Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Akærðir fyrir að hafa fé af sjúklingi FRETTIR Listi Alþýðubandaiagsins í Reykjavík Guðrún Helga- dóttir gefur 2. sætið eftir _ •• Bryndís Hlöðversdóttir og Ogmundur Jónasson í 2. og 3. sæti Morgunblaðið/Þorkell GUÐRÚN Helgadótlir svarar spumingum fréttamanna, sem hún boðaði til fundar í Alþingishúsinu í gær. GUÐRÚN Helgadóttir alþingismað- ur ætlar að gefa Biyndísi Hlöðvers- dóttur lögfræðingi ASÍ eftir 2. sætið á framboðslista Alþýðubandalagsins í Reylqavík og fara sjálf í 4. sætið, ef hætt verður við fyrirhugað próf- kjör flokksins. Svavar Gestsson al- þingismaður verður í 1. sæti og Ógmundur Jónasson formaður BSRB í 3. sæti. Ámi Þór Sigurðsson formaður kjömefndar Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík, segir að kjördæ- misráð hafí ekki fjallað með formleg- um hætti um þessa ákvörðun Guð- rúnar og því sé ekki vitað hvort al- menn óánægja ríki meðal flokks- manna. Guðrún Helgadóttir upplýsti á blaðamannafundi í gær að hún hefði boðið kjömefnd flokksins í Reykja- vík upp á þetta í síðustu viku en í Ijós hefði komið að erfíðleikum yrði bundið að hafa prófkjör í Reykjavík, eins og áður var áætlað. Astæðan væri sú að ieitað hefði verið tíl Bryndísar og Ögmundar um að taka Lögumum leigubíla verði breytt FORSETI Alþingis hefur tekið við áskorun 555 leigubifreiðarstjóra um að lögum um leigubifreiðar verði breytt á yfirstandandi þingi í samræmi við dóm Mannréttinda- dómstóls Evrópu frá 30. júní 1993. Jafnframt krefjast bítstjórarnir þess að í engu verði dregið úr hinu innra eftirliti sem verið hafi með starfsgrein þeirra sbr. 2. mgr. 41. gr. dómsins. Nauðsynlegt sé að þetta innra eftirlit verði hjá einum aðila til að öryggi viðskipta- vina verði tiyggt. Fram kemur í fréttatilkynningu að leigubifreiðarstjórar óttist mjög að frumvarp um breytingar á lögum um leigubifreiðar dagi uppi á þinginu í annað sinn eða - að dómur Mannréttindadómsstóls- ins verði notaður til að afnema það nauðsynlega innra aðhald sem sé með leigubifreiðum í dag. sæti á listanum. Þau hefðu nú tekið þessu boði, en af skiljanlegum ástæðum teldu þau sig þá ekki þurfa að taka þátt í prófkjöri. „Við í Alþýðubandalaginu teljum svo mikilvægt að fá þetta fólk til liðs við okkur að við höfum faliist á þetta. Eg tel rétt, þegar slíkir fram- bjóðendur eru annars vegar, kona á borð við Bryndísi Hlöðversdóttur, að hún taki sæti mitt á listanum og ég hef þess vegna boðið henni að taka 4. sætið. Ég kom jú inn í 4. sæti á Alþingi árið 1979,“ sagði Guðrún og bættí við að hún teldi það vera baráttusæti flokksins í Reykjavík og með þennan framboðslista væri stór möguleiki á að það ynnist. Alþýðu- bandalagið fékk tvo þingmenn í Reykjavík í síðustu kosningum. Skrökvaði svolítið í DV í gærmorgun birtist viðtal við Guðrúnu þar sem hún sagðist ekki ætía að gefa þingsæti sitt eftír baráttulaust og tók ólíklega í að hætt yrði við prófkjör og stíllt í þess stað upp á listann. Þegar Guðrún var spurð um þetta á blaðamanna- fundinum sagðist hún hafa skrökvað svolítíð að blaðamanni DV í morg- unsárið enda ekki ætlað að segja sannleikann þá. Hún hefði