Morgunblaðið - 01.12.1994, Side 30

Morgunblaðið - 01.12.1994, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ - Sköpun og eyðing BOKMENNTIR R i t v c r k VÍSLAND Ljóð, skáldsaga, smásögur, leikverk og ritgerðir í einni bók eftir Bjarna Bjamason. Bókin er 516 bls. og gef- in út í fimmtíu tölusettum eintökum. Útgefandi er Andblær, 1994. Verð kr. 2196. VÍSLAND er afar einfalt en um leið hugvitssamlegt heiti á skáld- verki. Það býður upp á ýmsa túlkunarmöguleika, leiðir hugann að vísindaskáldskap og_ staðleysu- bókmenntum, minnir á Ólandssögu Eiríks Laxdals Eiríkssonar (1743- 1816) og Vínland Leifs Eiríkssonar og Bjama Heijólfssonar en á hinn bóginn gæti þetta verk hæglega talist ný og bölsýn íslandslýsing. Öðrum þræði er þetta sköpunar- saga og heimsslitasaga en óhætt er að fullyrða að bókin innihaldi nokkuð fjölskrúðugt skáldverk þótt stíll höfundar og hugmyndir séu ávallt af sömu rót, hvort sem um er að ræða ljóð, leikrit, sögur eða ritgerðir. Hin einstöku frásagnar- form eru lítið annað en tilbrigði hvert við annað. Þau virðast ein- göngu notuð í tilraunaskyni og ná ekki að mynda innra samhengi. Vísland má túlka sem „áfram- hald“ af skáldsögu Bjarna Bjama- sonar „Til minningar um dauðann" sem gefin var út fyrir tveimur árum. Viðfangsefnið er af líku tagi, sömu persónur gera vart við sig og „staðhættir“ eru með svipuðu sniði. Um leið hefur höfundur víkk- að umfjöllunarefni sitt talsvert út, aukið við það og opnað fyrir „nýj- um“ möguleikum. Það skiptist í sjö aðalkafla og er strangleiki bygg- ingarinnar eftirtektarverður. Fyrsti kaflinn nefnist Upphafið og hefst á orðinu „sko“en sá síðasti kallast Endirinn og lýkur á orðinu „lokaá- fangann“. Á milli þessara kafla liggur meginþráður bókar- innar, milli Edens og helvítis með mann- skepnuna í miðpunkti, settur fram í Ijóðum, smásögum, skáldsögu, leikverkum og ritgerð- um. Byggingin minnir á dramatískt tónverk þar sem ramminn er fenginn „að láni“ úr Sköpunarsögunni og Opinberunarbókinni. Endalausar hug- leiðingar einkenna þetta verk öðru fremur og sÖgupersónur ferðast um á ólíkum vitundarstigum frá meðvitund til draumvitundar. Hið „raunverulega“ líf er að stærstum hluta fólgið í ímyndunum og leiðin til að uppgötva það liggur með til- viljunarkenndum hætti í gegnum hugsunina. Niðurstaðan er sú að „kjami“ alls lífs felst í samspilinu milli sköpunar og eyðingar enda er lífið og dauðinn af sama toga, hvort sem er í vöku eða svefni. Eftirfarandi tilvitnun er að finna í ritgerðinni um Vísland: Það er bagalegt hvað vitund mannsins er lítill hluti af huga hans, því eina hugsanlega heimili hans er meðvitundin. Heimili mannsins er heimurinn sem til er í huga hans, þegar umheimurinn er íjarverandi. Fáir menn rata nokkurn tíma heim'til sín, og ef þeir slæðast þangað fyrir slysni, þekkja þeir sig varla aftur, vegna langvarandi villuráfs um furðu- hella hugans, og týna heimili sínu aftur. En meðvitund hvers og eins vaknar ekki fyrr en hann hef- ur áttað sig á að skynigædd vera getur hvergi búið nema í eigin meðvitund (485). Bjami skoðar líf mannskepnunnar í trúarlegu, sögulegu, heimspekilegu x>g vís- indalegu ljósi. Undir- tónn verksins er að stærstum hluta böl- sýnn og níhilískur en