Morgunblaðið - 30.11.1994, Side 47

Morgunblaðið - 30.11.1994, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 47 FRÉTTIR /»/\ÁRA afmæli. I dag, Ö V/30. nóvember, er sex- tugur Jónas Frímannsson. Eiginkona hans er Margrét Loftsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Lions- heimilinu, Auðbrekku 25, Kópavogi, milii kl. 17 og 19 í dag, afmælisdaginn. Pennavinir FRÁ Tanzaníu skrifar 25 ára karlmaður með áhuga á íþróttum og ferðalögum: Jahilan Munnisy, P.O. Box 8829, Moshi, Kilimanjaro, Tanzania. TVÍTUG finnsk stúlka með áhuga bréfaskriftum, ljós- myndun, íþróttum og tón- list: Janna Nydahl, Oriveden opisto, Koulutie 5B 304, 35300 Orivesi, Finland. FRÁ Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á tónlist, körfubolta og bókalestri: Mary Ashanti, P.O. Box 864, Oguaa str., Ghana. EINHLEYPUR 53 ára Arg- entínumaður, fæddur á ítal- íu, með áhuga á póstkort- um, frímerkjum og norrænu fólki: Gino Glavocich, Calle Chacabuco 172, 1876 Bemal (B.A.), Argentina. JAPANSKAN 21 árs pilt langar að eignast íslenskar pennavinkonur: Kensuke Yamada, 4-20-64 Minami-Sak- asai, Kashiwa City, Chiba prefecture, 277 Japan. GHANASTÚLKA, 24 ára, með áhuga á ferðalögum, ljósmyndum o.fl.: Emma Devens, P.O. Box 864, Oguaa Str., Ghana. ENSK 27 ára kona, sál- fræðimenntuð, með mikinn áhuga á íslandi. Vill helst skrifast á við konur á sínum aldri: Alison Leaman, 20 Arthur Road, St. Albans, Herts., ALl 4S2, England. ÞÝSK 32 ára kennslukona, Ines Ringel, með doktors- próf í landafræði, langar að eignast íslenska penna- vini. Hún skrifar á ensku auk þýsku: Ines Ringel, c/o Reiner Findeis, Linzer Strasse 55, D-06849, Dessau, Germany. I DAG SKÁK Dmsjón Margeir Pétursson FYRIR nokkru var sýnd hér í skákhorninu staða sem kom upp í viðureign Ljubomirs Ljubojevic (2.580) og Vyswanathans Ánands (2.720) á stórmótinu í Buen- os Áires um daginn. Hann tapaði svo skákinni, en áður missti hann af glæsi- legum leik í þessari stöðu, sem hefði dugað til jafntefl- is. Anand lék síðast 33. - Hg8-e8?! (33. - Dc2, 34. Hxh6+! - gxh6, 35. Dxh6+ - Dh7, 36. Df6+ - Hg7, 37. Dd8+ væri laglegt jafntefli, en 33. - Da6! virðist rétti leikurinn). sjá stöðumynd Anand skilur drottningu sína eftir í dauðanum og það gefur hvíti færi á að gjalda í sömu mynt. Ljubojevic lék 34. Hxe8+? - Dxe8 og tapaði fljótt, en rétt var 34. Dd8! - Hxd8, 35. dxc6 - Bxc6, 36. Hxb3 - Hd2, 37. Hgl - Hd4, 38. He3 og staðan er jafntefli. Það var skákáhuga- maður nokkur í Hol- landi, J. Noomen að nafni, sem benti á þessa leið. Ljubojevic missti af vinn- ingsleik eins og sýnt var. Farsi ÞAÐ ER svo hræðilega tómlegt síðan hann fór frá mér. HÖGNIHREKKVÍSI STJÖRNUSPÁ cltir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú átt auðvelt með að orða hugmyndir þínar og sann- færa aðra um gildi þeirra. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hafðu bókhaldið í lagi og var- astu óþarfa eyðslu þegar kvöldar. Félagi hefur fréttir að færa sem boða batnandi horfur. Naut (20. apríl - 20. maf) Mjög gott samband ríkir hjá ástvinum, og smá vandamál leysist farsællega. Þú færð góðar fréttir frá gömlum vini í dag. Tvíburar (21. mai - 20. júní) ^ Varastu óþolinmæði í sam- skiptum við aðra, og hafðu stjóm á skapi þínu. Kurteisi er lykillinn að góðu gengi í vinnunni. Krabbi (21. júní — 22. júlí) t-|B Þú átt auðvelt með að ein- beita þér í vinnunni í dag, en í kvöld era ást og afþreying efst á baugi. Varastu óþarfa eyðslu. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) <e€ Nú er hagstætt að kaupa inn til heimilisins, og þú hefðir gaman af að bjóða heim góðu vinafólki þegar kvölda tekur. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú átt auðvelt með að tjá - ástvini tilfinningar þínar í dag og þið eigið saman góðar stundir. Farðu varlega í um- ferðinni. Vog (23. sept. - 22. október) Þú kemur miklu í verk í vinn- unni í dag, og innkaupin ganga að óskum. En reyndu að varast deilur við skap- styggan vin í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Hafðu háttvísi að leiðarljósi f viðskiptum dagsins ef þú vilt ná árangri. Þú íhugar fata- kaup til að hressa upp á útlit- ið. Bogmaóur (22.nóv.