Morgunblaðið - 01.12.1994, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Samkomulag um framkvæmdastjóra OECD
Paye endurráð-
inn til 18 mánaða
París. Reuter.
SAMKOMULAG náðist í gær milli
fulltrúa hinna 25 aðildarríkja
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar (OECD) um stöðu yfirmanns
stofnunarinnar. í málamiðluninni
felst að fráfarandi framkvæmda-
stjóri, Jean-Claude Paye, gegni
stöðunni áfram í eitt og hálft ár
en að þá taki Kanadamaðurinn
Donald Johnston við og verður
hann ráðinn til.fimm ára.
Paye hefur gegnt framkvæmda-
stjórastöðunni undanfarin tíu ár
' og rann síðara fimm ára ráðn-
ingartímabil hans út þann 30.
september. Ríki utan Evrópu börð-
ust hart fyrir því að hann yrði
ekki endurskipaður þar sem þau
töldu áhrif Evrópumanna í al-
þjóðastofnunum allt of mikil.
Að auki gætti töluverðrar
óánægju með störf Paye.
Náðu ríkin saman um frambjóð-'
andann Donald Johnston, sem er
fyrrum fjármálaráðherra Kanada
og fyrrverandi formaður Fijáls-
lynda flokksins þar í landi. Ríki
Evrópusambandsins kröfðust þess
hins vegar að Paye yrði endurráð-
inn.
Sendiherra Svía hjá OECD,
Staffan Sohlman, hefur gegnt
stöðunni tímabundið frá í septem-
ber. Bráðabirgðaráðning hans
rann út í gær.
Með þeirri málamiðlun, sem
náðist í gær, er tryggt að Paye
muni stjórna næstu tveimur leið-
togafundum OECD, þar sem tekið
er fram að þann síðari skuli halda
fyrir maílok 1996.
Aukinnar spennu gætir meðal
ESB og annarra ríkja, ekki síst
Bandaríkjanna og Japan, vegna
skipunar í forystuembætti alþjóða-
stofnana. Er búist við að næsta
deila muni snúast um fram-
kvæmdastöðuna hjá Heimsvið-
skiptastofnuninni (WTO), sem tek-
ur við af GATT um áramótin.
Hlúum að
börnum heims
-framtíðin
er þeirra
FRAMLAG ÞITT
ER MIKILS VIRÐI
hjálparstofnun
ynr) kirkjunnar
V I " y - með þinni hjálp
Háaldraður trúarleiðtogi sjíta-múslima látinn
Klerkastjórn Irans vill
sinn mann í embættið
KLERKASTJÓRNIN í íran reynir
nú að stjórria valinu á næsta and-
legum leiðtoga sjíta-múslima í
heiminum til að tryggja að hann
aðhyllist herskáa útgáfu hennar
af íslam og kenninguna um að lög^
mál íslams og stjórnmál séu órofa
heild, að sögn fréttastofunnar
Associated Press.
Trúarleiðtogi sjíta, Mohammad
Ali Araki erkiklerkur, lést á gjör-
gæsludeild sjúkrahúss í Teheran á
þriðjudag, að minnsta kosti hundr-
að ára að aldri - og hugsanlega
ailt að 106 ára. Hann var marja
ala („æðsti apdlegur leiðbeinandi")
og þeir sem hafa haft þann titil
hafa verið æðstu túlkendur Kór-
ansins meðal sjíta á þessari öld.
Miðað við aldur æðstu erkikierka
sjíta er nánast öruggt að næsti
maiya a/a verði á sjötugs- eða .átt-
ræðisaldri - sem merkir að hann
gæti haldið embættinu í nokkra
áratugi.
Lægra settir erkiklerkar hafa
þó skyggt á marja a/a, svo sem
Ruhollah Khomeini, sem var til-.
nefndur^ andlegur og veraldlegur
leiðtogi íranstil æviloka árið 1979.
í augum flestra sjíta er marja a/a
þó enn æðsti túlkandi Kóransins.
íranir hafna fraka
Nýr Marja a/a gæti grafið undan
áhrifum klerkastjórnarinnar í íran,
bæði heima fyrir og í útlöndum
þar sem hún leitast við að útbreiða
byltingareldmóðinn. Sjítar eru um
100 milljónir, 10% múslima í heim-
Ali Khamenei
Ruhollah
Khonieini
inum, og 60 milljónir þeirra búa í
íran. Sjítar eru einnig í meirihluta
í Azerbajdzhan og stór hluti íbúa
íraks og Líbanons.
