Morgunblaðið - 01.12.1994, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR: EVROPA
# m
• | I
NÝR
SVALA
BRÆÐUR
ERU KOMNIR
A KREIK
MUN MEIRI SAFI EN AÐUR.
ENCINN HVÍTUR SYKUR.
DAGSKAMMTUR AF C-VÍTAMÍNI
í HVERJU CLASI.
HVERJUM KASSA AF 1/4 LÍTRA
FERNUM FYLGIR FALLECT JOLADAGATAL
FYRIR BÖRNIN SEM SKREYTT ER
SKEMMTILEGUM MYNDUM AF SVALA-
BRÆDRUNUM FJÓRUM.
»ÍTI»Ö
B RAC DCODUR OC F R15 K
FYRIR BÖRN OC FULLORÐNA
0 9 m •
AN D I
Síðasti fundurinn
Reuter
HELMUT Kohl, kanslari Þýska-
lands, og Fran^ois Mitterrand,
forseti Frakklands, áttu í gær
sinn síðasta opinbera fund í
Bonn. A undanförnum tólf árum
hafa þeir Kohl og Mitterrand
leitt samrunaþróunina í Evrópu
og persónuleg vinátta þeirra ver-
ið tákn um náið samstarf Þjóð-
verja og Frakka. Leiðtogarnir
tveir hafa hist á leiðtogafundi
tvisvar á ári til þessa en á fyrri
hluta næsta árs lætur Mitterrand
af embætti. Velta margir fyrir
sér hver framtíð hins þýsk-
franska samstarfs verður. „Það
munu eiga sér stað kynslóða-
skipti í báðum ríkjunum. Ný kyn-
slóð mun líta jafn tilfinninga-
þrungnum augum á samskipti
Þjóðverja og Frakka og taka
meira tillit til þjóðarhagsmuna,"
segir Axel Sauder, hjá þýsku
utanríkismálastofnuninni.
Áhyggjur í norsku atvinnulífi
Vilja gjalda-
lækkanir og
minni ríkishalla
SAMTÖK norskra atvinnurekenda,
NHO, hafa sent Gro Harlem
Brundtland forsætisráðherra bréf,
þar sem lýst er yfir áhyggjum af
framtíð atvinnulífsins vegna þess
að aðild að Evrópusambandinu hef-
ur verið hafnað.
„Sænskir og finnskir keppinaut-
ar hafa ti-yggt sér forskot. NHO
óttast að bæði norskar og erlendar
fjárfestingar muni fara til annarra
landa og ekki fjölga norskum at-
vinnutækifærum. I þessum kring-
umstæðum verða norsk fyrirtæki
að standa sig enn betur en keppi-
nautar þeirra innan og utan ESB,“
segir í bréfinu.
NHO lýsir yfir stuðningi við
EES-samninginn og tilraunir
stjórnvalda til að tryggja hann í
sessi.
Samtökin krefjast ýmissa að-
gerða af hálfu stjórnvalda til að
vega upp á móti verri samkeppnis-
stöðu, sem þau telja fylgja því að
standa utan ESB. Þau telja að
minnka verði hallann á fjárlögum
um a.m.k. sex milljarða norskra
króna, eða 60 milljarða íslenzkra
króna. Lækka verði launatengd
gjöld fyrirtækja um 2%, afleggja
ijárfestingargjald í áföngum fram
til 1996, hækka afskriftarstuðul
framleiðslutækja úr 20 í 30% og
lækka umhverfis- og orkugjöld til
samræmis við það, sem gerist í
samkeppnislöndunum.
NHO telur að minni fjárlaga-
halla verði að tryggja með lækkun
millifærslna til heimila, landbún-
aðargeirans og til sveitarfélaga.
Flytja til Svíþjóðar
Tvö matvælaframleiðslufyrir-
tæki tilkynntu í gær að þau myndu
flytja hluta af framleiðslu sinni til
Svíþjóðar. Delikat í Ósló sagðist
myndu fækka störfum í Noregi um
meira en 10% og Denja 1 Larvik
sagðist verða að flytja til Svíþjóð-
ar, þar sem fyrirtækið réði ekki við
að borga 160 milljónir króna í tolla
á salat, sem fyrirtækið flytur út til
Svíþjóðar.
Reglulegir fundir
Borgarstjórnar Reykjavíkur ,
eru haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur
fyrsta og þriðja fimmtudag
hvers mánaðar kl. 17:00.
Fundirnir eru opnir almenningi og
er þeim jafnframt útvarpað á
AÐALSTÖÐINNI FM 90.9.
biirsarstjóra