Morgunblaðið - 01.12.1994, Page 17

Morgunblaðið - 01.12.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 17 ' TILBOÐIN —Y*-—' KJÖT & FISKUR GILDIR FRÁ 1. TIL 8. DES. Reyktur svínabógur 649 kr.l Nautagúllas 790 kr. Svínainnanlæri 1.090 fcr.l 500 g kókosmjöl 83 kr. 800 g Nesquik kókómalt 319 kr.i 209 kri 400 g Nesquik kókómalt j 4 teg. Axa músli 149 kr.l 3teg. súper-sultur 65 kr. 10-11 BÚÐIRNAR QILDIR FRÁ 1. TIL 7. DES. fiamDorgarnryggur Lambalæri og -hryggir Kg t>yo Kr. j kg 498 kr ’/z lambaskrokkur kg 348 kr.j Hveiti 2 kg 48 kr. Sykur1 kg 48 kr.j Smjörlíki 500 g 48 kr. Smarties 150 g 99 kr.] Macintosh 750 g dós 898 kr. NÓATÚNSBÚÐIRNAR GILDIR FRÁ 1. TIL 4. DES. Rauðvínslegnir lambahryggir kg 629 kr. Sænskt gæðakaffi 250 g 129 kr. Bassets lakkriskonfekt 1 kg 399 kr.l Shop Rite bandar. hveiti 2,23 kg 89 kr. Sun Glory appelsínu- og epladjús 1 49 kr.i Uppþvottaiögur 1 I 49 kr. Ostaskeri 198 kr.| Pizzaskeri 198 kr. F & A GILDIR FRÁ 1. TIL 7. DES. Playmobil sirkus 3.990 kr.: After Eight 825 g 873 kr. Schmidt kakó 250 g 129 kr. Premier-kaffi 500 g 189 kr. Noels hvítlaukssósa 480 g 430 kr. Kleneex bréfþurrkur 19 kr. Matvælaplast 15 m 83 kr.] Jólapappír50 arkir 286 kr. FJARÐARKAUP GILDIR FRÁ 1. TIL 3. DES. Frosin ýsuflök kg 298 kr.l Bayonneskinka kg 795 kr. Rjómaís 1,51 285 kr. Piparkökudropar 500 g 198 kr. Piparkökur400g 139 kr.i Konfekt 400 g 395 kr. Ostarúllur5teg. 115 kr. Jólakort 20 stk. (12,95 per stk.j 259 kr. BÓNUS Sórvara f Holtagörðum Samlokugriil fyrir 2 samlokur 1.975 kr. Team krullujárn 497 kr. Team þrauðrist m/þeyglugrilli 1.790 kr.j Handþeytari + hrærivél 2.390 kr. Gufustraujárn m/úðara 1200w 1.890 kr. Alba ferðatæki með útvarpi, kassettu + CD-spilara 13.975 kr. I Karaoke-tæki 7.500 kr. Diskettur 11 stk. 3,5“ HD + diskéttubox649 kr. [Vinnuskyrtur 100% bómull 579 kr. Hettuhandklæði og smekkur 297 kr. BÓNUS GILDIR FRÁ 1. TIL 8. DES. [ Bónus súkkulaðihjúpur dökkur/ljós 59 kr.; Goði kindahakk 239 kr. Goði ömmusteik 369 kr. Bakara létt og mett-brauð 99 kr. Frón piparhnappar 400 g 139 kr. Premium gold-kaffi 500 g 169 kr. Blómkál 49 kr. Jólapappír 70x2 m 39 kr. Piparkökur ogjólakort PIPARKÖKUR og sælgæti og ýmsar jólavörur setja svip á tilboðin núna. Vert er að minna á Frón-piparhnappa í Bónus á 139 kr. 400 g og 10 jólakort í Fjarðarkaupum kosta 259 kr. eða 12,50 stk. sem er ódýrt. HAGKAUP Skeifunni, Akureyri, Njarðvík, Kringlunni GILDIR FRÁ 1. TIL 7. DES. - matvara Opal bökunarkassi 599 kr. Kjarnabökunarsulta900g4teg. fatan 159 kr. Finax hveiti 2 kg 45 kr. Findus lasagne 645 g 199 kr. Hvítlauksbrauð fín og gróf 99 kr. Fanta Lemon 21 99 kr. Tilda hrísgrjón í suðupoka 250 g 49 kr. Ostarúllur6teg. rúllan 129 kr. HAGKAUP sveiflu tilboð Eldvarnarbrúsi Meteor 349 kr.: Jólaskraut fyrir glugga 199 kr. Ungbarnasamfella 169 kr. Tennissokkar 10 í pakka barna og fullorðins 499 kr. Jólatré 30 sm 199 kr.i Ofnpottar stórir 1.495 kr. Ofnpottar minni 895 kr. Heklaðar töskur 3 teg. 989 kr. KEA NETTÓ GILDIR FRÁ 2. TIL 4. DES. DirmerMmt 250 g 249 kr. Skafís 2 I 339 kr. Voga ídýfa m/kryddbl. 79 kr. Flóru bökunarsmjörl. 