Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 33 FRETTIR______________________ 60-70 manns til Austur-Afríku Sérkort af Surtsey ÚT ER komið hjá Landmæling- um Islands nýtt sérkort af Surts- ey í mælikvarðanum 1:5000. Kortið er gefið út í samvinnu við Surtseyjarfélagið í tilefni þess að á síðasta ári voru 30 ár liðin frá upphafi Surtseyjarelda. Kortið markar þátttaskil í kortagerð á íslandi, segir í fréttatilkynningu, þar sem það er að öllu leyti unnið á stafrænan hátt í Arclnfo-landupplýsinga- kerfi Landmælinga Islands og fyrsta sinnar tegundar sem ein- vörðungu er byggð á GPS-mæl- ingum. Hverju korti fylgir sérrit Surtseyjarfélagisns um náttúru- far eyjunnar. PÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Erik Skyum-Nielsen í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. nóvember, kl. 20.30. Erik mun fjalla um stöðu og hlutverk bókmenntagagrirýni og lýsa viðhorfum sínum til sambands gagnrýnenda og höfunda, undir yfirskriftinni: Jákvæð gagnrýni. Með því á hann ekki við umfjöllun sem höfundum og útgefendum líki í auglýsingaskyni heldur vanga- veltur sem sýnir að gagnrýnandinn þekkir hugmyndasögu og þróun bókmenntanna og geti skrifað bæði persónulega og fræðilega í senn. NEMENDUR Álftamýrarskóla sigruðu á „Vináttuleikum" Tóna- bæjar 1994. Félagsmiðstöðin Tónabær hélt skólakeppni milli sex skóla í hverfinu og voru úrslit kynnt í Tónabæ á föstudagskvöld- ið. Keppt var í þremur greinum, fótbolta, félagsvist og spurninga- keppni. Hlíðaskóli vann félagsvist- ina, Álftamýrarskóli varð í öðru sæti og Tjarnarskóli í því þriðja. ■ HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer miðvikudagskvöldið í gönguferð niður Elliðaárhólma og Fossvogsdal. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og SVR tekinn upp í Árbæ. Hægt verður að velja um að gariga til baka niður í Hafnarhús úr Föss- vogsdal eða taka SVR. ■ KVENNALISTINN heldur op- inn fund um konur og Evrópusam- bandið á Kornhlöðuloftinu fimmtu- daginn 10. nóvemberkl. 18. Fundar- gjald er 900 kr. Kvöldverður innifal- inn. Framsögukonur verða Sigþrúð- ur Helga Sigurbjarnardóttir, fé- lagsfræðingur, sem starfað hefur með „Nej til EU“ í Noregi og Lára Margrét Ragnarsdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins.' Við pall- borðið verða Birgir Björn Sigur- jónsson, hagfræðingur, Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur, Kortið er 45x65 sm að stærð og prentað í fjórum litum og er það fáanlegt í kortaverslunum Landmælinga íslands á 650 kr. og í öllum helstu bókaverslunum. Kortið er einnig fáanlegt á staf- rænu formi. Erik Skyum-Nielsen var sendi- kennari hér á landi á árunum 1974-78 en er nú fræðimaður á Konunglega bóksafninu í Kaup- mannahöfn og gagnrýnandi fyrir dagblaðið Information. Hann hefur þýtt mikið af íslenskum nútíma- bókmenntum á dönsku, bækur eft- ir Thor Vilhjálmsson, Svövu Jak- obsdóttur, Guðberg Bergsson, Fríðu Á. Sigurðardóttur, Birgi Sig- urðsson, Ólaf Hauk Símonarson, Einar Má Guðmundsson og Gyrði Elíasson. Eftir framsögu Eriks gefst mönnum kostur á léttum veiting- um áður en almennar umræður hefjast. Fundurinn er öllum opinn. Æfingaskóli KHÍ bar sigur úr býtum í knattspyrnunni, Álfta- mýrarskóli varð í öðru sæti og Hlíðaskóli þriðji. Álftamýrarskóli sigraði svo í spurningakeppninni, í öðru sæti hafnaði Austurbæjar- skóli og Tjarnarskóli varð í þriðja sæti. Á myndinni eru skólameist- arar Álftamýrarskóla, talið frá vinstri: Baldur, Ari, Baldur, Birg- ir, Arnbjörg, Hildur og Ágústa. Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennalistans og Ólafur Þ. Steph- ensen, stjórnmálafræðingur. Fund- urinn er öllum opinn. ■ FINNSKI sálfræðingurinn Tony Dunderfelt heldur fyrirlestur í Norræna húsinu fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Fyrirlestur- inn verður fluttur á sænsku og nefn- ist: „Möjligheter och utmaningar i vuxenáldern - Nya perspektiv inom utvecklingsteorin". I fyrirlestrinum mun Tony Dunderfelt fjalla um þroskaskeiðin sem allir ganga í gegnum á fullorðinsárunum. Hvaða áhrif hafa bernskan og ungiingsárin á þroska einstaklingsins? Hver eru þroskaskeið fullorðinsáranna? Hvernig finnum við „rauða þráðinn" í lífshlaupi okkar? Fyrirlesturinn er opinn öllu áhugafólki um sálfræði. Aðgangur er ókeypis. MORGUNBLAÐINU hefur borizt svohljóðandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Færri komast með en vildu i ferðina Töfrar Austur-Afríku, en 60-70 manna hópur leggur upp í dag, miðvikudaginn 9. nóvember, að skoða stórfenglega náttúru með skógum, vötnum og fjöllum og mestu villidýralendum heimsins undir snævikrýndum fjöllum við miðbaug. Flogið er fyrst til Nairobi, höfuð- borgar Kenýa og stansað á slóðum Karen Blixen en síðan hefst átta daga safaríferð um Kenýa og Tanzaníu. Alls staðar verður gist á bestu fáanlegum gististöðum með fullu fæði. Dýraskoðun af þessu Aukakeppni hjá yngri skákmönnum SPENNANDI Skákþingi íslands 1994 í drengja- og telpnaflokkum 15 ára og yngri er nýlokið. í drengjaflokki urðu 3 jafnir og efst- ir og verða því að há aukakeppni um titilinn. I stúlknaflokki urðu 2 jafnar og efstar og þurfa einnig að há aukakeppni. Helstu úrslit í drengjaflokki urðu þau að í 1.-3. sæti voru efstir og jafnir Bergsteinn Einars'son, Björn Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnars- son með 7,5 vinninga af 9,4. Bragi Þorfinnsson, 6,5 vinninga, og í 5.-6. sæti urðu Hjörtur Daðason og Sigurður Páll Steindórsson. Helstu úrslit í telpnaflokki urðu þau að efstar og jafnar urðu Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Katrín Þór- arinsdóttir með 4,5 vinninga af 9, í 3.-4. sæti voru Harpa Ingólfsdótt- ir og Aldís Rún Lárusdóttir jafnar með 4 vinninga af 9 og í 5. sæti varð Ingibjörg Edda Birgisdóttir með 3,5 vinninga. Keppendur voru alls 37 talsins. Hraðskákmót TR Hausthraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 5. nóvember og úrslit urðu þau að Helgi Áss Grétarsson hlaut 17 vinn- inga af 18 mögulegum, Jón Garðar Viðarsson varð annar með 13,5 vinninga og í þriðja sæti varð Magn- ús Örn Úlfarsson með 12,5 vinn- inga. ------»-♦-♦----- Vitni óskast LÖGREGLAN í Hafnarfirði óskar upplýsinga um tvö atvik í Hafnar- firði í síðustu viku og biður þá sem hugsanlega hafa orðið vitni að þeim að gefa sig fram. Hundur hljóp á bíl Rauðbrúnn hundur hljóp á bíl á Reykjavíkurvegi á móts við Tungu- veg um klukkan 16 á föstudaginn. Hægra frambretti og framhurð á bílnum skemmdust en hundurinn stökk í burtu. Ökumaður telur að hundurinn hljóti að hafa meiðst þegar hann lenti á bílnum. Lögregl- an beinir þeim tilmælum til eiganda hundsins að hafa samband. Bílstjór- inn lýsti hundinum sem löngum, mjóum, sennilega af setter-kyni. Tveir bílar stórskemmdir Tveir bílar, Mitsubishi og Re- nault Twingo, voru stórskemmdir við íþróttahúsið í Kaplakrika eftir handboltaleik sem þar var háður á föstudagskvöld. Rúður í bílunum voru brotnar, höggvið í toppinn á þeim, lugtir brotnar og stungið á öll dekk á báðum bílum. Komið var að bílunum um klukkan þrjú um nóttina. Ef einhver gæti gefið upp- lýsingar um þessi skemmdarverk er hann beðinn að hafa samband við lögreglu. tagi þykir æsispennandi og tryggt má telja að öll stærstu landdýrin, ekki aðeins „hinir fimm