Morgunblaðið - 30.11.1994, Page 43

Morgunblaðið - 30.11.1994, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 43 FRÉTTIR Stjórnmála- fundur á Höfn TÆPAST hefur það farið framhjá mönnum að umræða um utanríkis- mál sem tengd er alþjóðlegum samningum hef- ur verið fyrir- ferðarmikil nú um sinn enda mikilvægir at- burðir að gerast í þeim efnum. ísland á hér mik- illa hagsmuna að gæta og því afar mikilvægt að af- Björn staða stjórn- ■ Bjarnason málaflokkanna liggi sem skýr- ust fyrir, segir í frétt frá Sjálf- stæðisfélagi Austur-Skaft- fellinga. Af þessari ástæðu meðal annars verður haldinn fundur í Sjálfstæðishús- inu á Höfn i Hornafirði á full- veldisdaginn 1. desember kl. 20.30. Fundarefni er ísland og al- þjóðasamskipti auk þess sem eðlilegt þykir að Arnbjörg flalla einnig um Sveinsdóttir stjórnmálavið- horfið á kosningavetri. Alþingis- mennimir Björn Bjarnason og Egill Jónsson og Arnbjörg Sveinsdóttir sem nú skipar annað sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi, mæta á fundinum. Þessi fundur er öllum opinn. Egill Jónsson íslenska liðið hlaut gull og brons Lúxemborg, Morgunblaðið. ÍSLENSKA landsliðið í matreiðslu hlaut bronsverðlaun í seinni hluta alþjóðlegu matreiðslukeppninnar „Culinary World Cup“ sem haldin var í Lúxemborg í vikunni. Verðlaunin voru fyrir kalt borð, en það var hlaðborð er sýndi for- rétti, aðalrétti, eftirrétti, smárétti, og þriggja og sjö rétta matseðla. Var keppt í samsetningu matseðla, útliti, frágangi sem og frumleika í samsetningu réttanna. Á miðju ís- lenska borðsins stóð svo skreytingin, eldfiall, sem Kara Jóhannesdóttir hannaði og útbjó. íslenska liðið náði góðum árangri í keppni þessari því þeir hlutu verð- laun í báðum flokkunum sem keppt var í, guil fyrir heita rétti og brons fýrir kalda rétta. Landsliðið skipa: Úlfar Finn- björnsson, fyrirliði, Baldur Öxdal, Friðrik Sigurðsson, Þorvarður Ósk- arsson og Snæbjörn H. Kristjánsson. Varamenn: Bjarki Hilmarsson, Ás- björn Pálsson og Jón Árelíusson. Framkvæmdastjóri er Örn Garðars- son og til aðstoðar Sigurður Hall og Þórarinn Guðlaugsson sem jafn- framt er þjálfari liðsins. Allt hráefni sem notað var kom frá íslandi. ÍSLENSKU matreiðslumeistararnir. Fremri röð, f.v.: Þorvarður Óskarsson, Úlfar Finnbjörnsson, Örn Garðarsson og Baldur Öxdal. Aftari röð, f.v.: Jón Árelíusson, Friðrik Sigurðsson, Þórar- inn Guðlaugsson, Snæbjörn H. Kristjánsson, Asbjörn Pálsson og Bjarki Hilmarsson. Matreiðslukeppnin „Culinary World Cup“ Doktorsritgerð í dýralífeðlis- fræði SIGHVATUR Sævar Árnason varði doktorsritgerð (PhD) sína við Dýra- lífeðlisfræðideild August Krogh- stofnunar Kaup- mannahafnarhá- skóla 5. nóvem- ber á síðasta ári. Ritgerðin ber heitið „Endocr- ine regulation of salt and water homeostasis in a granivorous bird, Gallus gallus, with special re- ference to the lower intestine, colon and coprode- Dr. Sighvatur Sævar Arnason um“. Leiðbeinandi var prófessor Erik Skadhauge, dr. med., við Lífefna- og lífeðlisfræðistofnun Hins konung- lega Dýralækna- og landbúnaðarhá- skóla í Kaupmannahöfn, og meðleið- beinandi var lektor Per Rosenkilde, Mag.Scient., við lífeðlisfræðideild Panum-stofnunarinnar við lækna- deild Kaupmannahafnarháskóla. Ritgerðin fjallar um þátt fjögurra hormóna (vasótócíns, prólaktíns, corticósteróns og aldósteróns) í við- haldi seltu- og vökvajafnvægis hænsnfugla við erfiðar umhverfisað- stæður. Sighvatur lauk BS-gráðu í líf- fræði frá Háskóla íslands 1976 og DEA-gráðu í hormónafræðum frá Vísinda- og tækniháskólanum í Montpellier í Frakklandi árið 1980. Hann hefur starfað sem sérfræðing- ur og stundakennari við Rannsókn- arstofu í lífeðlisfræði við Háskóla íslands. Síðan 1988 hefur hann gegnt lektorstöðu í lífeðlisfræði við læknadeild Háskólans. Eiginkona