Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 31 GUÐRUN MARTEINSDÓTTIR + Guðrún Mar- teinsdóttir fæddist í Ólafsfirði 15. janúar 1952. Hún lést á heimili sinu í Reykjavík 24. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 5. desember. Kveðja frá Félagi íslenskra hjúkrun- arfræðinga Það er með sorg í hjarta að ég sest niður tíl að rita minningar- og kveðjuorð tíl Guð- rúnar Marteinsdóttur dósents í hjúkrunarfræði fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á Is- landi. Við Guðrún hittumst síðast 18. ágúst sl., en þá var henni í notalegu samsæti afhentur styrkur úr minn- ingarsjóði Hans Adolfs Hjartarson- ar, náms- og ferðasjóði hjúkrunar- fræðinga, til að Ijúka doktorsnámi í hjúkrunarftaeði við Rhode lsland University. Þessi samverustund er okkur sem það sátu afar eftírminni- 1%. Þá vissi Guðrún ekki betur en að hún hefði komist yfir veíkindi sín og leit hún bjartsýnum augum til framtíðar. Hún hafði áform inn að Ijúka doktorsnámi sínu innan tíðar. Við þetta tækifæri komu fiam hennar góðu eiginleikar, glaðværð, festa, mildi, sanngimi, metnaður og síðast en ekki síst hennar fallega framkoma. Fólki leið alltaf vel eftir að hafa átt samskiptí við Guðrúnu. Guðrún var eftirminnileg öllum sem hún umgekkst. Hún hafði mik- inn metnað fyrir hönd stéttar sinnar og var stöðugt að skoða hjúkrun og hjúkrunarfræðinga og hvað hægt væri að gera enn betur. Nú síðustu mánuðina hafði hún skipt um hlutverk og orðið þiggjandi hjúkrunarþjónustu í stað þess að vera í hlutverki veitanda og leið- beinanda. Þessi umskiptí urðu henni að íhugunanefni sem hún vildi miðla til hjúkrunarfræðinga. Guðrún sendi lesendabréf tíl tímarits hjúkr- unarfræðinga dagsett 30. október 1994. Mig langar tíl að vitna í bréf- ið hennar, en _þar segir hún m.a. eftírfarandi: „Eg hef notíð stuðn- ings, umhyggju og fölskvalausrar samhygðar íjölda hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða, sem eflt hafa með mér bjartsýni og baráttuvilja gegn krabbameininu í líkama mín- um. í veikindunum hef ég sveiflast milli hjálparieysis, soigar, baráttu- gleði og nýrra tílfínninga um iífið og tilveruna, sem ég er enn að henda reiður á. Eftír þessa reynslu er ég sannfærð um að allt hjúkrun- arstarfslið vill leggja sig fram í starfi og gera vel. Vandinn er hins vegar sá að starfslið lendir stundum í togstreitu þegar að því kemur að forgangsraða verkeftium. Þarna togast á það sem ég kalla tæknileg- an metnað annars vegar og hjúkr- unarmetnað hins vegar.“ I fram- haldinu lýsir Guðrún nánar því sem hún á við og hvetur hjúkrunarfræð- inga til frekari umræðu um þetta efni og tíl að tjá sig um efnið. Þessi hugleiðing Guðrúnar kemur vissulega við hjúkrunarfræðinga og munu þeir vafalaust íhuga hennar orð og leggja orð í belg. Guðrún gegndi mörgum trúnað- arstörfum fyrir hjúkrunarfræðinga. Hún var ætíð sjálfkjörinn foringi þeirra sem leiða áttu fræðslu — og menntunarmál hjúkrunarfræðinga í gamla félaginu hennar. Guðrún áttí fast sætí í fræðslunefnd Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga, þegar hún var ekki erlendis að afla sér meiri menntunar og sat hún í þeirri nefnd sem undirbjó síð- ustu fagráðstefnu hjúkrunarfræð- inga sem haldin var sl. vor. Átti hún einn mestan þátt í þvi að dr. Patricia Benner sem var einn aðal- fyrirlesari ráðstefn- unnar kom hingað til lands og var það mikill fengur fyrir hjúkrunar- fræðinga. Þá var Guð- rún sjálf oftar en ekki fyrirlesari á fagráð- stefnum sem hjúkr- unarfræðingar stóðu fyrir. Með þessum orðum vil ég fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga kveðja Guð- rúnu og þakka henni fyrir þau störf sem hún inntí af hendi fyrir hjúkrun og hjúkrunarfræðinga. Hjúkrun á íslandi stendur ríkari eftir. Innilegar samúðarkveðjur færi ég ijölskyldu hennar og bið ég guð að styrkja þau í Sorg þeirra. Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ég kynntíst Guðrúnu Marteins- dóttur fyrst fyrir 15 árum þegar ég var nemandi á §órða námsári í hjúkrunarfræði. Hún kenndi nám- skeið í heilsugæslu og hjúkrunar- stjómun, þá nýkomin frá Bandaríkj- unum þar sem hún hafði lokið mast- ersnámi í hjúkrun. Guðrún hafði afgerandi áhrif á afstöðu mína til þess hvað hjúkrun stendur fyrir. Hún gat á sinn óþvingaða og af- slappaða hátt fengið okkur nemend- uma tíl að lesa og kryfja hugmynd- ir fræðimanna í hjúkrun, heilsu- gæslu og stjómun. ífyrir mér opnað- ist ný vídd og ég varð fyrir „hjúkr- unarfræðilegri hugljómun" eins og sum okkar kölluðu það þá. Kynni okkar Guðrúnar endumýj- uðust 6 árum síðar þegar ég fór sjálf að kenna við hjúkrunarbraut- ina. Skrifstofur okkar lágu saman og leitaði ég mikið til hennar um ráð. Það þarf ekki að orðlengja það að ég fór aldrei erindisleysu, enda var Guðrún sérstaklega vel gefin kona. Hún var fljót að greina hi- smið frá kjamanum og yfirieitt kom hún með ábendingar sem nýttust vel. Við unnum ennfremur sameig- inlega að rannsóknarverkefni sem leiddi tíl náins samstarfs sem þróað- ist yfir í vináttu. Haraldur Skarphéðinsson, garð- yrkjumeistari, eiginmaður Guðrún- ar, hefur verið „maðurinn á bakvið konuna" í bestu merkingu þeirra orða. Guðrún hefði ekki getað notið þess að eiga stóra fjölskyldu og náð jafnframt góðum árangri i vinnu ef Halli hefði ekki stutt hana jafn heílshugar og algjörlega og raun var á. Stuðningur Halla náði frá heimabökuðu brauðunum, sem em vel þekkt af samstarfsfólki Guðrún- ar, yfír í að hann sagði lausri góðri stöðu sinni sem gaiðyrkjustjóri Kirig'ugarða Reykjavíkur tíl að fjöl- skyldan gæti öll fylgt Guðrúnu til Bandaríkjanna þegar hún hóf þar doktorsnám. Slíkt er sjaldgæft Haraldur þekktí getu og dugnað Guðrúnar og vissi að hún hafði mikið fram að færa til handa ís- lenskum hjúkrunarfræðingum og heilbrigðiskerfinu almennt. Það er líka raunin að áhrif Guðrúnar á hjúkranarsamfélagið hér heima hafa verið mikil. Hún hefur flutt erindi á flestum ráðstefrium hjúkr- unarfræðinga, skrifað í tímarit okk- ar og kennt flestöllum hjúkrunar- fræðingum sem brautskráðst hafa frá námsbraut í hjúkranarfræði frá þvi 1981. Langmest hafa þó áhrif hennar verið á mótun hugmynda okkar um heilsugæslu og heilbrigð- ishvatningu. Sjálf sýndi hún ávallt gott fordæmi með eigin hegðan. Hjá henni tíktí góð samhæfíng hvíldar, hreyfingar og mataræðis. Aldrei varð ég heldur vör við að hún væri mjög stressuð, þó álagið væri mikið. Einhvemveginn gat hún lokað sig af frá dægurþrasinu og sinnt sínum málum. Enda dæmi- gerður prófessor í þeirri merkingu að sýnast fjarhuga. Það er erfitt að sætta sig við að þessi boðberi heilbrigðis og hollra. lifnaðarhátta hafi fallið í valinn svo ótímabært. Guðrún fékk staðfestingu á end- anleika veikinda sinna í lok ágúst sl., sama dag og ég kom heim af fæðingardeildinni með nýfæddan son. Baráttu Guðrúnar var lokið þremur dögum fyrir skímardag drengsins míns. í þau skipti sem ég