upp á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Um leið er einn- ig rétt að benda gestum á að gefa sér góðan tíma á sýningunni, ætli þeir sér að njóta hennar sem skyldi. P.S.: Undanfarið hafa orðið mikl- ar umræður um endanlega staðsetn- ingu þessarar miklu listaverkagjafar Erró. Það er ef til vill að æra óstöð- ugan að bæta við þá umræðu, en hér skal þó lagt eilítið lóð á vogar- skálamar: Hugmyndin um menning- ar- og listamiðstöð á Korpúlfsstöð- um er mun eldri en listaverkagjöf Erró, sem fellur enn vel að henni; þessi stórbygging verður aldrei jöfn- uð við jörðu, og fyrr eða síðar kem- ur að því að hún verður endurbyggð til að hýsa lista- og menningarstarf- semi. Það er því pólitísk skammsýni stjómvalda að leggja þessa hug- mynd til hliðar nú (hún verður ekki ódýrari í framkvæmd síðar) og sam- tímis furðulega listíjandsamleg af- staða menningarfrömuða og sam- taka listafólks að hafna endurbygg- ingu Korpúlfsstaða í þessum til- gangi. Eiríkur Þorláksson Gjöf Erró MYNPLIST Kjarvalsstaöir MÁLVERK ERRÓ Opið alla daga kl. 10-18 til 4. desem- ber. Aðgangur 300 kr. Sýningarskrá 1.400 kr. SÚ SÝNING á verkum Erró, sem nú er hafin á Kjarvalsstöðum, hef- ur hlotið meiri umfjöllun fjölmiðla en nokkur^ önnur sýning þar á þessu ári. Án þess að gera lítið úr öðrum sýningum má segja að þessi athygli sé vel skiljanleg; hér er á ferðinni yfirgripsmikil sýning, sem þó er aðeins lítið brot af þeim verk- um listamannsins, sem nú eru kom- in í eigu Reykvíkinga fyrir tilstilli einnar umfangsmestu listaverka- gjafar sem um getur hér á landi. Menn hafa oft miklast af minna tilefni. Þó er vert að benda á að ríki- dæmi okkar í myndlistinni liggur ekki síður í fjölbreytni íslenskra listamanna en verkum þeirra. Sýn- ing Erró fylgir í kjölfar stórrar yfir- litssýningar á verkum Magnúsar Pálssonár; það hlýtur að vera mikið fagnaðarefni að af sömu kynslóð skuli þessi fámenna þjóð eiga jafn góða og um leið jafn ólíka lista- menn og þessa tvo. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því tilkynnt var um þessa lista- verkagjöf við opnun sýningar Erró á Kjarvalsstöðum haustið 1989. Þá þegar var um að ræða rösklega þúsund verk af ýmsu tagi, sem í heildina gáfu gott yfirlit yfir feril listamannsins. Frá þeim tíma hefur gjöfin meir en tvöfaldast að um- fangi, og efni þess sem hefur bæst við fyllir enn betur inn í myndina, auk þess sem verkin ná allt fram á þetta ár. Hér er ekki aðeins um að ræða málverk, heldur einnig ljós- myndir, klippimyndir, sýningar- skrár, kvikmyndir, dagbækur og verk annarra listamanna, svo fátt eitt sé talið. Þetta er fjársjóður, sem seint verður tæmdur. Listamaðurinn Erró hefur smám saman tekið á sig ímynd þjóðsagna- persónu í hugum margra hér á landi, þó ekkert virðist honum sjálf- um fjarlægara. Þar kemur ýmislegt til; má þar nefna framandi líf og starf erlendis um áratuga skeið, viðurkenningu hans á alþjóðavett- vangi (sem þó er ekki eins afdrátt- arlaus og mætti halda, því enn virð- ist Erró eiga eftir að sigrast á erfið- asta hjallanum, sem er bandaríski listheimurinn), og loks óvænta og glæsta endurkomu hans á íslenskan myndlistarvettvang 1978, eftir langa fjarveru. Fæst af þessu tengist þó því sem mestu varðar, myndlistinni sjálfri. Verklag listamannsins og vinnu- tækni hefur ekki síður vakið at- hygli. Erró er vinnuþjarkur, sem safnar að sér efnivið um allan heim, og vinnur úr því efni í miklum törn- um; útkoman í málverkunum er oft yfirþyrmandi við fyrstu sýn. Of margir láta hins vegar staðar numið þar og leita ekki lengra. Þannig má segja, að málshættinum góða hafi verið snúið við, og að fjöldi íslendinga sjái ekki trén fyrir skóginum, eða