Morgunblaðið - 30.11.1994, Page 38

Morgunblaðið - 30.11.1994, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR Móftir okkar, SVAVA SIGURÐARDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 45, lést mánudaginn 28. nóvember í Vífilsstaftaspítala. Edda Jónsdóttir, Freyja Jónsdóttir, Hilmar Jónsson. t Elsku sonur okkar og bróftir, KRISTJÁN REYNIR GUÐMUNDSSON, verður jarftsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.30. Dóra Reyndal, Guðmundur Guðmundsson, Edda Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guömundsdóttir. t Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR G. MAGNÚSDÓTTUR, Búlandi 29, fer fram frá Bústaftakirkju fimmtudag- inn 1. desember kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins njóta þess. Matthías Bjarnason, Bjarni Matthíasson, Jenný Matthfasdóttir, ÁsgeirTorfason, Erna Matthíasdóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson, Jónas Matthfasson, Inge Elisabeth Meller og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR EIRÍKSSON frá Dvergsstöðum, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag aðstandenda Alzheimerssjúkl- inga á Akureyri og nágrenni. Laufey Stefánsdóttir, Vilhjálmur Baldursson, Guðrún Haraldsdóttir, Stefán Baldursson, Sigríður Jóhannesdóttir, Þóra Baldursdóttir, Gunnar Baldursson, Ingigerður Baldursdóttir, Sigurður Jósafatsson, Sigrfður Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móftir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR HERMANNSDÓTTIR frá Hjalla ÍKjós, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 2- desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minning^rsjóð Skjóls eða aðra li'knarsjóði. Guðrún Hansdóttir, Rúnar G. Sigmarsson, Ragnheiður Hansdóttir, Bernharð Haraldsson, Hermann Hansson, Heiðrún Þorsteinsdóttir, Guðni Hansson, Högni Hansson, Karin Loodberg, Sigurður Örn Hansson, Helga Finnsdóttir, Helga Hansdóttir, Árni Björn Finnsson, Erlingur Hansson,, Kristjana Óskarsdóttir, Vigdfs Hansdóttir, Jan Olof Nilsson, barnabörn og barnabarnabörn. * * ARNIARNASON HAFSTAÐ + Árni Árnason Hafstað fæddist í Vík í Skagafirði 2. febrúar 1915. Hann lést 20. nóvember síðastliðinn á heimili sínu á Seltjarnar- nesi. Foreldrar hans voru Árni Jónsson Hafstað og Ingi- björg Sigurðardótt- ir. Hann var elstur ellefu systkina. Systkini hans voru: Sigurður, Páll, Steinunn, Haukur, Erla, Halldór, Mar- grét, Sigriður, Guð- björg og Valgerður. Af þeim eru Páll, Guðbjörg og Margrét látin. Hinn 26. nóv. 1948 kvæntist Arni Arngunni Sigríði Ársælsdóttur, dóttur Ársæls Árnasonar bók- bindara og bókaútgefanda og Svövu Þorsteinsdóttur. Árni og Arngunnur eignuð- ust fimm syni: Kol- bein jarðeðlisfræð- ing, Árna ritstjóra, Ársæl bókbindara, Jón innanhússarki- tekt og Finn fram- leiðsiustjóra. Barna- börn þeirra eru orð- in tólf talsins. Árni varð stúdeiit frá Menntaskólanum i Reykjavík 1937. Fljótlega eftir það fór hann til Kaup- mannahafnar og lagði þar stund á nám í verkfræði við Polyteknisk Institut. Frá 1949 var hann við störf á tæknideild Landssíma íslands og síðar Pósti og síma þangað til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför hans fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. MÁGUR minn, Ámi Árnason Haf- stað, verður kvaddur hinstu kveðju frá Fossvogskirkju í dag. Hann var starfsmaður um fleiri áratuga skeið hjá Landssímanum í Reykjavík. Hann var mikils metinn og virtur jafnt af yfirboðurum sínum sem sam- starfsmönnum. Hann var reyndar ekki með öllu ókunnur Landssíman- um og stjórnendum þar þegar hann réðst þangað. Á menntaskólaárum sínum hafði hann unnið fleiri sumur við símalagnir