Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 11 FRÉTTIR Álit samkeppnisráðs vegna kvörtunar Norma hf. Hafnalög samrýmast ekki samkeppnislögum Sífellt fleiri senda út kjöt ÁKVÆÐI í hafnalögum og mark- mið samkeppnislaga samrýmast ekki. Heimildir hafnalaga til að styrkja fyrirtæki í opinberri eigu vegna skipasmíða stríða gegn markmiði samkeppnislaganna og torvelda frjálsa samkeppni í skipa- smíðaiðnaði. Þetta kemur fram í áliti, sem samkeppnisráð hefur samþykkt að birta samgönguráðherra vegna kvörtunar einkafyrirtækisins Norma hf. í Garðabæ, sem sett var fram vegna þess að samgönguráðu- neytið hyggst styrkja Akureyrar- höfn til kaupa á flotkví með tilvísun til hafnalaga. Forráðamenn Norma hf. höfðu hafið framkvæmdir við stóra dráttarbraut, en telja áform um kaup á flotkví nyrðra kippa fótunum undan þeim áformum. Styrkur ríkisins til Akureyrar- hafnar var jafnframt kærður til Samkeppnisstofnunar EFTA (ESA) og er kæran þar til meðferð- ar. Samkeppnisráð fjallar þ'ví ekki um þann hluta kæru Norma, sem sneri að því að styrkurinn bryti í bága við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, og segir að um það muni ESA fjalla. Fyrirtæki sitji við sama borð Hins vegar segir Samkeppnis- stofnun að á meðan Alþingi telji náuðsynlegt að ríkissjóður styðji framkvæmdir sveitarfélaga við ný- smíði eða viðhald upptökumann- virkja sé eðlilegt, með vísan til markmiðs samkeppnislaga, að fyr- irtæki sitji við sama borð varðandi aðgang að styrkjum, óháð eignar- haldi. Upptökumannvirki i eigu hafnarsjóða eru styrkhæf, en einka- aðilar njóta ekki styrkjanna, þar sem þeir falla ekki undir hafnalög. „Það er mat samkeppnisráðs að ákvæði hafnalaga stríði að þessu leyti gegn markmiði samkeppnis- Leiga hafnasjóða á upptökumannvirkj - um skekkir sam- ' keppnisstöðu en ekki eru efni til að mæla fyrir um að- skilnað samkeppn- isstarfsemi frá vernduðum rekstri laga og [séu] til þess fallin að tor- velda ftjálsa samkeppni í skipaiðn- aði,“ segir í álitinu. Ráðið bendir samgönguráðherra á nauðsyn þess að endurskoða viðkomandi ákvæði hafnalaga „með það fyrir augum að mismunun varðandi aðgang að styrkjum byggð á eignarhaldi verði afnumin. Slík breyting á hafnalög- um myndi gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra sam- keppnisaðila að skipasmíðamark- aðnum.“ Upptökumannvirki gerð styrkhæf með sölu til hafnasjóða Samkeppnisráð gerir athuga- semdir við að dæmi séu um að skipasmíðastöðvar leiti til sveit- arfélaga og hafnasjóða og óski eft- ir að sveitarfélögin kaupi upptöku- mannvirki en leigi þau síðan aftur til viðkomandi stöðvar. Nýlegt dæmi um þetta er viljayfirlýsing hafnarstjórnar Reykjavíkur um að kaupa slipp Stálsmiðjunnar og end- urleigja hann fyrirtækinu. „Með þessu móti verður upptöku- mannvirkið styrkhæft og að auki virðist almenna reglan vera sú að leigutekjur hafnasjóða af mann- virkjum þessum séu langt frá því að standa undir kostnaði við fram- kvæmdina," segir samkeppnisráð. „Hér er því um að ræða aðstoð hlut- aðeigandi sveitarfélags við atvinnu- uppbyggingu á viðkomandi stað.“ Samkeppnisráð telur að þegar svona sé í pottinn búið, raskist samkeppnisstaða einkarekinna skipasmíðastöðva, enda segi í sam- keppnislögum að þess skuli gætt að samkeppnisrekstur sé ekki nið- urgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi. Taka verður tillit til bágrar stöðu greinarinnar Hins vegar segir ráðið að ekki verði hjá því komizt að taka tillit til bágrar stöðu skipasmíðaiðnaðar- ins og erfiðrar samkeppni íslenzkra skipasmíðastöðva við erlendar stöðvar, sem njóta niðurgreiðslna. Ekki sé þess vegna hægt að full- yrða að leiðrétting á þessu atriði muni stuðla að hagkvæmari nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. „Af þessum sökum telur sam- keppnisráð ekki efni til þess að grípa til heimilda 2. mgr. 14. gr. samkeppnislaga og mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli starf- semi hafna sem annars vegar teng- ist skipaiðnaði og hins vegar ann- arri verndaðri starfsemi þeirra, sér í lagi með hliðsjón af bágri stöðu skipasmíðaiðnaðarins.