Morgunblaðið - 13.11.1994, Side 34
34 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóska
1/Eisru AFHveanj ée a? I
SdO BOmA&RBKA þlG?\
AF þvi /vié£ þitafi si/o I
Gmiau að srA neiMA ae>
XO/MA þéR ÖR þ£SS UAA Áj
HEI/hskvlego kupumsem
L “ 'Pú KevoK, þe& ’
YAU-TAFI/ ]
06 vmsrþú AFffi/Ejtjv ás
©e EKKJ L&N6U BÚlfJN AB
£EGM UPP?J
VE6M ÞES6,AÐþAO KXJSi
Altö MJOGpÐ S7A 6UFO-
AAÓKJONN ÖTÖft EJEONU/U
'A þ&Z Þesar. þoy£K£>
Tm FJÓLUBlAR !FÞAlAAN
AFÆSlNGl t.
rr
©KFS/Distr. BULLS
, HÓFFUMIT i twsu VÍ£>
ÞAf>.. VIÐBRUM SNIPNIR
^.-.^FWZtR HVOPH
Ferdinand
Smáfólk
Viltu gjöra svo vel að halda á
tepokanum...
BREF
TDL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Islensk ættfræði
Frá Auðunni Braga Sveinssyni:
NÝKOMIÐ er úr prentun ritið ís-
iensk ættfræði, sem einnig ber heitið
Icelandic Genealogy. Rit þetta hefur
Kristín H. Pétursdóttir bókasafns-
fræðingur, bókavörður og fyrrum
bókafulltrúi ríkisins tekið saman. Er
það hið myndarlegasta að ytri og
innri búningi, alls 454 blaðsíður.
Fátt er mynda í riti þessu. Nafna-
skrá yfir aðalpersónur þær, sem fjall-
að er um í ritum þeim, sem tekin
eru til meðferðar, er í lok ritsins og
telur um 60 blaðsíður.
Fljótlega eftir að ég eignaðist rit-
ið, tók ég að blaða í því. Eins og við
er að búast, þegar um frumútgáfu
er að ræða, eru hér ekki öll kurl
komin til grafar. Ritið Faðir minn -
bóndinn er þarna talið og innihalds
getið vel og vandlega, en sleppt öðr-
um bókum, sem heyra undir þessa
ritröð, eins Faðir minn - kennarinn
og Faðir minn - presturinn og Faðir
minn - læknirinn. Þetta er bagaleg
gleymska, eða fínnst höfundi ef til
vill, að ættir bænda beri fremur að
tíunda en embættismanna? Ritsafna
Gísta Kristjánssonar, ráðunauts og
ritstjóra, Atján konur og Sextán
konur, er ekki getið, en Móðir mín
- húsfreyjan, sem kom út í þremur
bindum, er þarna talin með, hið
prýðilegasta verk. Ég bjóst við að
sjá þarna getið ritsafnsins Bóndi er
bústólpi, er kom út í sjö bindum og
Guðmundur Jónsson, fyrrum skóla-
stjóri á Hvanneyri, sá um. En það
var ekki finnanlegt. Þar er þó að
fínna, líkt og í þeim ritum, sem ég
hefí talið upp og ekki er getið í rit-
inu íslensk ættfræði, miklar ætt-
fræðilegar upplýsingar. Hver eru rök
til að ritum þessum er sleppt? Varla
getur hugsast, að höfundurinn, sem
er jafn handgenginn bókum og kunn-
ugt er, hafi ekki vitað af þeim.
Hvernig stendur á því, að ævi-
sagnaritsins „Aldnir hafa orðið“, sem
kom út í 18 bindum, er sleppt? Sá
sem vann það stórvirki, var Erlingur
Davíðsson ritstjóri og rithöfundur á
Akureyri. Þarna er um að ræða mikla
námu persónulegra upplýsinga um
fólk af öllu landinu. í eigu margra,
óhætt að segja.
Ekki sá ég þarna getið um „Nýjar
kvöldvökur", nýjan flokk, sem út var
gefinn á Akureyri 1960 til 1962, og
birti allmarga ættfræðiþætti, og voru
raunar hugsaðar sem ættfræðirit.