norðanlands. Eg minnist þess hvemig hann lýsti glað- væru striti vinnuhópsins við að koma símalínunni upp í nærri 1.000 metra hæð yfír Grímubrekkur milli Ólafs- fjarðar og Dalvíkur. Þó að Árni hafí ekki vitað það þá varð þetta upphaf- ið á ævilöngu og farsælu starfi hans hjá Landssímanum. . Fullyrða má að Ámi lifði sérlega auðugu og, ég held, farsælu lífi. Hjónabandið var mjög gott og fjöl- skyldulífíð til fyrirmyndar. Gestur, sem að garðí bar þeirra Árna og Amgunnar, hlaut strax að veita því athygli, hve húsakynnin voru snyrti- leg og heimilið allt menningarlegt. Bækur voru það þó, sem öðru fremur drógu að sér athygli gestsins. Og ekki bara einhveijar bækur, heldur nær einvörðungu úrvalsrit norrænna fræða og bókmennta, margar hveijar innbundnar af húsbóndanum sjálf- um. Þarna var hálft líf Áma fólgið, þ.e. í heimi bóka og bókmennta. Þar lifði hann sínu öðm lífi með vissum hætti til hliðar við hversdagslífið. Fáa hef ég fyrirhitt á lífsleiðinni, jafn- handgengna norrænum bókmennt- um og Árna Hafstað. Ég held að hann hafí átt sér fáa líka um yfír- gripsmikla þekkingu á íslenskum bókmenntum að fornu og nýju, eink- um fomu. Stundum heyrðust vinir hans segja sem svo, að Árni væri dæmi um mann, sem hefði alla ævi verið á rangri hillu í lífinu. Forlögin hefðu sett hann þar á bekk, sem hæfileikar hans og hjartans mál hefðu ekki fengið notið sín. Þetta held ég að sé varla rétt ályktað. Hann var sáttur við starf Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR HfÍTEL liOFTLtilDIR sitt í þjóðfélaginu og skilaði því með sóma í annarra hendur nokkmm ámm fyrir áskilinn hættutíma opin- berra starfsmanna. Þannig skapaði hann sér mikinn tíma og ágætar aðstæður til að sinna hugðarefnum sínum, lestri góðra bóka og ekki síð- ur viðgerðum á illa förnum en merki- legum bókum, sem bárust upp í hend- ur hans úr ýmsum áttum. Hafstaðsfjölskyldan, afkomendur Ingibjargar og Áma í Vík, er nú orðin næsta fjölmenn, nokkuð á ann- að hundrað manns. Leitun mun vera að, samheldnari fjölskyldu á þessu landi ættrækninnar. Systkinin frá Vík hafa verið einstaklega samstæð- ur hópur þó að nú séu tekin að brotna í hann skörð. Við því er ekkert að segja. Það er lögmálið, sem fer sínu fram hvað sem menn kunna að gera til að tefja framgang þess. Margir verða þeir sem sakna Árna Hafstaðs nú þegar hann er allur. Hann var óvenjulegur maður, kúltúr- maður í besta skilningi, hógvær maður, sem ekki tranaði sér fram, unnandi bókmennta og lista, ekki síst hljómlistar. Hann var maður sem gott er að hafa kynnst. F.h. fjölskyldu minnar sendi ég Arngunni og afkomendum þeirra hjóna alúðarkveðjur og bið þeim allr- ar blessunnar. Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, Tjörn. Árni Hafstað, frændi minn, er lát- inn og langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Hann var allmikill þáttur í lífi okkar systk- inanna, bama Erlu og Indriða, þar sem þau og Ámi og Amgunnur ákváðu að standa saman að húsbyg- ingu á Seltjamarnesi skömmu eftir 1950. Sambúð þessara fjölskyldna á Melabraut 16 stóð í nærri íjóra ára- tugi með ágætum, þó að Árni frændi og faðir minn hafí um margt verið ólíkir menn. Þar sem pabbi var lengi fjarri heimilinu vegna vinnu sinnar á sjó kom Ámi frændi talsvert við sögu í uppeldi okkar systkina með beinum eða óbeinum hætti. Ég veit að þau Ámi og Amgunnur voru móður minni ómetanlegur styrkur á þeim árum. Við vomm þrír Árnarnir á Mela- braut 16. Hann var ætíð aðgreindur frá okkur strákunum, bæði af okkur í húsinu og vinum okkar í hverfinu, Sérfiæðingai' í l)lóiiiaskrpyliii<>Tiiii vii) öll la'kil’a'i'i Skólavördustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090 sem Árni „stóri“. Hann hélt því viður- nefni löngu eftir að við vorum orðnir talsvert hærri en hann. Oft var mikill fyrirgangur í okkur krökkunum í húsinu, sem eðlilegt var hjá hópi níu stráka á svipuðum aldri. Þeir frændur mínir, synir Áma og Amgunnar, voru fjörmiklir og skap- stórir og við bræðumir hinum megin í húsinu þurftum líka pláss og at- hygli. Það var ekki auðvelt verk að hafa taumhald á slíkum hópi. Það kom í hlut Árna frænda og mér fínnst honum hafa tekist það með ágætum. Hann naut enda þess að eiga Arng- unni sem lífsförunaut en eðlislægir mannkostir hennar hafa verið honum dýrmætur styrkur við uppeldi sem og á öðmm sviðum. Okkur krökkunum fannst Árni stundum vera býsna strangur við okkur á sínum tíma. Ég geri mér þó grein fyrir því nú er ég lít til baka, að það var ekki endilega tíma- bundin ströng framkoma hans og áminningar, sem höfðu mest áhrif á okkur, heldur miklu fremur hið dag- lega hógværa og kyrrláta fas hans og framkoma, sem lýsti svo heil- steyptum og góðum manni í hvaða máli sem hann kom að, að ekki fór framhjá nokkrum sem honum kynnt- ist. Ég veit líka að afí í Vjk taldi lán að þessir mannkostir Árna urðu yngri systkinum hans fyrirmynd eft- ir fráfall móður þeirra. Við sem bjuggum í hinum enda hússins á Melabraut 16 munum ávallt meta það að hafa búið með þeim Árna og Arngunni svo lengi. Ég vil senda Arngunni, sonum henn- ar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur frá okkur systkinum og mömmu. Árni Indriðason. Með láti Árna Hafstaðs er höggv- ið enn eitt skarð í hóp heimilisvina okkar hjóna frá Hafnarárunum. En Árni var okkur nákomnari en margir aðrir, þar sem hann var frændi minn og sveitungi. Hann kom til Hafnar 1937 að loknu stúdentsprófi, en tepptist á íslandi við upphaf styijald- ar, eins og ýmsir aðrir. Hann komst þó aftur til Hafnar með ævintýraleg- um hætti árið 1941. Þá vildi svo til að tvö síldarskip_ fóru frá Siglufirði til Norðurlanda, Ámi tók sér far með öðru þeirra, komst með því til Pets- amo og þaðan landleiðina til Kaup- mannahafnar á útmánuðum 1941. Gæfa hans var að velja rétt skip, því að til hins skipsins spurðist aldrei síðan. Mér er minnisstætt hve hissa ég varð þegar Ámi hringdi til okkar — mig minnir frá Helsingör — og boðaði komu sína. Við náðum í nokkra kunningja okkar, og Árni var þar spurður spjörunum úr. Hann hafði líka með sér nokkrar nýjar ís- lenskar bækur, sem urðu mörgum landanum fagnaðarefni, því að úr þeim var síðar lesið á mannfundum Islendinga. Árni varð síðan tíður gestur á heimili okkar, allt þangað við flutt- umst til íslands 1946. Hann tók dijúgan þátt í félagslífi Islendinga, enda hafði hann ávallt verið bók- hneigður og haft mikinn áhuga á íslenskum menntum. Hann varð og handgenginn Jóni prófessor Helga- syni, sem mat Árna mikils. Þegar félag íslenskra stúdenta í Kaup- mannahöfn fór að huga að því að gefa út tímarit, kom saman eins konar óformleg nefnd á heimili okkar og gekk frá endanlegri áætlun um útgáfuna. Við vorum alls tíu, og Árni var í þeim hópi. Allir áttu þeir síðan drjúgan þátt í útgáfu Fróns. Af þessum hópi eru nú aðeins fjórir ofar moldu. Veikindi hömluðu því að Árni lyki prófi, en hann varð þeirra vegna að dveljast í Danmörku um skeið eftir stríð. En sú dvöl varð honum hins vegar til þeirrar gæfu að hann kynnt- ist þar sinni ágætu konu, Arngunni Ársælsdóttur. Eftir að þau ungu hjón komu heim og settust að í Reykjavík, tókst kunn- Vandaðir legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN J Brautarholti 3,105. R Sími 91-621393

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.