réttar sagt, sjái ekki listaverkin fyrir manninum eða goð- sögninni, sem ýmsir hafa lagt ofur- áherslu á. Þetta er misráðið. Listaverk Erró standa fyllilega fyrir sínu, gefi menn sér góðan tíma til að skoða þau, greiða sundur og raða saman á ný, þar til heildarmyndin verður skýr. Sýningin á Kjarvalsstöðum gefur gestum góðan möguleika til að nálgast verk listamannsins. Upp- setningin er afar vel heppnuð, þar sem stóru verkin eru vel afmörkuð, á sama tíma og einstakir mynda- flokkar eru tengdir saman í rým- inu, þannig að auðveldara er að velta fyrir sér mögulegum boðskap þeirra. Hér getur að líta nokkurn fjölda myndaflokka, bæði kunnuglega og nýja. Erró vinnur út frá listasög- unni í myndum sínum af einstökum listamönnum, og hreifst undirritað- ur einkum af myndinni „Otto Dix“ (1990), sem hefur e.t.v. ekki verið virtur að verðleikum; þessar myndir ERRÓ. Japönsk brúða. 1992. mætti allar auðveldlega nota sem kennslustundir í myndlistinni. Pólitísku myndirnar hefur ein- hverra hluta vegna ekki borið hátt í umræðu um Erró hér á landi, en eru merkur þáttur í iistsköpun hans, og pólitísk afstaða kemur einnig fram víðar í verkum hans. Það væri mikið sinnuleysi að taka ekki eftir hörkunni í þekktum myndum eins og „ísrael" (1974) og „All- ende“ (1974), og gott til þess að vita að sú fyrri nær enn að hræra menn nægilega, eins og m.a. kom í ljós í Skotlandi í sumar. Myndirnar „í minningu Pol Pot“ (1994) eru nýjustu verk listamanns- ins á þessu sviði (og að sögn hans hin síðustu), og ættu að snerta flesta; hér kemur einnig í ljós að Bráðnauðsynleg BOKMENNTIR Hcimspcki HEIMSPEKI Á TUTTUGUSTU ÖLD Safn merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar. Ritstjórar: Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson. Almenna bókafélagið, 1994 - 327 síður. 3.880 kr. Á UNDANFÖRNUM árum hefur hiaupið mikill vöxtur í heimspeki- lega iðkun hér á landi og upp er komin sú staða að heimspekin er, a.m.k. manna í millum, viðurkennd sem fræðigrein sem hefur ákveðið samfélagslegt gildi. Fyrir fáeinum árum var dulúðarblær yfir heim- spekinni, heimspekingar voru út- lendir karlar, flestir dauðir, sem skrifuðu bækur vart ætlaðar „venjulegu" fólki. Núna eru heim- spekingar venjulegir daglaunamenn sem reyna að bregða birtu yfir að- kallandi dægurmál. T.a.m. er rekinn sérstakur heimspekiskóli fyrir börn, þessi fræðigrein er orðin vinsæl valgrein í framhaldsskólum og við sjálfa heimspekideild hefur fræði- greinin verið iðkuð frá stofnun há- skólans, þó af mismiklum krafti eftir tímabilum. Þegar litið er til íslenskrar heim- spekihefðar verða ekki á vegi okkar nein stór nöfn á borð við Kierkega- ard, Nietsche eða Kant. Á hinn bóginn eigum við frá þessari öld hugsuði eins og Guðmund Finn- bogason, Brynjólf Bjarnason og Sigurð Nordal. Lengi hefur loðað við íslendinga sú bábilja að þeir séu ekki heim- spekilega sinnaðir, fullyrt hefur verið að við settum allt sem við hugsuðum í línulegt ferli. Við byggjum til sögur, með upphaf og endi, en kynnum ekki þá kúnst að binda frásögn okkar eða samræðu við hugtök. Vel má leynast í þessu viðhorfi sannleikskjarni, hins vegar hafa fræðimenn bent á að allt frá miðöldum fram á þessa öld hafi Islendingar verið iðnir við að þýða rit og ritgerðir erlendra heimspek- inga. Sú bók sem hér er til umræðu virðist fremur styrkja þann grun að heimspekiiðkun sé almennari en daglegir miðlar endurspegla. Þótt ekki sé jafnalgengt hér á landi og á meginlandinu að fjallað sé um nærtæk heimspekileg og siðleg álitamál á síðum tímarita og dag- blaða þá staðfestir þessi bók að ýmsir eru, og hafa verið, að puða í þessari garðholu um þó nokkurt skeið. Það má strax setja