Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Svo þá sast áti í graskeijabeði Ég var að vona að ég Þá lítur betur át svona... Heimski hundur! allt kvöldið og horfðir í gegn- gæti séð „Graskerið Það er eins og þá sért um einhvem sjónauka... mikla“ koma fljágandi... langt í burtu... Kristniboðsfélag kvenna í Reykja- vík 90 ára ptotðtutÞfafrib BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103.Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Frá Susie Bachmann: 90 ár eru liðin frá stofnun elsta kristniboðsfélags á íslandi en það var stofnað 9. nóvember 1904. Konan sem stóð fyrir stofnun fé- lagsins var frú Kristín, dóttir Péturs Guðjohnsen, dómkirkjuorganleikara. Hún hafði að miklu leyti alist upp hjá Pétri Péturssyni biskupi og feng- ið trúarlegt uppeldi. Maður hennar, séra Lárus Halldórsson, hafði lifandi áhuga á hverskonar starfi sem gat orðið málefni Drottins til eflingar. Faðir hans, séra Halldór Jónsson á Hofi í Vopnafirði, var einlægur kristniboðsvinur. Kristín kynntist samtökum kristniboðsfélags kvenna í Danmörku er hún dvaldi í Kaup- mannahöfn veturinn 1903-1904 fyr- ir tilstilh tengdasonar síns, Sigur- bjamar Ástvaldar Gíslasonar. Þijár systur frú Kristínar voru meðal stofnenda félagsins. Það voru þær frú Anna Thoroddsen, frú Guðrún, kona Jens Pálssonar í Görðum, og frú Kristjana, móðir þeirra bræðra Jóns Halldórssonar söngstjóra og Péturs Halldórssonar borgarstjóra. Ennfremur voru tvær dætur frú Kristínar og séra Lárusar meðal stofnendanna, Valgerður, sem síðar var um tíma forstöðukona KFUK og giftist séra Þorsteini Briem, og Guð- rún, sem löngu seinna var um margra ára skeið bæði forstöðukona KFUK og Kristniboðsfélags kvenna, auk þess sem hún var um tíma þingmað- ur og gegndi margskonar störfum, sem tengd voru mannúðarmálum. Sumarið 1919, eða tíu árum eftir stofnun félagsins, kvaddi eina kristniboðsfélagið, sem þá var stofn- að á íslandi Ólaf Ólafsson er var á föram, til að ljúka námi sínu við kristniboðsskólann á Fjellhaug í Óslo. Ólafur varð síðan fyrsti kristniboð- inn, sem héðan var sendurtil heiðinn- ar þjóðar. Það er langt síðan Kristniboðsfé- lag kvenna í Reykjavík kvaddi Ólaf Ólafsson forðum. Síðan hafa félags- konur átt margar gleðistundir þegar vinir hafa hlýtt kalli Drottins, hver af öðram, og farið út með gleðiboð- skapinn um hann, fyrst til Kína, þá Eþíopíu og síðan Kenýa. í dag era 14 kristniboðar að störfum úti og 14 böm. Alir þessir era að störfum á vegum Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga sem Kristniboðsfélag kvenna er aðili að. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1994 er sú sama og sl. ár, 17 milljónir króna, sem að mestu era fjárframlög kristniboðsvina, sem eru trúir köllun sinni. Félagið var stofnað í bæn til Guðs og af löngun til að efla dýrð hans og vinna verk hans á jörð og i trausti á orð hans er hann segir: Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hefí eg útvalið yður. Ef Guð útvelur, gefur hann líka kraft og styrk. Á orði hans, trúfesti og náð er djörfung félagskvenna byggð enn í dag, 90 áram eftir stofnun félags- ins. í tilefni dagsins er hátíðarsam- koma í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58, kl. 29 í kvöld, 9. nóvem- ber. SUSIE BACHMANN, Depluhólum 10, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.