Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 _________________ FRÉTTIR Nú er bara að standa sigp ívfÍRflR #G VofTfSK^M Fjárhagsvandi sveitarfélaga Afkoman ekkí mælst lakari í hálfa öld SAMKVÆMT uppgjöri Þjóðhags- stofnunar hefur afkoma sveitarfé- laganna ekki mælst lakari á þeirri hálfri öld sem uppgjör Þjóðhags- stofnunar um fjárhag þeirra nær til. Að því er fram kom í erindi Jó- hanns Rúnars Björgvinssonar, hag- fræðings á Þjóðhagsstofnun, á fjár- málaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir skömmu, mæld- ist 200 milljóna króna tekjuafgang- ur hjá sveitarfélögunum árið 1990, en árið eftir varð hins vegar 614 milljóna króna tekjuhalli. A árinu 1992 jókst tekjuhallinn enn og mældist rúmlega 1,7 milljarðar króna, og í fyrra varð hann ríflega 4,7 milljarðar króna sem svarar til tæplega 15% af tekjum sveitarfé- laganna. Ekki er útlit fyrir að tekju- hallinn verði lægri á þessu ári. Sveitarfélögin verr sett en árið 1989 Að sögn Þórðar Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, eru sveitarfélögin nú í heildina verr sett en árið 1989 þegar gripið var til sérstakra að- gerða til að bæta fjárhag þeirra, en saman hafi farið tekjusamdrátt- ur og aukin rekstrargjöld. Lækkun hafi orðið á tekjum sveitarfélaganna við niðurfellingu aðstöðugjaldsins, vegna þess að aðstöðugjaldið hafi í raun ekki ver- ið bætt nema að 80% hluta í formi þess að útsvarið var hækkað. Fyrst hafi sveitarfélögin fengið framlög sem námu um 80% af álögðu að- stöðugjaldi og síðan hækkaða út- svarsheimild úr 7,5% í 9,2%. Þá hafi gríðarleg aukning orðið í út- gjöldum sveitarfélaganna, og nú á þremur árum væru þau t.d. búin að leggja ríkinu til 1,6 milljarða króna, fyrst í formi svokallaðs lög- regluskatts og síðan í formi fram- laga til atvinnuleysistrygginga- sjóðs. „Vegna tekjustofnalagabreyting- Sveitarfélögin hafa lagt ríkinu til 1,6 milljarða kr. í lögregluskatt og í atvinnuleysis- tryggingasjóð arinnar við niðurfellingu aðstöðu- gjaldsins og við þær breytingar sem áttu sér stað í kjölfarið, þá hafa tekjur sveitarfélaganna út af fyrir sig jafnast. Sérstaklega hefur Reykjavíkurborg farið niður í tekj- um þar sem hún hafði svo háar tekjur af aðstöðugjöldum,“ sagði Þórður. Raunútgjöld vaxið um 15% frá 1990 I útreikningum Þjóðhagsstofnun- ar kemur fram að raunútgjöld sveit- arfélaganna á mann hafa vaxið um nálægt 15% frá árinu 1990, á sama tíma og rauntekjur sveitarfélag- anna á mann hafí dregist lítillega saman ef miðað er við verðvísitölu landsframleiðslu. Hvað rekstraraf- komu sveitarfélaganna varðar þá runnu árið 1991 um 73% tekna sveitarfélaga til reksturs en allt að 85% teknanna árið 1993. Undanfarin ár hafi tæpur þriðj- ungur teknanna farið til fjárfesting- ar og hafí það hlutfall haldist nokk- uð stöðugt. Félagsleg útgjöld sveit- arfélaganna hafa aukist um allt að 25% að raungildi frá árinu 1990 miðað við verðvísitölu samneyslu. Árið 1990 hafí þessi útgjöld verið um 18,5 milljarðar króna en um 23 milljarðar árið 1993 á sambæri- legu verðlagi. Útgjöld til íþrótta-, æskulýðs- og menningarmála hafi aukist langmest, eða um 36%, og námu þau árið 1993 ríflega 7 millj- örðum króna. Til fræðslumála fara ríflega 6 milljarðar