Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Verðbólga
Verðhjöðnun erO,l%
síðustu 12 mánuðina
VÍSITALA framfærslukostnaðar
lækkaði um 0,1% í nóvember frá
mánuðinum á undan. Undanfarna
þrjá mánuði hefur vísitala fram-
færslukostnaðar hækkað um 0,1%
sem jafngildir 0,5% verðbólgu á
ári. Sambærileg þriggja mánaða
breyting á vísitöiu vöru og þjón-
ustu svarar til 0,2% verðbólgu á
ári. Þegar litið er hins vegar til
síðustu 12 mánaða kemur í ljós
að verðlag hefur hjaðnað um 0,1%,
að því er fram kemur í frétt frá
Hagstofu íslands.
Um 5,8% verðlækkun á græn-
meti olli um 0,13% lækkun vísi-
tölunnar í nóvember. Af einstökum
breytingum á grænmeti má nefna
að paprikur lækkuðu um 42,8%
sem olli, 0,06% lækkun vísitölunn-
ar og agúrkur lækkuðu um 28,0%
sem olli 0,05% vísitölulækkun.
Dilkakjöt nýtt eða frosið lækkaði
um 3,2% sem hafði í för með sér
0,04% lækkun vísitölu framfærslu-
kostnaðar.
Húsnæðiskostnaður hækkaði
um 0,9% sem olli 0,10% vísitölu-
hækkun. Dagblöð hækkuðu um
7,1% og olli það 0,05% hækkun
vísitölu framfærslukostnaðar.
Vísitala vöru og þjónustu í nóv-
ember reyndist vera 174,5 stig og
lækkaði um 0,1% frá október 1994.
Á meðfylgjandi töflu má sjá
verðbólgu í nokkrum ríkjum frá
september 1993 til september
1994. Verðbólgan í ríkjum Evrópu-
sambandsins var 3,0% að með-
altali, 1,6% í Frakklandi, 2,2% í
Lúxemborg, 2,2% í Danmörku og
2,4% í Bretlandi. Verðbólgan á
íslandi á sama tímabili var 0,7%
og mældist hvergi lægri á Evr-
ópska efnahagssvæðinu.
Jólamatur,
gjafir og föndur
í byrjun aöventu, fimmtudaginn 1. desember nk., kemur út hinn árlegi
jólablaöauki sem heitir Jólamatur, gjafir og föndur. Blaöaukinn veröur
sérprentaöur á þykkan pappír og í auknu upplagi, þar sem jólablaöaukar
fyrri ára hafa selst upp.
í þessum blaöauka veröa birtar uppskriftir af jólamat, fariö í heimsóknir
til fólks og forvitnast um jólasiði og ómissandi rétti á jólaborðið.
Konfektgerð, tertuuppskriftir og uppáhalds smákökuuppskriftir
verða á sínum staö svo og föndur. Fjallað verður um jólagjafir,
einföld servíettubrot og jólakortagerð kynnt.
Þeim sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á
ab tekib er vib auglýsingapöntunum
til kl. 12.00 mánudaginn 21. nóvember.
Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Dóra Gubný
Sigurbardóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar,
í síma 691111 eba símbréfi 691110.
JHiijripmMíiMfo
- kjarni málsins!
nokkrum ríkjum
Hækkun neysluverðsvísitölu
frá september 1993 til sept. 1994
Híkí 0 2 4
Austurríki*
Bandaríkin
Svíþjóö
Finnland
Noregur
fsland
aa SvÍSS
g Kanada*
5 Japan**
kiand
Pdrtúgal
Spánn
Ílalía*
aland
Holland
frland
nbúrg
akkland**
Meðalt. ESB
*Á gúst 0 2
* *Bráöaöirgðátölur
4 6 8 10%
Hcimlld: Burostat.
Húsasmiðjan
selur innlendar
hurðirfrá
Víkurási
HÚSASMIÐJAN hf. hefur samið við
Víkurás í Keflavík um einkasölu á
hurðum frá þeim, en frá upphafi
þessa árs hefur Húsasmiðjan selt
Scandic-spónaparket frá Víkurási. I
kjölfarið mun Húsasmiðjan hætta
innflutningi á spónlögðum hurðum
frá Norðurlöndum.
„Það er ánægjuleg þróun sem
hefur átt sér stað undanfarið með
íslenska hurðaframleiðslu þar sem
verð er orðið samkeppnishæft við
það sem gerist erlendis og gæðin
eru sambærileg, ef ekki meiri á ís-
lensku framleiðslunni," sagði Stefán
Árni Einarsson, rekstrarstjóri timb-
ursölu Húsasmiðjunnar, í samtali við
Morgunblaðið.