ávallt í bland við hú- mor. Hér heldur Byr- onskt skáld á penna, „ný mann- gerð“ í uppreisn gegn guði og mönnum: Farðu úr mér guð svo ég geti dáið farðu úr mér maður svo ég megi lifa að eilífu farðu farðu farðu Bjarni Bjarnason er kraftmikið skáld. Hann skrifar af mikilli þörf en oft meira af kappi en forsjá, hleður upp orðum og hugmyndum og gengur hratt um síður þessarar bókar eins og maður á milli kaffi- húsa og kráa í leit að haldreipi. Vonandi nær hann að klófesta skáldlegt ímyndunarafl sitt með færri orðum - síðar. Jón Özur Snorrason Bjarni Bjarnason Æviminningar „ípakka“ BOKMENNTIR Æviminningar LÍFSGLEÐI Skrásetjari: Þórir S Guðbergsson. Útgefandi: Hörpuútgáfan 1994.192 bls. 2.980 kr. PAKKATILBOÐ - er það fyrsta sem kemur upp í hugann við lest- ur þriðja bindisins í bókaflokknum „Lífsgleði" sem Hörpuútgáfan sendir frá sér fyrir þessi jól. Inni- haldið eru æviminningar sex þjóð- þekktra íslendinga, „skráðar" af Þóri S. Guðbergssyni. Trúlega væri betur við hæfi að tala um samantekt, því hér gefur að líta sex einræður, ólíkar að gerð og stíl. Virðist hlutverk skrásetjarans einkum hafa verið fólgið í að taka saman eða ritstýra verkinu. Raun- ar hefði mátt ganga harðar fram í ritstjórninni, því satt að segja er samtíningurinn ómarkviss, þó margt sé lipurlega skrifað._ Það eru sex nafnþekktir Islend- ingar sem segja frá í þessu riti, allt fólk á líkum aldri. I bernsku- minningum þess hljóma því svip- aðir tónar, þar sem minnst er fá- tæktar og erfiðrar lífsbaráttu á fyrri hluta aldarinnar. Þær að- stæður útheimtu nægjusemi og dugnað sem mjög einkennir þá kynslóð. Er því ekki að undra þótt flestir minnist sögumennimir þess að hafa í æsku sofnað við suðið í saumavél móður sinnar, þegar aðrir voru gengnir til náða. Ber- klar voru landlægir og tóku sinn toll í fjölskyldum þeirra, og nánast öll upplifðu þau foreldramissi með einum hætti eða öðrum. Margs getur ungt fólk orðið vísara með lestri slíkra rita. Mig grunar þó sterklega að það verði ekki sá hópur sem kaupir bókina, a.m.k. ekki til lestrar. Þáð er Guðmunda Elíasdóttir, söngkenn- ari sem á listilegasta kaflann í riti þessu. Hún fjallar um líf sitt, ljúft og sárt. Líf sem í hennar augum er „ ... villtur hestur sem verður að temja ef við eigum að geta notið hans“ (93). Frá- sögn sína byggir hún að miklu leyti á ævisögu sinni Lífsjátningu, sem kom út fyrir fáum árum. Þankar Helga Sæmundssonar fv. ritstjóra um stjórnmál skera sig úr öðrum frásögnum bókarinn- ar. Sá kafli gæti staðið sem sjálf- stætt innlegg í stjórnmálaumræðu líðandi stundar, í hvaða tímariti sem er. Hann skýtur hinsvegar skökku við innanum endurminn- ingar hinna. Hjá Þóri Kr. Þórðarsyni, pró- fessor eru það ekki stjórnmálin, heldur hin kristna lífsspeki og sið- fræði sem tvinnast saman við margvíslegar minningar frá fyrri hluta ævi ásamt með ritskýringum á biblíutextum og trúfræði. Áslaug María Friðriksdóttir fv. skólastjóri og Helgi Seljan fv. alþingismaður stikla á stóru um líf sitt og störf, en bæði hafa þau helgað kennslu- málum dijúgan skerf starfsorku sinnar. Ásta Erlingsdóttir grasa- læknir hvarflar frá hugleiðingum um húsnæðismál aldraðra yfír til bernsku sinnar, og þaðan í grasalækn- ingar og nauðsyn