Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Ráðherra snýr aftur í SUNNUDAGSBLAÐI Morgun- blaðsins 30. október birtist heilmik- ið og prýðisgott viðtal Agnesar Bragadóttur við Sighvat Björgvins- son. Aðaltilefni viðtalsins er endur- koma Sighvats í heilbrigðismála- ráðuneytið, og lætur hann vel af henni, enda hlýt eg að taka undir með ráðherranum, þar sem hann gefur í skyn, að „enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur“. Farið er um allvíð- an völl í viðtali þessu, og ekki tilefni þessara orða að þræða það allt, en eg hlýt að staðnæm- ast við og hafa ýmsar athugasemdir við þann kafla, er ijallar um byggingamál sjúkra- húsa, og þá einkanlega stærsta og sérgreina- skiptasta sjúkrahúss landsins, Landspítal- ans. Eins og menn muna, var undirritaður samn- ingur um byggingu bamaspítala á Landspítalalóð við hátíðlega athöfn „með lúðraþyt og söng“ á Landspít- alalóðinni um miðjan maí síðastlið- inn. í framhaldi af því skipaði þá- verandi heilbrigðismálaráðherra sérstaka bygginganefnd til að sjá um undirbúning þeirrar byggingar og að hefja þegar í stað vinnu að hönnun, sem gæti skilað sér í alút- boði byggingarinnar á núverandi hausti. Enda var það hugmynd þess ráðherra, að byggingunni skyldi lokið á þrem árum, og ijáraflaleiðir nokkuð nákvæmlega tilgreindar í samningnum góða. Þótti mörgum hér vasklega að stað- ið, einkum með tilliti til þess, að önnur ekki síður bráðnauðsynleg byggingarframkvæmd Landspítal- ans, K-bygging fyrir skurðdeild, myndgreiningu, sótthreinsun og áfangalok krabbameinslækninga- deildar, hefur vægast sagt gengið sorglega seint, vegna lélegra fjár- framlaga. Auðvitað hefur þessi bygginganefnd nýja barnaspítalans ekki komið þessum fyrirmælum í framkvæmd, hún hefur satt að segja ekki haldið einn einasta fund frá því er ráðherra kom henni á blað. (Reyndar hafði loksins verið boðaður fundur hennar fimmtudag 3. nóvember!) Það er athyglisvert hve varfærn- islega ráðherrann kemst að orði í umræddu viðtali, þegar hann svar- ar fyrirspurn blaðamannsins um fjármögnun til barnaspítalabygg- ingarinnar, enda ekki eyrir fyrir slíku á fjárlögum og erfitt að sjá, hvar bera skuli niður til að skaffa peninga í upphafsframkvæmdir. Ekki skai þó örvænt þar um, því að Endurklœbum húsgögn. Gott úrval áklœba. Fagmenn vinna verkib. Bólstrun Ásgríms, Bergstaðastræti 2, sími 16807. í næstu töluðu orðum gefur hann ákveðið í skyn, að hann vænti þess, að hafist verði handa um barnaspít- alabyggingu á öndverðu næsta ári. Mæli hann manna heilastur, þar um, en á hitt skal líta, að jafn brátt er að lagt verði myndarlega og af skynsemi fé til að ljúka K-bygg- ingu, sem er, eins og oft hefur áður verið sýnt, grundvöllur fyrir því, að okkur takist að halda í horfínu í þróun og rekstri þeirri nútíma sjúkrahúsþjónustu sem byggð hefur verið upp á Landspítalanum. Mér ber að fagna og taka heilshugar undir þau orð ráðherrans, að það sé algjörlega út í hött að láta þrjá aðila (eða jafnvel fleiri) vera sinn í hverri framkvæmda- stjórninni um bygging- ar Landspítalans. Landspítalinn er aðal kennsluspítali heil- brigðisstétta, og tengsl hans við Háskóla íslands náin og vaxandi. Það var eðlileg ráðstöfun á sínum tíma, þegar fyrst fór að brydda á skilningi á nánu samstarfi og sam- spili þessara stofnana, að sett var á stofn sérstök framkvæmdanefnd, yfírstjóm mannvirkjagerðar á Landspítalalóð, er tengdi saman Þegar um svo yfir- gripsmikið verkefni er að ræða, sem uppbygg- ing heils