Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 31 MINNINGAR KRISTIANNA JESSEN + Kristianna Jess- en fæddist í Trangisvögi í Fær- eyjum 13. janúar 1918. Hún lést í Landspítalanum 21. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafells- kirkju hinn 27. október, í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Foreldrar hennar voru Peter Bert- helsen skipstjóri og kona hans María Berthelsen, sem rak gistiheimili. Kristianna var elst fjögurra systkina. A lífi eru Jakob Berthelsen, Trangisvögi, og hálfsystir hennar Any Dím- on, sem býr í Þórshöfn. Hinn 29. desember 1946 giftist Krist- ianna Jes Jessen garðyrkju- manni og bjuggu þau allan sinn búskap á Borg í Mosfellsbæ. Eignuðust þau þijú börn: Flemming, skólastjóra, Örlyg, sem stundar ráðgjafarstörf, og stúlku, sem lést kornung. og Orlyg, sem lést Flemming skólastjóri landi í og stúlku, kornung. Jessen er á Varma- Borgarfirði. KRISTIANNA gekk í skóla í Fær- eyjum og fór síðan til Danmerkur í starfsmenntun í bamahjúkrun. Hún kom til íslands á þjóðhátíðar- daginn 17. júní 1944. Vann hún meðal annars sem sjálfboðaliði á herspltala í Mosfellssveit. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Jes Jessen, en hann var í dönsku and- spyrnuhreyfingunni, hafði flúið til Englands og slasast þar. Jes var garðyrkjumaður að mennt með skreytingar sem sérgrein. Hann þekkti vel til hérlendis því að fyrir stríðið setti hann upp garðyrkjustöð í Mosfellsdal og dvaldist hér um skeið. Kristianna og Jes felldu hugi saman. Þau hjónin bjuggu alla tíð í Mos- fellssveit, fyrst í Mosfellsdal, síðan í Reykjahverfinu, þar sem þau byggðu sér hús og skírðu Borg. Þau eignuðust synina Flemming Skilafrest- ur vegna minningar greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Kona hans er Kristín Ingibjörg Baldursdóttir og eiga þau þtjú böm, Baldur sem er sjómað- ur og Kristiönnu og Jes Friðrik sem era nemar. Örlygur Jessen býr í Vadsö í Norður-Noregi og er hann ráðgjafi í málefnum þroska- heftra. Hann kvæntist Astrid Jessen og eiga þau synina Ketil Ólaf og Þór Onn- ar. Þau skildu. Síðar eignaðist Örl- ygur dótturina Chorlette með norskri konu. Árið 1960 hóf Kristianna starf á Vinnuheimilinu á Reykjalundi, fyrst sem gangastúlka og síðar við umönnun sjúklinganna þar. Vann hún samfleytt við stofnunina til sjö- tugsaldurs. Eiginmaður Kristiönnu, Jes Jess- en, dó árið 1986. Eftir það bjó hún ein á Borg, oftast heilsugóð og dugleg að fara allra ferða sinna fótgangandi. í haust fór að bera lasleika hjá henni. Var hún lögð inn á Landspítalann 16. október og lést eftir fímm daga legu. -Kristianna hafði mikinn áhuga á íþróttum og var alla tíð einiægur stuðningsmaður Akranesliðsins í fótbolta. Hún hafði mikinn áhuga á þjóðmálaumræðunni og fylgdi Alþýðuflokknum að málum. Kristianna var trúuð kona og kirkjurækin og hélt stundum erindi í kirkjunni. Þau voru flutt af ákafa og sannfæringu en jafnframt góðu næmi fyrir því sem var að gerast í þjóðlífínu. Þau hjónin Kristianna og Jes og synirnir Flemming og Örlygur bjuggu á heimili okkar á Reykja- lundi um skeið á meðan þau luku við að byggja húsið sitt á Borg. Þá fengum við systkinin góða leikfé- laga og fjölskyldurnar tengdust órofa tryggðaböndum. Við