Sighvats er Þórhalla Arnljótsdóttir, kerfisfræðingur,_ og eiga þau tvö börn, Hrafnkel og Ástu Guðrúnu. Foreldrar Sighvats eru Árni Sighvatsson, söngkennari, og Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir. ♦ ♦ ♦ Námskeið hjá Kolaportinu KOLAPORTIÐ hélt nýlega nám- skeið þar sem kynntar voru ýmsar árangursríkar leiðir til tekjuöflunar á markaðstorginu. Færri komust að en vildu og því hefur verið ákveðið að halda annað námskeið fímmtu- dagskvöldið 1. desember kl. 20. Kynntar verða ýmsar árangurs- ríkar leiðir til tekjuöflunar á mark- aðstorginu. Námskeiðið eru ókeypis og getur hentað bæði þeim sem hafa prófað að selja í Kolaportinu og vilja bæta árangurinn og þeim sem hafa áhuga á að nota þennan vettvang til tekjuöflunar í framtíð- inni. Farið verður yfir mismunandi leiðir til að þéna á markaðstorginu, allt frá því að koma með eigið kompudót til fulls fyrirtækjarekst- urs í þessu umhverfi, bent á árang- ursríkar aðferðir við söluna og víti til að varast. í TAKT VIÐ TÍMANN QARÐAR ÓLAFSSON ÚRSMIÐUR Lækjartorgú sími. 10081. í þessari viku sýnum við það nýjasta í vasaúrum og úrum í húlsfesti Vasaúrin eru fáanleg í 18k gulli, silfri og með 18k gullhúð, með og án loks. Verðmæt tímamótagjöf. Ur í hálsfestí eru mjög vinsæl. Emailérað bak með 18k gullrós, einnig með 18k gullhúð, með og án loks. Fallegur skartgripur. Fulltrúi gesta á Sjúkrahóteli Rauða krossins færir Guðríði Halldórsdóttur, hótelstjóra, blómakörfu á afmælinu. Stækkun sjúkra- hótels bætir úr brýnni þörf UM ÁRAMÓTIN verður rúmum á sjúkrahóteli Rauða krossins í Reykja- vík fjölgað um meira en helming, eða úr 28 í 59. Þessi stækkun verður yfir vetrarmánuðina, frá október til maí, og bætir úr brýnni þörf enda er hótelið fyrir löngu orðið of lítið. Um miðjan nóvembermánuð var þess minnst að tuttugu ár eru liðin frá því að Sjúkrahótel Rauða kross- ins tók til starfa í Reykjavík. I sam- sæti, sem gestum og starfsfólki var haldið á afmælisdaginn, voru nokkrir sjálfboðaiiðar og starfsmenn heiðrað- ir fyrir framlag sitt til starfseminn- ar. Margir hafa lagt hönd á plóginn á síðustu tuttugu árum, ekki síst félagar í Kvennadeild Reykjavíkur- deildar RKÍ, sem m.a. hafa annast bókasafnsþjónustu við sjúkrahótelið frá upphafi. Þörfín fyrir stækkun hótelsins er afar brýn, eins og sést best á því að á síðasta ári var nýting sjúkrahótels- ins 104%. Að auki er vonast til að stækkuninni fylgi aukin hagkvæmni í rekstri, en undanfarin ár hefur ver- ið töluverður rekstrarhalli á sjúkra- hótelinu sem ekki hefur fengist bætt- ur, þar sem halladaggjöld hafa verið felld niður, segir í fréttatilkynningu. Jafnframt er þessa dagana unnið að endurskoðun reglna um innlagnir á hótelið. Hótelstjóri Sjúkrahótels Rauða kross íslands er Guðríður Halldórs- dóttir. -------♦..♦ -»----- Erindi um hrók- endur á íslandi DR. ÓLAFUR K. Nielsen, fugla- fræðingur, flytur erindi sem hann nefnir Hrókendur á íslandi, í kvöld, miðvikudaginn 30. nóvember, kl. 20.30. Hróköndin er amerísk andategund sem flutt var til Bretlandseyja um 1950 og hefur verið að breiðast út um Evrópu síðustu tvo áratugi. Þar hafa menn áhyggjur af því að hrók- öndin muni útrýma eiröndinni, sem er sjaldgæfur varpfugl í Suður-Evr- ópu og Mið-Asíu. Ólafur fjallar um hrókendur á íslandi og Evrópu og hvað verið er að gera til að stemma stigu við útbreiðslu hennar á Bret- landseyjum, Spáni og víðar. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, húsi Hugvísinda- deildar háskólans, og er öllum heim- ill aðgangur. TEIKNING af hrókönd. kjami málsiiu! Uppskriftir, heimsóknir, jólasiðir, konfektgerð, fóndur, jólagjafir, pakkar og margt fleira er í 64 síðna hlaðauka sem fylgir Morgunblaðinu nk. fhnmtudag, 1. desember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.