háskólaspítala, segir Ásmundur Brekkan, er það nánast ósæmilegt að ekki skuli vera hægt að fá gerða þar um heildstæða og bindandi áætlun. þessar tvær stofnanir og þau tvö ráðuneyti, heilbrigðis- og mennta- mála, er fyrir þeim standa. Breytt viðhorf og nýjar áherslur hafa, held eg, sýnt það, að æskilegast sé, að nýbyggingarmá! á Landspít- alalóð verði í höndum tæknideildar spítalans, með fulltingi Háskólans í þeim verkefnum, sem við á, og í samráði við verktaka og arkitekta utan stofnunarinnar, sem þá veld- ust eftir verkum og umsvifum hverju sinni. Þetta skilst mér af lestri viðtalsins að sé í höfiiðatrið- um líka skilningur ráherrans. Ráð- herrann kemur einnig að öðru máli þessu tengdu og ekki veiga- minna: Ásmundur Brekkan Þegar um svo yfirgripsmikið verkefni er að ræða, sem uppbygg- ing heils háskólaspítala, er það nánast ósæmilegt að ekki skuli vera hægt að fá gerða þar um heildstæða og bindandi áætlun til 10-15 ára í stað þess að þeir sem þar eru í fyrirsvari verði, eins og nú er, stöðugt að vera á varðbergi og reyna að reikna út, hvað sá ráðherra, er situr þá stundina, hugsanlega kynni að vilja styðja við, og jafnframt að mæla tímann til næstu kosninga þegar reynt skal að íjármagna þessa eða hina framkvæmdina. Eg skil Sighvat Björgvinsson þannig, að hann sé í viðtalinu algjörlega sammála lang- tímaplaningu, þó með því „frí- merki“, að kannski megi veita hlut- aðeigandi ráðherra hverju sinni pínulítið frítt spilrúm! Viðbrögð ráðherrans og skiln- ingur á hlutverki og hlutskipti nútíma tæknisjúkrahúss gleður mig óumræðilega, og vonast eg til þess, að fleiri ráðamenn sjái og skilji hvað hér er að gerast og hvað er í húfí. Snemma á árinu 1993 lá fyrir greinargerð starfs- hóps heilbrigðismálaráðherra um starfsemi heilbrigðisstofnana. í þeirri greinargerð, sem samin var að frumkvæði núverandi heilbrigð- ismálaráðherra, koma í ljós fjöl- margar staðreyndir um umsvif, gögn og gæði, kostnað og skipulag (skipulagsleysi?) sjúkrahúsa utan hinna stærri deildarskiptu á Reykjavíkur- og Eyjafjarðarsvæð- inu. Ekkert af því, sem þar er birt, hefur fengið nægilega og rökvísa umfjöllun, hvorki í fjölmiðlum né meðal ráðamanna. Ekkert af því, sem þar er sagt um (of)kostnað og (van)nýtingu fjöidans af þessum sjúkrahúsum, kemur mér sérstak- lega á óvart, eða öðrum, sem hafa fylgst með í þróun lækninga og rekstri slíkra stofnana. I stuttu máli er niðurstaða skýrslunnar, að félagslegar og tæknilegar forsend- ur, sem e.t.v. voru fyrir hendi fyr- ir tuttugu til fjörutíu árum, og þá réttlættu byggingu og rekstur sjúkrahúsa með bráðaþjónustu til skurðlækninga, ásamt með tilheyr- andi hliðarkostnaði, eru nú ekki til. Það er, eins og ráðherra tekur fram í umræddu viðtali, orðin sú bylting í skurðlækningum, kröfum til öryggis sjúklinga fyrir, í og eft- ir aðgerðir, að rekstur skurðlækn- inga „upp á gamla mátann" er ekki forsvaranlegur kostur. Framf- arir í lyflæknisfræði og aukin umsvif heilsugæslulækna og sér- fræðinga í almennum lækningum hafa verið með. þeim hætti, að bráðri lyflæknisfræði er vel komið fyrir í þeirra höndum með þeim einstaklega góðu tengslum sem þeir hafa við stóru sérgreina- sjúkrahúsin, auk bættra sam- gangna og þeim möguleikum sem eru þegar að opnast á sviðum „fjar- skiptalæknisfræði". Um allt þetta held eg að við ráðherrann séum sammála og tel eg brýnt að skýrsl- an umrædda verði kynnt með rök- um og umræða fáist um hana. Auðvitað þarf, eins og ráðherr- ann segir, að