Flemm- ing era jafnaldrar, Örlygur aðeins yngri og eigum við strákarnir sam- eiginlega dýrmætar bernskuminn- ingar. Kristianna bar hag okkar systk- inanna fyrir bijósti sem væram við hennar eigin börn. Hún fylgdist vel með okkur og börnum okkar og sendi okkur oft blóm og kveðjur. Fölskvalaus hjartahlýja hennar hressti alla sem hún kynntist. Móðir mín, Ragnheiður Jóhann- esdóttir, saknar tryggrar vinkonu. Eftir að báðar urðu ekkjur ræktuðu þær sambandið vel sín á milli. Þær hjálpuðust að, mamma gat lengst af ekið Kristiönnu ýmissa erinda, en hún stytti mömmu hins vegar oft stundimar og fægði þá gjaman silfrið á meðan þær röbbuðu saman. Fyrir hönd móður minnar, Ragn- heiðar Jóhannesdóttur, systkina minna og fjöiskyldna þeirra votta ég Flemming og Ölla og þeirra fólki innilega samúð mína. Guð blessi minningu Kristiönnu Jessen á Borg. Ólafur Hergill Oddsson. Sú sorglega frétt barst okkur til eyrna föstudaginn 21. október sl. að vinkona okkar Kristianna Jessen hefði látist þá um nóttina. Hún sem var svo kraftmikil og hress. Við kynntumst henni í gegnum móður okkar og í framhaldi af þvi tók hún að sér að vera íþróttafréttamaður okkar í útvarpsþættinum „í lausu lofti“ fyrst á Rás 2 sumarið 1993 og síðan á FM 95,7 sl. sumar. Reyndar miðlaði hún fleira en íþróttafréttum því Kristianna var vel að sér á öllum sviðum mannlífs- ins og hafði ferska og skemmtilega skoðun á mönnum og málefnum. Hún var hispurslaus og hreinskilin en aldrei ósanngjörn. Það er ekki orðum aukið að segja að hún hafi átt eitt vinsælasta atriði þáttarins og það er skrýtið til þess að hugsa að fá ekki að njóta krafta hennar og visku lengur. Eins og þeir vita sem Kristiönnu kynntust, var hún mikill stuðnings- maður Akraness í knattspymu. Við fóram nokkrum sinnum saman á völlinn sl. sumar og var hún dugleg að hvetja sína menn. Það var gam- an að vera með henni á vellinum og ósjaldan ítrekaði hún að prúð- mennska ætti að vera í fyrirrúmi í knattspymu sem og í öllu öðru sem fólk tekur sér fyrir hendur. Það er alveg öraggt að ef Kristianna hefði stundað knattspymu, þá hefði hún aldrei fengið að líta rauða spjaldið. Innilegar samúðarkveðjur send- um við og fjölskylda okkar aðstand- endum Kristiönnu. Með söknuði, virðingu og þakk- læti kveðjum við hana Kristiönnu okkar. Megi góður Guð blessa hana og taka vel á móti henni. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Sigurður Ragnarsson, Haraldur Daði Ragnarsson. SIGURÐUR JONSSON + Sigurður Jónsson fæddist á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði 11. ágúst 1916. Hann lést á Borgarspítalanum 28. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 4. nóvember. EINN af mínum beztu og traust- ustu vinum úr hópi apótkara er lát- inn. Sigurður Jónsson varð stúdent úr stærðfræðideild MR árið 1939 en hóf að nema lyfjafræði það haust í Laugvegs apóteki. Að loknu námi í fyrrihluta lyfjafræðinnar hélt hann til Ameríku og lauk námi við Philad- elphia College of Pharmacy í júni 1945. Námsbrautir til Evrópu höfðu á þessum árum með öllu lokast vegna styijaldarinnar sem þá geis- aði þar. Sigurður hóf síðan störf í Lauga- vegs apóteki um haustið 1945 og var sá er þetta ritar svo heppinn að fá að starfa