500 g 67 kr. Swiss Miss kakó 120 g 279 kr. Svínakótilettur kg 879 kr. Lasagna kg 397 kr. Svikinn héri kg 397 kr. 11-11 BÚÐIRNAR QILDIR FRÁ 1. TIL 6. DES. Folaldasaltkjöt kg 298 kr. Lambasaltkjöt 1. fl. kg 499 kr. Marineruð stld 850 g 219 kr. Rúsínur500g 99 kr. Flóru kakó 400 g 185 kr. Korn Flakes 500 g 149 kr. GARÐAKAUP GILDIR TIL 2. DES Krydduð svínaherðabtóð í heilu kg 565 kr. Frosin ýsuflök kg 415 kr. Beauvais súrar gúrkur í sn. 560 g 115 kr.; Beauvaissúrargúrkurl kg 198 kr. Kiwi 98 kr. Robin appelsínur 85 kr. Kitchen hnífasett 10 stk. 1.290 kr. Kitchen hnífasett 5 stk. 698 kr. ÞINGEY HÚSAVÍK GILDIR 2. TIL 4. DES. Ferskjur heildós 69 kr. Jarðarber heildós 159 kr. Perur heildós 89 kr. Blandaðir ávextir heildós 95 kr. Beauvais rauðrófur 75 kr. Sveppir400g 79 kr. Maískorn 59 kr. RúsínurSOOg dós 89 kr. Samtök launþega semja um lækkuð fargjöld og ódýrari hótelgistingu Hvatttil ferðalaga á veturna FLUGLEIÐIR selja 5.200 sæti á 5.200 kr. fram og til baka á öllum flugleiðum nema til Eyja, en þangað verður 1.000 kr. ódýrara. Fyrir börn 2ja-12 ára er flugmiðinn eitt þúsund kr. ódýrari. ÖLL helstu samtök launþega og Samvinnuferðir-Landsýn hafa náð samkomulagi við fjölmarga aðila í ferðaþjónustu innanlands um að bjóða farmiða, bílaleigubíla, gist- ingu o.fl. á sérstöku stéttarfélags- verði til að hvetja menn til ferða- laga innanlands yfir veturinn. Þetta er framhaldi ferðaátaksins „ísland — sækjum það heim“, sem mæltist vel fyrir og varð til að fjöl- margir lögðu sitt eigið iand undir fót. Pétur Maack í ferðamálanefnd ASÍ, sagði að það væri nýnæmi að hvatt væri sérstaklega til ferðalaga innanlands að vetrarlagi, en óhætt að fullyrða að þá skartaði Island oft sínu fegursta. Launþegasam- tökin hafa nokkur undanfarin ár boðið sérstök félagsfargjöld til út- landa í samvinnu við Samvinnu- ferðir-Landsýn, sem er að stórum hluta í eigu launþegahreyfingar- innar. 5.200 kr. með flugi Því munu Flugleiðir í vetur bjóða 5.200 sæti á 5.200 kr. fram og til baka á öllum innanlandsleiðum sín- um nema til Vestmannaeyja en þangað er fargjaldið 1.000 kr. lægra. Til samanburðar má geta að almennt fargjald til Akureyrar nemur 12.930 kr. og APEX-gjald báðar leiðir 6.630 kr. Til Egilsstaða er almennt flugfargjald 17.930 kr. og APEX 8.130. I þessum tölum er gert ráð fyrir flugvallarskatti. BSÍ býður 50% afslátt á helstu sérleyfisleiðum um land allt. Skv. því kostar 3.500 kr. Reykjavík- Akureyri til baka Þá hafa náðst samningar við ýmsa helstu gististaði. Scandic-hót- elin, Loftleiðir og Esja bjóða við- komandi félagsmönnum eins manns herbergi á 3.300 kr. nóttin og 2ja manna á 4.400 kr. Hótel Örk í Hveragerði og Hótel Norður- land á Akureyri bjóða gistingu fyr- ir einn á 2.700 kr. og fyrir tvo saman á 4.000 kr. Hótel Borgar- nes, Hótel Reynihlíð í Mývatns- sveit, Hótel Selfoss og Hótel Bræðraborg í Vestmannaeyjum bjóða gistingu fyrir tvo fyrir 2.000 kr. á mann og Hótel Flúðir býður gistingu fyrir tvo á 3.600 kr. og Nesbúð á Nesjavöllum býður gist- ingu á 1.500 kr. á mann. Morgunverður er yfírleitt innifalinn. Tvær bílaleigur eru þátt- takendur í þessu. Eurocar og Budget bjóða bílaleigu- bíla á öllum viðkomustöð- um Flugleiða. Þá taka ný- stofnuð samtök um 40 gistiheimila þátt í ferðaá- takinu, en innan Gistisam- band'sins eru gistiheimili