Morgunblaðið - 01.12.1994, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.12.1994, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jón Axel / • / a Sólon * Islandus JÓN Axel Björnsson myndlistar- maður opnar sýnmgn á vatnslita- myndum á Sólon Islandus laugar- daginn 3. desember kl. 16. I kynningu segir: „Jón er í fremstu röð málara af yngri kyn- slóðinni og hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í ótal samsýningum hér heima og erlendis. Myndirnar sem Jón Axel sýnir að þessu sinni eru unnar á síðustu tveimur árum. Persónuleg meðferð lita og af- gerandi samspil þeirra er ein- kennandi fyrir verk Jóns Axels, sem oftar en ekki fjalla um manneskjuna og mannlega tilvist í tengslum við órætt umhverfi." Sýningin stendur til 27. desem- ber og er opin daglega. JÓN Axel opnar sýningu á vatnslitamyndum á Sólon íslandus á laugardag. Sturlunga í Arnagarði STOFNUN Árna Magnússonar efnir til Sturlungadags í Árnagarði við Suðurgötu laugardaginn 3. desember í framhaldi af lestrum úr Sturlungu og umljöllun um hana í Þjóðarþeli ríkisútvarpsins. Kl. 14-18 þennan dag verður opin sýning á Sturlungahandritum frá ýmsum öldum í sýningarsal stofnunarinnar og kl. 16.00 verða fluttir þrír stuttir kynningarfyrir- lestrar í stofu 201 í Ámagarði. Þar mun Stefán KarJsson tala um elstu handrit Sturlungu og Guðrún Ása Grímsdóttir um heimkynni og ein- kenni Sturlungauppskrifta á 17. og 18. öld, og loks ætlar Úlfar Bragason að gefa yfirlit yfir rann- sóknir á textum Sturlungu. Kynning af þessu tagi var í nóv- ember í fyrra, en þá var m.a. sýnt handrit íslensku hómilíubókarinnar sem hér var að láni úr Konungs- bókhlöðu í Stokkhólmi og það kynnt ásamt hinni nýju og glæsi- legu útgáfu stofnunarinnar, og í október sl. var sýning og kynning á Flateyjarbók, sem hefur ekki verið á almennum handritasýning- um mörg undanfarin ár. Hún er eitt veglegasta handrit íslenskt frá miðöldum og verður aftur til sýnis á Sturlungadegi fyrir þá sem misstu af kynningu hennar í októ- ber. Á sýningunni gefst gestum kost- ur á að skoða útgáfubækur stofnunarinnar og festa kaup á þeim þennan dag með 25% af- slætti, og eru ýmsar hinna eldri þó ódýrar fyrir. Þær bækur sem birst hafa síðasta árið eru ljósprent og texti íslensku hómilíubókarinn- ar, Gripla VIII (ritgerðasafn), Magnúsarkver, rit séra Magnúsar Ólafssonar í Laufási, og Mattheus saga postula. Stofnun Árna Magnússonar hef- ur sýnt handrit daglega að sumrinu síðan fyrstu handritin bárust frá Danmörku 1971. Að vetrinum hafa hins vegar ekki verið handritasýn- ingar nema þess hafi verið sérstak- lega óskað fyrir skólabekki eða aðra hópa, en nú er ætlunin að hafa stöku sinnum að vetrinum opna sýningu einn dagpart þar sem eru sýnd eitt eða fleiri handrit sem sjaldan eru höfð uppi og þau kynnt sérstaklega. Aðgangur að sýningunni og fyr- irlestnmum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Finnsk gjöf til Þjóðar- bókhlöðu í TILEFNI vígslu nýrrar Þjóðar- bókhlöðu í dag fimmtudaginn 1. desember mun Esko Háki yfir- bókavörður afhenda peningagjöf frá Finnlandi að upphæð 10.000 Fim. (ísk. u.