ekki tek- ið ákvörðun fyrr en um hádegið í gær, þegar endanlega lá fyrir að nýju frambjóðendumir tveir vildu taka þessi sæti. Kjördæmisráð ákveður forval Ámi Þór Sigurðsson formaður kjömefndar Alþýðubandalagsins í Reykjavík segir að bað eigi eftír að koma í ljós hvort óánægja sé meðal félaga í Alþýðubandalagi Reylqavík- ur. Enn hafi ekki verið fjallað með formlegum hætti um þessa ákvörðun Guðrúnar. Það yrði að gerast í kjör- dæmisráði. Endanleg ákvörðun um hvort fram fari forval í Reykjavík hafí ekki verið tekin, hana yrði kjör- dæmisráðið að taka. „Ég vona að kjördæmisráð verði kallað saman í næstu viku,“ sagði hann. „Ég hef lítið um málið að segja á þessu stigi. Það má segja að ný staða sé komin upp sem verður að taka á.“ Ami sagðist hafa vitað um ákvörðun Guðrúnar í nokkra daga og að rætt hafí verið við Ögmund og Bryndísi um þennan möguleika að þau tækju þessi sætí á listanum. „Ef niðurstaða lq'ömefndar yrði sú að fram fari forval þá verður að ræða við þau á ný á þeim forsend- um,“ sagði hann. TVEIR menn, 49 og 52 ára, hafa verið ákærðir fyrir að hafa frá 1990-1993 með fjársvikum og mis- neytingu haft um 3,3 milljónir króna af 63 ára gömlum sjúklingi á áfengismeðferðardeild þar sem annar mannanna starfaði. Sá er ákærður fyrir að hafa fengið mann- inn til að veðsetja íbúð sína fyrir samtals 3 milljónir króna vegna lána sem starfsmaðurinn hafí að langmestu leyti nýtt í eigin þágu. Lögfræðingur nýtti fé í eigin þágu Til hins mannsins leitaði sjúkling- urinn um iögfræðiaðstoð en sá er ákærður fyrir að hafa fengið hann til að rita samþykki sitt sem greið- anda á tvo víxla, samtals 280 þús- und krónur, sem lögfræðingurinn hafí selt og nýtt í eigin þágu. Víxlamir voru síðan, samkvæmt ákæru í málinu, greiddir af 1.200 þúsund króna lífeyrissjóðsláni sem starfsmaður áfengismeðferðar- deildarinnar, sem önnur ákæruat- riði en útgáfa víxlanna beinast að, hafði tekið gegn veði í íbúð sjúkl- ingsins. Veðleyfi og lántökur Starfsmaðurinn er ákærður fyrir að hafa nýtt sér lífeyrisg'óðslánið í eigin þágu, að frádregnum 66 þús- und krónum sem runnu til greiðslu skulda sjúklingsins, en hann hafði fengið loforð um helming íjárins gegn því að lána veðið. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa heimildariaust og án vitund- ar eiganda íbúðarinnar framselt til banka 800 þúsund króna veðskulda- bréf sem hann hafði tekið að sér að geyma og notað söluandvirðið í eigin þágu. Einnig hafi hann fengið manninn til að samþykkja að íbúð hans yrði veðsett tíl tryggingar 300 þúsund króna lífeyrissjóðsláni, sem maður- inn og kona hans tóku, og til að undirrita sem skuldari tvö veð- skuldabréf, fyrir 700 þúsund krón- ur, þar sem starfsmaðurinn var sjálfur skráður kröfuhafí en þau bréf hafi hann svo selt verðbréfafyr- irtæki og hagnýtt sér andvirðið. Frávísun Að kröfu veijenda mannanna tveggja var ákæru í máli þessu ný- lega vísað frá dómi þar sem lýsing í ákæruskjali á því í hveiju sú mis- neyting sem mennimir eru sakaðir um, væri ekki nægilega skýrt orðuð. ___ 1 Morgunblaðið/ LEIGUBÍLSTJORAR vöktu athygli á áskonininni meö því að fjölmenna þegar hún var afhent for- seta