og skálar um land allt. Tilboð þessi ná til um 100 þúsund félaga í ASÍ, Bandalagi háskólamanna, þ.m.t. Félag ísl. hjúkrunar- fræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga, Stéttarfélag tæknifræðinga, Far- manna- og fiskimanna- samband íslands, Vél- stjórafélag íslands, Sam- band íslenskra banka- manna, BSRB Landssam- band aldraðra, Blaða- mannafélag íslands og Kennara- samband Islands. I gildi út maí Tilboðin standa út maímánuð, en áhugi er á að hafa sérkjör á ferðum og gistingu innanlands í sumar. Fram -kom í máli Páls Hall- dórssonar, forstöðumanns innan- landsdeildar Flugleiða, að ekki þyrfti að bóka far með ákveðnum fyrirvara en sætafjöldi í hverri ferð væri takmarkaður svo að betra væri að panta í tíma. Dvelja þarf á áfangastað í a.m.k. tvær nætur en ekki þó lengur en í einn mánuð. Matur í mötuneyti gæti verið hollari MANNELDISRÁÐ hefur gefið út bæklinginn „Matreitt fyrir marga,“ sem dreift verður til stjórnenda og starfsmanna mötuneyta á vinnu- stöðum, dvalarheimilum, sjúkra- stofnunum og í skólum. I inngangi kemur fram að sama fólkið borðar gjarnan eina eða fleiri af aðalmál- tíðum dagsins í mötuneyti. í aðfaraorðum til starfsfólks mötuneyta og stóreldhúsa segir: „Sá matur sem þú útbýrð og berð á borð daglega hefur ekki aðeins áhrif á líðan og lund fjölda manna. Heilsa þeirra og starfsorka eru beinlínis undir því komin að hollur og góður matur sé í boði.“ Feitari matur en heima Laufey Steingrímsdóttir for- stöðumaður Manneldisráðs segir erfitt að áætla fjölda þeirra sem borða í mötuneytum að staðaldri, en ætla megi að þeir skipti tugum KANNANIR hafa sýnt fram á að heitur matur í mötuneyti er yfirleitt feitari en heitur matur á heimili. þúsunda. „Því er full ástæða til að vanda matreiðsluna, ekki síst í ljósi þess að samkvæmt könnun Mann- eldisráðs á mataræði íslendinga frá 1990, fá þeir sem borða heita mál- tíð í mötuneytum að jafnaði mun feitari mat en hinir sem borða heita matinn heima.“ í bæklingnum er hvatt til aukinn- ar notkunar á grænmeti með heit- um mat eða köldum og fjölbreyti- legu viðbiti og áleggi. Bent er á leiðir til að draga úr feitum mat og færð rök fyrir því, meðal annars með því að benda á að of mikil fitu- neysla eykur líkur á fítu og ýmsum langvinnum sjúkdómum. Klipið af fitu „Hægt er að klípa af fitunni með því að nota léttmjólk í stað nýmjólk- ur, kaffiijóma í stað ijóma og blanda 10% af sýrðum ijóma eða jafnvel súrmjólk í kaldar sósur. Með þessu má klípa nægilega af fitunni þannig að hún komist í hæfilegt horf.“ Þá er 'nvatt til þess að velja fremur mjúka fitu en harða. „Mjúk fita er heppilegri að því leyti að hún hækkar ekki kólesteról í blóðinu á sama hátt og hörð fita. Matarolíur, til dæmis maisolía, sojaolía, sól- blómaolía og ólífuolía, eru dæmi um mjúka fitu sem heppilegt er að nota í staðinn fyrir smjörlíki þar sem því verður við komið.“ Bæklingurinn er prentaður á þykkan pappír og er 16 bls. Aftast eru uppskriftir, annars vegar mið- aðar við 10 skammta og liins vegar við 100, þar sem sýnt er fram á hvernig hægt er að setja saman matseðill og taka tillit til þeirra ábendinga sem fram koma í bækl- ingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.