þ.b. 140 þús.) Safninu óskað gæfu og gengis Gjöfin er ætluð til bókakaupa í Finnlandi að eigin vali. Með henni vill finnska menntamálaráðuneytið og Háskólabókasafnið í Helsing- fors, sem er landsbókasafn Finn- lands, óska þessu nýja sameinaða safni gæfu og gengis á þessum tímamótum, segir Tom Söderman sendiherra Finnlands. Námskeið um íslenskt þjóðfélag fyrir enskumælandi nýbúa Rauði kross íslands heldur námskeið fyrir enskumælandi nýbúa um uppbyggingu þjóðfélagsins, réttindi og skyldur íbúanna, heil- brigðis- og menntakerfi og fleira. Námskeiðið fer fram á ensku. Fjölrituðum bæk- lingi, sem félagsmálaráðuneytið hefur látið gera og þýða á ensku, verður dreift á námskeiðinu. Staður: Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Tími: Þriðjudagur 6. desember kl. 20.00-23.00 og þriðjudagur 13. desember kl. 20.00-23.00. Skráning: Skrifstofa RKÍ, simi 91-626722 fyrir kl. 17.00 þann 5. desember. Verð: Námskeiðið er ókeypis. Boðið verður upp á kaffi og te. A course on Icelandic Society for English speaking people living in Iceland The Icelandic Red Cross is holding a course for English speaking people living in Iceland on the structure of Icelandinc Society, the rights and obligations of the inhabitants, healt services, social security, customs etc. The course vill be held in English. A booklet pub- lished by the Ministry of Social Affairs „Icelandic Law and Icelandic Society" which has been trans- lated into English will be distributed on the course. Plase: Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Time: Thuesday 6th of Desember from 8 pm. to 11 pm. and Thuesday 13th of Desember from 8 pm. to 11 pm. Register: Icelandic Red Cross Office, tel; 91-626722 before 5 pm. on the 5th of Desember. Cost: The course is free. Coffee and tee will be served. + RAUÐIKROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18,105 Reykjavík, sími 91-626722 Lokkur úr hári Beet- hovens LOKKUR úr hári Beethovens verður boðinn upp hjá Sotheby’s í London í dag. Reiknað er með að lokkurinn verði sleginn á 2.000-3.000 sterl- ingspund. Við sama tækifæri gefst mönnum kostur á að kaupa bréf frá Beethoven til vinar fyrir 15.000- 20.000 pund. Þetta verður tónskáldadagur hjá Sotheby’s því að við bætist að hand- rit að Niflungahring Wagners verður á boðstólum fyrir 20.000-30.000 pund. Handritið leiðir í ljós að Wagn- er byijaði að semja Ragnarök mun fyrr en talið hefur verið, eða 1857. -----»-♦.♦---- Kringlukráin Uppskeruhá- tíð Nýja mús- íkskólans TÓNLEIKAR á vegum Nýja músík- skólans verða haldnir á Kringlu- kránni Iaugardaginn 3. desember kl. 16. Nýi músíkskólinn, Laugavegi 163, er rekinn í námskeiðsformi; kennt er á gítar, rafbassa, trommur og sérstök söngdeild er starfrækt. Nem- endur á hin ólíku hljóðfæri koma saman vikulega á meðan námskeið stendur yfir og mynda hljómsveitir, sem æfa undir handleiðslu kennara. Afraksturinn af því starfi kemur í ljós á iaugardaginn, þar sem hljóm- sveitirnar koma fram og flytja nokk- ur lög hver. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. -----♦ ♦■♦---- Jól í Stöðlakoti í STÖÐLAKOTI við Bókhlöðustíg stendur nú yfir sölusýning á hand- gerðum jólamunum nokkurra lista- manna, s.s. á skartgripum, leir- og postulínsmunum, . dúkum, hand- þrykktum bókum, jólakortum, gjafa- öskjum og fleiru. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 til jóla. | > \ i l t \ íslenskur kexpakki á hvert heimili í viku hverri jafngildir 32 ársverkum íiðnaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.