Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐID LISTIR MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 21 L Blásara- kvintett- inn á há- skólatón- leikum BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur leikur á háskóla- tónleikum í Norræna húsinu í dag, miðvikudag, kl. 12.30. Á efnisskránni er Divertimento nr. 14 í B-dúr eftir Mozart og kvintett fyrir tréblásara eftir Áskel Másson. Blásarakvint- ettinn skipa: Bernharður Wilk- inson, flauta, Daði Kolbeins- son, óbó, Einar Jóhannesson, klarínett, Jósef Ognibene, horn, og Hafsteinn Guðmunds- son, fagott. Blásarakvintett Reykjavíkur hefur starfað frá árinu 1981 með óbreyttri skipan hljóð- færaleikara. Blásarakvintett- inn hefur hljóðritað tvær geislaplötur fyrir breska fyrir- tækið Chandos. Sú fyrri, sem inniheldur eingöngu ameríska tónlist, kom út árið 1993 en sú seinni, þar sem eingöngu er leikin frönsk tónlist, er vænt- anleg innan skamms. Sinfóníuhljómsveit Islands Verk eftir Mendelssohn, Boccherini og Mozart Á SINFÓNÍUTÓNLEIKUM í Há- skólabíói á morgun fimmtudag verða flutt Jónsmessunæturdraumur, for- leikur eftir Mendelssohn, Sellókon- sert eftir Boccherini og Sinfónía nr. 41 „Jupiter" eftir Mozart. Einleikari er Gunnar Kvaran og hljómsveitar- stjóri Guillermo Fugueroa. Tónleik- arnir hefjast klukkan 20. Það var í maí 1965 að ungur selló- leikari sté á pall með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og lék einleik í sellókon- sert eftir Boccherini. Nú tæpum 30 árum síðar mun þessi sami sellóleik- ari, Gunnar Kvaran, leika sama kon- sertinn sem ekki hefur heyrst hér á landi í 30 ár. Á efnisskrá tónleikanna utan sel- lókonsertsins verður forleikurinn að Jónsmessunæturdraumi eftir Felix Mendelssohn. Mendelssohn var að- eins 17 ára þegar hann las leikritið Draumur á Jónsmessunótt eftir Shakespeare. I fréttatilkynningu segir: „Hin ævintýralega stemmning leikritsins gaf hugmyndaflugi unga tónskálds- ins lausan tauminn og úr varð leik- andi tónlist. Síðasta verk á efnisskrá Gunnar Guillermo Kvaran Figueroa tónleikanna er Júpíter-sinfónía Moz- arts. Mozart samdi sinfóníu árið 1788 en það ár var honum mjög erfitt. Faðir hans var nýlátinn, dótt- ir hans Theresa dó það sama ár og hann og kona hans áttu við mikla vanheilsu að stríða og peningávand- ræði voru mikil. I von um að eitt- hvað kæmi í aðra hönd réðst Mozart í að semja þrjár sinfóníur á sex vikna tímabili þetta ár. Er það með ólíkind- um að slíkt afrek skuli vera mögu- legt. Þessar þrjár sinfóníur Mozarts sem jafnframt urðu hans síðustu hafa jafnan verið taldar fegurstu sinfóníur hans.“ Eftir að einleikarinn Gunnar Kvaran hafði lokið námi hér heima hleypti hann heimdraganum og fór til Danmerkur þar sem hann stund- aði framhaldsnám hjá Erling Bl. Bengtssyni. Síðar varð Gunnar að- stoðarkennari Erlings. Gunnar er mjög virkur í flutningi kammertón- listar og hefur hann haldið tónleika víða um lönd. Gunnar sem er einn af stofnendum Tríós Reykjavíkur er nú kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hljómsveitarstjórinn og fiðluleik- arinn GuiIIermo Figueroa er fæddur í Puerto Rico. Hann hefur um ára- bil verið einn af konsertmeisturum hinnar frægu kammersveitar Orp- heus, auk þess að vera konsert- meistari í New York City Ballet og aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Puerto Rico. Figueroa kom til íslands í tvígang á áttunda ára- tugnum og lék meðal annars með Sinfóníuhljómsveitinni í 1100 ára afmæli íslandsbyggðar á Þingvöll- um. Þessir tónieikar eru þeir fyrstu í grænni áskriftarröð. Blæbrigða- ríkur söngur TONLIST Gerðuberg ÍSLENSKA EINSÖNGSLAGIÐ _ Flj'tjendur: Sigríður Gröndal og Ólafur Vignir Albertsson. Fyrirles- ari: Þorkell Sigurbjörnsson. Sunnu- dagur 6. nóvember 1994. ENN er haldið fram kynningu á íslenska einsöngslaginu og líður senn að lokum tónleikahalds og mun þeim ljúka 19. nóvember, þar sem Halldór Hansen læknir mun flytja fyrirlestur sem hann nefnir Horft um öxl og frumflutt verða ný