Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 43 Morgunblaðið/RAX Húseigendafélagið og Trésmíðafélagið Hætt verði við holræsagjald Ferðafélag íslands Aðventu- kvöld FERÐAFÉLAG íslands efnir í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. desember, til mynda- og aðventukvölds sem til- einkað er árbókinni Ystu strandir norðan Djúps sem tilnefnd hefur verið til íslensku bókmenntaverð- launanna. Aðventukvöldið verður í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14, og hefst það stundvíslega kl. 20.30. Landlýsing bókarinnar er um Kaidalón, Snæ- fjallaströnd, Jökulfirði og Strandir. Höfundurinn, Guðrún Asa Gríms- dóttir, flytur skýringar með myndum þeirra Björns Þorsteinssonar, Grét- ars Eiríkssonar o.fl. Þetta er myndasýning sem m.a. hefur verið á Isafirði og Akureyri en nú er komið að höfuðborgarbúum og nágrönnum að sjá þessa sýningu. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið verður opnað kl. 20. Kaffi- veitingar verða í hléi sem félagar hafa umsjón með. Aðgangseyrir er 500 kr., kaffi og meðlæti innifalið. Menningarstofnun Bandaríkjanna Ron Levitan sýnir ljós- myndir ÞANN 18. nóvember síðastliðinn opnaði bandaríski ljósmyndarinn Ron Levitan ljósmyndasýningu sína í Menningarstofnun Bandaríkjanna og stendur hún til 9. desember. í kynningu segir: „Á sýningunni er myndaröð 20 svart/hvítra mynda, sem listamaðurinn nefnir „Dia- logue“. Viðfangsefni ljósmyndarans á þessari sýningu er sonur hans við ýmsar athafnir daglegs lífs, en kveikjan að myndaröðinni var sú sigurvíma sem gagntók amerískt þjóðfélag við lok Persaflóastríðsins og þau áhrif sem hún hafði á son- inn, en þau áhrif var Levitan ekki alls kostar sáttur við.“ Ron erfertugur afbrotafræðingur sem starfar að inálefnum unglinga við embætti ríkissaksóknara í Mary- land í Bandaríkjunum. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar í Bandaríkjunum auk fjölda samsýn- inga sem hann hefur tekið þátt í. HÚSEIGENDAFÉLAGIÐ og Tré- smíðafélag Reykjavíkur hafa skorað á borgaryfirvöld að falla frá áform- um um álagningu holræsagjalds á fasteignir í Reykjavík. Tillögu sjálf- stæðismanna í borgarráði um að leit- að yrði umsagnar Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasambands ís- lands, Félags eldri borgara í Reykja- vík og Húseigendafélags Reykjavík- ur var vísað frá. í frávísunartillögu borgarstjóra segir að ljóst sé að holræsagjald feli í sér hækkun á fasteignagjöldum í Reykjavík. Þá segir: „Eðli málsins samkvæmt hljóti þau samtök sem nefnd eru í tillögu Sjálfstæðisflokks- ins að vera mótfallin slíku og hafa sum hver þegar komið þeirri skoðun sinni á framfæri. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að fjár- hagur borgarinnar er með þeim hætti eftir 12 ára fjármálastjórn Sjálfstæð- ■ EFTIRFARANDI áskorun var samþykkt í bæjarráði Neskaup- staðar 2. desember 1994: Bæjarráð Neskaupstaðar mótmælir harðlega þei'rri skerðingu á þjónustuframlög- um Jöfnunarsjóðs sem sveitarfélög hafa orðið fyrir. Skerðing þjónustu- framlaga er ekki einungis óviðun- andi, heldur er hún mjög óréttlát. Með skerðingunni er fjárhagsvanda Innheimtustofnunar sveitarfélaga velt yfir á sveitarfélög með íbúa- isflokks að ekki verður hjá því kom- ist að leggja á holræsagjald í Reykja- vík líkt og í öðrum sveitarfélögum. Tillögu sjálfstæðismanna er því vísað frá.