Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 17 ERLEIMT Ferguson Fergie ekki í Strand- vörðum SARAH Ferguson, hertoga- ynjan af Jórvík, hefur hafnað boði bandarískrar sjónvarps- stöðvar um að koma fram í hinum vinsælu sjónvarpsþátt- um Strandverðir. Um síðustu helgi sagði David Hasselhoff, aðalleikari þáttanna, að hann teldi næsta víst að Ferguson myndi koma fram í þeim. Samkvæmt bráðabirgða- handriti átti hún í þættin- um að ræða við viðskiptajöfur- inn Richard Branson í gegnum farsíma um góðgerðarkvöld sem hún væri að skipuleggja. Óvissa um Niim-Hansen DANSKUR áfrýjunardómstóll hefur farið þess á leit við danska þingið að ekki verði réttað í máli Eriks Ninn-Hans- ens af heilsufarslegum ástæð- um. Ninn-Hansen, sem er 72 ára gamall, hefur verið ákærður vegna þáttar síns í Tamíla- málinu svo- kallaða, sem varð ríkis- stjórn Poul Schliiters að falli árið 1993. Ninn-Hansen fékk heila- blóðfall í júnímánuði og telja læknar óvíst að hann muni nokkurn tíma verða nógu heilsuhraustur til að geta tekið þátt í réttarhöldum. Flóttamenn til Svíþjóðar SÆNSKA strandgæslan bjargaði í gær um fjörutíu ólöglegum innflytjendum af þremur gúmbátum á Eystra- salti. Fólkið, karlar, konur og börn, var frá Sri Lanka og írak. Að sögn embættismanna var veður gott og fólkið vel klætt í hlý föt. Strandgæslan telur líklegt að rússneskt vöru- flutningaskip hafí siglt með flóttamennina til Svíþjóðar. Geislavirk hreindýr JAPANSKA heilbrigðisráðu- neytið hefur stöðvað innflutn- ing á sendingu af finnsku hreindýrakjöti eftir að of mikil geislavirkni mældist í því. Er talið að geislavirknin eigi ræt- ur að rekja til Tsjernóbýl- slyssins árið 1986. Svín leitar húsbóndans BRESKA lögreglan hefur ákveðið að láta svín taka þátt í að bera kennsl á eiganda sinn. Svínið fannst fyrir skömmu tjóðrað við póstkassa í borginni Exeter í suðvesturhluta Eng- lands. I'jórir menn hafa gert tilkall til dýrsins og mun lög- reglan stilla þremur þeirra upp og láta svínið gera upp hug sinn. Ninn-Hansen Sljórn Bretlands heimilar olíuvinnslu í lindum sunnan við Færeyjar Lundúnum. The Daily Telegraph. BRESKA stjórnin hefur heimilað olíuvinnslu úr olíulindum vestan Hjaltlands og sunnan við Færeyj- ar. Áætlað er að olíulindirnar gefi af sér 3,5 milljarða fata - um 10% af olíunni sem fundist hefur í Norðursjó. Tim Eggar, iðnaðarráðherra Bretlands, tilkynnti að olíufélög- unum BP og Shell hefði verið heim- ilað að vinna olíu í Foinaven, einum af fjórum olíulindum sem fundist hafa nýlega í Atlantshafi. Eggar Gætu gefið af sér 3,5 milljarða fata sagði að Foinaven og fleiri olíulind- ir sem fundist hafa ættu að tryggja að Bretar yrðu sjálfum sér nógir um olíu langt fram á næstu öld. Áætlað er að fjárfest verði fyrir 9,5 milljarða punda, rúma 1.000 milljarða króna, í olíuvinnslunni, sem gæti skapað hundruð starfa. Gert er ráð fyrir að olíuvinnslan hefjist í lok næsta árs og framleidd verði um 85.000 fata á dag. Vinnslukostnaðurinn er áætlaður um 4-5 dalir á fatið, eða svipað og í Norðursjónum. Vinnslutækni, sem þróuð hefur verið undanfarin fimm ár, gerir Bretum kleift að vinna olíuna, sem er á 450 metra dýpi, án þess að festa olíuborpallana kirfilega við sjávarbotninn eins og gert er í Norðursjó. Þetta hefur minnkað vinnslukostnaðinn um 30% á síð- ustu tveimur árum. • VETRflRÚTfALfl flllt ðð ]00.000 króna afsláttur af notuðum bílum Jöfurs. 1 Fríar tnjvvin?ar Við bjóðum þér fríar tryggingar í iKCTþegar þú kaupir notaðan bíl hjá Jöfri. í. vreiðda í mart 1995 Vetrardekk í kaupbati Þú getur greitt með skuldabréfi til allt að 36 mánaða með gjalddaga ^2Eleða Visa og Euro raðgreið- slum til allt að 18 mánaða. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af vetrarhörkunni því öllum notuðum bílum Jöfurs fylgjal- vetrardekk. 6 mánaða ábijrvð o?jkoðim^$\ JOf6 m6naða ábyr9ð ___________________fylgir öllum bílunum og að sjálfsögðu eru þeir allir meðr skoðun 1995. KflnnTU rð PRúrrn? Kíktu í prútthornið til Lúlla og láttu reyna á hæfni þína. BOpið virka da?a frá 9-18 o?lauvardavafrá 12-16. NOTAD/R B/LAR Skeljabrekku 4, Kópavogi, sími 642610 og 42600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.