einsöngsverk, en það á eftir er meiningin að stofna til pall- borðsumræðna um íslenska ein- söngslagið. Þá er rétt að geta þess að Þorsteinn Hannesson óperu- söngvari mun „rabba við gesti í Þjóðalagastofu yfirlitssýning- arinnar um ævi og starf Bjarna Þorsteinssonar tónskálds og þjóð- lagasafnara", 13. nóvember næst- komandi kl. 14. Yfirskrift fyrirlesturs Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds var „Lög við ljóð“ og fjallaði almennt um tákngildi tónstefja og að kalla mætti söng upphafinn flutning á texta, sem nyti stuðnings með ýmsum hætti í undirleik hljóð- færa. í stuttu máli verður slíku efni ekki gerð skil, en einmitt það, að fjalla um stíl og tækniþró- un sjálfs sönglagsins, hefur vant- að á þessari einsöngshátíð. Þá má benda á að fróðlegt hefði ver- ið að fá Landsbókasafn íslands til að sýna allt sem gefið hefur verið út á íslandi af einsöngstónl- ist. Auk þessa mætti benda á, að það vantar t.d. sérprentaða skrá yfir útgefin einsöngsverk, þar sem einnig væri getið útgefanda og tilgreint útgáfuár. Þetta, ásamt fræðilegri úttekt tónfræð- inga, bókmenntafræðinga og sagnfræðinga, á sögu og þróun íslenska sönglagsins og tengsl þess við ljóðgerð á íslandi, verður trúlega framhald þessa framtaks og þá er vel. Sigríður Ólafur Vignir Gröndal Albertsson Sigríður Gröndal og Ólafur Vignir hófu tónleikana með tveim- ur lögum eftir Sigvalda Kaldalóns, Vorvindur og Svanasöngur á heiði, sem þau flutti mjög fallega og mátti þá strax heyra að rödd Sig- ríðar hefur breyst mikið og að túlkun hennar er mun blæbrigða- ríkari en áður. Eftir Pál ísólfsson fluttu þau Söng bláu nunnanna og tvo söngva við Ljóðaljóðin Heyr það er unnusti minn og Hvað er það, sem kemur úr heiðinni, með miklum glæsibrag, sérstaklega Söng bláu nunnanna. Það vinsæla lag Gylfa Þ. Gísla- sonar, Ég leitaði blárra blóma og Amma kvað, voru síðustu lögin fyrir hlé, sem Sigríður flutti af sérlegum innileik. Japanskt ljóð og Enn syngur vornóttin, eftir Karl O. Runólfsson, voru fyrst eftir hlé, en Karl náði oft að vinna skemmti- Iega úr fimmundartónbili tví-söngs- ins, eins og heyra mátti í undirleik beggja laganna. Kvöldvísa og sér- staklega Litla barn, eftir Fjölni Stefánsson, var mjög fallega flutt. Lítill þröstur og Vor hinsti dagur eftir Jón Ásgeirsson voru bæði mjög vel flutt svo og aukalagið, Gamalt ljóð eftir Þorkel Sigur- björnsson, sem var lokaviðfangs- efni tónleikanna. Flest lögin hafa notið mikilla vinsælda og eina lag- ið sem undirritaður hafði ekki heyrt áður var lag Þorkels við kvæðið Gamalt ljóð eftir Matthías Johann- essen. í heild var söngur Sigríðar blæbrigðaríkur og féll einkar vel að nákvæmum og hófstilltum leik Ólafs Vignis. Jón Ásgeirsson GÖTULÍFSMYND úr Aðalstræti árið 1836. Götulífsmynd úr Aðalstræti LEIÐIN til lýðveldis, sögusýningin í gamla Morgunblaðshúsinu við Aðal- stræti, verður opin fram að jólum. Á sýningunni er rakin saga sjálfstæðis- baráttunnar frá hugsjónastarfi Bald- vins Einarssonar og Fjölnismanna um 1830 fram til stofnunar lýðveldis á Þingvöllum, 17. júní 1944. Sýning- arefnið - skjöl, munir, myndir og fatnaður - er sett fram í aímörkuð- um efnisþáttum sem komið er fyrir í sautján básum á tveimur hæðum. Á næstu vikum mun Morgunblaðið greina frá ýmsum þáttum sýningar- innar og verður sá fyrsti kynntur hér. Sýningin hefst með Götulífsmynd úr Aðalstræti árið 1836. Til er teikn- ing frá þessum tíma eftir August Mayer, sem kom hingað til lands með leiðangri Paul. Gaimards. Horft er norður eftir götunni niður að sjó. Til hægri er vatnspósturinn, Ingólfs- brunnur, sem nú hefur verið endur- gerður. Við brunninn hittust menn og staðurinn mátti kallast helsti frétt- amiðill bæjarins. Dannebrogfáninn blaktir við hún á Sunchenbergshúsi, þar sem nú er Geysishús. Húsið lengst til vinstri er þar sem nú er Morgun- blaðshúsið gamla, sem hýsir þessa sýningu Þjóðminjasafns og Þjóð- skjalasafns. Á myndinni ber kona vatn í fötum og hefur ok á herðum til að létta byrðina. í