Morgunblaðið - 07.12.1994, Side 56

Morgunblaðið - 07.12.1994, Side 56
V í K G L®TTt alltaf á Miðvikudögnm MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Réðust á rúmlega 50 ára konu í bílskýli og rændu 30 þúsund krónum Festu höfuð konunnarí bílglugga ÞRJÚ ungmenni réðust á rúmlega fimmtuga konu í bílskýli á Skelja- granda uppúr hádegi í gær. Snúið var upp á handlegg konunnar, rifið í hár hennar og höfuðið fest í glugga á bíl hennar. Árásarmenn- irnir þrifu af henni seðlaveski með 30.000 kr. og hlupu á brott. Konan heitir Margrét Guðna- dóttir og var á leiðinni út í banka til að greiða reikninga með pen- ingunum. „Eg hafði verið á 14 tíma næturvakt og ætlaði að skreppa í bankann til að greiða reikninga áður en ég legði mig. Fyrst þurfti hins vegar að færa dekk úr skott- inu og ég var dálitla stund þarna að athafna mig við bílinn áður en __ komið var að mér, einn að framan og tveir aftan frá. Þeir kipptu í hárið á mér, sneru upp á hándlegg- inn og þegar ég reyndi að sparka aftur fyrir mig fékk ég blótsyrði yfir mig. Skyndilega var einn af árásar- mönnunum kominn inn í bílinn og sagði: „Látum hana hafa það.“ Síð- an rúlluðu þeir glugganum niður og festu höfuðuð á mér þegar þeir rúlluðu upp aftur. Þeir hrifsuðu svo peningaveskið sem ég hélt á og hlupu í burtu. Atburðarásin var mjög hröð og það var ekki fyrr en ég kom aftur upp í íbúðina áð sjokkið kom. Ég titraði öll, skalf og nötraði, og há- grét,“ sagði Margrét og bætti við að árásarmennirnir hlytu að hafa setið fyrir sér á bakvið bílinn. Hún sagði að mennirnir hefðu verið hávaxnir, líklega yfir 1,80 m, tveir piltar og stúlka eða ungl- ingur. Þremenningarnir hafi verið í svörtum hermannaklossum, dökk- um buxum og úlpum. Þeir höfðu brett prjónahúfur niður á andlitið. Bílskýli séu lokuð Margrét rifjaði upp að þegar hún og eiginmaður hennar hafi byrjað að nota bílskýlið ekki alls fyrir löngu hafi hún sagt við hann að á svona stað væri ekki langt í hroll- inn. Hann hefði þá sagt við hana að hún hefði greinilega séð of marg- ar bíómyndir. En því miður væri ofbeldi á borð við þetta orðið alltof algengt í Reykjavík. Margrét hvatti fólk til að gæta þess að hafa bíl- skýli ekki opin. Árásarmennimir eru ófundnir. Lögregla fann hins vegar seðla- veskið tómt í bílskýlinu skömmu eftir atburðinn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Lemstruð eftir átökin MARGRÉT Guðnadóttir er með marbletti á kinn og hálsi og rispu á handlegg eftir átökin við þrjá árásarmenn, sem rændu hana við heimili hennar um bjartan dag. Ríkisspít- alar fá aukafjár- veitingu RÍKISSPÍTALAR gengu í gær frá samkomulagi við heilbrigðis- og fjármálaráðherra um aukaijárveit- ingu vegna yfírstandandi árs og við- bótarfjárveitingu vegna næsta árs miðað við fjárlög. Guðmundur Karl Jónsson, formaður stjórnar Ríkissp- ítala, sagði að fjárveitingin næmi 1-2% af heildarkostnaði sem er um 7 milljarðar króna á ári eða 100-150 milljónum króna. Guðmundur Karl sagði að með samkomulaginu væri verið að ganga frá halla ársins í ár, en á fjárveiting- ar hefði skort meðal annars vegna fjölgunar hjartaaðgerða. Þetta væri í raun og veru sams konár sam- komulag og gert hefði verið við Borgarspítala og Landakot vegna sameiningar spítalanna. Þá hefði verið gert sérstakt samkomulag til að rétta af þann halla sem hefði myndast, þannig að hægt yrði að halda áfram með eðlilegum hætti á næsta ári. Reksturinn enn erfiður Hann sagði að engu að síður yrði rekstur Ríkisspítala mjög erfiður á næsta ári. Farið hefði verið út í margar nýjungar að undanförnu og það væri eðlilegt að þegar Landa- kotsspítali hætti skurðaðgerðum þýddi það fleiri aðgerðir og aukið álag á