talaði við Rúnu bar hún fyrst og fremst I huga velferð mína og minnar fjölskyldu. Fársjúk samgladdist hún mér yfir barninu og þóttí miður að hennar veikindi skyldu varpa skugga á gleði mína. Hún bar hag minn ávallt fyrir bijósti í okkar viðræðunl. Sá eigin- leiki Rúnu að gleðjast með vinum sínum og sýna þeim einlægan áhuga kom hvað skýrast í ljós þeg- ar hún sjálf átti við óyfírstíganlega erfiðleika að etja. Missir okkar sem starfa við heil- brigðisþjónustuna er óendanlegur núna þegar við horfum á bak þess- ari konu sem átti svo margt ógert. Missir fjölskyldunnar, Halla, bam- anna og ömmubamsins, er þó meiri. Orð eru lítils megnug þegar staðið er frammi fyrir slíkri sorg sem þau búa við í dag. Við Rolf vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð og vitum að minningin um þessa góðu mann- eskju á eftír að lifa um ókomna tíma. Herdís. Guðrún Marteinsdóttir eða Rúna eins og hún var kölluð af vinum sínum, er fallin frá í blóma lífeins. Rúna var gáfiið og glæslleg kona, sem sópaði að. Hún var brautryðj- andi og leiðtogi við þróun náms- brautar í hjúkrunarfræði við Há- skóla íslands. Sérgrein hennar og áhugamál var á sviði heílsugæslu. Hún lauk meistaragráðu frá Boston University árið 1980 og var hún sú fyrsta úr hópi útskrifaðra hjúkr- unarfræðínga frá HÍ tíl að ljúka þeirri gráðu. Þar raddi hún braut fyrir fleiri hjúkranarfræðinga, sem ég naut góðs af, þegar ég hélt til Boston í fótspor hennar. Þama var Rúna basði dáð og virt af kennurum og samstúdentum. Þá kynntist ég einnig vinum hennar í Boston, sem einnig urðu sameigínlegir vinir okk- ar, eins og Pam og Jœ Catanzano og Wendy og hennar fjölskylda. Þessi ómetanlega aðstoð Rúnu gerði dvöl mína auðveldari á eriendri grund. Rúna áttí auðvelt með að skipu- leggja og stjóma þeim störfum sem hún tók sér fyrir hendur. Hún áttí auðvelt með að greina kjamann frá hisminu og tókst að tengja saman ólíka þættí. Þar skiptí ekki máli hvort hún var að stjóma fjölmenn- um fundi, flytja fyrirlestra eða vinna að rannsóknum. Það var gott að vinna með Rúnu. Við störfuðum saman við kennslu í heilsugæslu- hjúkran við námsbraut í hjúkranar- fræði HÍ frá árinu 1982 með nokkr- um hléum. Aldrei féll skuggi á það samstarf okkar og sú reynsla sem ég öðlaðist á þessum tíma er dýr- mæt. Brennandí áhugi hennar á hvers konar heilsueflingu kom einn- ig skýrt fram í þeirri fyrirmynd sem hún var okkur, en ekki einungis þegar hún fjallaði um það sem fræðigrein. Rúna var góður ráð- gjafi sem sem alltaf var hægt að leita tíl og sú umhyggja sem hún sýndi allt fram á síðasta dag er fágæt Hún var alltaf góð vinkona, bæði í gleði og soig. Það var gam- an að gleðjast í félagsskap hennar, og nú síðast í vor á leið heim af kennaraskemmtun sátum við sam- an og sungum gömul lög frá því að við vorum saman í Háskólakórn- um. Rúna kunni að meta góða tón- list, enda tónlist í hávegum höfð hjá íjölskyldu hennar og mikið sungið í aftnælisveislum og við önn- ur hátíðleg tækifæri. Þrátt fyrir erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm brást henni ekki kjarkur og hún nýtti sér alla þekk- ingu sína til að búa sig og fjölskyld- una undir hið óumflýjanlega. Fjöl- skyldan skiptí miklu máli fyrir Rúnu, ekki einungis Halli og bömin þeirra, heldur einnig foreldrar hennar og systkini. Ég votta þeim öllum mína innilegustu samúð. Ingibjörg Sigmundsdóttir. „Hún Rúna er dáin“ Voru fyrstu fréttír þessa votviðrasama