“ Engin svör frá ráðuneyti í áliti samkeppnisráðs kemur 'fram að samgönguráðuneytið hafi talið að villandi upplýsingar væru í kæru Norma. Samkeppnisstofn- un ritaði ráðuneytinu bréf, þar sem beðið var um leiðréttingar og skýr- ingar á meintum rangfærslum. Engin svör bárust við bréfinu. „ÞAÐ hefur verið gífurleg aukning á sendingum á þessu ári. Mér sýnist stefna í að við sendum út yfir 1.000 pakka fyrir þessi jól,“ sagði Jóhann Olafur Ólason, verslunarstjóri í Nóatúni, en verslunin er með- al þeirra umsvifameiri í að senda út hangikjöt fyrir fólk til aðstandenda erlendis. Hver pakki inniheldur B-4 kíló af kjöti og því má ætla að Nóatún sendi 3-4 tonn af hangi- kjöti út fyrir þessi jól. Jóhann sagði að greinilegt væri að áhugi fólks á að gleðja ættingja sína erlendis með íslenskum mat væri að aukast. Jóhann sagði að mest af kjöt- inu færi til Ameríku, Danmerk- ur og Svíþjóðar. Hann sagðist einnig hafa sent kjöt til Japans og til Suður-Ameríku. Mörður Árnason lýsir yfir stuðningi við Þjóðvaka Hreyfing sem rúm- ar ólíkar skoðanir „ÉG HEF ekki gengið til liðs við Þjóðvaka, því ég ætla að njóta þess að vera utan flokka að sinni. Hins vegar hef ég lýst yfir stuðningi mín- um, enda finnst mér Þjóðvaki vera visir að hreyfingu sem gæti rúmað ólíkar skoðanir fólks á vinsti/ væng stjómmálanna. Ég ótt- ast, að ef Þjóðvaki fær ekki brautargengi i komandi kosningum þurfum við að sitja uppi með sama flokkakerfi fram á næstu öld og mig hryllir við þeirri sýn,“ sagði Mörður Árnason, einn af forystumönnum Birtingar, sem hefur sagt sig úr Alþýðubandalaginu og lýst yfir stuðningi við Þjóðvaka, stjómmálahreyfingu Jóhönnu Sig- urðardóttur. Þá hefur Kjartan Valgarðsson, formaður Birtingar frá stofnun fé- lagsins, einnig sagt skilið við Al- þýðubandalagið. Tímaeyðsla að starfa í Alþýðubandalaginu Mörður sagði að nú væru þær aðstæður uppi og hefðu verið um nokkra hríð, að það væri tímaeyðsla að starfa í Alþýðubanda- laginu. „Mér finnst flokkurinn ekki lengur vera vettvangur um- ræðu um nýjar hug- myndir og pólitík, eins og hann var á umbreyt- ingatímum hans. Sú mikla sátt, sem hefur náðst innan flokksins, er fyrst og fremst sátt þingmanna og annarra valdaaðila um óbreytt ástand, þar sem menn haldi sínum völdum og áhrifum, hvað sem í skerst. Mörður kvaðst vona að Þjóðvaki rúmaði fleiri skoðanir. „Sú breidd, sem sést þegar innan Þjóðvaka, er styrkur hreyfing- arinnar og endurspeglar sjónarmið innan vinstri hreyfingarinnar í heild. Ég held að stefnumál, málefni og markmið fólks í þremur, fjórum flokkum séu ekki það ólík núorðið að þau rúmist ekki innan einna sam- taka. Hins vegar er ég ekki viss um að slík samtök eigi að vera gamal- dags valdssöfnunarflokkur. Eg geri mér engar sérstakar vonir um að Þjóðvaki sé þessi vinstri hreyfing, en tel að hann sé vísir að henni.“ Mörður Árnason ‘.Dansað við ‘Vínartóna ísknskg. óperan 6ýður upp í vínprpcds Öjýpoíka á IHótef lsfatidi á nýárslqiöfd l.janúar. fféfagar úrSinfóníufifjómsveit ísCánfs (ejfafyrir cfansi undir stjórn Táís ‘PampichlertPáCssonar. ÓperusöngvararnÍT ÓlafurÁrni ‘Bjamason ÓCöf CKpCörún '.HarðanCóttir \jj|f ffarðaróorteS jf ásamt %ór ísCetiskp óperunnar. • 'UeisCustjóri Qarðar Cortcs * fyíatseðitf 9 / / / forréttuf \ ^ Kryddgrafinn lambavöðvi með melónukúlurh, Fléuron og piparrórarrjóma. / j fMUdréttur Hátíðarsalat „Amadeus" með rækjum og ananas í Muscarvíns ilressingu og fiönsku kryddbrauði. ÆjW&toL SL$aCréttur \ « / Tumbauti „Die blaue Donau“ Beikonvafin nautalund, grasnmétisslcál og tómatsalat með Cabernet Bordelaisesósu, jarðepli „Ducliesse" / Jr .f • l~ iftirréttiir j | ■ \ Rjómaísþrenna „Wien de Luxe“ Rifsberjakompot fylling mcð púrtvínslegnum ávöxtum og kiwisósu. Húsið opnað kl. 19.00. Tekið á móti gestum með kampavíni. Verðkr. 7.500. IHm IsLENSKA ÓPERAN Borðítpantanir á Hótel íslandi daglega Edmi frá kL 13-17í síma 687111. iiq,i.:i-;i-I6lmd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.