Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Glerárskóla lokið fyrir byggingu Giljaskóla
Bráðabirgða-
lausn of dýr
AÐALFUNDUR Foreldrafélags
Glerárskóla hefur beint þeim tilmæl-
um til skólanefndar að lokið verði
við byggingu Glerárskóla áður en
Giljaskóli verði reistur. Ragnheiður
H. Þórarinsdóttir, gjaldkeri Foreldra-
félagsins, segir eðlilegra að ljúka
endanlega við bygginguna en eyða
25 'milljónum í bráðabirgðalausn
vegna einsetins skóla.
Ragnheiður segir að 50 til 60 millj-
ónir hafí verið nefndar í tengslum
við framkvæmdir vegna Giljaskóla
næstu árin. Samanlagður kostnaður
vegna bráðabirgðalausnar fyrir Gler-
Taxtar færðir
að greiddum
launum
FÉLAGSFUNDUR í Félagi bygg-
ingamanna, 2. nóvember, gerir þær
kröfur að kaupmáttur launa aukist,
taxtar verði færðir að greiddu kaupi,
tryggður verði áframhaldandi stöð-
ugleiki og lækkun vaxta.
Fundurinn * telur að svikin hafí
verið loforð um leiðréttingu kaup-
máttar og gerir kröfur um að skatt-
ar verði lækkaðir af launatekjum,
skattkort maka nýtist að fullu, skatt-
kort unglinga á framfæri foreldra
nýtist, viðurlög við skattsvikum verði
hert, tvísköttun af lífeyri afnumin
og harðar gengið eftir því að fyrir-
tæki skili afdregnum vörslusköttum.
í niðurlagi ályktunar er lögð
áhersla á atvinnu fyrir alla og hærri
atvinnuleysisbætur til að tryggja
framfærslu atvinnulausra.
árskóla og framkvæmda við nýjan
skóla nálgaðist því áætlaðan 120
milljóna króna kostnað vegna stjóm-
unarálmu við Glerárskóla. Með bygg-
ingu álmunnar og minniháttar breyt-
ingum innanhúss mætti koma fyrir
því kennslurými sem skólinn þarfn-
aðist.
Hún tekur fram að nemendafjöldi
úr Giljahverfi í Glerárskóia breyti
ekki fjölda bekkja í hveijum árgangi
og nemendur fyrirhugaðs Giljaskóla
yrðu líklega að sækja íþróttir og
sund á annan stað næstu árin. Fram
kemur í ályktun að ef til vill verði
um íþróttahús og sundlaug Glerár-
skóla að ræða. „Það virðist því ekki
breyta miklu á næstunni, á meðan
flöldi bama í Giljahverfí er ekki
meiri en raun ber vitni, hvort þau
eru í fullu námi í Glerárskóla nema
þá til hins betra. Þar fá þau alla
kennsluna á einum stað og fara að-
eins einu sinni á dag á milli heimilis
og skóla,“ segir í ályktuninni.
Álíka vegalengdir
Jafnframt kemur fram að vega-
lengd nemenda Glerárskóla sem búi
í Holtunum sé álíka löng og vega-
lengdin úr Giljahverfí. Ef eitthvað
sé þá sé Glerárskóli betur sjáanlegur
úr Giljahverfí. Börn úr báðum hverf-
um þurfi að fara yfir hættulegar
umferðargötur (Hörgárbraut og
Hlíðarbrautj á leið sinni úr og í skóla.