við hlið hans og læra margt nýtilegt af honum um árabil, enda Sigurður þá þegar einn færasti lyfjafræðingur landsins. Eftir að hafa starfað í apótekinu um árabil, svo og ,hjá Heildverzlun Stefáns Thorarensen og Efnagerð Reykjavíkur (1945-1963) við góðan orðstír gerðist hann apótekari í Húsavíkur apóteki í ágúst 1963 og gegndi því starfi með sóma unz hann fluttist með fjölskyldu sinni í heimabyggðina og tók við stöðu apótekara í Sauðárkróks apóteki í maí 1970. Sigurður var alla tíð virtur og vinsæll af öllum sem með honum störfuðu, svo og þeim fjölmörgu sem til hans þurftu að leita í erilsömu starfi, enda maðurinn hinn mesti drengskaparmaður í hvívetna. Sigurður og Margrét kona hans fluttu svo til Reykjavíkur er hann lét af störfum sem apótekari á Sauðárkróki. Frá námsárum mínum á ég margar ljúfar minningar er tengjast Sigurði Jónssyni. Þegar brugðið var á leik með samstarfsfólki var Sig- urður hrókur alls fagnaðar og sjálf- kjörinn forsöngvari á gleðistundum, enda söngmaður ágætur og spilaði fimlega á gítarinn sinn þegar svo bar undir. Glettinn og spaugsamur, já, ógleymanlegur persónuleiki þeim sem svo voru svo lánsamir að eiga hann að vini. Með Sigurði er horfínn enn einn virðulegur fulltrúi úr röðum ís- lenzkra apótekara. Blessuð sé minning hans. Kjartan Gunnarsson. + Útför systur okkar, KRISTJÖNU BRYNDÍSAR DAVÍÐSDÓTTUR, ferframfrá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 15.00. SnœfrfS Davfðsdóttir Egilson, Þorsteinn Davíðsson. Elskuleg móftir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR, Háaleitisbraut 38, verftur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Ingunn K. Þormar, Garftar Þormar, Sigrún Kristinsdóttir, Kristi'n Kristinsdóttir, Kolbeinn Guftjónsson. ...._........ + :■ GUÐLAUG BJARNÍNA TÓMASDÓTTIR, Bólstaftarhh'A 68, Reykjavik, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirfti 2. nóvember sl. Jarftarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Haraldur Levi Árnason og f jölskylda. + Hjartkær faftir okkar, tengdafaftir, afi og langafi, KRISTJÁN GEORG JÓSTEINSSON stjórnarformaður Þýsk-íslenska hf., verður jarftsunginn frá Árbæjarkirkju í Reykjavík föstudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hilmar Friftriksson, Ómar Kristjánsson, Kolbrún Metúsalemsdóttir, Jósteinn Kristjánsson, Gyfta Brynjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð vift fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR JÓNSSONAR fyrrv. apótekara á Sauftárkróki, Háaleitisbraut 14, Reykjavík, og heiftruftu minningu hans. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á deild E-6 Borgar- spítala, og Karitas, heimaafthlynningu krabbameinssjúkra. Margrét Magnúsdóttir, Margrét Sigurftardóttir, Guftmundur Hafsteinn Friðriksson, Magnús Sigurðsson, Alfa Sigrún Sverrisdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúft og vinarhug viö andlát og útför föftur okkar, tengdaföftur, afa og langafa, SIGURSVEINS ÞÓRÐARSONAR, Stekkjarhvammi 4, Hafnarfirði. Sæunn Sigursveinsdóttir, Vigfús Ármannsson, Matthildur Sigursveinsdóttir, Haraldur Jörgensen, Þórftur Sigursveinsson, Guftmunda Hjörleifsdóttir, Bjarni Ólafur Sigursveinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.