þess að virða móður nátt- úru. Er það sundur- lausasti og um leið lakasti kaflinn þótt haitn miðli virðingar- verðri lífsskoðun. Framan við hveija frásögn er gerð grein fyrir nafni, fæðingar- stað, aldri og hjúskap- arstöðu hvers sögu- manns. Hvergi er hinsvegar gerð grein fyrir starfsheiti, eða stiklað á stóru um helstu afrek viðkomandi. Hefði slík tilhögun verið til bóta og get- að vakið forvitni um það. sem á eftir kemur. Frágangur bókarinnar er ágæt- ur og lítið um prentvillur (málvillu fann ég aðeins eina og stafsetning- arvillur tvær eða þijár). Hinsvegar saknaði ég nafnaskrár aftan við meginefni. Niðurstaða: Sex mætir einstakl- ingar skrá minningabrot sín á mismunandi vegu, og eru mislagð- ar hendur. Markmið skrásetning- arinnar er óljóst frá upphafi, enda ekkert meginþema sem frásagn- irnar hnitast um. Persónufróðleik er þarna nokkurn að finna, dálitla ættfræði og þjóðháttalýsingu. Ekkert af því er þó mjög bita- stætt. Þessi bók hverfur því inn í tilbreytingarlítinn straum ævi- minninga og frásagna sem flætt hefur yfir íslendinga á undanförn- um árum - og skolað fáum perlum á land. Ólína Þorvarðardóttir Þórir S. Guðbergsson Skeið bænda- höfðingjanna BOKMENNTIR Þ jððlíf STYRKIR STOFNAR Jón R. Hjálmarsson: Styrkir stofnar. 192 bls. Suðurlandsútgáfan. Selfossi, 1994. ÞETTA er ellefta bók Jóns R. Hjálmarssonar með þjóðlífsþáttum og persónusögu. Eyjólfur Lands- höfðingi og aðrír sjö stendur á titil- síðu. Fyrsti og lengsti þátturinn er sem sagt um Eyjólf Guðmundsson í Hvammi á Landi sem hóf búskap upp úr 1880 og bjó þar síðan næstu hálfa öldina. Saga hans er ekki aðeins merkileg held- ur líka dæmigerð. Kynslóð hans lifði mestu breytingarnar: frá steinöld — næstum að segja — til bílaald- ar. Þetta var líka skeið bændahöfðingjanna. Forráð þau, sem þeir höfðu hver í sinni sveit, voru óskoraðri og eindregnari en bæði fyrr og síðar. Með bættum samgöngum og vax- andi markaði í þéttbýli sköpuðust skilyrði fyrir örum framförum í landbúnaði. Heimastjórn færði bændum aukin völd. Embættis- menn, sem þá voru að koma sér fyrir í þéttbýlinu, efuðust ekki heldur um að bændastéttin skyldi eftir sem áður gegna forystuhlut- verki í þjóðlífinu. Stórfjölskyldan hélt enn saman. Og enn gátu bændur haldið vinnufólk eftir þörf- um. Stórheimilið, þar sem bóndinn og húsfreyjan voru kóngur og drottning í ríki sínu, var ekki enn liðið undir lok. Sveitarstólpar eins og Eyjólfur í Hvammi höfðu því rúman tíma til að sinna málefnum þeim sem sveitungarnir lögðu þeim á herðar. En það eru einmitt félagsmálastörfin sem Jón R. Hjálmarsson rekur hvað gerst í þætti sínum auk þess sem hann rifjar upp dægurmál ýmis sem töldust vera stórmál á sinni tíð en höfðu ekki alltaf slík áhrif þegar fram liðu stundir. Aldahvörf þau, sem Eyjólfur í Hvammi og jafnaldrar hans lifðu, voru í raun um garð gengin þegar Ölvir Karlsson og Kristbjörg Hrólfsdóttir settust að í Þjórsár- túni, nýgift og eignalaus, á stríðs- árunum síðari. Öld vinnuhjúanna var endanlega liðin. Bóndinn varð að bjargast af eigin rammleik. Líkt og Eyjólfur hálfri öld áður varð Ölvir kunnur vegna starfa sinna að félagsmálum. Og í Þjórs- ártúni reis myndarbýli sem blasir við augum allra þeirra sem um