Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 7
MERKISMENN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 7 tet BÍlllllíil WMlíisiíf Ráðningarsammngur „Það eiga allir jafna mögulelka á tugmilljónavinningi!“ Eins og greint var frá í fréttum í gær fjölgaði íslendingum um einn þegar allsérstakur náungi lenti í fallhlíf hér í höfuðborginni. Þessi óvenjulega aðkoma nýbúans vakti athygli og bárust fréttastofunni margar fyrirspurnir. Eftir þó nokkra leit tókst blaðamanni að hafa uppi á þessum kumpánlega kunningja sem hafði þá komið sér fyrir á skrifstofu íslenskrar getspár. Mætti ég kannski biðja þig um að kynna þig fyrst? Sjálfsagt! Ég heiti Vernharður Víkingur. En vinir mínir kalla mig bara Venna. Og hvað ætlarðu þér að gera hér á íslandi. Ég er kominn til að vera! Annars ætla ég nú aðallega að fá fólk til að brosa dálítið og líta á björtu hliðarnar í lífinu. Það er allavega mín reynsla að þegar maður temur sér jákvætt hugarfar, þá lendir maður líka alltaf í einhverju skemmtilegu og spennandi! Þeir sem voru svo árrisulir að geta fylgst með lending- ‘ unni þinni í gær, stóð ekki alveg á sama þegar fallhlífin festist í ljósastaur og þú hékst þar um tíma. Það var nú bara til þess að ég gæti hvílt mig á leiðinni niður! Og nú ertu fluttur inn á skrifstofu hjá íslenskri getspá. Hvað stendur til? Ég ætla að iíta eftir gangi mála í Víkingalottóinu. Enda finnst mér það mjög viðeigandi fyrir mig, sannan afkomanda Leifs heppna, að vera fulltrúi norrænu víkingafjölskyldunnar á íslandi. En nóg um mig í bili. Ég vil eindregið hvetja alla þá sem eru bjartsýnir og finnst þeir eiga skilið að fá vinning, til að taka þátt í þessum skemmtilega leik. í Víkingalottóinu eiga jfaðu bara ! nefnilega allir jafna möguleika á tugmilljónavinningi! (L /^; Sölu í Víkingalottói lýkur í dag kl. 16:00. Freistaðu gæfunnar - kannski er röðin komin að þér !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.