Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Efnahags- og fjármálaráðherrar ESB ERLENT Stríðsdómstóll í málefnum fyrrum lýðvelda Júgóslavíu Hætt við björg- unaraðgerðir í stáliðnaði Reuter ► RÁÐHERRAR ríkjanna, sem samið hafa um aðild að ESB, eiga seturétt á fundum ráðherraráðsins. Hér eru þeir Sigbjnrn Johnsen frá Noregi, Iiro Viiranen frá Finn- Iandi og Göran Persson frá Svíþjóð í upp- hafi fundar fjármálaráðherra ESB í gær. Brussel. Reuter. EFNAHAGS- fjármálaráðherrar Evrópusambandsins ákváðu á fundi sín- um í Brussel í gær að hætta við björg- unaraðgerðir í stál- iðnaði Evrópu. Þetta var gert að tillögu framkvæmdastjórn- ar ESB, sem segir að evrópsk stálfyrir- tæki hafi ekki staðið við samkomulag, sem gert var fyrir ári um að minnka framleiðslugetu um 19 milljónir tonna. Samdrátturinn varð ekki nema 16 millj- ónir tonna. Tillögur framkvæmdastjómar- innar, sem lágu fyrir fundi ráð- herranna, gerðu ráð fyrir að hætt yrði að gera reglulegar markaðs- spár um stálmarkaðinn á vegum ESB og styrkir til stálfyrirtækja, meðal annars gegn því að minnka framleiðslu eða loka verksmiðjum, yrðu aflagðir. Jafnframt yrði hætt félagslegri aðstoð við atvinnulausa stálverkamenn og innflutnings- hömlur á stál frá Tékklandi og Slóvakíu yrðu aflagðar. Ráðherrarnir voru ekki tilbúnir að ganga svona langt og ákváðu að halda aðstoð við stálverkamenn áfram. Jafnframt náðist sam- komulag við framkvæmdastjóm- ina um að halda innflutningshöml- um út næsta ár. Kaup á Norsk Stál samþykkt Framkvæmdastjórn ESB sam- þykkti í gær kaup British Steel plc og Svensk Stál AB á norska stálfyrirtækinu Norsk Stál. Fram- kvæmdastjómin komst að þeirri niðurstöðu að kaupin brytu ekki í bága við samkeppnisreglur á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Fleiri konur á móti ESB • MUN fleiri konur en karlar ætla að greiða atkvæði gegn ESB í Noregi. Samkvæmt skoð- anakönnun í Aftenposten ætla 67% norskra kvenna að greiða atkvæði gegn aðild. Þetta er mun hærra hlutfall en í þjóð- aratkvæðagreiðslunni árið 1972 en þá greiddu 55% kvenna at- kvæði gegn aðild. MMT-stofn- unin, sem framkvæmdi könnun- ina, segir skýringuna vera þá að nú séu mun fleiri konur úti- vinnandi og að mikill fjöldi þeirra vinni hjá hinu opinbera eða sé háður opinberri þjón- ustu. • UNICE, samtök evrópskra iðn- og atvinnurekenda, hafa hvatt breska atvinnurekendur til að halda áfram að beijast áfram fyrir því að styrlga sam- keppnisstöðu evrópsks atvinnu- lífs, sem farið hefur versnandi. Fran^ois Perigot/forseti UNICE, sagði á aðalfundi CBI, samtaka breskra vinnuveitenda, að breskt viðskiptalíf hefði mik- ilvægu hlutverki að gegna í Evrópu. Bretar væru ekki feimnir við að hafna hlutum en þeir væru ávallt með tillögur að öðrum og skynsamlegri Iausnum í staðinn og leiða til að afla þeim fylgis. Það væri líka besta leiðin til að hafa áhrif í Brussel. VSÍ og Samtök iðnað- arins eiga aðild að UNICE. • GRO Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, var sigurvegari í kappræðum gegn Evrópuandstæðingnum Anne Enger