króna og til dagvistunar- og öldrunarmála tæplega 7 milljarð- ar króna, og sé aukningin í þessum málaflokkum svipuð, eða í kringum 25% að raungildi frá árinu 1990. Aukning { heilbrigðis-, skipulags-, og hreinsunarmálum hefur svo ver- ið nokkuð minni. Áætlað er að samanlagðar skuld- ir sveitarfélaganna verði um 33 milljarðar í lok þessa árs eða nokkru hærri en samanlagðar árstekjur þeirra og nemi 7,6% af landsfram- leiðslu. Á árinu 1990 mældust skuldirnar hins vegar um 67% af tekjum og 4,9% af landsframleiðslu. Staðið verði við samninga Karl Björnsson bæjarstjóri á Sel- fossi sagði á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga að þau vinnubrögð sem sveitar- stjórnarmenn hefðu upplifað af hálfu ríkisins undanfarin ár væru þess eðlis að menn gætu átt von á nýjum verkefnum án tekjustofna og nýjum álögum eða skattheimtu af hálfu ríkisins fram til þess dags að fjárlagafrumvarp hvers árs er samþykkt. Sagði Karl að þessu yrði að linna og undirbúa þyrfti breytingar á fjár- hagslegum samskiptum ríkisins og sveitarfélaga með mjög góðum fyr- irvara. Gera verði þá kröfú til ríkis- valdsins að það standi við samninga með sama hætti og öðrum aðilum þjóðfélagsins beri að gera og að það láti af þeim einstefnuvinnubrögðum sem viðgengist hafi í fjárhagslegum samskiptum við sveitarfélögin. „Sá ásetningur ríkisvaldsins und- anfarin ár að skattleggja sveitarfé- lögin gefur tilefni til að ætla að fulltrúar þess hafi ekki kynnt sér fjárhagsstöðu þeirra eða þau lög- bundnu verkefni sem sveitarfélögin eru að leitast vjð að sinna án þeirr- ar fjárhagsgetu sem nauðsynleg er,“ sagði Karl. MORGUNBLAÐl Ð Ferðasjóður fyrir norræna listamenn Eykur fjöl- breytni o g tengsl milli listgreina Ólafur G. Einarsson NORRÆNA ráðherra- nefndin ákvað ný- verið að stofna ferðastyrkjasjöð fýrir nor- ræna listamenn, hálffertuga og yngri. Tilgangur sjóðsins er að auka möguleika ungra listamanna í öllum listgrein- um til að ferðast innan Norðurlandanna, hvetja þá til að líta á Norðurlöndin sem eitt athafnasvæði og nýta sér í auknum mæli þá möguleika sem þar er að finna. Styrkjunum verður úthlutað af nefnd sem í eiga sæti fulltrúar frá Norrænu list- og listiðnaðarnefndinni, Norrænu tónlistarnefndinni, Norrænu leikhús- og dans- nefndinni, Norrænu bók- mennta- og bókasafns- nefndinni og Norræna kvik- mynda- og sjónvarpssjóðn- um. Styrkjunum verður úthlutað tvisvar á ári og rennur umsóknar- frestur fyrir fyrri helming ársins út í janúar, en menntamálaráðu- neytið gefur frekari upplýsingar um hvert umsækjendur eiga að senda umsóknir sínar og hvað er æskilegt að þar komi fram. Að sögn Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra, er þess vænst að ferðastyrkjasjóðurinn stuðli að fjölbreyttum tengslum innan einstakra listgreina og einnig milli ólíkra listgreina á Norðurlöndum, auk þess að ýta undir nýbreytni og tilraunastarf- semi í norrænu menningarstarfi. - Hver er forsagan að stofnun sjóðsins? „í ljósi breyttra aðstæðna í Evrópu var ákveðið í upphafí ára- tugarins að endurmeta norrænt samstarf. Mörkuð var sú stefna árið 1992 að auka skyldi áherslu á samstarf landanna í menning- ar-, mennta- og vísindamálum og að auknu fé af samnorrænum fjárlögum