sjá fyrir hjúkrunar- plássum, bæði fýrir aldraða, fyrir afturbatasjúklinga og langlegu- sjúklinga. Allt þetta fólk vill helst vera í heimabyggð, og staðreyndin er sú, að verulegur hluti hins dýra sjúkrarýmis „landsbyggðarinnar“ er nú þegar notaður tii þessara bráðnauðsynlegu þarfa. Þess vegna þarf það ekki að vera at- vinnupólitískt vandamál „heima- stjórnarmanna", þótt áherslur í sjúkrastofnanamálum heima- byggða þeirra breytist eitthvað frá því, sem þeir halda að sé raunveru- leikinn hjá þeim núna. Það verður auðvitað að haida rekstri slíkra staða áfram, en jafnframt verður að beina auknu fjármagni til sér- greinasjúkrahúsanna, ef þau eiga að halda í horfinu, þróast og veita þjóðinni þá þjónustu sem hún þarfnast og á skiiið. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans. Helgi Hálfdanarson BRAGUR OGSÖNGLAG AÐ UNDANFORNU hafa nokkrir snjallir menn flutt sunnu- dagserindi í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi og fjallað um sön- glög og sambúð þeirra við þau ljóð sem þeim er gert að fylgja. Þar var sýnt fram á það með vel völdum dæmum, hve illa fer á því löngum, að sönglag hlíti ekki í hvívetna bragarhætti þess ljóðs sem það er sett við, að það virði að vettugi ljóðstöfun og kveðnaskipan, og leggi áherzlur sínar annars staðar í braglínu en ljóðformið krefst. Þess eru hróp- leg dæmi, að sönglag skemmi og jafnvel bijóti til grunna glöggan og mikiivægan bragarhátt. Við slíkt er bágt að una. Að sjálfsögðu var eingöngu fjallað um ljóð sem hlotið hafa sönglög, eitt eða fleiri. Og þar dettur mér í hug að grípa upp þráðinn og minnast örlítið á ljóð sem vafasamt er að tekið gætu við nokkru lagi, þó ort séu á hefð- bundnu bragformi. Þá hef ég í huga skáld, sem af snilli hafa brugðið á leik með bragliðina, svo að virðast má sem horfið sé frá reglubundinni hrynj- andi, þó að svo sé ekki í raun. Þetta er einkum í því fólgið, að skipt er um jafnlanga bragliði, oftast tvíliði, t.d. að í stað jamba (sem er létt atkvæði og síðan þungt) komi tróki (þungt atkvæði og síðan létt), eða spondi (tvö þung atkvæði), eða pirri (tvö létt atkvæði), svo að óvænt en kær- komin fjölbreytni verður í hrynj- andinni, og svo til hagað, að efn- inu er þeim mun betur fylgt eftir, því til þess er leikurinn gerður. Þá er að sjálfsögðu ærinn vandi að beita svo orðum og bragliðum að til prýði megi verða, en ekki að allt virðist einber klaufaskapur. Líklega hafa enskumælandi skáld verið öðrum slyngari í þess- ari vandasömu íþrótt, og kann sjálft tungumálið að eiga í því dijúgan þátt. Þegar slíkt ber á góma, kemur mér einatt í hug það fræga ljóð eftir John Keats, sem hefst á þessa leið: „My heart ach- es, and a drowsy numbness pains my sense, as though of hemlock I had drunk.“ í fljótu bragði kann þetta að virðast lausamál. En þarna eru tvær ljóðlínur, hugsaðar í fímm jömbum, rétt eins og sérhver lína í Gunnarshólma. Maður les þær báðar á þann hátt sem setningarn- ar í þeim krefjast, en fínnur þó, að meðfram hvorri þeirra um sig læðast jambarnir fimm í röð. Ég hef stundum gantazt með að kalla þetta' eins konar kontrapunkt. Og síðan gegnir líku máli um aðrar Ijóðlínur kvæðið á enda, þar sem hófsamleg fjölbreytni tvíliðanna fer samhliða reglulegri jamba- hrynjandi. En skyldi ekki vera vandasamt að fella sönglag að ljóðinu því arna án þess að spilla því? Fyrir nokkru hafði ég, að gefnu tilefni, orð á því í blaðagrein (Mbl. 13.5. 