Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjörsókn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi 1990 Hafnarfjörður 1.702 1.642 Keflavík/Njarðvík/ Hafnir 1.157 1.336 Kópavogur 1.290 926 Garðabær 1.133 602 Grindavík 155 520 Mosfellsbær 499 420 Seltjarnarnes 603 377 Garður 143 174 Besastaðahr. 120 156 Sandgerði 68 88 Kjalarneshr. 73 60 Kjósarhr. 25 23 Vogar vantar 41 Utankjörstaðar 99 0 Samtals 7.067 6.364 Prófkjör á Reykjanesi Meiri kjör- sókn á Suð- urnesjum KJÖRSÓKN í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi um seinustu helgi var nokkru minni í stóru bæjunum í grennd við Reykjavík en í prófkjör- inu fyrir síðustu alþingiskosning- ar. Kjörsókn jókst hins vegar í mörgum sveitarfélögum á Suður- nesjum. Þannig minnkaði kjörsókn um u.þ.b. 60 manns í Hafnarfirði milli prófkjöra, um nærri 80 manns í Mosfellsbæ, meira en 500 manns í Garðabæ, hartnær 230 á Sel- tjamamesi og um 360 í Kópa- vogi. Hins vegar jókst kjörsóknin um hátt í annað hundrað í samein- aða sveitarfélaginu á Suðurnesj- um, í Grindavík rauk hún úr 155 í 520 og í Garði og Sandgerði jókst hún um 50 manns samtals. í tölunum frá 1990 er utankjör- staðaratkvæðum ekki dreift niður á sveitarfélög. Einkaréttur Aðalverktaka á framkvæmdum fyrir NATO afnuminn Verktaka fijáls frá 1. apríl RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að verktaka vegna fram- kvæmda á vegum Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins verði fijáls frá og með 1. apríl næstkom- andi og einkaréttur Islenzkra aðal- verktaka til framkvæmda fyrir vamarliðið þar með afnuminn. Þetta er í samræmi við samþykkt ríkisstjómarinnar frá í júní 1992. Öll verk, kostuð af Mannvirkja- sjóðnum, verða auglýst opinber- lega og öllum verktökum, hér á landi og í öðmm Atlantshafs- bandalagsríkjum, gefinn kostur á að taka þátt í forvali. Útboðsskil- málar verða einfaldir. Samkomulag náðist um þessa tilhögun við bandarísk stjómvöld á fundi í Norfolk 1. nóvember. „Um er að ræða samkomulag við Bandaríkin um framkvæmdaatriði þar sem Bandaríkin hafa umsjón með framkvæmdum á vegum Mannvirkjasjóðsins hér á landi, en eins og kunnugt er á ísland ekki aðild að sjóðnum," segir í tilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Ríkisstjómin ákvað í febrúar 1992 að aðlaga verktökumálin venjulegum háttum í aðildarríkjum NATO. Fjárveitinganefnd Mann- virkjasjóðsins samþykkti síðar sama ár að veita fé til fram- kvæmda á íslandi, gegn því að einkaréttur Aðalverktaka yrði af- numinn eigi síðar en 1. apríl 1995 og almennar reglur Mannvirkja- sjóðsins látnar gilda. Ýmsar aðild- arþjóðir, þar á meðal Norðmenn og Bretar, höfðu gagnrýnt harð- lega það kerfi, sem hér gilti. Oft leyfilegt að bjóða aðeins út innanlands Samkvæmt reglunum ber að bjóða út verk á vegum sjóðsins í öllum aðildarríkjum NATO. Að sögn Benedikts Ásgeirssonar, skrifstofustjóra vamarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, er hins vegar algengt að frá þeim fáist undanþága ef verkið er ekki mjög umfangsmikið eða ef um venjulegar byggingaframkvæmdir er að ræða. Hann segir því líklegt að í mörgum tilfellum fáist undan- þága þannig að verk yrðu aðeins boðin út hér innanlands. Frá því í júní 1992 hafa Aðal- verktakar orðið að bjóða út á innanlandsmarkaði þau verk, sem þeir fólu áður undirverktökum. Morgunblaðið/Kristinn Seltiming- ar eignast Gróttu SAMNINGUR um kaup Seltjara- araesbæjar á Gróttu var undirrit- aður í gær. Hann undirrituðu Sig- urgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra og Halldór Blöndal sam- gönguráðherra. Grótta hefur lengi verið ríkisjörð og í vörslu Vita- og hafnarmálastofnunar. Kaupverðið var 900.000 krónur, jafngildi fast- eignamate að sögn bæjarstjóra, og var eyjan keypt með húsakosti að vitanum undanskildum. „Við erum mjög ánægðir og hugsum gott til glóðarinnar að gera meira fyrir eyjuna. Það eru hús þar sem þarfnast gagngerrar viðgerðar og era að okkar mati það mikill hluti af Gróttu að við viljum alls ekki að þau hverfi,“ segir Sigurgeir. Samningurinn var undirritaður í bátanausti Alberts Þorvarðarson- ar, sem var síðasti vitavörður í Gróttu og drukknaði er hann var að vitja netja sinna fyrir 24 árum. Enginn hefur búið í eyjunni frá þeim tíma. Samningaviðræður FÍ A og Atlaiita hf. sigldu í strand í fyrrinótt FIA leitar stuðnings við verkfall hiá ASÍ FORMAÐUR Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, Tryggvi Baldurs- son, hittir Benedikt Davíðsson, forseta Alþýðusambands íslands, og forsvarsmenn stéttarfélaga á Suðurnesjum fyrir hádegi í dag til þess að ræða stuðning vegna hugsanlegra verkfallsaðgerða fé- lagsmanna FÍA. Samningaviðræð- ur í kjaradeilu félagsins við flugfé- lagið Atlanta hf. sigldu í strand eftir 11 klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara, sem lauk í fyrri- nótt, og hefur ekki verið boðað til nýs fundar. Auk forseta ASÍ verða á fund- inum í dag, að sögn Tryggva, for- svarsmenn stéttarfélaga á Suður- nesjum, sem sent hafi stuðningsyf- irlýsingar til FÍA og segist hann munu fara fram á stuðningsað- gerðir. Einnig segir hann að stjórn FÍA, trúnaðarráð og starfsmenn félagsins hjá flugfélaginu, sex talsins, hittist á morgun til þess að taka ákvörðun um hvort gripið verði til víðtækari verkfallsað- gerða erlendis. Þótt verkfall hafi verið boðað frá og með 17. októ- ber sl. hafi ekki verið lögð sérstök áhersla á að framfylgja því til fullnustu hingað til því teikn um samkomulag hafi veríð á Iofti. Lakari staða óásættanleg Tryggvi segir að samningar hafi verið komnir vel á veg í fyrri- nótt þegar ágreiningur hafi komið upp vegna „ójafnrar stöðu“ félags- manna FÍA og Frjálsa flugmanna- félagsins, FFF, hjá Atlanta hf. Segir hann að forgangsréttará- kvæði í kjarasamningi Fijálsa flugmannafélagsins við Atlanta hf. til vinnu hjá félaginu gildi ekki gagnvart félagsmönnum FÍA, samkvæmt niðurstöðu Félagsdóms frá 17. október 1994. „Þar fyrir utan er það algerlega óásættanlegt að staða okkar félagsmanna gagn- vart vinnu hjá flugfélaginu verði lakari þar sem þeir eru meðal elstu og reyndustu flugmanna félags- ins.“ Kröfðust uppsagna Arngrímur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Atlanta, hefur sent frá sér yfirlýsingu þár sem segir að FÍA hafi krafist þess á samn- ingafundinum að núverandi starfs- mönnum og félagsmönnum í Frjálsa flugmannafélaginu yrði sagt upp störfum og félagsmenn FÍA, sex talsins, ráðnir í þeirra stað. Segir Arngrímur að sú ráðstöf- un myndi kosta endurþjálfun nýrra flugmanna auk þess að tvöfalda launakostnað á meðan uppsagnar- frestur rynni út. Jafnframt væri uppsögn skýlaust brot á kjara- samningi flugfélagsins við FFF. Einnig segir i yfirlýsingunni að sumir félagsmanna FIA, sem flog- ið hafi vélum félagsins að undan- förnu, hafi aldrei verið í samninga- réttarlegu sambandi beint við flug- félagið heldur á launum hjá er- lendri áhafnaleigu. Hafi það verið afstaða forsvarsmanna Atlanta að í þeim tilvikum sem um slíkt sam- band hafi hugsanlega verið að ræða hafi verið litið svo á að því hafi verið lokið áður en verkfall FÍA gagnvart flugfélaginu hófst. Afgreiðslufólk sem vopn Loks segir í yfirlýsingunni að vegna yfirlýsinga FÍA um sam- úðaraðgerðir gagnvart flugfélag- inu vilji forsvarsmenn þess benda á að einungis sé verið að „nota fámennan hóp fólks sem starfar við afgreiðslu flugvéla Atlanta hf. á íslandi sem vopn“ gegn fyrirtæk- inu „vegna sex einstaklinga í FÍA sem reyndar hefur verið boðin vinna af hálfu flugfélagsins um leið og hún er fyrir hendi“. Leitin að „gull- skipinu“ Mega leita, ekki grafa BJARNI F. Einarsson fornleifa- fræðingur, sem tilnefndur hefur verið í fomleifanefnd af Félagi íslenskra fomleifafræðinga, segir að ef þeir sem ætla að leita að gullskipi á Skeiðarár- sandi fínni skipið eða eitthvað annað markvert í sandinum verði að kalla til menntaða forn- leifafræðinga og fela þeim að stjóma uppgreftrinum. Auk þess þurfi fomleifanefnd að veita leyfí fyrir uppgreftri. Kristinn Kristinsson hjá Björgun hf. hefur sagst ætla að standa fyrir leit að skipinu næsta sumar með nýrri tækni. „Honum er heimilt að leita að skipinu, en á því augnabliki sem hann finnur skip gilda þjóð- minjalög og þá má hann ekki hreyfa eða hrófla við einu eða neinu," sagði Bjami. Bjarni sagði að eldri loforð, sem hugsanlega hefðu verið gefin við fyrri leitir um að leit- armenn mættu sjálfír grafa, hefðu ekkert gildi, þar sem ný lög giltu nú sem tækju af öll tvímæli í þessu efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.