skyldi varið til þessara málaflokka. Það var mat Nor- rænu ráðherranefnöarinnar að stór þáttur í því að efla samstarf þessara landa á listasviðinu væri sá að gera ungu listafólki auð- veldara að ferðast á milli land- anna til að kynna list sína og kynnast list félaga sinna annars staðar á Norðurlöndunum. Það var því ákveðið að koma á laggirnar styrkjakerfí tii að auð- velda þessi samskipti og efla tengsl ungra listamanna í þessum löndum. Vinnuhópi var falið að gera tillögur að reglum sem lagðar voru fram síðastliðið vor og samþykktar á fundi Nor- rænu ráðherranefndarinnar hér á landi 30. maí síðastliðinn." - Hversu víðtækt er þetta verkefni með tilliti til tíma ogfjár- muna? „Ákveðið var að stofna til sjóðsins sem þriggja ára tilrauna- verkefnis til að byija með, tíma- bilið 1995 til 1997, og verður úthlutað úr honum tvisvar á ári. Gert er ráð fyrir að veija til verk- efnisins þremur milljónum dan- skra króna á norrænum sam- starfsíjárlögum hvert þessara þriggja ára. Hlutur íslands í þess- um fjárlögum er um 1%. Um 15 milljónum króna verður úthlutað í fyrstu atrennu, til ferða á fyrri helmingi ársins 1995.“ - Má rekja stofnun sjóðsins að einhveiju leyti til þess að ráð- herranefndin telji að skort hafi ► ÓLAFUR G. Einarsson, menntamálaráðlíerra og 1. þingmaður Reykjaneskjör- dæmis, er fæddur 1932 á Siglu- firði. Hann varð stúdent frá MA 1953, stundaði nám í lækn- isfræði við HÍ 1953-1955, lauk cand. juris prófi frá HÍ 1960. Ólafur var ráðinn sveitarstjóri í Garðahreppi sama ár, var oddviti hreppsins 1972 til 1975. Hann var landskjörinn þing- maður 1971-1974,1978-1979 og 1983-1987, 2. þingmaður Reyknesinga 1987-1991 en 1. þingmaður frá þeim tima. Ólafur var varaformaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins 1978-1979 og formaður hans frá 1979-1991. stuðning við unga listamenn, eða er um hreina viðbót að ræða? „Lykilhlutverk Norrænu ráð- herranefndarinnar og stofnana hennar er að auka samstarf Norð- urlandabúa og efla norræna vit- und. Nú þegar Norðurlandaþjóðir ganga til náins samstarfs við Evrópu er óhætt að segja að nor- rænt samstarf standi á tímamót- um og þörfín fyrir að styrkja það minnkar ekki. Sjóðnum er fyrst og fremst ætlað að auðvelda þetta, að ýta undir tengsl lista- manna á Norðurlönd- um og gera þeim kleift að kynnast verkum hvers annars. Yfirleitt þegar settir hafa verið á laggirnar styrkja- sjóðir á listasviðinu hefur verið um starfsstyrki að ræða. Þessi sjóður er með öðru sniði og er hrein viðbót við það sem þegar er fyrir hendi.“ - Hversu háum ferðastyrk á hver listamaður kost á? „Upphæð styrkja verður metin í hveiju tilfelli. Umsækjendur um styrki verða væntanlega beðnir að tilgreina í umsóknum sínum ferðakostnað og dvalarkostnað og upphæð styrkjarins látin taka mið af því.“ - Markar sjóðurinn upphaf frekari menningarsamvinnu Norðurlanda í því skyni að hvetja unga listamenn til dáða og sam- vinnu? „Já, ég vænti þess að sjóðurinn komi bæði til með að auka fjöl- breytni í tengslum innan ein- stakra listgreina á Norðurlöndum og ýti undir nýbreytni og til- raunastarfsemi í norrænu menn- ingarsamstarfi.“ Norrænt samstarf og vitund eflt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.