Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR7.DESEMBER1994 41 MINNINGAR INGVELDUR EYJÓLFSDÓTTIR + Ingveldur Eyjólfsdóttir fæddist á Hvoli í Mýrdal 22. febrúar 1907. Hún lést á heim- ili sínu í dvalarheimilinu Hjalla- túni í Vík í Mýrdal 22. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skeiðflatar- kirkju 3. desember. BJARTSÝNI og stórhugur ríkti hjá hjónum sem voru að hefja búskap snemma á fimmta áratug þessarar aldar. Þau voru bæði í sinni heima- sveit, Mýrdalnum, þar sem svo mörgum sem hann hefur fóstrað, þykir fegurst sveita á íslandi. Fyrsta árið bjuggu þau á Hvoli í foreldra- húsum hennar, þar sem hún var alin upp i stórfjölskyldu, orðið kynslóða- bil var þá ekki á vörum fólksins. Hún var alin upp í andrúmi menning- ar og menntunar. Hann kom einnig frá mannmörgu myndarheimili, Loftsölum, þar sem þau voru næstu tvö árin. En hann var djarfur og stórhuga. Það átti ekki allskostar við þau að setjast í bú með foreldrum og systkinum til frambúðar, þau vildu standa á eigin fótum, vera sín- ir eigin húsbændur. Það kom að því er þau festu sér landstóra kostajörð, Kerlingadal í Mýrdal. Þar var nóg svigrúm til framkvæmda og víðátta heiðanna freistaði fjárbóndans og hún var reiðubúin að fylgja honum f búsældarlegan dalinn og leggja sitt af mörkum. Samt held ég að þau hafi saknað margs frá æsku- stöðvunum og má vera að þau hafi aldrei fest yndi í dalnum, en í 14 ár bjuggu þau rausnarbúi í Kerling- ardal. I fjögur ár bjuggu þau svo í nánd við æskuheimili sín í Norður- garði og Ieigðu þá öðrum Kerling- ardalinn. En þá hafði Daníel kennt sér meins í nokkur ár, meins sem að lokum lagði hann að velli langt um aldur fram, aðeins 58 ára að aldri. Það var þung raun fyrir Ingu og stúlkurnar þeirra tvær. Inga og Daníel höfðu ekki eignast börn en á fyrstu árunum þeirra í Kerlingardal bættust þeim gleðigjafar á heimilið, þau tóku að sér og ættleiddu svo tvær ungar systur, sem báðar eru myndar- og dugnaðarmanneskjur og eins afkomendur þeirra, sem nú eru orðnir 6 talsins. Það var Ingu mikið áfall þegar hún missti mann sinn á besta aldri, hún stóð ein uppi með tvo unglinga, og var sjálf komin yfir miðjan ald- ur. Hún bjó áfram í eitt ár en hætti þá búskap og fluttist til Steinunnar systur sinnar og manns hennar Sig- urjóns, að Pétursey þar sem hún og yngri dóttirin áttu heimili í nokkur ár. Inga var svo áfram í Pétursey hjá Eyjólfi systursyni sínum og Ernu konu hans sem reyndust henni ákaf- lega vel og þeirra börn einnig, þar á milli var gagnkvæmt hlýtt sam- band. Þegar aldurinn færðist yfir fluttist hún á heimili aldraðra í Vík og hélt sitt heimili sjálf fram til hinstu stundar. Og var hennar ósk, að fá að dvelja þar þangað til yfir lyki, með góðri hjálp ættingja og vina tókst það, Inga andaðist á heim- ili sínu þann 22. nóvember síðastlið- inn; Á frumbýlingsárum þeirra Ingu og Daníels á Hvoli fyrsta árið, tóku þau að sér sex mánaða gamla syst- urdóttur hans og