Suðurland fara. Ann- ars er býli á þeim stað og með því heiti ekki nema aldar gamalt og talið að nafnið sé frá Einari Ben. runnið. Það er Kristbjörg sem segir frá, en Ölvir lést fyrir nokkrum árum. Bæði komu þau að norðan. Svo er og um fleiri í þáttum þessum. Eftir alda- mótin síðustu, en eink- um þó upp úr heims- styijöldinni fyrrí, hætti fólk að bínda sig við heimahagana en settist að þar sem lífvænlegast þótti hveiju sinni. Aðrir viðmælendur Jóns R. Hjálmarssonar hafa allir markverða sögu að segja. Þeir eru af ýmsum stéttum. En bakgrunnurinn er svip- aður. Að einum undanskildum eru þeir allir fæddir í sveit. Sveitalífíð er runnið þeim í merg og bein. Einn- ig Páli Arasyni sem fæddist á Akur- eyri og starfaði í höfuðstaðnum en kom sér fyrir í sveitinni þegar hann settist í helgan stein. Enda þótt mikill fróðleikur og margvíslegur hafi þegar ýerið sam- an dreginn í ritum Jóns R. Hjálm- arssonar á hann ærið verk óunnið. Mannlífíð hverfur og endurnýjast í senn og fyrr en varir verður nútíð- in að þátíð. Vonandi heldur hann sem lengst áfram að marka og draga á land svo vitnað sé til þekktrar ljóðlínu frá fyrri hluta aldarinnar. Erlendur Jónsson Jón R. Hjálmarsson Leitin að Nimoy KVIKMYNDIR Iláskólabíó Heilagt hjónaband „Holy Matrimony“ ★ Leikstjóri: Leonard Nimoy. Aðalhlut- verk: Patricia Arquette, Armin Mueller-Stahl. HEILAGT hjónaband er gaman- mynd sem hefur fátt sér til ágæt- is. Hún segir af ungri stúlku sem rænir ferðasirkus ásamt kærastan- um sínum. Kærastinn er úr sér- trúarsöfnuði í Kanada og þangað flýja þau en atvikin haga því svo til að stúlkan giftist 12 ára gömlum dreng úr söfnuðinum eftir að kær- astinn deyr í bílslysi. Ur þeim brandara reyna kvikmyndagerðar- mennirnir að moða í heila bíómynd það gengur alls ekki upp. Myndin gæti virkað sem þijúbíó ef hún bara væri ekki svo ómerki- leg. Henni virðist a.m.k. stefnt á krakka en þó eru atriði í henni sem höfða helst til fullorðinna og úr verður einhver samsuða af þessu tvennu, sem erfitt er að henda reiður á. Það bregst t.d. ekki að þegar væmnin er mest er helst ástæða til að skella uppúr. Spilltur FBI-maður ætlar að komast yfir ránsfenginn en spennan í kringum hann og eltingarleik hans við hin nýgiftu hjón er engin. Gamansem- in er einnig á einkar viðvanings- légu plani. Drengurinn fellur í yf- irlið þegar eitthvað bjátar á og er sá brandari gegnumgangandi í myndinni og æ vonlausari. Hinn ábúðamikli leikari Armin Mueller-Stahl leikur foringja sér- trúarsafnaðarins og er alltof leik- inn fyrir svona mynd. Reynt er að skopast góðlátlega með forna siði og reglur safnaðarins en til einsk- is. Patricia Arquette leikur stelp- una sem í fyrstu er villingur en verður dýrlingur með 300 dollara hárgreiðslu áður en líkur og gerir sjálfsagt það sem hún getur úr slæmu handriti og vondri leik- stjórn. Öliu saman er stjórnað af Leon- ard Nimoy, sem kannski fleiri þekkja sem Dr. Spock í „Star Trek“ myndaseríunni. Þriðja myndin í flokknum hét Leitin að Spock. Þessi gæti sem best heitið það líka. Svo virðist sem Nimoy hafi látið „geisla sig út“ einhverstaðar við gerð hennar. Arnaldur Indriðason > l > i 1 i : í I 5 r . í I t I i I !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.