Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 1
 80 SIÐUR B/C w&unWMItíb STOFNAÐ 1913 260. TBL. 82. ARG. SUNNUDAGUR 13. NOVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bændum fækkar HAFNI Svíar aðild að Evr- ópusambandinu, ESB, í dag mun störfum í landbúnaði og matvælaiðnaði fækka um 45.000 og U'kjur bænda munu minnka um samanlagt 75 milljarða íslenskra króna. Þetta er fullyrt í skýrslu frá sænsku bændasamtökunum. Niðurstaðan gengur þvert á skoðanir norskra bændasam- taka þar sem aðstæður eru um margt svipaðar. Gert er ráð fyrir því í for- sendunum að verði niðurstað- an í dag nei muni sænsk sljórnvöld halda áfram að draga úr niðurgreiðslum. Býðst annað tækifæri? KANNANIR hafa sýnt að stuðningsmenn og andstæð- ingar ESB-aðildar eru álika margir í Svíþjóð. Könnun SKOP-stofnunarinnar í vik- unni gaf hiiis vegar til kynna að 74% Svía teldu að þótt aðild yrði felld í dag myndu Svíar verða gengnir í sam- bandið innan fjögurra ára. Mikið hringt ÞÓTT fjölmiðlar hafi verið fullir af upplýsingxim um ESB undanfarin tvö ár í Sví- þjóð hafa alls um 2.000 manns hringt daglega að undanförnu í opinbera upp- lýsingaþjónustu og tvær aðr- ar stofnanir af sama toga. Síðustu daga hefur mest verið spurt um það hvort landið gæti sagt sig úr sam- bandinu. Svarið er að skýrar reglur gildi ekki um úrsögn en Ijóst að vuji einhver kom- ast út muni hin löndin ekki reyna að hindra það. Unga fólkið tortryggið SVENSKA Dagbladet skýrði frá því í gær að hópur ungl- inga frá aðildarrílguni ESB hefði undanfarið ferðast um Svíþjóð til að ræða við jafn- aldra sína. Álit gestanna er að sænskir unglingar haldi að búðirnar muni fyllast af lélegum mat ef landið gangi í sambandið, eiturlyf flæða inn og jafnframt að þýskir hommar bíði eftir því að kom- ast til Svíþjóðar til að stunda þar saurlifnað. Embættismenn í Brussel um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Svíþjóð Hefur mikil áhrif á þróun Evrópumála Verði svar kjósenda nei munu Frakkar og Þjóðverjar reyna að efla hugmyndir um „harðan kjarna" Brussel. Ecuter. TALIÐ er að úrslit þjóðaratkvæð- isins í Svíþjóð í dag um aðild að Evrópusambandinu, ESB, geti haft mikil áhrif á framtíðarþróun sambandsins og Evrópumála. Hafni Sviar aðildinni muni það verða til þess að efla þá í aðildar- ríkjunum sem vilja fara sér hægt í samrunaþróuninni. Á hinn bóg- inn muni ráðamenn Frakka og Þjóðverja, sem flestir eru á því að koma sem fyrst á einingu í efnahags-, mynt- og stjórnmál- um, leggja áherslu á að halda fast við slíkar áætlanir án þátt- töku allra þjóðanna, að sögn ónefnds embættismanns í Bruss- el. „Segi Svíar nei mun það styrkja efasemdarmenn í Danmörku og sennilega einnig í Bretlandi, þetta myndi takmarka athafnafrelsi stjórnvalda í löndunum tveim," sagði hann og taldi að hugmyndir um harðan kjarna nokkurra ríkja sem vildu flýta samruna myndu eflast. Embættismenn í Brussel telja að samþykki Svíar aftur á móti aðild verði það til að styrkja nor- ræna ríkjablokk sem muni þrýsta á um að reglur í umhverfismálum, heilbrigðismálum og öryggismál- um verði hertar, einnig að félags- leg réttindi verði aukin og jafn- rétti eflt. Gegn félagsmála- undanþágum Auk þess muni þessi lönd stuðla að því að ákvarðanir í ESB verði í meira mæli en hingað til teknar fyrir opnum tjöldum. Talið er að þau muni berjast gegn því á fyrir- hugaðri ríkjaráðstefnu um fram- tíðarskipulag sambandsins er hefst 1996 að einstök aðildarríki geti fengið undanþágur frá félags- málastefnu sambandsins eins og Bretar fengu þegar Maastricht- sáttmálinn um aukinn samruna var samþykktur. Spá andláti EES Gert er ráð fyrir að Svíar muni reyna að fá stuðning við sameigin- legar aðgerðir gegn fíkniefnum og glæpum, einnig berjast fyrir að tengsl við Eystrasaltsríkin þrjú verði efld. Embættismenn hjá ESB sem fréttamenn iíeuters ræddu við sögðu ennfremur inngöngu Svía merkja að Evrópska efnahags- svæðið, EES, myndi deyja drottni sínum. ¦ Sjálfstraust eða tortryggni/16 Svenska Dagbladet SKOKKARI í Stokkhólmi á leið fram hjá áróðursspjaldi stuðn- ingsmanna ESB-aðildar Svía. Kannanir gefa til kynna að mjög naumt verði á mununum í þjóðaratkvæðinu í dag. Æ fleiri Svíar vantrúaðir á að aðildin verði samþykkt Kaupmannahfifn. Morgunblaðið. SKOÐANAKANNANIR standa glöggt og trú Svía á að aðild að Evrópusambandinu, ESB, verði samþykkt hefur ¦¦ hraðminnkað undanfarnar vikur. I síðustu sjón- varpsumræðunum, sem fram fóru á föstudagskvöld, var ekki hægt að segja að annar aðilinn kæmi betur út en hinn. Meðal þeirra sem beitt hafa sér gegn aðild er barnabókahöfundur- inn Astrid Lindgren og í dag fæst úr því skorið hvort hún og skoðana- systkin hennar eigi greiðari leið að hjarta Svía en Ingvar Carlsson for- sætisráðherra og fleiri ráðamenn. Fari svo að munurinn verði mjög lítill gætu menn þurft að bíða fram á miðvikudag eftir endanlegum úrslitum. Af fimm skoðanakönnunum sem birtar voru í gær sýndu þrjár 3-4% forskot stuðningsmanna, ein sýndi jafntefli, sú fimmta 2% for- skot andstæðinga. Um leið var birt könnun sem sýnir að nú trúa aðeins 56% Svía á að aðildin haf- ist í gegn í dag. Um síðustu mán- aðamót var hlutfallið hins vegar 71%. Þessi niðurstaða gæti haft slæm áhrif á stöðu stuðningsmanna að- ildar þar sem hikandi kjósendur hneigjast oft til að styðja þann sem fyrirfram virðist vera sterkari í þjóðaratkvæði. Á móti kemur að þessi vísbending gæti einnig hvatt fólk til að mæta á kjörstað og gæti það orðið stuðningsmönnum til hagsbóta því að meðal andstæð- inga er minni áhugi á málinu. ROFIH TENGSL Viðurkenningar daglegt brauð EGGOGFLESK VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF ÁSUNNVDEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.