“ Loforð um aukin samráð í bókun Sjálfstæðisflokks kemur fram að fyrir kosningar hafi R-listinn lofað að aukið samráð yrði við íbúa og félagasamtök. Það skjóti því skökku við að fulltrúar listans skuli algjörlega hafna því að leitað sé við- horfa og umsagna um mál, sem skiptir launþega, barnmargar fjöl- skyldur og aldraða íbúa Reykjavíkur verulega miklu máli. Þá segir: „Það er afar einkennileg afstaða R-Iistans, að ef vitað er eða ætla má að einhver sé á móti ein- staka áformum borgaryfirvalda skuli ekki leitað umsagnar þess aðila.“ Ú'ölda undir 3.000 og þeim gert að leysa vandann. Því verður ekki trú- að að félagsmála- og fjármálaráð- herra láti slíkan ójöfnuð ganga yfir áðurnefnd sveitarfélög. I bréfi fé- lagsmálaráðuneytisins frá 13. októ- ber sl. er sveitarfélögum tilkynnt að úthlutun þjónustuframlaga fari fram um mánaðamótin októ- ber/nóvember og muni framlögin koma til greiðslu fljótlega þar á eftir. Þessu var treyst og fjárhags- Vesturhópshóla- kirkja Aðventu- hátíð AÐVENTUKVÖLD verður í Vest- urhópshólakirkju í Vestur-Húna- vatnssýslu fimmtudagskvöldið 8. desember. Er það sameiginlegt fyrir kirkjusóknir að Breiðabólsstað, Vesturhópshólum og Tjöm á Vatns- nesi. Guðrún Helga Bjarnadóttir, leik- skólastjóri, flytur hugvekju, Kristín R. Guðjónsdóttir les sögu og nem- endur Vesturhópsskóla flytja helgi- leik undir leiðsögn Kristínar Árna- dóttur, skólastjóra. Krikjukór Vest- urhóps og Vatnsness syngur kór- verk undir stjórn Helga S. Olafsson- ar, organista. Auk þessa verður les- ið úr Ritningunni og beðið fyrir friði. Kyrrlát ljósastund verður r lokin og við bjarma kertanna verður end- að á almennum jólasöng. Hátíðin hefst kl. 21 og er hún öllum opin. Sóknarprestur er sr. Kristján Björnsson. -----»-♦ - ♦-- ■ EFTIRFARANDI tillögur vom samþykktar á félagsfundi Tré- smíðafélags Reykjavíkur 30. nóv- ember sl.: „Félagsfundur Trésmíða- félags Reykjavíkur haldinn 30. nóv- ember 1994 á Suðurlandsbraut 30 mótmælir harðlega tillögu um sér- stakt holræsagjald og bendir á að hér er á ferðinni viðbótar skattlagn- ing. Fundurinn skorar á borgar- stjórn Reykjavíkur að hætta við fyrirhugaðann skatt en afla í þess stað aukin framkvæmdafjárs með hagsýni og sparnaði. Félagsfundur Trésmíðafélags Reykjavíkur haldinn 30. nóvember 1994, lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu sjúkraliða, sem nú stendur yfír. Jafnframt samþykkir fundurinn að veita 150.000 kr. í verkfallssjóð þeirra.“ skuldbindingar gerðar í samræmni við bréf ráðuneytisins. Með frestun á greiðslu jöfnunarframlaga hafa sveitarfélög ekki geta staðið við áður gerðar skuldbindingar með öllum þeim kostnaði og umstangi sem slíku fylgir. Bæjarráð skorar á félagsmálaráðherra og fjármálaráð- herra að beita sér nú þegar fyrir því að fjárhagsvandi Jöfnunarsjóðs verði leystur, þannig að hann geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Doktor í fjármálahagfræði GÍSLI Reynisson varði 4. júní sl. doktorsritgerð sína um fjármála- hagfræði í Tampere, Finnlandi. Doktorsritgerðin, sem unnin var við Háskól- ann í Orgon og Há- skólann í Tampere, var