Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Heimta að Serbíu verðiumbunað Segir mannréttindi sums staðar hundsuð Búdapest, Saríyevo. Reuter. TILRAUNIR Evrópuríkja til að binda enda á ófriðinn í Bosníu virðast vera í hnút eftir að ekkf náðist einu sinni samstaða á fundi 53 ríkja á Ráð- stefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, í Búdapest um yfir- lýsingu þar sem hvetja átti til vopnahlés í átökum Bosníu-Serba og músl- ima í Bihac-borg. Rússar beittu neitunarvaldi gegn yfírlýsingunni, sögðu að ekki hefði verið nóg komið til móts við Serbíu/Svartfjallaland sem hefur hætt vopnastuðningi við þjóðbræðurna í Bosníu. Frakkar segja að verði engar framfarir í friðarviðræðum á næstu vikum geti farið svo að þeir kalli heim gæsluliða sína í liði Sameinuðu þjóðanna í Bosníu. Helmut Kohl Þýskalandskansalri og fleiri ráðamenn söfnuðust saman í litla hópa á göngum ráðstefnu- hússins í Búdapest og ræddust við, þungbúnir á svip, er ljóst var að ekki næðist samstaða. Kohl reyndi m.a. að fá menn til að sættast á að aðildarþjóðirnar réðu því hvort þær undirrituðu lokayfirlýsinguna en tillagan hlaut ekki hljómgrunn. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hélt heimleiðis þegar á mánudag og Borís Jeltsín Rússlandsforseti snemma í gærmorgun. Andrej Koz- yrev, utanríkisráðherra Rússa, reyndi að draga úr ótta manna við að sambúð Rússa og Vesturveld- anna myndi versna mjög vegna harðra deilna á mánudag um út- þenslu Atlantshafsbandalagsins, NATO, til austurs. Hann sagði í gær að engin hætta væri á nýju köldu stríði. Friðargæsla í Nagorno-Karabak Samkomulag náðist um að RÖSE myndi senda um 3.000 manna frið- argæslulið til héraðsins Nagomo- Karabak, þar sem Armenar og Azerar beijast um yfirráð. Skilyrðið er að raunverulegt vopnahlé hafi komist á og viðræður séu hafnar um friðsamlega lausn; ljóst er að aðildarríkin vilja ekki að sagan frá BosnSu og örlög friðargæslu SÞ þar endurtaki sig. Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, lagði í gær áherslu á að hæfi Bandaríkjaþing á ný umræður um að aflétta vopnasölubanni á Bosníu og herða loftárásir á Bosníu- Serba myndi það auka líkurnar á að gæsluliðið yrði kallað á brott. Milan Gervo, háttsettur liðsforingi í her Bosníu-Serba, greindi í gær frá þeim skilyrðum sem uppfylla yrði ef liðsmenn SÞ ættu á ný að fá hindrunarlaust að gegna störfum sínum í Bosníu. Mikilvægast væri að SÞ tryggðu með ótvíræðum hætti að ekki yrði um frekari loft- árásir flugvéla Atlantshafsbanda- lagsins NATO, að ræða. Talsmenn SÞ sögðu að Serbar hefðu veitt leyfí fyrir flutningum hjálpargagna til múslimaborgarinn- ar Srebrenica þar sem alvarleg neyð ríkir, borgarbúar em sagðir beijast um þann mat sem eftir er. Enn munu geisa harðir bardagar í Bihac og nágrannabyggðum borgarinnar. Reuter DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra svalar þorstanum að loknu ávarpi sínu á fundiinum í Ungverjalandi í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra á leiðtogafundi RÖSE Ahersla á sam- vinnu Evrópu og N-Ameríku Statoil sagt fjáxmagna veiðar í Smugunni Þórshöfn. Morgunblaðið. SAMKVÆMT færeyska blaðinu Sosialurin hefur norska olíufyrir- tækið Statoil um langt skeið fjár- magnað óbeint rekstur erlendra skipa, sem veiða meðal annars í Smugunni. Hefur blaðið fengið í hendur af- rit af reikningum sem sýna að Statoil eigi að greiða alls 76.000 færeyskar kr. eða tæpar 800.000 ísl. kr. fyrir salt. Er reikningurinn greiddur fyrir „Atlantic Norma“ fyrirtækið í Belize City, höfuðborg Mið-Ameríkuríkisins Belize. Einn af heimildarmönnum blaðs- ins fullyrðir að um langa hríð hafí það verið viðtekin venja að Statoil hafi fjármagnað hluta af rekstri skipa sem sigla undir hentifána, einnig þeirra sem veiði í Smug- unni. „Það er rétt að við höfum veitt lán til þessara skipa, rétt eins og við höfum veitt öðrum viðskipta- vinum okkar. En við höfum nú lát- ið af samstarfi við þessi skip og fyrirtæki utan Færeyja hafa tekið yfir,“ segir Soren Christiansen, for- stjóri Statoil í Færeyjum. Efasemdir eru hins vegar um hvort fullyrðingar Christiansen eru með öllu réttar, þar sem Sosialurin