Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Veturinn er að koma... Kul í lofti... reykur stígur upp Hljóðið í svellslíparanum... úr reykháfum... BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík 0 Sími 691100 • Símbréf 691329 Furðulegar hugleiðingar um ferskeytluna Frá Guðmundi Guðmundarsyni: í Lesbók Mbl. 12.11. sl. hljóðar fyrirsögnin á grein Andra Isaksson- ar „Er ferskeytlan skáldskapur?" Hann tekur að þessu tilefni til með- ferðar 12 ferskeytlur ásamt athuga- semdum, sem voru óþarfar. Vísurnar „sem mér sjálfum finnst óvenju góðar“ leiddu svo til þeirrar niður- stöðu, „að fer- skeytlan þarf ekki að vera skáldskapur, þó hún geti verið það“. Hvílíkar frétt- ir! Að sjálfsögðu tryggja rím og stuðlar hvorki snalla vísu eða gott kvæði. Ástsælasti kveðskapur þjóð- arinnar, sem hún lærir og tekur ástfóstri við er undir háttbundnum bragarháttum. Vísurnar hafa álltaf haft ótrúleg- an töframátt eins og Klettafjalla- skáldið Stephan G. lýsir meistara- lega: Undarleg er íslensk þjóð allt sem hefur lifað hugsun sína og hag í Ijóð hefur hún sett og skrifað. Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan þér er upp í lofa lögð landið, þjóðin, sagan. eða ættum við að heimsækja Stein- grím í Nesi: Allt sem þjóðin átti og naut, allt sem hana dreymir, allt sem hún þráði og aldrei hlaut alþýðustakan geymir. Ferskeytlan hefur glatt og gleður enn íslendinga og ég vona að svo mun verða um alla framtíð! Tímanna tákn? Hinsvegar leiða þessar hugleiðingar yfirdeildarstjóra kennsludeildar UNESCO í París hugann að því hvar við erum stödd í ljóðagerðinni í dag og hve mörg af þeim ljóðskáldum, sem þiggja skáldastyrk geta gert skammlausa ferskeytlu? Prósaruglið tröllríður svokallaðri ljóðagerð með þeim hætti að hún virðist komin á algjörar villigötur! Þegar prósaljóðskáldi er hælt af einhverjum aðdáenda og maður biður viðkomandi að lofa sér að heyra eitt af uppáhalds ljóðunum, þá verður viðkomandi einskonar heimaskítsmát. Hann kann ekki eitt einasta ljóð eftir uppáhalds skáldið sitt! Er þetta ekki tímanna tákn? Nú vil ég ekki neita því að til séu brúkleg og snjöll prósaljóð en öllum má vera ljóst að búið er að misþyrma þessari grein ljóðlistar svo gjörsamlega, að það fer hrollur um mann, þegar talað er um prósaskáld. Hvernig ætli standi * á því að ljóðaskáld á 2ja ára styrk frá Rvíkurborg launar ekki fyrir sig með brúklegu Ijóði, um borgina okkar? Hvert var framlag okkar ljóðsnillinga í tilefni af 50 ára lýðveldisafmælinu? Urðu ljóðskáldin ekki upptendruð að þessu tilefni? Var ekki Alþingishátíðin uppspretta glæsilegra ljóða og tónlistar, sem þjóðin tók ástfóstri við og enn eru í hávegum höfð! Sagan endurtók sig við stofnun lýðveldisins 1944, frábær ljóð og frábær lög. - Hefur engin áhyggjur af spennufallinu á 50 ára lýðveldisafmælinu 1994?? Er Ijóðagerðin á villigötum? Hvar eru hátíðarljóðin? Efnt var til samkeppni um lag, sem sjaldan eða aldrei heyrist og ljóðið, sem því fylgdi er vandlega falið! Örugglega ekki að ástæðulausu! Finnst mönnum ekki kominn tími til að hugleiða, hvort ljóðagerðin sé stödd í einskonar blindgötu ruglukolla? Nú vita flestir að við eigum enn ágæt ljóðskáld, þótt þeim fari fækkandi og flestar ljóðabækur seljast illa eða ekki. Hinsvegar eigum við sem betur fer þúsundir af hagyrðingum um land allt og ferskeytlan er alltaf jafn vinsæl. Því miður virðist kveðskapur í t.d. skólum kaffærður í alls konar prósarugli, enda er æskunni kennt að ljóðastafir og rím séu úrelt fyrirbæri og vísvitandi er verið að falsa forrit ljóðagerðarinnar með þeim hætti, að æskan telur sig ekki þurfa að vera puða í einhverri ljóðhefð. Þessi menningar-fjandsamlega afstaða er þöguð í hel! Eg ætla að ljúka þessum hugleiðingum með nokkrum stökum hverri úr sinni áttinni og misgóðum en áhugaverðum: Stefja gróður stuðlafóll stytta hljóða vöku. Hlýnar blóð og hugsun öll heyri ég góða stöku. (Ólína Jónasd.) K.N.: Niðri á sandi nástrandar nepja er blandin hita. Hvort að landar þrífast þar það má tjandinn vita. Ingibjörg Sigfúsdóttir: Áður taldi íslensk þjóð óðsnildina gæði. Samin voru og lesin ljóð lærð og sungin kvæði. Nú má kaupa þessi þjóð þrykkt og gyllt í sniðum í gerviskinni gerviljóð af gerviljóðasmiðum. Látum stórskáldið Einar Ben. ljúka vísnaspjalli: Falla tímans voldug verk varla falleg baga. Snjalla riman stuðlasterk stendur alla daga. Ýmsir okkar helstu menningarfrömuðir virðast samtaka og sammála um að kominn sé tími til að kistuleggja eina okkar merkustu menningararfleifð: ljóðhefðina. Ákveðið hefur verið að jarðarförin fari fram í kyrrþey. GUÐMUNDUR GUÐMUNDARSON, framkvæmdastjóri. Allt efni sem .birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að Iútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.