Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason í SELLÁTRI undir Drangaskörðum á Ströndum. Guðmundur Pétursson frá Ófeigsfirði vinnur við að flá sel. Selnum haldið í skefjum TVEIR stofnar sela kæpa hér við land, landselur og útselur. Útselsurtur eru nú nýkæptar og hafa menn sums staðar farið í látur og drepið kópa. Samtök selabænda greiða fyrir skinn útselskópa og hringormanefnd greiðir skotlaun eftir þyngd dýranna. Samtök selabænda greiða fyrir landselsskinn en ekki eru greidd skotlaun fyrir þá og hefur ekki verið gert í nokkur ár. Erlingur Hauksson sjávarlíf- fræðingur er starfsmaður hringormanefndar. Hann segir tiltölulega nýtt að hirða skinn af útsel en nú sé reynt að nýta það í flíkur, minjagripi og fleira. Hann segir Samtök sela- bænda greiða 2.000 krónur fyr- ir hvert skinn og að hringorma- nefnd greiði 40 krónur fyrir hvert kíló. Hann segir að vel vaxinn kópur sé að jafnaði um 2.000 króna virði þannig að fyr- ir hvern kóp geti menn fengið um 4.000 krónur. Fyrir fullorð- in dýr eru líka greiddar 40 krónur á hvert kíló en ekki er hægt að nýta skinnið af þeim. Fyrir neðri kjálka fullorðinna dýra fást einnig 2.500 krónur frá hringormanefnd en með því að saga þversnið í vigtennur er hægt að aldursgreina dýrin. Tekur toll af smáfiski Erlingur segir að útsel hafi fjölgað við Island undanfarin ár og hann taki dijúgan toll af fiski. Fullvaxinn útselur þurfi um tvö tonn af sjávarfangi á ári og í rannsókn á sýnum sem safnað var árin 1992 og 1993 hafi komið í Ijós að fæða sela sé aðallega smáfiskur, smá- þorskur, flatfiskur, síli og loðna auk annarra tegunda. Erlingur segir að yfirleitt séu teknir um eitt þúsund haustkóp- ar eða útselskópar á ári og um 800 fullorðin dýr og að á síð- asta ári hafi um 1.500 landsels- kópar verið drepnir. Þeir sem stundi veiðarnar eru aðallega bændur og aðrir þeir sem hafi réttindi til að fara í látur. Hringormanefnd er samstarfs- nefnd sölusamtaka i fiskiðnaði og útgerðarmanna og reka þau hana. Fyrir utan að standa fyr- ir greiðslum fyrir selveiðar seg- ir Erlingur að rannsóknir séu snar þáttur í starfsemi hennar. Hún standi fyrir rannsóknum á hringormum í þorski og selum og samspilinu þar á milli og leiti lausna á hringormavandan- um. Eftir að íslendingar hættu að drepa sel sem nytjadýr var far- ið að greiða skotlaun með þeim árangri að landsel hefur fækk- að um helming á um 20 árum og er stofninn nú talinn vera um 20.000 dýr hér við land. Útsel hefur hins vegar fjölgað og er nú talið að við landið séu milli 10.000 og 12.000 dýr. Helgi Pét- ursson úr Framsókn- - arflokki HELGI Pétursson vara- borgarfulltrúi hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en ætlar að sitja áfram í borgar- nefndum á vegum R-listans. Helgi sagði að einkum væru þrjár ástæður fyrir úr- sögninni. í fyrsta lagi teldi hann flokkinn ekki hafa beitt sér nægilega í ýmsum félags- hyggjumálum og hefði meðal annars forsmáð örlög þeirrar kynslóðar sem væri föst í viðj- um verðtryggingarinnar. Veiðileyfagjald athyglisvert Þá sagðist Helgi síðustu misseri hafa fylgst mjög grannt með umræðum um veiðileyfagjald og teldi þær hugmyndir allrar athygli verðar en byggist ekki við að , slíkt ætti upp á pallborðið í Framsóknarflokknum. Loks sagðist Helgi vera mjög ósáttur við skipulag og starf flokksins í Reykjavík, þar sem sífellt færri stjórnuðu gangi mála, þar á meðal því hvernig byðu sig fram fyrir flokkinn. Fulltrúi Framsóknar- flokksins á R-lista Helgi var fulltrúi Fram- sóknarflokksins á R-listanum fyrir borgarstjórnarkosning- arnar, er meðal annars for- maður ferðamálanefndar Reykjavíkur og situr í fleiri nefndum. Helgi sagðist telja að hann gæti áfram sinnt þessum störfum, enda hefði hann stutt R-listann dyggi- lega og verið skipaður í um- ræddar nefndir af borgairáði. Verkalýðsfélögin mislangt komin við mótun kröfugerðar fyrir næstu kjarasamninga Samiðn og VR hefja viðræður í næstu viku Mótun kröfugerðar er ekki lokið innan verka- lýðshreyfmgarinnar en fyrir liggur að rík áhersla verði lögð á kröfur um hækkun lægstu launa og aðgerðir í skattamálum. I saman- tekt Ómars Friðrikssonar kemur fram að VR og Samiðn ætla að ríða á vaðið og hefja viðræður við viðsemjendur í næstu viku. „ÉG VONAST til að viðræður geti hafist sem allra fyrst. Ég hef trú á að þær geti byijað í næstu viku. Við erum búin að óska eftir fundi með okkar viðsemjendum,“ segir Magnús L. Sveinsson, for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær ætla forystu- menn Samiðnar að óska eftir að samningaviðræður við viðsemj- endur þess fari í gang í næstu viku. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSí, segist gera ráð fyrir að viðræður fari í gang í næstu viku en forystumenn Vinnuveitendasambandsins hafa haldið fundi með aðildarfélögum vítt og breitt um landið að undan- förnu. Undirbúningur fyrir viðræður um gerð nýrra kjarasamninga er mislangt á veg kominn og kröfu- gerð hvergi nærri fullmótuð. Landssamböndum hefur yfirleitt verið falið að leiða samningsgerð- ina að þessu sinni en ekki liggur endanlega fyrir hvernig verkum verður skipt. Líklegast er talið að fjallað verði um sérmál í aðildarfé- lögunum en landssamböndin semji um stærri kjaraatriði s.s. um launalið kjarasamninga. Þórarinn V. Þórarinsson telur að þessi að- ferð geri samskiptin gagnvart stjórnvöldum ómarkvissari en ella. Skv. upplýsingum sem fengust hjá Verkamannasambandinu eru aðildarfélögin enn að vinna að sín- um sérkjaramálum og þess ekki að vænta að heildarkröfugerð liggi fyrir fyrr en í lok nóvember. Fram- kvæmdastjórnarfundi Verka- mannasambandsins sem halda átti 10. nóvember hefur verið frestað fram í næstu viku. Ekki er að vænta niðurstöðu hjá Dagsbrún fyrr en í lok mánaðarins, og sams- konar upplýsingar fengust hjá Guðmundi Þ. Jónssyni, formanni Iðju. VR vill að samið verði við hveija starfsgrein fyrir sig og verður byijað á að ræða um breyt- ingar á samningsformi við við- semjendur í næstu viku. Meðal þeirra atriða sem oftast voru nefnd í samtölum blaða- manns við forystumenn í verka- lýðsfélögum eru að kaupmáttur launa verði aukinn verulega og lægstu laun hækkuð meira en önnur laun. Hefur m.a. verið sett fram sú hugmýnd að lægstu taxt- ar byiji við 50 þús. kr. mörkin. f því sambandi eru einnig uppi hugmyndir um að svokallaðar ein- greiðslur (láglaunabætur) verði felldar inn í kauptaxtana og des- emberuppbót verði hækkuð til jafns við uppbót sem greidd er til opinberra starfsmanna en hún nemur nú 13 þús. kr. Þá er hávær krafa innan hreyfingarinnar um aðgerðir í skattamálum. Er hækk- un skattleysismarka oftast nefnd og jafnframt að heimilt verði að nota ónýttan persónuafslátt maka og barna. Þá er lögð áhersla á að skapað verði svigrúm fyrir einstök félög og sérsambönd að semja um sérmál sín. Þannig verði lögð mik- il áhersla á endurskoðun á kaup- tryggingarsamningi fískvinnslu- fólks. Einnig eru víðtækar kröfur uppi um að fundnar verði lausnir á greiðsluerfiðleikum í húsnæði- skerfmu og að tenging launa við lánskjaravísitölu verði afnumin. Hafa landssamböndin þegar falið ASÍ að vinna að þeim málum. Kristín Hjálmarsdóttir, formað- ur Iðju á Ákureyri, segir tvennt standa uppúr í kjaramálaumræð- unni; Annars vegar verði þess krafíst að lægstu launin verði lag- færð og hins vegar sé lögð áhersla á aðgerðir í skattamálum. „Það er alveg á hreinu að við erum ekki inn á því að fara einhveija þjóðarsáttarleið. Við teljum að nú sé kominn tími til að skoða aðrar leiðir,“ sagði hún. Guðmundur Finnsson, framkvæmdastjóri Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur, segist sjá fyrir sér átök á vinnumarkaði ef ekki verði sam- ið um hækkun lægstu launa og aukin framlög til atvinnumála. Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur, segist óttast að ef ekki takist að ganga frá kjarasamningum strax í janúar muni samningar dragast fram á naésta haust vegna óvissu í tengslum við þingkosningar. „Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda, því fólk má ekki við því að bíða í eitt ár enn, án þess að fá leiðrétt- ingu á sínum launum,“ sagði hann. w 8 í I r c c l C; í i I í 1 ( í i i !( U 4 ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.