fóstruðu hana um það bil fjögur fyrstu æviár hennar.. Ljós er henni fyrsta minningin um Ingu í eldhúsinu á Loftsölum, þar sem hún hjúkrar af móðurlegri um- hyggju, sem hún átti í svo ríkum mæli, nýfæddu svarthálsóttu lambi í emileruðu vaskafati. Það var fyrsta skepnan sem fósturdóttirin eignaðist á ævinni, við Hálsa fluttumst báðar með þeim í dalinn, af einhverjum ástæðum varð það bara hún sem ólst upp hjá þeim. En þar með var lagður grunnur að mörgum ferðum eigandans að Kerlingardal í réttirnar á komandi árum. Það var alltaf birta og tilhlökkun yfir þeim ferðum að fá að fara í heimsókn til Ingu og Dalla. Inga var mjög gestrisin og veit- andi, sama hvort ungir eða aldnir áttu í hlut. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd, sagði mein- ingu sína, gaf af sjálfri sér. Hún hafði gaman af að segja sögur af huldufólkinu í Kerlingardal eða öðru fólki, skreytti þær kímni og gaman- semi, sem var svo ríkur þáttur í fari hennar, eða hún gaf sér stund og settist við orgelið sitt og spilaði, lyfti sjálfri. sér og viðstöddum upp úr amstri hversdagsins og allir nutu gleðinnar við að hlusta á ljúfa tón- list. Inga hafði verið organisti við Skeiðflatarkirkju í rúm 20 ár og hefur eflaust saknað þeirra tíma. Hún var hneigð til bóklesturs, vel lesin og fróð, en á síðari árum fékk hún augnsjúkdóm sem þó tókst að stöðva, gekkst undir aðgerð og hélt nokkurri sjón, hún gat lesið og horft á sjónvarp og prjónarnir hennar lágu ekki ónotaðir í skúffunni. Ef gest bar að garði, eða Letigarði eins og Inga nefndi íbúðina sína í Vík, þá átti hún það til að sækja munstur- prjónaða vettlinga eftir sig og stinga í vasa gestsins. Þannig var hún geisl- andi af góðleika og gefandi, jákvæð og sátt við lífið, þrátt fyrir erfiðleika og áföll á lífsleiðinni. í Mýrdalnum átti Inga sína ævi alla, gleði og sorgir. Við fráfall henn- ar kemur upp í hugann erfiljóð um mág hennar Björn á Loftsölum, sem vinur hennar og svili, Steinþór Elías Jónsson, orti: Ég kveð þig með þðkk mín kæra sveit þá komin er hinsta stundin. Þar ungur ég hlaut minn unaðsreit sem enn er í minning bundin. Bak við eilífðardjúpin sem enginn leit verða endamörk leiðar fundin. Ég votta dætrum hennar og öðr- um ástvinum innilega samúð og bið henni guðs blessunar. Hrafnhildur Stella Stephens. NJORÐUR ÓSKARSSON + Njörður Óskarsson fæddist á Húsavík 1. apríl 1974. Hann lést á Húsavík 26. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 3. desember. í DAG kveðjum við góðan vin okkar og félaga, Njörð Oskarsson, eða Njödda eins og við kölluðum hann oftast. Það er erfitt að sætta sig við að svona ungur og skemmtilegur maður falli frá í blóma lífsins. Elsku Njöddi okkar. Við hefðum gjarnan viljað eiga fleiri stundir með þér því það var svo margt sem við áttum eftir að gera með þér og segja við þig og héldum að við hefðum nógan tíma til þess. Við þökkum þér ÓLYMPIUSKAKMOTIÐ Jafnt gegn Kínverjum alla gleðina sem þú færðir okkur og fyrir að vera vinur okkar. I bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Minning þín mun lifa í hugum okkar allra og hjörtum um aldur og ævi. Elsku Ásdís, Óskar, ættingjar og vinir. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guá veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Aðalbjörg, Hilmar, íris, Brynja, Dögg, Helena, Björgvin, Þráinn, Guðmundur, Kristjana, Margrét og Kristján. SKAK ÍSLENSKA skáksveitin gerði 2-2 jafntefli við þá kínversku í 6. umferð Ólympíuskákmótsins í Moskvu í gær og er í 6.-12. sæti með 16^vinninga. Skáksveitir Hol- lands og Rússlands II leiða mótið með 17 vinninga. Úrslit í einstökum viðureignum urðu eftirfarandi: ísland - Kína 2-2 Jóhann Hjartarson - Ye Jiangchu- an '/>-xh Hannes H. Stefánsson - Ye Jun 1-0 Helgi Ólafsson - Wang Zili Vi-Vi Helgi Áss Grétarsson - Peng Xia- omin 0-1 Kínverjar koma sífellt á óvart með taflmennsku sinni og eru ætíð mjög erfiðir andstæðingar. Jóhann stýrði hvítu mönnunum á fyrsta borði og hafði betra tafl framan af en missti þráðinn í flókinni stöðu og mátti berjast fyrir jafntefli. Hannes Hlífar var hetja dagsins og vann góðan sigur á öðru borði. Hann náði fljótlega frumkvæðinu í viðureigninni gegn Je Jun og tefldi af miklu öryggi. Hann hag- nýtti sér slæma kóngsstöðu and- stæðingsins og gaf Ye Jun engin færi til þess að flækja taflið og innbyrti vinninginn loks í endatafli eftir 55 leiki. Andstæðingur Helga beitti Benkö gambít á þriðja borði en báðir tefldu af varfærni pg samið var um jafntefli. Helgi Áss beitti opna afbrigðinu í spænskum leik á fjórða borði. Hann lenti fljótlega í erfiðleikum og tókst ekki að bjarga taflinu. í upphafi sjöttu umferðar urðu mikil læti þegar þrír af fjórum keppendum argentísku skáksveit- arinnar gengu af skákstað til þess að mótmæla niðurröðun í umferð- ina. Andstæðingar þeirra voru Rússland II, en argentísku liðs- mennirnir höfðu áður fengið upp- lýsingar um aðra mótherja og álitu að reglur hefðu verið brotnar við röðunina og þeim veittar vísvitandi rangar upplýsingar um andstæð- inga. Viðureignin hófst á eftir öðr- um vegna deilnanna en argentíska skáksveitin lét bóka mótmæli áður en skákklukkan var sett af stað. Hefndarhugurinn hefur kannski ennþá setið í huga argentísku skákmannanna því þeir unnu óvænt skákimar á 1. og 3. borði og héldu samanlagt jafntefli 2-2. Heimsmeistarinn Garrí Ka- sparov var einnig í sviðsljósinu. Tími hans hefur væntanlega farið í flest annað en undirbúning á skákfræðunum fyrir mótið nú og fyrir umferðina hafði hann gert jafntefli í báðum skákum sínum. Ekki tók betra við því hann gjörtapaði fyrir búlgarska stór- meistaranum Topalov og það þótti tíðindum sæta að úr sal áhorfenda HANNES Hlífar Stefánsson barst dynjandi lófaklapp þegar hann heimsmeistarinn rétti fram hendina til merkis um uppgjöf. Helstu úrslit í sjöttu umferð urðu annars þessi: Litháen-Holland 2-2, Argentína-Rússland II 2-2, fyrrum líðveldi Júgóslavíu og Svartfjallalands-Úkraína 2-2, Búlgaría-Rússland 2'/2-l'/2, Þýska- land-Eistland IV2-2V2. íslenska skáksveitin er með 16 vinninga og í 6.