laugar- dagsmoiguns. Enda þótt við vissum að Rúna væri haldin ólæknandi sjúkdómi komu fregnimar um and- lát hennar eins og köld vatnsgusa í andlitið. Rúnu og Halla hittum við fyrst á jóladag ’87 þegar við vorum við nám í Rhode Island fylki í Banda- ríkjunum. Við höfðum þá nýlega frétt að fleiri íslenskir námsmenn byggju ekki langt frá okkur. Frá þeim degi áttum við margar skemmtilegar samverustundir með þeim hjónum. „Hress og kát“ era þau orð sem lýstu persónu Rúnu einna best og í hópi vina og kunn- ingja var hún ætíð hrókur aJls fagn- aðar. Sá dugnaður og baráttuvilji sem einkenndi Rúnu kom vel í Ijós þeg- ar við sáumst 31. október síðastlið- inn. Þrátt fyrir alvarleg veikindi og erfiða lyfjameðferð var henni um- hugað um að fara nú fljótlega að kaila okkur saman. Fannst henni ómögulegt hvað veikindin meinuðu henni að hafa eins oft samband og hún gjaman vildi. Hún var svo bjartsýn og vongóð um jákvæð áhrif meðferðarinnar að það virtíst síður en svo óraunhæft að ætla að við myndum brátt hittast undir öðrum og betri kringumstæðum. Við vilj- um í þessum fáu orðum þakka Rúnu samfylgdina og minnumst hennar með hlýhug. Elsku Halli, Ragnheiður, Rakel, Svava, Héðinn og Maren sem nú sárt saknið eiginkonu, móður og félaga: Engin orð fá megnað að hugga ykkur á þessari óbærilegu stundu. Megi Guð styrkja ykkur og aðra ættingja Rúnu í sorgínni. Kolbrún og Clarence. Síðastliðinn föstudag fékk ég fréttir af því að samstarfskona mín Guðrún Marteinsdóttir, dósent í hjúkranarfræði í Háskóla íslands, hefði látist kvöldið áður. Yfir helg- ina hef ég reynt að takast á við söknuðinn, reiðina og soigina sem fylltí hjarta mitt Með því að hugsa til baka tíl alls þess sem við áttum sameiginlegt, tíl alls þess sem Rúna kenndi mér og gaf mér, hef ég öðlast ofuriitía ró. Eftír stendur minningin um frábæran kennara og samstarfskonu. Rúna var skarpgáfuð og sérlega fær í starfi. Yfir henni var ákveðinn léttleiki og hlýja og hún bjó yfir einstökum mannkærieika, löngun tíl að gefa öllum tækifæri til að njóta sín og blómstra. Ég kynntist Rúnu fyrst fyrir fjórtán árum er hún kenndi mér þegar ég var á mínu síðasta ári í hjúkrunarfræði. Hún var þá nýkom- in heim úr framhaldsnámi og miðl- aði til okkar nýjum hugmyndum og rannsóknum sem voru að þróast í þessari ungu fræðigrein. Við fyllt- umst eldmóði og metnaði því henni tókst að gera efnið einstaklega spennandi. Það var þó ekki fyrr en seinna eftir að ég hóf mitt fram- haldsnám að ég gerði mér fyllilega grein fyrir því hve vandaða mennt- un ég hafði hlotið undir hennar handleiðslu. Er ég hóf störf við námsbraut í hjúkrunarfræði var Rúna á leið utan í doktorsnám og því hófst samstarf okkar ekki fyrr en fyrir þremur árum. Frá upphafi fór áhugi okkar saman í mjög mörgum málum. Við unnum saman að því að þróa nám- skeið í hinni nýju námskrá auk þess að starfa saman í ijölmörgum nefndum. í gegnum þetta samstarf varð mér æ betur ljóst hve marg- þættir hæfileikar Rúnu vora og hve víðtækri þekkingu og reynslu hún bjó yfir. Það svið sem hún hafði mestan áhuga á og vann að í sínum fræðistörfum var heilsuefling. Þó rannsóknir hennar hafi beinst að leiðum til að stuðla að reglulegri líkamshreyfingu kvenna hafði hún áhuga á öllum þáttum mannlegs lífs sem efla vellíðan og koma í veg fyrir þjáningu og takmarkanir á því að nýta hæfileika sína. Hún hafði þegar útfært hugmyndafræðilegga. grunn að fjölþættum rannsóknum á þessu sviði