. Stefán Árni sagði ennfremur að
undanfarið hefði Húsasmiðjan ekki
selt mikið af spónlögðum hurðum,
en með samningnum við Víkurás
væri stefnt að því að fara á fulla
ferð í sölunni. „Við erum farnir að
framleiða þessar hurðir og erum
komnir með sýningarhurðir og eins
hurðir á lager,“ sagði Stefán Árni.
Bílaiðnaður
Audi býst við
hagnaði á þessu ári
Bonn. Reuter.
AUDI-deild Volkswagens hefur
leiðrétt fyrr spá um að hún muni
koma slétt út í ar og gerir nú ráð
fyrir smáhagnaði og að sala aukist
um 8% í 13.5 milljarða marka.
Herbert Demel stjórnarformaður
þakkar þetta „hagstæðri kostnaðar-
þróun.“ í fyrra varð 89 milljóna
marka tap á rekstrinum miðað við
172 milljóna marka hagnað árið
áður. Þótt Demel búist við hagnaði
1995 gerir hann ekki ráð fyrir að
hann verði eins mikill og 1992.
Fyrstu níu mánuði þessa árs jókst
sala um 2.5% í 282,000 einingar.
Sala til útlanda jókst um 16%, en
salan innanlands minnkaði um 11%.
Nýr Audi, A4, verður markaðs-
settur 25. nóvember og kemur í
stað Audi 80. A4 er ódýrasti bíll
Audi og um 2/3 framleiðslunnar.
Demel spáir því að velta og sala
muni aukast um 10% 1995.
Sérfræðingar telja að hagnaður
Audi verði á bilinu fimm til 30 millj-
ónir marka. Þeir spá því að hagnað-
urinn muni aukast ennþá meir á
næsta ári vegna aukinnar sölu A4,
sem virðist njóta vinsælda. Einn
sérfræðinganna spáir því að salan
muni aukast um 15% og hagnaður-
inn verði 125 milljónir marka.
Fær góða dóma
A4 hefur fengið góða dóma
gagnrýnenda. í síðasta tölublaði
Auto Motor und Sport er A4 talinn
fremri svipuðum gerðum keppi-
nautanna Mercedes-Benz og BMW
samkvæmt prófunum.
Að sögn sérfræðinga munu góðar
fréttir frá Audi auka bjartsýni á
hag VW í heild. Endurskoðuð spá
um að spænska deildin SEAT kunni
að minnka tap sitt 1994 í 480 millj-
ónir marka þykir einnig lofa góða.
VW hefur einnig sagt að nýr Polo
fyrirtækisins hafi selzt mjög vel.
Volkswagen hefur gefið í skyn
að fyrirtækið kunni að skila nokkr-
um hagnaði í ár eftir 1.94 milljarða
marka mettap 1993. Sérfræðingar
spá um 100 milljóna marka hagn-
aði í ár og ef til vill þúsund milljóna
marka hagnaði 1995.
Flugfélög
British Airways
með aukinn hagnað
London. Reuter.
HAGNAÐUR flugfélagsins British
Airways fyrir skatta jókst um 45%
í 341 milljón punda á fyrri hluta
ársins — miklu meir en sérfræðingar
höfðu spáð.
Hagnaður fyrir skatta á öðrum
ársfjórðungi namr 253 milljónum
punda, sem er met, vegna aukningar
farþega á úrvalsfarrými og minni
kostnaðaraukningar en búizt hafði
verið við að sögn Sir Colins Mars-
halls stjórnarformanns. „Horfurn-
ar síðari hluta árs eru góðar,“ sagði
hann, „eftir góða afkomu í október."
Aukin eftirspurn
Eftirspum jókst vegna efnahags-
bata á flestum markaðssvæðum.
Velta fyrri hluta árs var 3.62 millj-
arðar punda, sem er 9.8% aukning.
Félagið flutti 16.4 milljónir farþega,
sem er 6.8% aukning. Fargjöld
hækkuðu um 2.6% að meðaltali m.a.
vegna farþegaaukningar á úrvalsf-
arrými.
Hagnaður af flugfrakt minnkaði
um 1.7%. Greiðsla arðs af hlutabréf-
um var aukin um 10.1% í 3.50 pens.
Hlutabréf hækkuðu um 8.0 pens í
365 pens.
------*_4_*------
Hagnaður KLM
eykst um 73%
Amsterdam. Reuter.
HAGNAÐUR hollenzka flugfélags-
ins KLM á öðrum fjórðungi fjárhags-
árs þess jókst um 73% í 354 milljón-
ir gyllina (208 milljónir Bandaríkja-
dala) úr 204 milljónum gyllina (120
millj. dala) í júlí-september í fyrra.
KLM telur að hagnaður muni enn
aukast, en ekki eins ört á fyrri sex
mánuðum yfirstandandi fjárhagsárs,
sem lýkur 31. marz 1995.
Þegar fréttin spurðist hækkuðu
hlutabréf í KLM um 1.80 gyllini.