Stjórnin í Teheran óttast að
næsti maija a/a verði ekki íráni
og henni stendur einkum stuggur
af Ali Husseini Seestani, einum
af æðstu erkiklerkunum. Seestani
er 65 ára og býr og kennir í Naj-
af, fornri fræðamiðstöð sjíta í suð-
urhluta íraks.
Þótt írönsk stjórnvöld hafi ekki
neinn formlegan rétt til að hlutast
til um valið á marja a/a hafa þau
þegar reynt að hindra að Seestani
verði fyrir valinu.
Að sögn Associated Press sagði
Ahmad Jannati erkiklerkur, sem
er atkvæðamikill í stjórninni í Te-
heran, fyrir viku að írönsku klerk-
arnir hefðu „engin áform um að
velja marja a/a frá öðru landi en
íran“.
Jannati sagði að óvinir írans
væru að reyna að knýja fram ópóli-
tískan marja a/a til að grafa undan
kierkastjórninni.
Seestani hefur farið að dæmi
fyrrverandi maiy'a a/a og varast
að hafa afskipti af stjórnmálum,
en það er í andstöðu við stjórnina
í Iran, sem starfar samkvæmt
þeirri kenningu að íslam og stjórn-
mál séu órofa heild.
Æðstu erkiklerkarnir velja
marja a/a og. sem stendur eru þeir
að minnsta kosti fimm, en líklegt
þykir að kierkastjórnin fjölgi þeim
áður en trúarleiðtoginn háaldraði
fellur frá.
Klofningur meðal sjíta
Leiðtogamálið hefur valdið djúja-
stæðum klofningi meðal sjíta. Ir-
anska dagblaðið Sa/aam gagn-
rýndi þá hugmynd a_ð næsti marja
a/a yrði að koma frá Iran. Dagblað-
ið er málgagn íslamskra harðlínu-
manna sem telja klerkastjórnina
orðna of hófsama og hafa glatað
„hreinleikanum" frá valdatíma
Khomeinis.
Klofningurinn nær einnig til
i//zöo//a/i-hreyfingar sjíta í Líban-
on; andlegur lærifaðir hennar er á
bandi Seestani en pólitíski leiðtog-
inn styður Ali Khamenei, andlegán
leiðtoga írans.
Frá því Khomeini lést af völdum
krabbameins árið 1989 hefur
stjórnin í íran reynt að gera
Khamenei, sem er 55 ára, að and-
legum og pólitískum leiðtoga shíta
út um allan heim, en hann hefur
aðeins verið erkiklerkur í fimm ár
og nýtur ekki mikils stuðnings
utan Irans.
Ný stjórn í
Nepal
MAN Mohan Adhikary sór emb-
ættiseið sem forsætisráðherra
í ríkisstjórn kommúnista í Nep-
al í gær en þeir báru sigur úr
býtum í kosningunum um miðj-
an mánuðinn. Birendra, kon-
ungur Nepals, (t.h.) er hér að
lesa nýja forsætisráðherranum
eiðstafinn en Adhikary er 74
ára að aldri.
♦ ■ ♦ ♦
Líkur á að
GATT verði
samþykkt
Washington. Reuter.
ÖLDUNGADEILD Bandaríkja-
þings tók GATT-samninginn til
umræðu í gær og auknar líkur
voru taldar á því að hann yrði stað-
festur eftir að fulltrúadeildin lagði
blessun sína yfir hann með miklum
meirihluta atkvæða.
Robert Dole, leiðtogi repúblik-
ana í öldungadeildinni, spáði því
að samningurinn yrði samþykktur.
Fulltrúadeildin samþykkti
samninginn á þriðjudag með 288
atkvæðum gegn 146 og meiri mun
en búist var við. Bill Clinton for-
seti fagnaði úrslitunum og hvatti
öldungadeildina til að veita samn-
ingnum jafn afgerandi stuðning.
Samningurinn þarf að fá 50
atkvæði af 100 við lokaafgreiðslu
málsins og stuðningsmenn GATT
telja öruggt að hann njóti svo
mikils stuðnings.
QcQtSkSk
'TvS
IFJORA DAGA FIMMTUDAG - SUNNUDAGS
20% STAÐGR.AFSLATTUR AF ÖLLUM PEYSUM
'M
OPIÐ KL. 10-18, FÖSTUDAG KL. 10-18.30,
LAUGARDAG KL. 10-18, SUNNUDAG KL. 13-17
LAUGAVEGI97, SIMI55 22 555