Morgunblaðið - 01.12.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
f-
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
—
37
Landsbókasafn
Stjórnarráðsbygging
I---
---••• rik»
Arriarhólí j
$
* * •
(sandsteini) og 9 tommur að þykkt
en milli steinanna er autt bil. Járn-
bitar eru í loftinu með Monier-
útbúnaði í millibilum. Síðan segir:
„Sökum hinnar miklu breiddar [sal-
arins] er yfir honum loft úr stein-
steypu með sérstakri gerð, er nefn-
ist Hennebique-gerð og hefur hún
á voru landi einungis verið notuð
hér í verksmiðjunni Iðunni.
Stigar eru allir steinsteyptir og
allt er húsið frá kjallaragólfi upp
að efra lofti algerlega eldtraust.
Miðstöðvarhitun er í húsinu með
hitaleiðslu í öllum herbergjum. Allt
er húsið 56x30 álnir eða 1.680 fer-
álnir að stærð.“ Ein alin er 60 sentí-
metrar.
Byggingarkostnaður hússins var
rúm 184 þúsund samkvæmt upplýs-
ingum Kiörboe arkitekts en hann
hafði eftirlit með framkvæmdunum
fyrir Magdahl Nielsen. Kostnaður
vegna innréttinga var 38 þúsund
og heildarkostnaður því rúm 222
þúsund. Jón tekur fram að þar sem
vatnsveita Reykjavíkur sé enn
ókomin vanti einnig enn allan búnað
til þvotta og ræstinga, meðal ann-
ars inn af fordyri á neðstu hæð en
sá kostnaður sé óumflýjanlegur
vegna þeirra sem sækja lestrarsal-
inn.
Trésmíðafélagið Völundur tók að
sér smíði safnsins, bæði stein og
trésmíði, og var Guðmundur Jak-
obsson umboðsmaður Völundar við
bygginguna. Fyrir steinsmíðinni
stóð Guðjón Gamalíelsson, Helgi
snikkari Thordersen stóð fyrir tré-
smíði og Páll Magnússon fyrir járn-
smíði. Jón snikkari Halldórsson tók
að sér innanstokksmuni flesta en
tréskurð annaðist Stefán Eiríksson
tréskeri.
í ræðu Finnboga Guðmundssonar
landsbókavarðar þegar minnst er
150 ára afmælis safnsins kemur
fram að Trésmíðafélagið Völundur
haldi enn tryggð við safnið. For-
ráðamenn Völundar, bræðumir
Sveinn, Haraldur og Leifur Sveins-
synir, hafi viljað minnast afmælisins
og látið smíða og fært safninu að
gjöf nýjar og vandaðar innri hurðir
í forstofu, en hinar gömlu voru orðn-
ar signar og undnar.
TEIKNING Kiörboe af stjórnsýsluhverfi í Reykjavík. Háskólinn lengst til vinstri, þá aðsetur ráðherra og Safnahúsið í fullri stærð milli
Hverfisgötu og Lindargötu og á lóð Þjóðleikhússins er landspítali.
Morgunblaðið/Ásdís
Safnahúsið
I LESSAL Landsbókasafnsins eru súlur úr islenskum grásteini.
Efnið í þær var sótt í Öskjuhlið. Árni Óla segir í bók sinni Reykja-
vík fyrri tíma að erfiðlega hafi gengið að finna nægilega stóra
og ósprungna steina. Smiðaefnið hafi verið óhrjálegt en súlurnar
eru eins og steyptar í sama mót. Helgi Thordarsen sá um alla timb-
ursmíð en Guðjón Gamalíelsson um steinsmiði og veggi. Þykir
Safnahúsið geyma vitnisburð um það hversu islenskir iðnaðarmenn
voru listhagir á árum áður.
um, sem hindraði afnot salarins um
tvo mánuði eftir að öðru var lokið,“
segir Jón.
Byggingu lauk haustið 1908 og
fyrstu tvo mánuði ársins 1909 var
unnið að uppsetningu hillna og röð-
un bóka. Lestrarsalur var ekki að
fullu búinn til afnota fyrr en í lok
mars en þá voru einnig komin í
húsið Landsskjalasafnið, Náttúru-
gripasafnið og Fornminjasafnið,
bæði síðastnefndu söfnin til bráða-
birgða meðan húsrúm leyfði. Það
var síðan árið 1962 sem handrita-
safn Landsbókasafnsins flutti í sal-
inn á efri hæð, þar sem Náttúru-
gripasafnið hafði verið til húsa.