-12. sæti eftir sex umferðir. Skáksveit Hollands og Rússland II leiða mótið með 17 vinninga. í 3.-5. sæti eru Litháen, Búlgaría og Bosnía Herzegóvína með I6V2 vinning. í 6.-12. sæti eru ísland,^ fyrrum lýðveldi Júgóslavíu, Kína,Úkraína, Argentína, Eistland og Spánn, öll með 16 vinninga. Hvítt: Ye Jun Svart: Hannes H. Stefánsson Nimzo-indversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. Dc2 - 0-0 5. a3 - Bxc3 6. Dxc3 - b6 7. Bg5 - Bb7 8. e3 - d6 9. f3 - Rbd7 10. Rh3 - c5 11. dxc5 - bxc5 12. 0-0-0 Afbrigðið sem hvítur teflir hefur verið afar vinsælt á síðustu árum. Yfirleitt kjósa menn hins vegar að hrókera á styttri veginn og í áfram- haldinu hefur Kínverjinn örugg- lega óskað þess að hvíti kóngurinn væri staðsettur í hinu horninu. 12. d5! 13. Be2 - Db6 14. Hd2 - Hfe8 15. Hhdl - Bc6 16. Kbl - Hab8 17. Bh4 - Ba4 18. Hcl - Hec8 19. Bdl - Da6 20. Bxf6 - Rxf6 21. Rf4 - Bxdl 22. Hcxdl — dxc4 Taflmennska hvíts hefur verið ráðleysisleg á meðan svartur hefur staðsett liðsaflann á ógnandi hátt. Tilraun hvíts til þess að flækja taflið með peðsfórn ber ekki tilætl- aðan árangur. 23. g4 - Re8 24. Hc2 - Hc7 25. Dxc4 - Dxa3 26. Hd8 - Hcb7 27. Hxb8 - Hxb8 28. Dc3 - Da6 29. Dc4 - Hb5 30. Dd3 - Dc6 31. Re2 - Hb8 32. e4 - Rc7! 33. Hd2 - h6 34. Dd7 - Db6 35. Rc3 - c4 36. h4 - Da5 37. Da4 - Dc5! (37..Dxc3?? hefði fengið slæman endi eftir 38. Hd8+-Hxd8 39. bxc3) 38. Dd7 - Rb5 39. Rxb5 - Hxb5 40. Dxb5 - Hxb5 41. Kc2 - Hb3 42. f4 - Hg3! 43. g5 - Hg4 44. f5 - exf5 45. exf5 - hxg5 46. hxg5 - Hxg5 47. f6 - gxf6 48. Kc3 - Hc5 49. Hd7 - a5 50. Ha7 - Kg7 51. Kd4 - Hb5 52. Kc3 - Kg6 53. Hc7 - f5 54. Hxc4 - Hd5 55. Ha4 - Kg5 k 1H Hvítur gafst upp enda verður f-peð svarts ekki stöðvað með öðr- um hætti en með því að gefa hrók- inn. Karl Þorsteins 18. ISLAND 1. borð: Jóhann Hjartarson 2. borð: Hannes Hl. Stefánsson 3. borð: Margeir Pétursson 4. borð: Jón L Árnason 1. varam.: Helgi Olafsson 2. varam.: Helgi Áss Grétarson Vinningar Islendinga <* vinn. IVi % 50 80 83,3 75 50 2'A 62,5 16 Samlíf uggandi vegna niðurskurðar SAMLIF, samtök líffræðikennara, héldu aðalfund 24. nóvember síð- astliðinn og lýstu þar áhyggjum vegna niðurskurðar á fjárveiting- um til Námsgagnastofnunar. „Samtökin óttast að þessi niður- skurður leiði til þess að enn frek- ari dráttur verði á útkomu nýs námsefnis í náttúrufræði fyrir unglingastig grunnskólans," segir í áliti fundarins. „Staða náttúrufræðinnar á efstu stigum grunnskólans er bágborin og þörf er á átaki sem efli allar náttúrufræðigreinar (eðlis-, efna-, líffræði og tækni). Fyrsta skref í þá vera er gerð góðs námsefnis sem auki áhuga bæði kennara og nemenda." Fundurinn vonast til þess að brugðizt verði skjótt við og vinna við námsefnisgerð geti hafizt aftur sem fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.