Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 13 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gæsimar sem gleymdu sér Blönduósi - Það eru fimm gæsir sestar upp á grasflötinni við hér- aðssjúkrahúsið á Blönduósi og virðast ekkert líklegar til að hverfa suður á bóginn. Þessi hegðan gæsanna er harla óveiyu- leg því aðrar grágæsir hafa yfir- gefið Húnaþing fyrir að minnsta kosti þrem til fjórum vikum. Starfsfólk sjúkrahússins er farið að hafa áhyggjur af þessari hegðan gæsanna og telur víst að ekkert biði þeirra nema alvarlegt heilsutjón. Ræða menn í heil- brigðisþjónustunni að til greina komi að fanga gæsirnar fimm og koma þeim í fóstur yfir vetur- inn. Gamansamur heimildarmað- ur Morgunblaðsins telur víst að fyrsta verk nýkjörinnar stjórnar Héraðsjúkrahússins á Blönduósi verði að leysa vanda gæsanna fímm. Hvað sem öllum vangavelt- um líður þá er yóst að þessar gæsir eru ófíeygar og við óbreytt ástand bíður þeirra ekkert annað en langdregið dauðastrið. Ný byggðarsaga gefin út Búnaðarþings- kosningar á Austurlandi Gieitagerði - Kjör til hinna nýju heild- arsamtaka Búnaðarþings fór fram í Búnaðarsambandi Austurlands 5. nóvember sl. Kjömir voru þrír fulltrú- ar samkvæmt nýjum samþykktum Búnaðarfélags íslands og Stéttarsam- bands bænda um heildarflölda full- trúa. Kjömir vom: Aðalsteinn Jónsson, bóndi Klausturseli, Jökuldal, Álfhildur Ólafsdóttir, bóndi Engihlíð, Vopna- firði og Lárus Sigurðsson, bóndi Gilsá, Breiðdal. Guttormur V. Þormar sem setið hefur 20 þing og Ágústa Þorkelsdótt- ir sem setið hefur 8 þing gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Borg i Eyja- og Miklaholts- hreppi - Búnaðarsamband Snæ- fellinga hefur samþykkt meðai annars að gefin verði út ný bók um byggðir Snæfellsness. Fyrsta bók Búnaðarsambands Snæfell- inga og 11. alda íslandsbyggðar 1974. Bók þessi hefur verið „bók heimilanna" hér í byggð, þar er margháttaður fróðleikur geymdur. Þá hefur bókin verið kærkomin vinargjöf á tyllidögum. Þá var ennfremur samþykkt eft- irfarandi tillaga: „Fulltrúafundur Búnaðarsambands Snæfellinga haldinn að Breiðabliki 2. nóvember 1994 skorar á Alþingi að flýta afgreiðslu á breytingum lyfjalaga, svo að því ófremdarástandi linni, sem nú ríkir í sölu dýralyfja. Fund- urinn gerir kröfur til að dýralækn- um verði heimiluð lyfjasala eins og áður var.“ Þá fór fram kjör fulltúra á Bún- aðarþing 1995 til 1997. Aðalmaður var kjörinn Guðbjartur Gunnars- son, Hjarðarfelli, varafulltrúi Magnús Guðmundsson, Gríshóli. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson UNNIÐ að því að fjarlægja eldri hluta íþróttavallarhússins á Akranesi en nýrri hluti hússins var fluttur af svæðinu. Gömlu íþróttavallarhus- in ljúka hlutverki sínu Akranesi - íþróttavallarhúsin á Akranesi hafa nú verið ijarlægð og brátt verður hafist handa við að byggja upp tveggja hæða húsnæði sem kemur í stað þeirra eldri. Margir eiga sjálfsagt góðar minningar úr þessum húsum enda voru húsin oft vettvangur stórvið- burða, einkum á knattspyrnusvið- inu. Þarna lögðu íþróttamenn loka- hönd á undirbúning sinn fyrir kapp- leiki. Þarna var lagt á ráðin þegar illa gekk og þarna fögnuðu sumir góðum sigrum og aðrir voru hug- hreystir eftir ósigur. íþróttavallarhúsin voru byggð upp í áföngum á árunum 1965 til 1981. Fyrst voru byggðir tveir bún- ingsklefar ásamt böðum. Þannig var húsnæðið til 1970 en þá var steinhúsið stækkað nokkuð. Árið 1981 var timburhúsið byggt og breyttist þá aðstaðan til muna. Þannig hefur aðstaðan verið til þessa dags en nú hverfa þessi gömlu hús og ný taka við hlutverki þeirra. Með tilkomu þessa húsnæðis lýkur byggingu hinnar nýju íþróttamið- stöðvar sem hófst 1987. Éíi iHtkím I þann stuðning og það traust sem mér ‘uar sýnt í nýafstöðnu prófkjöri. Stöndum saman og stuðlum að glæsilegum kosningasigri Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. VIKUTILBOÐ i % mseðil 1 í \ hverri viku! Þekking Reynsla Þjónusta 1904 FALKINN® SUÐURLANDSBRAUT 8*108 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.