Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 Jþ ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00: • VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi Fim. 8/12, uppselt, næstsíðasta sýning, - lau. 10/12, uppselt, síðasta sýning. • GA UKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Fös. 13. janúar. Ath. sýningum fer fækkandi. • GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fös. 6. janúar. Ath. fáar sýningar eftir. •SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen. Mið. 28/12 kl. 17 - sun. 8. jan. kl. 14. Litla sviðið kl. 20.30: •DÓTTIR LÚSÍFERS eftir William Luce Aukasýning fim. 8/12 kl. 20.30. GJAFAKORT í LEIKHÚS, SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá ki. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Grxna línan 99 61 60 - greióslukortaþjónusta. STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • Söngleikurinn KABARETT — Frumsýning í janúar. • LEYNIMELUR 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Sýn. fös. 30/12, lau. 7/1. LITLA SVIÐIÐ kl. 20: • ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson. Sýn. fös. 30/12, lau. 7/1. • ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Sýn. fim. 29/12, sun. 8/1 kl. 16. Gjafakortin okkar eru frábær jólagjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. kl. 13-20 Miðapantanir í síma 680680 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. 1 F R Ú E M I L í A| t.L.„E ,1 K H U S 1 Seljavegi 2 - sími 12233. KIRSUBERJAGARÐURINN eftir Anton Tsjekhov. Fös. 9/12, lau. 10/12, sun. 11/12. Sýningar hefjast kl. 20. sIðustu SYNINGAR! Miðasalan opin frá kl. 17-20 sýningar- daga, si'mi 12233. Miðapantanir á öðrum timum i símsvara. M06ULEIKHUSI0 við Hlemm TRÍTILTOPPUR barnaleikrit eftir Pétur Eggerz Mið. 7/12 kl. 10 upps. og kl. 14, upps., fim. 8/12 kl. 10 upps. og kl. 14 upps., fös. 9/12 kl. 10 upps. og kl. 14 upps., Aukasýn. lau. 10/12 kl. 15. fá sæti laus, sun. 11/12 kl. 14 upps.ogkl. 16, upps. Miðasala fleikhúsinu kiukkuti'ma fyrir sýningar, í símsvara á öðr- um ti'mum í síma 91-622669. Vegna gífurlegrar aðsóknar bætum við AÐEINS þessum þremur sýningum við: Fim. 8/12 kl. 20. Fös. 9/12 kl. 24. Lau. 10/12 kl. 24. Sýnt í íslensku óperunni. Bjóðum fyrirtækjum, skólum og stærri hópum ufslótt. Ósóttar pantanir eru seldar 3 dögum fyrir sýningu. Miðapantanir f símum 11475 og 11476. Ath. miðasalan opin virka daga frá kl. 10-21 og um helgar frá kl. 13-20. Ath. miðasala lokuð á sunnudag. Ath. Síöustu sýningar! Vill rismeiri kven- hlutverk ►LEIKKONUNA Meg Ryan dreymir um að leika áfram greindar og skemmtilegar kon- ur, eins og raunin hef- ur verið með síðustu myndir hennar. „Ég viídi gjarnan sjá fleiri myndir þar sem konan er fyndin vegna þess að hún er greind, en ekki vegna þess að hún er kynbomba. Að glenna sundur fæturna í kvikmynd er auðveld leið til að öðlast at- hygli, en þannig færu vinkonur mínar ekki að.