Ríkisspítalana. Þá hefðu Qár- veitingar verið skomar niður til sjúkrahúsa úti á landi og það gerði það að verkum að fleiri sjúklingar sæktu til Reykjavíkur. Samkeppnisráð um kæru Norma hf. vegna styrks til flotkvíar Hafnalögin verði endurskoðuð SAMKEPPNISRÁÐ leggur til að hafnalög verði endurskoðuð, þar sem ákvæði í þeim um ríkisstyrki til skipasmiða á vegum fyrirtækja í eigu sveitarfélaga stangist á við ^markmið samkeppnislaga. Þetta kemur fram í áliti ráðsins vegna kæru Norma hf. í Garðabæ, sem telur að fyrirhugaður ríkisstyrkur til flotkvíar á Akureyri skekki sam- keppnisstöðu einkafyrirtækja í skipasmíðaiðnaði. Ráðið tekur ekki afstöðu til þess hluta kæru Norma, sem snýr að því hvort ríkisstyrkir til sveitarfé- laga vegna skipasmíða brjóti í bága við samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði. Kæra þess efnis er nú jafnframt til meðferðar hjá Eftirlits- stofnun EFTA (ESA). Ekki efni til aðskilnaðar rekstrar Samkeppnisráð gagnrýnir að hafnarsjóðir leigi upptökumann- virki til skipasmíðastöðva á þeim kjörum að leigutekjur séu langt undir kostnaði við rekstur mann- virkjanna. Ráðið segir þó að með tilliti til stöðu skipasmíða séu ekki efni til að mæla fyrir um fjárhags- legan aðskilnað þeirrar starfsemi hafna, sem tengist skipaiðnaði, og vemdaðrar starfsemi þeirra. í áliti sínu vekur samkeppnisráð athygli samgönguráðherra á því að ákvæði í hafnalögum og markmið samkeppnislaga samrýmist ekki. Eðlilegt sé að einkafyrirtæki sitji við sama borð, hvað varðar aðgang að styrkjum, og opinber fyrirtæki. Ráðið bendir ráðherra á „nauðsyn þess að hlutaðeigandi ákvæði hafnalaga verði endurskoðuð með það fyrir augum að mismunun varð- andi aðgang að styrkjum byggð á eignarhaldi verði afnumin." Halldór Blöndal samgönguráð- herra vildi ekki svara spurningu Morgunblaðsins um það hvort hann hygðist í framhaldi af þessu láta endurskoða hafnalög. Halldór benti á að fyrrverandi viðskipta- og iðn- aðarráðherra, Jón Sigurðsson, hefði lagt fram núverandi samkeppnislög og jafnframt beitt sér fyrir því að ákvæði um styrki til upptökumann- virkja í höfnum yrðu áfram inni í hafnalögum. „Alþingi er búið að tala í þessu máli,“ sagði Halldór Förum eftir EES-lögum Ráðherrann sagðist myndu fara eftir þeim lögum, sem í gildi væru á Evrópska efnahagssvæðinu. „Eft- ir því sem ég veit bezt, og eftir þeim upplýsingum, sem ég hef um Evrópskt efnahagssvæði, er höfn- um fullkomlega heimilt að reka slippa, sem fyrirtæki hafa aðgang að,“ sagði Halldór. ■ Hafnalög samrýmast ekki/11 Morgunblaðið/Kristinn Síðasta peran SIGURÐUR Haraldsson kaupmaður í verzluninni Elfi við Lauga- veg var að skrúfa síðustu peruna í jólaljósakeðjuna um helgina. Laugavegnrinn er nú alskreyttur í tilefni komandi jóla. Chile stýrir veiðum að íslenskri fyrirmynd CHILEBÚAR styðjast nú við kvóta- kerfi að íslenskri fyrirmynd við stjórnun veiða á tveimur fisktegund- um og eru íslenskar fyrirmyndir í umræðu þar í landi varðandi fisk- veipistjórnun. Islendingar og íslensk fyrirtæki hafa þegar sett mark sitt á sjávarút- veg í Chile. Aflakóngur á lýsings- veiðum þar er íslenski skipstjórinn Albert Haraldsson og þátttaka Granda í sjávarútvegsfyrirtækinu Friosur hefur skilað árangri í útgerð- arstjórn og fiskvinnslu. Þá eru íslenskar vörur fyrir sjáv- arútveg orðnar þekktar í landinu fyrir tilstilli íslenska fyrirtækisins Intertec í Santiago. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra er nýlega kominn úr opin- berri heimsókn til Chile og Perú og mun sjávarútvegsráðherra Chile væntanlega endurgjalda heimsókn- ina á næsta ári. ■ íslendingar setja mark/Cl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.