I lok ræðu, sem Jón hélt í mars
1909 eftir að safnið var tekið í notk-
un, segir hann: „Að síðustu skal ég
taka það fram að bygging þessi
markar nýtt tímabil í byggirig-
arsögu íslands; gleðilegt að geta
sagt það, að veglegasta og vandað-
asta steinhús þessa lands er byggt
eingöngu af íslendingum, undir for-
stjórn ísl. manna; því nær hvert
handtak er íslenzkt á húsi og mun-
um. — Vonandi, að landsjóður hætti
að byggja nokkra opinbera bygg-
ingu úr tré.“
Lands-
bóka-
verðir
ÁTTA menn hafa gegnt
embætti landsbókavarðar
frá upphafi Stiftsbókasafns
1848.
Fyrsti bókavörður Stifts-
bókasafnsins var Jón Árna-
son frá 1848 til 1887. Þá tók
við Hallgrímur Melsted,
1887-1906, og Jón Jakobs-
son var landsbókavörður
1906-1924. Eftirmenn hans
hafa verið Guðmundur
Finnbogason, 1924-1943,
Þorkell Jóhannesson, 1943-
1944, Finnur Sigmundsson,
1944-1964, Finnbogi Guð-
mundsson, 1964-1994, og
Einar Sigurðsson sem tók
við embætti landsbókavarð-
ar 1. október síðastliðinn.
3 háskólabókaverðir
Eftir að Háskólabókasafn
og Landsbókasafn fá sam-
eiginlegt húsnæði í Þjóðar-
bókhlöðunni, nefnist nýja
safnið Landsbókasafn Is-
Iands - Háskólabókasafn.
Háskólabókasafnið var
stofnað árið 1940 og hefur
verið til húsa í aðalbyggingu
háskólans en auk þess eru
17 útibú frá safninu í þeim
byggingum þar sem kennsla
og rannsóknir á vegum há-
skólans fara fram.
Frá upphafi hafa þrír
menn gegnt embætti há-
skólabókavarðar. Fyrst dr.
Einar Ólafur Sveinsson há-
skólabókavörður, en hann
sá um safnið frá upphafi til
ársins 1945. Þá tók við dr.
Björn Sigfússon háskóla-
bókavörður, til ársins 1974
er Einar Sigurðsson tók við
starfinu. Árið 1992 voru
starfsmenn safnsins 33 í
25,6 stöðugildum.
Hlutverk safnsins er meðal
annars, að sinna þörfum
kennslu og rannsóknarstarf-
semi í Háskóla íslands og
einnig eftir föngum þörfum
atvinnulífs, stjórnsýslu og
rannsókna utan háskólans.
Stj ómsýsluhverfi
við Hverfisgötu
Tafir á framkvæmdum
Fram kemur hjá Jóni Jakobssyni
að framkvæmdum hafi miðað seint
framan af sökum snjóþyngsla og
frosta veturinn sem unnið var að
steinsmíði. „Síðar kom ýmislegt fyr-
ir sem olli töfum, vöntun á ýmsum
teikningum þegar til átti að taka,
mikill dráttur á sendingu bókaskápa
frá útlendum verksmiðjum og að
síðustu sein skil á innanstokksmun-
MEÐ heimastjórn kom fljótlega
í [jós að ekki yrði unnt að koma
fyrir öllum sljórnsýslubyggingum
sem henni fylgdu í Kvosinni. í
Þjóðskjalasafninu er til skissa eft-
ir Kiörbóe arkitekt, sem sá um
framkvæmdir við byggingu
Landsbókasafnsins, og þar gerir
hann ráð fyrir að í nágrenni safns-
ins rísi stjórnsýsluhverfi með stór-
um opinberum byggingum.
Blýantsteikning Kiörboe var
aldrei samþykkt en forvitnilegt
er að sjá þær hugmyndir sem
hann setti fram. Safnahúsið við
Hverfisgötu er sýnt sem rand-
bygging niður að Lindargötu og
er gert ráð fyrir undirgangi frá
Ingólfsstræti um lokaðan garð að
lóð Þjóðleikhússins. Þar sem leik-
húsið er nú gerði Kiörboe ráð
fyrir að Landspítalinn yrði reist-
ur. Á sjálfum Arnarhól var gert
ráð fyrir ráðherrabústað og fram-
an við hann skyldi háskólinn rísa.
Eftirtektarvert er að háskólanum
er ætlað mun minna hús en Lands-
bókasafninu.