“ FÓLK í FRÉTTUM Sápukúla springur „UPPHAFLEGA var gert ráð fyrir að sýningum á „Sápu“ Auðar Haralds í Kaffileikhús- inu lyki í nóvember, en vegna góðrar aðsóknar hefur verið efnt til aukasýninga," segja aðstandendur sýningarinnar. „Er nú svo komið að lítill aukaleikari sem mætt hefur í maga mömmu sinnar á allar sýningarnar vill fara að komast í heiminn og treystir sér ekki til þess að mæta í maga mömmu sinnar á næstu sýn- ingu. Það er Edda Björgvins- dóttir leikkona sem ætlar að leysa mömmuna, Erlu Ruth Harðardóttur, af hólmi og A myndarlegur fiðurkoddi mun • taka við hlutverki „sápu“-kúl- unnar, sem er orðinn ómiss- andi þáttur sýningarinnar. Edda mun taka við hlut- verki Erlu Ruthar á næstu sýningu, föstudaginn 9. des- ember. Gaman er að geta þess að fyrir 17 árum, eða hinn 9. desember 1977, stóð Edda Björgvinsdóttir á sviði Nemendaleikhúss- ins ásamt ófæddum syni sín- um. Gerði hann móður sinni kleift að ljúka frumsýningunni en í framkallinu var þolinmæði hans á þrotum og litlu munaði að hann dytti á sviðið og hneigði sig með móður sinni og bekkjarfélögum hennar." Mikið annríki hjá Bonham ►HELENA Bonham Carter er ein skærasta sljarna kvikmyndanna um þessar mundir. Hún fór með stórt hlutverk í „Howards End“ og er ein af stjörnum „Mary Shelley’s Frankenstein" sem leikstýrt er af Kenneth Brannagh. Það er til marks um hversu mikið hún hefur að gera að henni bárust skilaboð inn á símsvarann hjá sér ný- verið að henni væri boðið í mat til drottningarinnar í Buckingham-höll. Hún hringdi þangað fjórum mánuðum áður en til þess kom. „Þetta var svo falíega gert, þakka ykkur fyrir,“ sagði hún. „En ég er ekki viss um að ég komist.“ Það kom þögn í símann, þar til rödd svar- aði: „Við búumst við þér.“ Þegar til kom náði hún í matarboðið, en hafði aðeins fjörutíu mínútur upp á að hlaupa. „Þegar ég kom að gatnamótunum við Marble Arch vissi ég að þetta var mínútuspurs- mál, svo ég lét vaða,“ segir Helena. Hún fór yfir á rauðu ljósi aðeins til að vera stöðvuð af lögregl- unni við það sama. Pamela í kvikmyndir ►KYNBOMBAN Pamela Ander- son hefur öðlast frægð í Strand- vörðum, þar sem hún hleypur um á ströndinni í sundbol, og fyrir nektarmyndir sem birst hafa í tímaritinu Playboy. Pamela lék nýlega í kvikmynd- inni „Come Die With Me“. I myndinni eru mörg atriði þar sem kynþokkafullar stúlkur koma fram á sundbolum, en það vakti sérstaka athygli að Pamela var ekki ein þeirra. Þvert á móti leikur Pamela konu Hammers, Veldu Friday, sem talar þrjú tungumál, getur reiknað út átta stafa tölur í hug- anum og þarf lítið sem ekkert að koma fáklædd fram. ROB Estes og Pamela Ander- son eru í aðalhlutverkum. Áður óútgefnar upp- tökur með blússnill- ingnum Jimi Hendrix Jimi Hendrix hefur verið kall- aður fremsti rokkgítarleikari sögunnar. Hann taldi sig aftur a móti alltaf vera að leika hreinræktaðan svartan blús, enda var hann í beinan karl- legg af svörtum blúshetjum fyrri tíma. Það þykja alltaf mikil tíð- indi að gefnar séu út upptökur með Jimi Hendrix sem ekki hafa áður komið á plast. Aðdáendur goðsins kættust því mjög þegar plata með óútgefnum blúsum og sjald- heyrðum kom út fyrir nokkru. Þar á voru fimm blúsar ólíkrar gerðar sem aldrei hafa komið út áður og sex lög sem sjaldan hafa heyrst eða nánast ekki. Þar má heyra að hann kunni vel við sig í svörtum tónlistar- arfi og þó víða sé hann frekar á sporbaug umhyerfis jörðu, en á baðmullarakri í Miss- issippi fer ekki á milli mála að hann á ekki síður heima í upptalningu blússnillinga en rokkara. Undanfarin misseri hafa menn flokkað og metið þær upptökur sem til eru með Jimi Hendrix; búið er að gefa út aftur upprunalegar plötur, með bættum hljóm, og sitt- hvað hefur komið í leitirnar sem var týnt eða enginn vissi um. Jimi Hendrix.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.