Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 Niðurstöður leiðtogafundar RÖSE í Búdapest valda vonbrigðum 280. TBL. 82. ARG. MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MÖRGUNBLAÐSINS Sendiherra Bosníu fordæmir um- heiminn fyrir að bregðast landinu Bretland Skatta- hækkun hafnað London. Reuter. STJÓRN Johns Majors, forsætisráð- herra Bretlands, beið auðmýkjandi ósigur í atkvæðagreiðslu á þinginu um áform hennar um að hækka skatta á gas og rafmagn til heimila í gærkvöldi. Litið var á atkvæðagreiðsluna sem prófstein á það hvort John Major gæti haft taumhald á þingliði íhalds- manna, sem einkennst hefur af mik- illi óeiningu. ’Aformin mæltust illa fyrir meðal fátækra og þeim var hafnað á þing- inu með 319 atkvæðum gegn 311. Sjö þingmenn íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn áformunum eða sátu hjá þótt Kenneth Clarke fjármálaráðherra hefði boðist til þess á síðustu stundu að bæta fátæku fólki og ellilífeyrisþegum skatta- hækkunina upp. Yiðræður Dúdajevs og Gratsjovs Utiloka hern- að í Tsjetsjníju Ordzhoníkídzevskoje. Reuter. DZHOKHAR Dúdajev, leiðtogi Tsjetsjníju, og Pavel Gratsjov, vam- armálaráðherra Rússlands, komu saman í gær og voru sammála um að hervaldi yrði ekki beitt til að leysa deiluna um Tsjetsjníju, sem hefur lýst yfír sjálfstæði frá Rússlandi. „Deilan verður ekki leyst með hernaði," sögðu Dúdajev og Gratsjov eftir rúmlega klukkustund- ar fund í bænum Ordzhon- íkídzevskoje í Ingúshetíu, nágranna- héraði Tsjetsjníju. /níerfax-fréttastofan hafði áður eftir Dúdajev að á fundinum gæfist „síðasta tækifærið til að afstýra stríði“ við Rússa. Þetta er í fyrsta sinn sem hátt- settur embættismaður frá Rússlandi ræðir við Dúdajev frá sjálfstæðisyf- irlýsingu Tsjetsjena árið 1991. Rússneska fréttastofan Itar- Tass hafði eftir Gratsjov að þeir hefðu leyst deilu um 20 rússneska hermenn. sem her Dúdajevs tók til fanga í misheppnaðri árás á Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, fyrir tíu dög- um. Áður hafði Dúdajev léð máls á að sleppa öllum rússnesku her- mönnunum 70 sem teknir voru til fanga. Krefjast kosninga Dúdajev féllst á viðræður við rússneska ráðamenn „á jafnréttis- grundvelli“ en sagði ekki koma til greina að ræða við leiðtoga Bráða- birgðaráðsins, sem hefur reynt að steypa honum og nýtur stuðnings rússnesku stjórnarinnar. Áður hafði Gratsjov rætt við Umar Avtúrkhanov, leiðtoga Bráða- birgðaráðsins, sem sagði honum að ráðið væri reiðubúið að leggja niður vopn ef boðað yrði til kosninga í Tsjetsjníju. Búdapest. Reuter. LEIÐTOGAFUNDI 53 aðildarríkja Ráðstefnunar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) lauk í gær í Búdapest án þess að samkomulag næðist um yfirlýsingu vegna Bosníustríðsins. Rússar beittu neitunarvaldi til að leggja áherslu á kröfu sína um að Serbíu/Svartfjallalandi yrði umbunað fyrir að hætta að styðja Bosníu-Serba með vopnum. Sendiherra Bosníu- stjórnar fordæmdi umheiminn fyrir að bregðast landi sínu og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, reyndi ákaft að telja starfsbræður sína á að hvetja a.m.k. til vopnahlés í Bihac-borg. Reuter SEX ára gamall drengur heldur á riffli í Grozní, höfuðstað Tsjetsjníju. Aðspurður kvaðst hann ætla að nota byssuna gegn rússneskum hermönnum ef þeir gerðu innrás í héraðið. „Það sem hér er að gerast veldur mér miklum áhyggjum. I aðeins 300 kílómetra fjarlægð eru þúsundir manna að deyja úr hungri," sagði Kohl kanslari. „Ég vil ekki fara heim og svara þeim sem spyrja: Hvað gerðuð þið fyrir Bihac?