Alþingis eftir hádegi í gær. Oku þeir á bilum síntim um miðbæinn og fyrir framan Alþingishúsið. SFR kynnti í gær kröfugerð um 7-15% launahækkun auk annarra krafna Krafist 9.000 kr. hækk- unar á alla launaflokka STARFSMANNAFÉLAG ríkisstofn- ana kynntí samninganefnd ríkisins kröfugerð sína í komandi lq'ara- samningum í gær. Félagið krefst 9 þúsund króna hækkunar allra taxta og auk þess að lægstu launataxtar félagsins veiði felldir niður. Jafnframt hefur SFR lagt til við BSRB að heildarsamtök ríkisstarfs- manna vinni m.a. að því I tengslum við kjarasamninga að skattíeysis- mörk verði þau sömu og 1988 og að lánskjaravísitala verði endurskoð- uð þannig að breytingar á launum hafi ekki áhrif á hana. Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR, sagði í samtali við Morgunblaðsins í gær að krafan um 9.000 kr. hækkun allra launaflokka jafngilti tæplega 15% hækkun lægstu flokkanna sem í séu um 800 af 4.600 félagsmönnum en frá 7—12% hækkun á aðra ílokka. „Þetta er launajöfnunarkrafa, sem viktar meira hjá þeim lægst launuðu. Þetta er það sem ráðamenn þjóðarinnar hafa verið að ræða um, að hækka laun hinna lægst launuðu og auka launajöfnuð í þjóðfélaginu. Þessi krafa skilar þess vegna því sem allir virðast vera sammála um,“ sagði Sigríður og sagði að kröfu- gerðin væri sanngjöm enda tæki hún mið af þeim hækkunum sem aðrir hópar hefðu fengið á árinu, svo sem dómarar, prestar og hjúkrunarfræð- ingar. Önnur atriði kröfugerðar SFR er að kaupmáttur launa verði tryggður á samningstímanum, tekið verði upp starfsmat, fram fari endurmat siarfsheita og ný röðun í launa- flokka; námskeið verði metin til hækkunar launa, nýtist þau í starfi, vinnuskylda vaktavinnufólks verði stytt, auk atriða sem lúta að breytt- um starfsaldurshækkunum. Hærri skattieysismörk Þá hefur launamálaráð SFR sent BSRB bréf þar sem lagt er til að BSRB vinni að ákveðnum kröfum í tengslum við kjarasamninga. Þar er nefnt að skattleysismörk verði jafn- gild því sem var 1988; lánskjaravísi- tala verði endurskoðuð þannig að breytingar á launum hafi ekki áhrif á hana; staðinn verði vörður um velferðarkerfið og gjaldtökur vegna velferðarþjónustu ekki auknar, kjör atvinnulausra verði bætt og bætur með hveiju bami hækkaðar verulega og að unnið verði af einurð að fram- gangi markaðrar stefnu BSRB gegn atvinnuleysi. „Stéttarfélögin ræða þetta ekki ein og sér. Þetta eru kröfur á hend- ur stjómvöldum og því frekar á hendi heildarsamtaka,“ sagði Sigríður. Aðgerðir gegn skattsvikum Fulltrúar SFR afhentu samninga- nefnd ríkisins kröfugerð sína í g®r- j Næstí fundur aðilanna var ekki . ákveðinn en Sigriður sagði að við- ræður væri nú hafnar og kvaðst i búast við að um frekari fundi yrð' að ræða á næstu dögum. Aðspurð hvaða hugmyndir SFR hefði um það hvemig mæta ætti útgjaldaauka ríkissjóðs sem af kröfugerð félagsins leiddi sagði Sig- ríður að slíkt væri ekki mikill vandi. Taka þyrftí á skattsvikum og und- j andrætti á virðisaukaskatti; koma maetti á hátekjuskatti, íjármagns- 1 tekjuskatti auk þess sem sköttum j °R gjöldum hefði undanfarið verið létt af atvinnulífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.