stóru“ sjá- ist á ferðinni þ.e. fílar, ljón, tígris- dýr, vísundar og nashyrningar, held- ur önnur sléttu- og skógardýr í hundruða þúsunda tali s.s. sebra- dýr, hýenur og tugir ólíkra tegunda af antilópu- og gazelluætt. Gist verður í Amboseli á slóðum Hem- ingways í hlíðum Kilimanjaro og einnig í Tsavo þjóðgarðinum í Kenýa en í Tanzaníu verður gist við Many- ara vatnið þar sem ljón hafa til siðs að sofa uppi á trjágreinum um miðj- an dag. Gist er tvær nætur í Seren- geti, sem almennt er talið mesta villidýrasvæði heimsins, einnig í Ngorongoro, sem er einstakt nátt- úruundur. Einnig er skoðuð Olduvai-gjáin með elstu mannvistar- leifum sem fundist hafa á jörðinni. Þetta er fyrsta skipulaga ferð Ss- lenskra ferðamanna til Tanzaníu á vegum Heimsklúbbs Ingólfs en hann hefur áður gengist fyrir nokkrum ferðum til Kenýa. Tanzanía hefur nú opnað hlið sín fyrir ferðamönnum með tilkomu nýrra ágætra gisti- staða á þeim frægu stöðum sem hér voru upp taldar. Ferð Heimsklúbbsins lýkur svo með vikudvöl á strönd Indlandshafs í Kenýa og mun hópurinn dveljast í góðu yfírlæti á fimm stjömu hótel- inu Grand Hotel Diani Reef. Ferðin hefur verið uppseld frá því hún var kynnt fyrst á sl. vori.“ <§) GÆÐASTJÓRNUNARFÉ LAG ÍSLANDS SAMTÖK IÐNAÐARINS Gæðasljornun í matvælaiðnaOi Námstefna DAGSKRÁ: 08.15 Opnun og kynning á námstefnu. 08:30 Ávarp - Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 08:45 Gæðastjórnun í íslenskum matvælaiðnaði. Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtök iðnaðarins. 09.00 Kröfur nýrra laga og reglugerða tengdar gæðastjórnun í matvælaiðnaði. Jón Gíslason, Hollustuvernd ríkisins. 09.20 Gæðaeftirlit í frumframleiðslu landbúnaðarvara. Helga Guðrún Jónasdóttir, Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins. 09.40 Framkvæmd laga um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu. Þórður Ásgeirsson, Fiskistofa. 10.00 Hlutverk utanaðkbmandi eftirlits- og vottunaraðila. Kjartan Kárason, Vottun hf. 10.50 Kröfur viðskiptavina - kröfur til birgja. Vala Hildibrandsdóttir, Ríkisspítalar. 11.10 Reynsla af samskiptum við ytri eftirlits- og vottunaraðila. Baldur Hjaltason, Lýsi hf. 11.30 Reynsla af gæðastjórnun í litlu matvælafyrirtæki. Ágúst Guðmundsson, Bakkavör hf. 13.00 Líkan að gæðakerfi - Sýniréttir hf. Haraldur Hjaltason, VSO. 13.20 Greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaðla (GÁMES/HACCP). Friðrik Blomsterberg, íslenskar sjávarafurðir. 13.45 Innkaup og meðferð hráefna. Snorri Jónsson, Ferskar kjötvörur hf. 14.00 Gæðastjórnun í vöruþróun - hönnunarstýring. Rúnar Ingibjartsson, Nói-Síríus hf. 14.15 Hreinlætisáætlanir og eftirlit. Ásta Guðmundsdóttir, Rannsóknaþjónustan Sýni hf. 14.45 Úrbætur, forvarnir og umbætur. Magnús Magnússon, Útgerðarfélag Akureyringa hf. 15.00 Frá bónda til búðar - skráning, merking og rekjanleiki. Einar Matthíasson, Mjólkursamsalan. 15.15 Þjálfun starfsfólks. Þuríður Magnúsdóttir, Iðntæknistofnun íslands. 15.30 Hvernig hefjumst við handa - kynning ráðgjafa- fyrirtækja. 16.30 Fyrirspurnir og umræður. 17.00 Námstefnuslit. Námstefnan er haldin á hótel Scandic-Loftleiðum föstudaginn 11. nóvember 1994. Námstefnan hefst kl. 08.00 og lýkur kl. 17.00. Skráning fer fram hjá Gæðastjórnunarfélagi íslands í síma 91-886666 og hjá Samtökum iðnaðarins í síma 91-16010. Þátttökugjald er kr. 6.500 fyrir félagsmenn og kr. 8.500 fyrir þátttakendur utan þessarra félaga. Hádegisverður og kaffiveitingar eru innifaldar í þátttökugjaldi. Fundur um endur- menntun gagnrýnenda Álftamýrarskóli varð skólameistari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.