1992), hve bráðfallegt mér þætti lag Inga T. Lárussonar við ljóð Jónasar, Ég bið að heilsa, og gæti ég þó ekki unað því vel að heyra það sungið við þessa dýr- legu sonnettu. Raunar er sjálft bragform Ijóðsins svo sérstakt meistaraverk, að ég tel með öllu fráleitt að nokkurt sönglag gæti að því fallið án þess að spilit yrði þeim listilega samleik efnis og forms, sem þar á sér stað. Lítum t.d. á 9. og 12. línu. Lagið fylgir þar sjálfu bragform- inu út í æsar og leggur áherzlurn- ar vandlega á stuðlana og rímið, og einmitt þær þyngstu í hákveð- urnar. En fyrir bragðið slítur það sundur setningarnar, sem þar teygja sig með línuhlaupi yfir í næstu ljóðlínur. Hitt er þó verra, að áherzla lagsins á orðið „ef“ í 12. línu er mjög óvelkomin, þó að bragfræðilega sé hún hárrétt. Það lætur nærri að merking þess breytist í „ef svo ólíklega vill til“ eða „ef á annað borð“. Trúlegt má þykja, að Jónas hafí hugsað tvíliðinn ,,-um, ef“sem pirra (bæði atkvæði létt) fremur en jamba, en látið síðara atkvæðið eigi að síður bera stuðul, á réttum stað samkvæmt reglunni, og þannig ort línuna á nokkurs konar kontrapunkti með frábærum árangri, sem því miður fer for- görðum með laginu, vegna þess hve stranglega það fylgir brag- forminu. Stundum heyrist hins vegar þessu fallega lagi spillt í flutningi með því að þröngva því til ná- kvæmrar fylgdar við allar áherzl- ur ljóðsins í 11. línu. Ut yfir tekur þó í lokalínu Ijóðs- ins, „Þröstur minn góður, það er stúlkan mín“ þar sem þyngsta áherzla alls lagsins er látin dynja á orðinu „það“, sem er einmitt það atkvæði sem alls enga áherzlu þolir, enda þótt það sveiji sig í kontrapunktinn með því að bera stuðul, og það í sjálfri miðhákveðu línunnar. Þessi óþurftar áherzla gerir línuna að einhvers konar samanburði á þessari stúlku og öllum hinum: „Víst þekki ég þær margar, en það vill nú svo til, að ég á með hana þessa.“ En í huga skáldsins er engin stúlka til nema þessi eina, engillinn með húfuna. Og þannig hygg ég að „kontra- punkturinn“ sá skuli lesinn, eða öllu heldur hugsaður, þegar farið er með sonnettuna eins og henni hæfir bezt, það er að segja - í hljóði. Að sjálfsögðu er aíls óvíst að Jónas hafí gert sér grein fyrir því, að hann var að yrkja á formi sem líkja mætti við kontrapunkt, enda skiptir það minnstu máli. Hann var einungis að yrkja vel, og ljóðið heimilar.þennan skilning. Þann meginkost lætur hið und- urfagra sönglag Inga T. Lárus- sonar hins vegar lönd og leið; og svo færi trúlega um hvaða lag sem reynt yrði að semja við þessa son- nettu. Það er út af fyrir sig augljóst, að sönglag er gífurlegt rask á formi ljóðs, hvemig sem til tekst, og hlýtur þar að bregða til beggja vona um farnað ljóðsins. Skyldi það vera svo, að því betur sem ljóð er ort, þeim mun síður sé að vænta sönglags við þess hæfi? Nú kann einhver að segja, að sönglag sé aðeins nýr þáttur í fléttu kontrapunktsins, ef þeirri samlíkingu sé haldið. En öðrum mun þykja lagið sjálfstæðara verk en svo. Og þá er því ósvarað, hvort betur fari að syngja lag Sigvalda við ljóðlínu Gríms, „fær seint það tjónið bætt“, með þeirri áherslu á „fær“, sem bragformið leggur á þessa merkingarsnauðu gervi- hjálparsögn sem höfuðstafsbera, eða hvort virtur skyldi sá mergur málsins sem felst í næsta atkvæði á eftir og hefði samkvæmt megin- hrynjandi ijóðsins fremur verð- skuldað höfuðstafínn. Kannski þarna sé álitamál þrátt fyrir allt? Að sígefnu tilefni: Grcinarhöfundur er hvorki sálmaskáld né prestaskólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.