Lahnstein í norska ríki- sjónvarpinu á mánudagskvöld. í könnun sem Dagbladet fram- kvæmdi eftir útsendinguna sögðust 43% Norðmanna telja að forsætisráðherrann hefði staðið sig betur en 34% nefndu Lahnstein. Af þeim sem voru óákveðnir töldu 53% að Brundt- land hefði verið betri en einung- is 19% að Lahnstein hefði verið betri. Fréttaskýrendur sögðu forsætisráðherrann hafa verið betur undirbúinn en þegar hún mætti Lahnstein siðast og verið ákveðnari. • SOKUM þess hve varabirgðir ESB af korni hafa dregist mikið saman íhugar framkvæmda- stjórnin að leyfa einungis út- flutning á óniðurgreiddu korni á frjálsum markaði. COCERAL, samtök kornframleiðenda inn- an ESB, segja að minni fram- leiðsla geri það að verkum að neytendur innan sambandsins verði að hafa forgang. • MARGIR Norðmenn hafa skipt um skoðun í Evrópumál- um á þessu ári. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup í Noregi hafa 60% Norðmanna skipt um skoðun einu sinni eða oftar á árinu. Þó svo að fylgi stuðnings- manna og andstæðinga aðildar virðist ekki breytast mikið til eða frá er það alls ekki sama fólkið sem stendur á bak við tölurnar hveiju sinni. • Framkvæmdasljórn ESB hef- ur gefið út reglugerð (2702/94) sem breytir eldri reglum um hámarkshlutfall efna úr dýra- lyfjum í afurðum af skepnum. Reglurnar munu væntanlega verða hluti EES-samningsins. Fyrstu yfirheyrsl- urnar hefjast í Haag Haag. Reuter. FYRSTU yfirheyrslumar fyrir stríðsdómstól Sameinuðu þjóðanna í málefn- um ríkja fyrrum Júgóslavíu, voru í gær, um hálfri öld eftir að Númberg- réttarhöldin yfir stríðsglæpamönnum nasista hófust. Em yfirheyrslurnar í kjölfar handtökuskipunar sem gefin hefur verið út á hendur fangabúða- stjóra Bosníu-Serba en hann er sakaður um grimmdarverk gagnvart múslimskum föngum í Susica-búðunum. vænst að aðildarn'ki SÞ muni fram- selja þá, sé þess óskað. Þau ríki sem neita samvinnu við stríðsdómstólinn eiga yfir höfði sér refsiaðgerðir SÞ. Dauðarefsing ekki leyfð Dómarar í þessu fyrsta máli stríðsdómstólsins era frá Nígeríu, Costa Rica og Frakklandi. Þar sem hinn ákærði, Dragan Nikolic, er talinn vera í felum á svæðum sem Bosníu-Serbar ráða, óskaði sak- sóknarinn, Richard Goldstone frá Suður-Afríku, eftir því að annað mál yrði tekið upp fyrir réttinum. Það er mál Bosníu-Serbans Dus- ans Tadics, sem hefur verið í haldi í Þýskalandi frá því í febrúar. Hann hefur ekki enn verið formlega ákærður en honum er m.a. gefið að sök að hafa barið þijá múslima til bana og neytt fanga til þess að limlesta líkin í Omarska-fangabúð- um Bosníu-Serba. Goldstone sagði í gær að þrátt fyrir að menn hefðu vænst þess, í kjölfar heimsstyijaldarinnar síðari, að grimmdarverkum myndi linna og mannréttindi vera í heiðri höfð, hefði raunin orðið allt önnur. Á síð- ustu fimm áratugum hefði heimur- inn orðið vitni að mörgum af alvar- legustu mannréttindabrotum sem framin hefðu verið. Hinir seku hefðu oftar en ekki komist hjá rétt- arhöldum og refsingu. Ekki má rétta yfir sakborningum að þeim fjarverandi og er þess Lýsi dómstóllinn eftir