og var um það bil að ljúka fyrsta þættí þess í doktorsrit- gerð sinni. Hefði henni enst aldur tel ég fullvíst að framlag hennar hefði verið afar mikilvægt, ekki. aðeins á íslandi, heldur einnig í al- þjóðlegu samhengi. í vor kom Rúna aftur til starfa eftir fjarvistir vegna meðferðar við krabbameini. Voru henni gefnar vonir um að tekist hefði að vama útbreiðslu þess. Fljótlega var hún orðin sjálfri sér lík, full af áhuga og áfram um að vinna að þ#j>* verkefiium sem fyrir lágu. 1 sumar var samstarf okkar sérlega náið m.a. vegna þess að hún ætlaði að taka að sér Muta af mínum verkefh- um á meðan ég var í rannsóknar- leyfi. Er leið á sumarið varð mér þó Ijóst að Rúna var það veik að hún gat engan veginn tekið að sér öll þau verkefni sem hún ætlaði sér. Við töluðum um að hún yrði að fá hvfld og komast í þjálfun til að reyna að vinna á þessum hræði- lega bakverk sem virtist ekki láta undan neinu. Daginn sem ég kvaddi hana var okkur báðum ljóst að hér gætí eitthvað alvarlegt verið á ferð- inni, en hvoruga okkar grunaði aé þetta kynni að verða okkar hinsta kveðjustund. Örfáum dögum síðar kom í Ijós að krabbameinið var orð- ið útbreitt og voru henni ekki gefn- ar neinar vonir. Hún var ekki tílbú- in að gefast upp, en þó ákveðin í að taka því sem verða vildi. Síðustu vikumar og mánuðina hef ég fylgst með baráttu hennar og fjölskyldu hennar úr ijarlægð og dáðst að sfyrk þeirra og hugrekki. Með fráfalli Guðrúnar hefur hjúkrunarfræðin misst míkinn leiíL toga og frábæran fræðimann. Hennar sæti verður seint skipað. Auk þess höfum við samstarfsfólk hennar misst frábæran vin og ynd- islega samstarfskonu. Verstur er þó missir íjöiskyldu hennar, Halla, bamanna, foreldra hennar og systk- ina. Ég færi þeim öllum samúðar- kveðjur mínar á þessari erfiðu stundu. Kristín Björnsdóttir. Er ég iít yfir farinn veg firá tví- tugs aldri birtast óteljandi myndir af miklum §ölda góðra vina. Ein er sú breiðfylking sem verður Jang- ' íjöimennust og litríkust enda skjgf mestu máli í mínu lífi. Hana skipa bæði innlendir og erlendir hjúkrun- arfræðingar. Að þessu sinni beinist athyglin fyrst og fremst að sérstök- um hópi ungra kvenna, sem voru mér sérstaklega hugljúfar og eru enn. Þessar ágætu stúlkur voru að heíja sitt hjúkrunamám sem var svo sannarlega þakkarvert þar sem ætíð hefur verið brýn þörf fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga. Ein í þessum úrvalshópi var Guð- rún Marteinsdóttír. Hún var okkur öllum sérstaklega kær, vegna næmi sinnar, gleði og hjartahlýju sem geislaði frá henni hvað sem á gekk og það var ekki lítíð. Því þessir dugmiklu brautryðjendur sem hSíÚ um Jiaustíð 1973 hjúkrunamám í Háskóla íslands, okkur tíl mildllar gleði sem höfðum unnið að því að svo gæti orðið, urðu iðulega fyrir aðkasti. Það var hreint ótrúlegt hvað margir J>eindu spjótum sínum að þeim og okkur sem að þessu stóðum. Það var varla hægt að koma í boð svo að einhver færi ekki að æsa sig yfir þessu að þeirra mati fráleita uppátæki að láta sér detta í hug að hjúkrunamám gæti verið verðugt háskólanám. Það var hart vegið að þessum kjarkmil^í ungu námskonum. En sagan var bara einu sinni enn að endurtaka sig. Þegar Félag ís- lenskra hjúkrunarkvenna setti fram kröfu um að þriggja ára hjúkrun- amám yrði að vera skilyrði tíl að öðlast réttindi tíl hjúkrunarstarfa, var sú krafa líka talin vera sprottin Sjá næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.