“ Bretar og Frakkar hafa að und- anförnu deilt hart við Bandaríkja- menn, sem vilja að loftárásir á Bosníu-Serba verði hertar, en í gær stóðu ríkin þrjú saman um að mæla með því að reynt yrði að koma á friðarsamningum. Rússar leggja áherslu á að viðskiptaþving- unum gegn Serbíu/Svartfjallalandi verði aflétt og Slobodan Milosevic Serbíuforseti muni þá þrýsta á þjóð- bræður sína í Bosníu um að þeir samþykki friðartillögur SÞ. Gefist upp fyrir ofbeldi Stríðið í Bosníu er blóðugustu átök sem orðið hafa í Evrópu frá lokum síðari heimsstyijaldar árið 1945. Stjórnvöld í Sarajevo vildu að árásir Bosníu-Serba, sem ráða nú yfir um 70% landsins, á Bihac yrðu harðlega fordæmdar. Þögn ríkti í fundarsalnum er sendiherra Sarajevostjórnarinnar, Mahir Hadjimetovic, sagði ríki heims hafa gefist upp fyrir ofbeldisseggjum og sætt sig við að Bosníu yrði sundr- að. Serbar og Svartfellingar hafa ekki fengið aðild að RÖSE. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í ávarpi sinu á fundinum að samstarf þjóða Evrópu við Norður- Ameríku væri mikilvæg forsenda friðar í álfunni. Búist var við því að fundur utan- ríkisráðherra samtaka islamskra ríkja, sem haldinn er í Genf, myndi hvetja til þess að herflugvélar NÁTÓ gerðu loftárásir á eldflaugastöðvar Serba í Bosníu og jafnframt að gæslulið SÞ yrði styrkt með herliði frá islömskum ríkjum ef Bretar og Frakkar kölluðu menn sína heim. ■ Vilja umbuna Serbíu/18 Reuter SENDIHERRA Bosníu, Mahir Hadjimetovic (t.v.), ræðir við Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, eftir að hafa krafist þess að RÖSE fordæmdi árásir Serba á Bihac i Bosníu harðlega. Bentsen seffir af sér Washington. Reuter. ^ ■■ J BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær að Lloyd Bentsen hefði sagt af sér sem fjár- málaráðherra frá 22. þessa mánaðar og Robert Rubin, efna- hagsráðgjafi forsetans, yrði til- nefndur í embættið. Afsögnin er talin mikið áfall fyrir Clinton og gæti torveldað honum að ná góðu samstarfi við nýja þingið þar sem repúblikanar eru í meirihluta. Bentsen, sem er 73 ára og fyrr- verandi öldungadeildarþingmaður frá Texas, nýtuV virðingar meðal repúblikana jafnt sem demókrata. Hann hyggst nú hefja störf hjá einkafyrirtæki í Texas. Roberí Rubin er fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálafyrir- tækis í New York og er formaður í efnahagsráði Bandaríkjaforseta. Rubin, sem er 56 ára, er miðjumað- ur eins og Bentsen og þykir hafa staðið sig vel í að samhæfa efna- hagsstefnu stjórnarinnar. Fréttaskýrendur sögðu hins vegar að Roberí Rubin hefði ekki pólitíska hæfileika Bentsens og skorti reynslu af samskiptum við þingið. Di Pietro dómari fer frá Mílanó. Reuter. ÍTALSKI rannsóknardómarinn Antonio Di Pietro, sem stýrt hefur umfangsmikilli spilling- arrannsókn, „Hreinum hönd- um“, sagði í gær af sér. Sagði hann ástæðuna vera þá að stjórnmálamenn hefðu hvað eftir annað hindrað starf hans. í bréfi sem Di Pietro sendi yfirsaksóknara Mílanóborgar, Francesco Saverio Borrelli, segir hann m.a.: „Hver einasta embættisfærsla mín hefur verið túlkuð sem aðför að einhveijum eða einhverju." Sagði hann markmið afsagnarinnar að át- hyglin beindist ekki jafn mikið að persónum þeirra sem ynnu að spillingarrannsókninni. Undanfarna þrjá mánuði hafa Di Pietro og samstarfs- menn hans átt í harðvítugum deilum við stjórn Silvios Ber- lusconis en forsætisráðherrann er sakaður um spillingu í tengslum við stórfyrirtæki sitt, Fininvest. Engin samstaða um loka- yfirlýsiiign vegna Bosníu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.