stríðsglæpa- mönnum, fara þeir á lista hjá al- þjóðalögreglunni Interpol og verða á honum svo áram skiptir. Dómstóllinn getur ekki kveðið upp dauðarefsingu, þyngsta refsing er lífstíðarfangelsi. Stríðsdómstólnum var komið á fót í maí 1993 að ósk öryggisráðs SÞ en fjárskortur og önnur vanda- mál hömluðu starfsemi hans fyrsta árið. Eftir að Goldstone, sem er virtur dómari í heimalandi sínu, tók við embætti saksóknara í ágúst sl. hefur starfsemi hans hins vegar hafist af fullum krafti. Reuter BLAÐAMENN fylgjast með fyrstu yfirheyrslum stríðsdómstóls SÞ í Haag í Hollandi. Skothelt gler skilur að réttarsalinn og sal fyrir almenning og blaðamenn. Stj órnarerindrekar óttast að átökin í Bosníu breiðist ut Ringulreið ríkir í friðarumleitunum Brussel. Reuter. SÓKN stjórnarhersins í Bosníu varpar skæru ljósi á ringulreiðina sem ríkir í friðarumleitunum Vest- urlanda og Rússa og hætta er á að bardagarnir breiðist út, að mati stjórnarerindreka og fréttaskýr- enda. „Það væri mjög hættulegt ef bardagarnir héldu áfram,“ sagði rússneskur stjórnarerindreki. „Það er afar hættulegt að standa í þeirri trú að frekari bardagar verði til þess að frambúðarlausn finnist á deilunni." Þetta er svar rússneska stjórnar- erindrekans við ummælum Yasushi Akashi, sendimanns Sameinuðu þjóðanna, þess efnis að sókn stjórn- arhersins gæti orðið til þess að Bosníu-Serbar sæju sig knúna til að semja um frið. „Það sem Akashi sagði er þvað- ur, helber óskhyggja. Enginn stríðs- aðilanna hefur áhuga á að undirrita friðarsamning núna,“ sagði Jonath- an Ayle, vamarmálasérfræðingur í Lundúnum. Ayle sagði að sókn stjómarhersins beindi athyglinni að alvarlegum ágreiningi meðal fimmveldanna svo- kölluðu, sem hafa beitt sér fyrir frið- arsamningi í Bosníu. Rússar segja Bandaríkjastjóm hafa stuðlað að bardögunum með því reyna að knýja fram afnám vopnasölubannsins á stjómarherinn. „Múslimarnir hugsa augljóslega með sér: „Úr því þeir eru að tala um aflétta vopnasölu- banninu er kominn tími til að herða árásir okkar.“ Þetta er Rússum mik- ið áhyggjuefni,“ sagði Andrej Koz- yrev, utanríkisráðherra Rússlands. Bjargar Serbíustjórn Bosníu-Serbum? Vamarmálasérfræðingar sögðu að rök Akashis stæðust ekki og töldu að bardagarnir myndu breið- ast út. Þeir bentu á að Króatar í Bosníu hafa stutt stjórnarherinn í bardögunum og Serbar í Króatíu sent 2.000 hermenn til að aðstoða Bosníu-Serba. „Allir, jafnvel Akashi að ég tel, vita að múslimarnir sögðust vilja undirrita friðarsamninginn vegna þess að þeir vissu að Serbar myndu ekki gera það. Þótt Serbar segðust nú vilja semja um frið myndu músl- imamir ekki gera það,“ sagði heim- ildarmaður innan Atlantshafs- bandalagsins. Stjómarerindrekar óttast einnig að stjómin í Serbíu neyðist síðar til að veita Bosníu-Serbum hernaðarað- stoð harðni bardagamir enn og ef þeir tapa fleiri landsvæðum. Slobod- an Milosevic, sem hætti hemaðarað- stoðinni við Bosníu-Serba til að knýja á um friðarsamning, gæti ekki horft upp á að þeir töpuðu stríð- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.