básnum er amboð og klæðnaður frá miðri 19. öld, bæði hversdagsklæðnaður og faldbúningurinn, sem var hátíðarbún- ingur kvenna fram yfir miðja öldina. Söngskemmtun í Stykkishólmskirkju Stykkishólmi. Morgunblaðið. KVARTETTINN „Út í vorið“ hélt söngskemmtun í stykkishólms- kirkju laugardaginn 5. nóvember sl., en kvartettinn skipa þeir Einar Clausen, Halldór Torfason, Þor- valdur Friðriksson og Ásgeir Böð- varsson. Undirleikari og aðalþjálf- ari kvartettsins er Bjarni Þ. Jóna- tansson píanóleikari. Kvartettinn var stofnaður fyrir tveimur árum og hefur hann hald- ið tónleika víða og komið fram við ýmis tækifæri. Efnisskráin var fjölbreytt og kunnu áheyrendur „ÚT í vorið“ á tónleikum. vel að meta söng þeirra og í lokin urðu þeir að syngja mörg aukalög. Nýjar bækur • Gamlar vísur handa nýjum börn- um eru komnar út. í bókina hefur Guðrún Hannesdóttir, bókasafns- fræðingur, valið gamlar vísur, þulur og kviðlinga sem hún hefur fundið í ýmsum prentuðum og óprentuðum heimildum og fórum fólks sem geymdi efnið í minni sér. í kynningu segir: „Þótt veröld jessarar bókar sé horfin, má í vís- unum greina óm af löngu liðnum samskiptum barna við fullorðna. Vísurnar höfðu margvíslegt gildi til jroska og fróðleiks. Þær voru not- aðar til að halda á sér hita í köldum húsakynnum, til að svæfa, gleðja eða hugga. Þennan þátt má rekja gegnum sögu okkar og annarra )jóða, uns hann hverfur í myrkur aldanna." Útgefandi er Forlagið. Guðrún Hannesdóttir hefur einnig mynd- skreytt vísurnar og erhver vísa felld inn ílitaða teikningu. Gamlar vísurhanda nýjum bömum er36 blaðsíður að stærð, prentuð íPrent- smiðjunni Odda hf., ogkostar 1.290 kr. • Tónlistarorðabók eftir Terry G. Lacy er að sögn útgefanda fyrsta verk sinnar gerðar sem gefið er úr á íslensku. Orðabókin er bók fyrir alla tónlistarunn- endur, tónlistar- nema, og hljóð- færaleikara. Hér er að finna upplýsingar um hljóðfæri og um öll helstu hugtök og heiti tónlist- artungumálsins. Uppflettiorðin eru rúmlega þijú þúsund, flest á þeim tungumálum sem algengast er að nota þegar rætt er um tónlist. Höfundur bókarinnar, Terry G. Lacy, er með víðtæka menntun í tungumálum ogtónlistarsögu. Hún hefur starfað sem flautuleikari, en fæst nú fyrst og fremst við kennslu og ritstörf. Útgefandi erlðunn. Bókin er prentuð íPrentbæ hf. Verðhennar er 2480 krónur. • Veistu, ef þú vin átt - minning- ar Aðalheiðar Hólm Spans, eftir Þorvald Kristinsson eru komnar út. Aðalheiður Hólm kvaddi ísland fyrir hálfri öld og fluttist til Hol- lands með eiginmanni sínum. Aðeins átján ára gömul stofnaði hún Starfsstúlknafélagið Sókn. í kynningu útgáfunnar segir: „í lifandi og hispurslausri frásögn lýsir Aðalheiður því ógleymanlega fólki sem helgaði líf sitt baráttunni fyrir betra lífi og bættri siðmenningu og dregur upp meitlaðar og litríkar myndir af fólki og þjóðlífi sem nú er horfíð. Útgefandi er Forlagið. Veistu, ef þú vin átt er 248 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Erl- ingur Páll Ingvarsson hannaði kápu. Bókin kostar 3.480 kr. • Séra Gunnar Björnsson, prestur í Holti í Önundarfirði og sellóleik- ari, hefur sent frá sér bókina Hug- leiðingar um tónlistina (með sér- stöku tilliti til sellóleiks.) I formálsorðum segir m.a.: „Sumrin 1981 til 1989, að árinu 1988 einu undanskildu, sótti ég Al- þjóðlega tónlistarnámskeiðið í Weimar, kennt við Franz-Liszt-tón- listarháskólann þar í borg. Kennslan fór fram í „Master-Classes", sem kallað er; það er tilsögn handa lengra komnum; prófessorinn kenn- ir einum nemanda í senn, að öllum þátttakendum áheyrandi. Þetta litla kver, sem ris að sjálf- sögðu ekki undir því að kallast bók i venjulegum skilningi, gerir enga kröfu til þess að sýnast vera annað en það er; hreinritun á orðræðum og athugasemdum, sem ég klóraði hjá mér í kennslustundum á dálitla minniskompu, sem ég var með á hnjánum." Bókin er 65 blaðsíður oggefin út á kostnað höfundarins. Bókin fæst hjá höfundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.