spurningar- merki við undirtitil bókarinnar „Safn merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar". Manni gæti skilist að hér séu á ferðinni fimmtán athyglis- verðustu heimspekiritgerðir á þess- ari öld. Þegar haft er í huga hvern- ig þýðingarnar ber að verður slíkt að teljast ósennilegt. Hér má nefni- lega skipta ritgerðunum í tvo hópa í þessu tilliti. Flestar eru þær þýdd- ar af fólki sem hefur nýlokið BA- prófi í heimspeki frá Háskóla Is- lands en aðrar verið þýddar af heim- spekilærðum mönnum sem luku prófi fyrir fáeinum árum. Með öðr- um orðum: Þær þýðingar sem til voru frá seinustu árum á ritgerðum erlendra heimspekinga hljóta því að hafa ráðið töluverðu um val í þessa bók. Ritstjórarnir segja að öðru leyti í inngangi frá því hvað vakti fyrir þeim með vali í þessa bók. Þeir stóðu frammi fyrir tveim kostum: annars vegar að gera tilteknu þröngu efni skil eða að fara sem víðast. Þeir völdu seinni kostinn vegna þess að hann var yfirstígan- legri og „hæfði betur þeim fjöl- breytilega hópi sem stóð að verk- inu“. Án þess að velta of mikið vöngum yfir þessari ákvörðun má vel viðurkenna að hún hafi verið skynsamleg. Hefði fyrri leiðin, sem er vel að merkja miklu erfiðari, verið valin er hætt við því að bókin hefði seint komið út. Ritgerðum heimspekinganná er raðað í aldursröð höfunda; fyrst er ritgerð eftir þýska rökfræðingin Gottlob Frege (1848-1925) og síð- ust er ritgerð eftir Bandaríkjakon- una Amy Gutmann sem fædd er 1949. Það er ekki eingöngu tíminn sem aðskilur þessa tvo heimspekinga heldur miklu fremur viðfangs- efnin. Ritgerð Freges, sem birtist hér í þýð- ingu Guðmundar Heið- ars Frímannssonar, er býsna snúin. Frege greinir í langri og flók- inni rökleiðslu frá þeirri niðurstöðu sinni að skilningur okkar á tungumáli fylgi ekki endilega þeirri merk- ingu sem augljósust sé og beinast liggi við. Frege fæst með öðrum orðum við vanda sem fæstir leiðann hugann að dags daglega. Amy Gutman fjallar hins vegar í ritgerð sinni, „Til hvers að ganga í skóla?“, um málefni sem flestir telja brýnt að hafa skoðun á. Gut- man ræðir um nytja- stefnu og réttarhyggju til uppeldis og mennt- unar barna. Forsenda ritgerðarinnar er mikill uppgangur svonefndr- ar PC-hreyfingar í Bandaríkjunum sem berst fyrir fjölhyggju og því að ólíkar skoð- anir og lífshættir fái að njóta sannmælis. Þessi hreyfing þykir hafa gengið út í öfgar (eins og fleiri bandarískar hreyfingar), undir nafni hennar hafa menn skor- ið upp herör gegn hversdagslegum hugmyndum og orðalagi sem talið er gefa fordómum gegn minnihluta- hópum byr undir vængi. Gutman skoðar bandarískt menntakerfi á gagn- rýninn og stundum spaugilegan hátt. Hún leggur m.a. út af þess- ari spurningu Durk- heims sem vegur að réttarhyggjuhug- myndum: „Hvað gagn- ar að ímynda sér menntun sem myndi kollvarpa samfélaginu sem kom henni á fót?“ , Á milli þeirra Freg- es og Gutmans eru rit- gerðir eftir ólíka heim- spekinga, s.s. Bertr- and Russell, Ludwig Wittgenstein, Karl R. Popper, Gertrude Anscombe og Rosalind Hursthouse. Þær eru misharðar undir tönn en yfirleitt verður að telja þeim til tekna hve þýðingarnar eru góð- ar. Það er vissulega ögrandi verkefni að gefa út ritgerðir eftir helstu heimspekinga á tuttugustu öld, þýð- endur hafa í mörgum tilvikum þurft að smíða ný orð og brjóta upp snúnar setningar áfrummálinu. Enjafn- framt því að vera ögrandi er þetta verkefni sem hér er af hendi leyst bæði tímabært og bráðnauðsyn- legt. Eins og aðrar fræðigreinar nærist heimspekin á því að fjallað sé um hana á móðurtungu hvers og eins. Ingi Bogi Bogason Einar Logi Vignisson Ólafur Páll Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.