-21.desember) $0 Þú leggur þig fram við að ljúka áríðandi verkefni í vinn- unni í dag. Síðar gefst ástvin- um góður tími út af fyrir sig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sýndu aðgát f vinnunni í dag og varastu of mikla fljótfæmi sem getur valdið mistökum. Félagsmálin verða í sviðsljós- inu f kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú fínnur góða lausn á verk- efni í vinnunni og hlýtur við- urkenningu fyrir. Nú gefst þér gott tækifæri til að semja við ráðamenn. Fiskar (19.febrúar-20.mars) Helgarundirbúningurinn er í íullum gangi og sumir íhuga ferðalag. Sýndu hörundsárum starfsfélaga tillitssemi í dag. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra stað- reynda. Fjölskylduskemmtun í Kolaportinu í TILEFNI af alþjóðlega alnæmis- deginum standa Alnæmissamtökin og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur fyrir fjölskyldu- skemmtun í Kolaportinu við Tryggvagötu fimmtudaginn 1. des- ember og hefst skemmtunin kl. 16 og stendur til kl. 22. Á annað hundrað listamenn koma fram og gefa þeir allir vinnu sína til styrkt- ar Alnæmissamtökunum. Á skemmtuninni munu hljóm- sveitirnar Bong, Bubbleflies, Kol- rassa krókríðandi, Páll Óskar og milljónamæringarnir, Tweety, og Unun ásamt Rúnari Júlíussyni leika og söngvararnir Hörður Torfason, Bubbi Morthens, Olga Guðrún Árnadóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og María Björk og tríóið Borgar- dætur og Kársneskórinn troða upp. Barnaleikhópurinn Möguleikhús- ið flytur atriði úr leikritinu Trítil- toppur, furðufjölskylda Furðuleik- hússins verður á staðnum og Felix og Gunnar úr Stundinni okkar koma í heimsókn. Þá verður flutt atriði úr barnaleiksýningu Þjóðleikhúss- ins Snædrottningunni og úr verð- launaleikritum Landsnefndar um alnæmisvarnir Út úr myrkrinu eftir Valgeir Skagfjörð og Alheimsferðir, Edda eftir Hlín Agnarsdóttur. íslenski dansflokkurínn og List- dansskóli íslands sýna þijú dansat- riði, tvö eftir David Greenall og eitt eftir Margréti Gísladóttur. Grínar- arnir Gysbræður og Steinn Ármann Magnússon og Stefán Jónsson slá á létta strengi og Bragi Ólafsson, Elísabet Jökulsdóttir, Sigfús Bjartmarsson, Sjón og Þórarinn Eldjárn og dúettinn P.S. flytja frumsamin ljóð. Þá koma einnig dans-, tónlistar- og leikatriði frá félagsmiðstöðvunum. Aðgangseyrir að skemmtuninni er 300 krónur. Gengið frá Tjaldhóli að Lambastöðum í ÞRIÐJA áfanga í gönguferð um- hverfis gamla Seltjarnarnesið í kvöld, miðvikudagskvöldið 30. nóv- ember, fer Hafnargönguhópurinn frá Tjaldhóli eftir stígum og fyrir- huguðum stígum með strönd Skeijafjarðar að Lambastöðum. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 niður á Miðbakka og síðan með AV suður í Fossvog að Tjald- hóli. Jólatrésala Landgræðslusjóðs í Fossvogi verður heimsótt í leið- inni. Val um að ganga frá Lamba- stöðum niður á Miðbakka eða taka SVR við birgðastöð Skeljungs eða við Vegamót. Allir eru velkomnir í ferð með HGH. ---------------- ■ STEFNIR, Félag ungra sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði, verð- ur 65 ára 1. desember nk. í tilefni af þessum merku tímamótum efnir félagið til hátíðarkvöldverðar í veit- ingahúsinu Skútunni, Hólshrauni 3. Húsið opnar kl. 19 og hefst borð- hald kl. 20. Heiðursgestir kvöldsins verða Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, for- maður Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. ■ BINGÓ verður haldið á vegum Sunddeildar Aftureldingar í Mos- fellsbæ í Hlégarði fimmtudaginn 1. desember. Mikill fjöldi vinninga er í boði en aðalvinningurinn er málverk eftir Tolla. Börnin eru að safna til að fara í æfingar- og keppnisferð til útlanda á næsta ári. fFVéstfrost Frystikistur Staðgr.verð HF201 72x65x85 41.610,- HF271 92x65x85 46.360,- HF396 126x65x85 53.770,- HF 506 156 x 65 x 85 62.795,- SB 300 126x65x85 58.710,- Frystiskápar FS 205 125 cm 56.430,- FS 275 155 cm 67.545,- FS345 185 cm 80.180,- Kæliskápar KS 250 125 cm 53.390,- KS315 155 cm 57.190,- KS 385 185 cm 64.695,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm kælir 199 ltr frystir 80 ltr 80.465,- 2 pressur KF350 185 cm 93.670,- kælir2001tr frystir 156 ltr 2pressur KF355 185 cm 88.540,- kælir 271 ltr frystir 100 Itr 2 pressur Faxafeni 12. Sími 38 000 - kjarni máhinx! STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Tegund: 340-11 litir: Svart, vínrautt Stærðir: 41-45 Verð: 3.995 kr. Ath: Félag eldri borgara fær 10% staðgreiðsluafslátt POSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR STEINAR WAAGE f SKÓVERSLUN SlMI 18519 ST Ioppskórinn VELTUSUNDI - SÍMI: 21212 VIÐ INGÓIFSTOKG STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN / SlAðl 689212 ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.