Á Hörgárbraut megi setja girðingu
á eyjuna milli akreina og þannig
tryggja að nemendur fari aðeins yfir
á ákveðnum stöðum. Á Hlíðarbraut
þurfí sömu lausnir og auk þess að
malbika „véltækan" stíg sem liggi
eins og Bakkahlíð.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Haldið til Póllands
JOHANNI Steinari Jónssyni, matreiðslumanni á
Akureyrinni EA, þótti vissara að kippa spari-
fötunum um borð áður en haldið var úr höfn í
gær. Hann á langa ferð, alla leið til Póllands,
fyrir höndum. í pólsku borginni Gydina á að
sögn Þorsteins Vilhelmssonar, eins eiganda Sam-
heija hf., að lengja skipið um 10 metrá og gera
ýmsar lagfæringar á því. Af þeim má nefna að
skipt verður um millidekk og spilkerfi, togarinn
verður sandblásinn og málaður. Þorsteinn segir
að eftir 11 ára stanslaust úthald hafi tími verið
komin til að lagfæra skipið og með lengingunni
myndist betri möguleikar til veiða á fjarlægari
miðum. Pláss er fyrir 10.000 kassa í skipinu nú
en hægt verður að koma fyrir á bilinu 15.-
16.000 eftir breytinguna. Kostnaður vegna
þeirra verður yfir 200 milljónir króna.
Aðeins sex skipveijar fara með skipinu til
Póllands og tekur siglingin um fimm daga. Fjór-
ir skipveijanna koma fljótlega heim aftur en
tveir vélsljórar fylgjast með viðgerðinni. Henni
verður líklega lokið um miðjan febrúar.
Akureyrin var smíðuð árið 1974. Áþeim 11
árum sem Samheiji hefur átt skipið hafa fiskast
um 60.000 tonn á því.
Fyrsta námskeiðinu í Menntasmiðju kvenna er um það bil að ljúka en það hefur gengið vonum framar
Inntakíð hentar
nútímanum afar vel
Morgunblaðið/Rúnar Þór
STEINGERÐUR, Arnljót og Hildur láta afar vel af náminu.
Höfum hrist af okkur slenið
„FYRSTA námskeiðið hefur geng-
ið vonum framar og vonandi fæst
föst fjárveiting frá menntamála-
ráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og
bænum til að vera með annað nám-
skeið eftir jól. Okkur fyndist slæmt
að geta ekki haldið áfram og sinnt
mikilli eftirspurn eftir námskeið-
inu, enda hentar inntakið nútíman-
um afar vel. Krafan um þekkingu,
samskiptahæfni og sjálfstyrkingu
verður sífellt háværari og þörfín
kannski mest meðal kvenna sem
ekki hafa haft tök á að mennta
sig eða vera úti á vinnumarkaðin-
um í einhvem tíma,“ segir Pálína
Guðmundsdóttir, verkefnafreyja
Menntasmiðju kvenna á Akureyri,
þegar litið er við í kaffi árla morg-
uns í vikunni.
Aðrir fastir starfsmenn eru þær
Hallfríður Benediktsdóttir og Mar-
ía Grenó. María sat fyrir svörum
þegar spurst var fyrir um skipulag
námsins. Hún sagði að 20 konur
á aldrinum 20 til 60 ára hefðu
hafíð fjögurra mánaða nám í byij-
un ágúst og engin afföll hefðu
orðið hingað til. Kennsla hæfíst
klukkan níu á morgnana og stæði
til klukkan þijú eftir hádegi.
Kennslugreinar eru: íslenska,
enska, tölvufræði, bókhald, sál-
fræði, tjáning, myndlist, hand-
pijón, umhverfisvemd, líkams-
rækt, matargerð, sjálfsstyrking og
markmiðssetning.
María sagði að bakgrunnur
kvennanna væri afar ólíkur. Þær
Fyrri menntun
allt frá barna-
skólanámi til
háskólanáms
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Mörgu að sinna
STARFSMENN Menntasmiðj-
unnar hafa í mörg horn að
líta. Pálína sinnir erindi í síma
og María með bókhaldið fyrir
framan sig.
væru ýmist atvinnulausar eða
heimavinnandi og hefðu allt frá
bamaskólaprófi upp í háskólanám.