birtir reikninga sem dagsettir eru 1. desember 1994, fyrir tæpri viku. an hluta aldarinnar“, sagði Davíð. Hann sagði að tekist hefði að skilgreina það hlutverk sem RÖSE myndi geta leikið í því að tryggja öryggi og frið í Evrópu. Nokkur árangur hefði náðst í að ákveða verkefni á sviði friðargæslu en þess hefði þó verið vænst að hann yrði meiri. Lýðræði, réttaröryggi og mannréttindi Forsætisráðherra sagði að ætti árangur að nást yrðu aðildaríkin að eiga sameiginlega hagsmuni, það væri ljóst en ekki væri kannski jafn ljóst að þau yrðu að deila sama gildismati. Ríkin hefðu heitið því að efla nokkur grundvallargildi, fyrst og fremst lýðræði, réttaröryggi og virðingu fyrir mannréttindum. Þessi gildi, sem hefðu verið undir- staða starfs RÖSE, væru leiðarljós sem hefðu bein áhrif á stöðugleika innanlands og stefnu ríkisstjórna. „Þau hafa samt sem áður ekki náð tryggri fótfestu alls staðar í Evrópu. Óðru nær, þau eru illa hundsuð í sumum ríkjum og eiga erfitt uppdráttar í öðrum. Ef tak- ast á að ná markmiðum RÖSE verður það ávallt að vera ótvírætt að þau gildi, sem ráðstefnan bygg- ist á, séu almenn og algild og all- ir skuli halda þau í heiðri." Reuter Fagnaðaii- fundur VINIR og ættingjar Peggy Grina- ker fögnuðu henni vel þegar hún kom heim til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku í gær en Peggy var með ítalska skemmtiferðaskipinu Achille Lauro í hinstu ferð þess. Fyrir réttri viku kom upp eldur í því úti af ströndum Sómalíu og tveimur dögum síðar sökk það í saltan mar. DAVÍÐ ODDSSON forsætisráð- herra lagði áherslu á mikilvægi tengsla Evrópu við Norður-Amer- íku í ávarpi sínu á síðari degi fund- ar Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, í Búda- pest í gær. Hann sagði ljóst að fyrirhugaður arftaki ráðstefnunn- ar, Samtökin um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, myndu aðeins fá þann styrk til að takast á við verk- efni sín sem aðildarríkin væru fús að láta samtökunum í té. Forsætisráðherra sagðist koma frá ríki við Atlantshaf, þess vegna vildi hann í upphafi vilja minna á mikilvægi Atlantshafssamvinn- unnar fyrir öryggi og stöðugleika í Evrópu. Hann sagði eðlilegt að áhugi manna hefði einkum beinst að þeirri geijun sem endalok kalda stríðsins hefðu valdið á meginlandi Evrópu. Lærdómar dregnir af sögunni ,,Samt er okkur ljóst að geta RÖSE er ekki síst undir því komin hvernig ráðstefnunni tekst að þætta saman málefni Evrópu allr- ar og ríkjanna handan Atlants- hafsins. Þessi grundvöllur RÖSE var ekki einvörðungu lagður af nauðsyn eftir kalda stríðið heldur á hann rætur í lærdómi sem menn hafa dregið af sögu Evrópu mest- Ríkisstjórakosningar á Taiwan Þjóðeniissiiin- ar signiðu Taipei. Reuter. FLOKKUR þjóðernissinna á Taiw- an, sem er í ríkisstjóm, vann mikil- vægan kosningasigur á laugardag er frambjóðandi flokksins varð hlutskarpastur í ríkisstjórakosn- ingum. Er litið á það sem ótvíræð- an stuðning við þá stefnu stjómar- innar að sameinast Kína þegar kommúnistar hafi látið af völdum. Endanleg úrslit urðu þau að James Soong, frambjóðandi flokks þjóðernissinna, hlaut 56,3% at- kvæða í ríkisstjórakosningunum en Chen Ding-nan, frambjóðandi Lýðræðislega framfaraflokksins (DPP), 38,8%. Flokkur Chens hef- ur barist fyrir fullu sjálfstæði og er andvígur sameiningu við Kína. Tárin streymdu Ríkisstjóri hefur umtalsverð völd á Taiwan og þetta er æðsta embætt- ið sem landsmenn hafa nokkru sinni fengið að kjósa til. Soong, ser er 52 ára, flutti hjart- næma ræðu þegar sigur hans lá fyrir. Streymdu tárin niður kinn- amar er hann ítrekaði stefnu stjórnarflokksins um að leitast eft- ir því að Taiwan og Kína yrðu sameinuð þegar íbúar á megin- landinu hefðu snúið baki við kommúnisma. Töpuðu í Taipei Þjóðernissinnar töpuðu hins vegar í kosningu um borgarstjóra höfuðborgarinnar Taipei þar sem frambjóðandi DPP hafði sigur. Flokkurinn tapaði jafnframt meiri- hluta í borgarstjórninni en er þó áfram langstærstur borgarstjórn- arflokkar.na. Þjóðernissinnar fá borgarstjóra í næststærstu borg landsins, Kao- hsiung, og halda meirihluta í borgarstjórninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.