Ég sá eftir því riti, er það hætti út-
komu. Að því stóðu fræðimenn á
sviði ættfræði, eins og Einar Bjarna-
son, sá eini sem gegnt hefur prófess-
orsembætti í ættfræði hérlendis. Þá
er „Andvara" hvergi getið þama, en
í honum hafa birst margar ævisögur
og ættir manna raktar talsvert. Vera
má, að höfundurnn hafí sleppt riti
þessu, vegna þess að megnið af
ævisögunum hefur birst í ritröðinni
„Merkir Islendingar I og II“.
Ævisögur eins og „Myndir dag-
anna I—III“, eftir séra Svein Víking
„Minningar" Huldu Á. Stefánsdótt-
ur, einnig minningabækur Óskars
Clausen, eru náma persónusögu og
ættfræði, og hefði_ þess vegna vel
mátt geta þeirra. Ég nefni rit þessi
sem dæmi.
Meira mun ég ekki nefna að sinni.
Hér er þó um merkt rit að ræða, sem
þörf var á. Á einni stað hefur ekki
fyrr verið safnað jafn heildstæðum
fróðleik um ættfræðiheimildir. Rit
sem þetta verður að sjálfsögðu gefið
út á ný, og þá endurbætt. Frum-
kvæði Kristínar Hólmfríðar Péturs-
dóttur ber að meta að verðleikum.
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON,
félagi í Ættfræðifélaginu,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
Trommutónleikar
eða handbolti?
(Hugleiðingar að leikslokum í Smára.)
Frá Jóni Steinari Jónssyni:
ERU HANDBOLTALEIKIR ætlaðir
heymarskertu fólki og/eða þeim sem
vilja verða skertir á heym? Þar sem
„hljóðfæraleikararnir" sem tróðu upp
á landsleik íslendinga og Dana í
nýja íþróttahúsinu í Kópvavogi sl.
fimmtudagskvöld voru ekki fjarlægð-
ir eða afkjuðaðir er mér nær að halda
að svo sé.
Það ríkti mikil stemmning í
íþróttahúsinu Smára þetta kvöld fyr-
ir vígsluleikinn. Vörpulegir handbol-
takappar stóðu teinréttir og þjóð-
söngvar þjóðanna hljómuðu frábær-
iega í flutningi skólakórs Kársnes-
skóla. Áhorfendabekkirnir þéttsetnir.
Flauta dómarans gall við og... þar
með byijaði trommukonsertinn. Þrír
menn með stórar, hljómmiklar
trommur og áiíka marga kjuða af
stærri gerðinni höfðu komið sér fyrir
á áhorfendabekkjunum og var greini-
lega mikið í mun að leyfa okkur hin-
um, sem vorum komin til að horfa á
handbolta, að njóta tónlistarhæfi-
leika sinna. Mér var ekki kunnugt
um að þarna ættu að fara fram
klukkustundarlangur trommukon-
sert og ég hafði alls ekki keypt mig
inn á slíka uppákomu. En ég var
þess heiðurs aðnjótandi að sitja í svo
sem þriggja metra fjarlægð frá
„hljóðfæraleikurunum" og gat því
greint öll hárfín stílbrögð í leik
þeirra. Eftir nokkurra mínútna leik
var ég þó orðinn meira upptekinn
af því að halda fyrir eyrun en nokk-
urn tímann að reyna að greina þessi
stílbrögð, hvað þá að fylgjast með
handboltanum, en það var nú aðal-
erindi mitt í Smára þetta kvöld. Ég
bað nú og vonaði að „hljóðfæraleik-
ararnir“ færu að þreytast eða verkja
í eyrun eins og mig. En á þeim sást
enginn bilbugur. Ég sá mér því þann
kost vænstan að flýja og koma mér
fyrir í síðari hálfleik eins langt í
burtu frá þessum óþreytanlegu
„hljóðfæraleikurum" og mér var auð-
ið.
Það hlýtur að vera krafa okkar
sem erum svo lánsöm að vera ekki
heymarskert að geta komið á völlinn
og fylgst með jafn frábærum hand-
bolta og spilaður er á íslandi án þess
að verða útsett fyrir hávaðamengun
á háu stigi eins og veruiegur hluti
áhorfenda í Smára varð fyrir þetta
kvöld.
JÓN STEINAR JÓNSSON,
heilsugæslulæknir.