„Við reynum að vera með verkefni
við hæfi hverrar og einnar. En
auðvitað er námið misþungt. Fyrir
þær sem era með háskólapróf er
til dæmis fyrst og fremst um upp-
rifjun og sjálfsstyrkingu að ræða,“
segir María. Hún sagði að fram
færi stöðugt mat og var hún hæst-
ánægð með árangur nemendanna,
félagslega og í bóklegum fögum.
Einhveijar taki nýja stefnu
Hún segir greinilegt að námið
hafi víkkað sjóndeildarhring
kvennanna og margar hafi uppgöt-
vað á sér nýjar hliðar. „Ég býst
við að námið hafi þær afleiðingar
að margar þeirra eigi eftir að taka
nýja stefnu í lífi sínu. Þeim eflist
til dæmis kjarkur til að sækja um
vinnu sem þeim hefði ekki dottið
í hug að sækja um áður. Á sama
hátt stuðlar námið að virkari þátt-
töku í félagsmálum," segir María
og Pálína, sem á fyrstu kennslu--
stundina að þessu sinni.
Menntasmiðjan er fjármögnuð
með styrkjum, meðal annars úr
svokölluðum Jóhönnusjóði, af
Akureyrarbæ, menntamálaráðu-
neyti og með húsnæðisstyrk frá
KEA. Námið er frítt fyrir konur
og er barnapössun gréidd niður
með þeim hætti að aðeins þarf að
greiða leikskólagjald fyrir börn hjá
dagmæðrum.
„ÉG HELD að flestar okkar hafí
sömu reynslu af námskeiðinu og
Hildur. Að námið hafi hrist af okk-
ur slenið og styrkt sjálfsmatið,"
segir Arnljót Eysteinsdóttir, nemi
í Menntasmiðjunni, og vitnar þar
með í orð skólasystur sinnar Hildar
Gunnarsdóttur.
Hildur, sem er 48 ára, flutti
nýlega til Akureyrar og segir að
námið hafi hjálpað sér við að kynn-
ast fólki á sínum eigin forsendum.
Hún segist hafa ævagamalt lands-
próf, en hafi líka verið í öldunga-
deild í framhaldsskóla í tvo vetur.
„Ég hafði aðallega verið húsmóðir
og ekki einu sinni þurrkað af tölvu
áður en ég kom hingað og fór að
lærá á hana. Mér fínnst mjög gam-
an að læra, sérstaklega eitthvað
alveg nýtt, og verð að segja að
mér kom mjög á óvart hversu mér
hefur reynst auðvelt að tileinka
mér ýmislegt," segir Hildur um
leið og hún viðurkennir að eigin-
lega sé hún að kynnast sjálfri sér
upp á nýtt. „Ég er að uppgötva
nýjar hliðar á sjálfri mér og hliðar
sem ég hafði en hafa gleymst."
Hildur segir að námið hafi gert
sig óhræddari að takast á við nýja
reynslu og hún geti hugsað sér að
sækja um annars konar störf en
áður. Arnljót, sem er 44 ára og
með stúdentspróf, tekur í svipaðan
streng og segir að námið hafi feng-
ið sig til að hugsa öðruvísi. „Mér
finnst námið hérna ágæt upprifjun
og endurhæfing," segir hún og á
erfítt að gera upp á milli einstakra
námsgreina. „Mér finnst tölvu-
fræðin mjög skemmtileg. Eins er
sjálfstyrkingin hjá Valgerði góð.“
Samstaða
Arnljót og Steingerður Kristj-
ánsdóttir, sem er aðeins 20 ára,
segja að þrátt fyrir aldursmun
hafi hópurinn náð ótrúlega vel
saman. Konurnar samgleðjist hver
annarri þegar vel gengur og sam-
hygðin sé mikil. Steingerður hefur
grunnskólapróf og reynslu af því
að stunda nám f framhaldsskóla.
„Mér finnst námið hérna miklu
minna stressandi heldur en í fram-
haldsskóla. Þú hefur betri tíma
og þér er sinnt betur,“ segir hún
og segist eindregið mæla með
náminu fyrir ungar konur í svip-
aðri stöðu og hún er.