gerð undir handleiðslu prófessoranna James H. Grant, Bandaríkj- unum, og prófessors Clas Bergström, Sví- þjóð, og ber heitið „Corporate Ownership Concentration: An Empirical Stydy of the Institutional Inve- stor“. í doktorsritgerðinni rannsakar Gísli sam- setningu eignarhalds í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum sem skráð eru á verðbréfamörkuðum í Banda- ríkjunum, með tilliti til samþjöpp- unar eignarhalds fjármálastofnana í fyrirtækjum. Tilgangur rannsókn- ar Gísla var að athuga hversu „virkar" fjármálastofnanir væru í stjórnferli fyrirtækja sem þær eru hluthafar í. í rannsóknum sínum notaðist Gísli við hina svokölluðu umboðsmannakenningu (e. Agency Theory) auk ýmissa nýrra kenninga innan fjármálahagfræðinnar. Rannsóknir Gísla voru gerðar á 4ra ára úrtaki stærstu 1.100 fyrirtækj- anna sem skráð eru á hlutabréfamörkuðum Bandaríkjanna. Tvenns konar sam- bönd voru rannsökuð í ritgerð Gísla. í fyrsta lagi var sambandið milli hlutaíjáreignar fjármálastofnana og ákveðna fjármála- breytistærða rannsak- að þar sem Gísli gaf sér að þær breyti- stærðir segðu til um hversu virkir hluthafar fjármálastofnananna væru í fyrirtækjunum. í öðru lagi var rann- sakað sambandið milli hlutafjáreignar fjár- málastofnananna og raunverulegra breytinga í heildarlaunum stjórn- enda þeirra fyrirtækja sem stofnanirnar áttu hlut að. Gísli hefur lokið B.Sc.-grádu frá Lewis & Clark-háskólanum í fjár- málum fyrirtækja og tölfræði, MBA-gráðu frá Háskólanum í Oregon í fjármálum fyrirtækja og ákvörðunarfræði, licentiate-gráðu í fjármálahagfræði frá háskólanum í Tampere að viðbættri doktorsg- ráðunni. Gísla hefur hlotnast ýmis heiður á námsferli sínum og hefur m.a. verið boðin þátttaka í Beta Gamma Sigma og Delta Mu Delta í Bandaríkjunum fyrir góðan árangur í námi. Hann hefur ritað vísindagreinar sem birtar hafa ver- ið í vísindatímaritum og kynntar á ráðstefnum í Evrópu, Bandaríkjun- um og Japan. Gísli Reynisson er fæddur í júní 1965, sonur Reynis Þorgrímssonar, framkvæmdastjóra, og Rósu G. Glsladóttur, húsmóður. Hann er í sambýli með Önnu M. Kristinsdótt- ur og á þrjú börn; Önnu Fríðu, Gabríel Þór og Benjamín Ágúst. Gísli er búsettur í Finnlandi og starfar sem einn af framkvæmda- stjórum Finnish Venture Capital FVC Oy með ábyrgð á fjárfesting- um félagsins í Rússlandi og Austur- Evrópu. Gísli er í stjórn ýmissa félaga og fyrirtækja og hann er einnig formaður stjórnar erlendra sérfræðinga við samtök hlutafjár- markaða í Eistlandi, sérlegur ráð- gjafi hlutafjármarkaðarins í Pét- ursborg í Rússlandi og hefur þjónað í ýmsum öðrum störfum s.s. sér- fræðingur ráherranefndar Norður- landaráðs varðandi miðlum áhættufjárfestinga. Stíll flytur á Skólavörðustíg VERSLUNIN Stíll sem verið hefur til húsa í Bankastræti 8 er nú flutt í glæsilegt húsnæði á Skólavörðu- stíg 4a. Hinn nýja Stíl hannaði Guðjón Bjarnason, arkitekt. Stíll flytur inn tískufatnað fyrir konur á öllum aldri, mest frá þýsku fyrirtækjunum Comma, KS og Karl Lagerfeld. Stíll er í eigu Elínar Ágústu Sig- urgeirsdóttur og Vigdísar Bjarna- dóttur. Dr. Gísli Reynisson. S í r a uj á r n Gerð: Kr. BA 3243. 3.780,- Gerð: Kr. AT 258°' ik Æ. 2-260,- Öll verð rrf/S®/o stgrafsl. EINAR FARESTVEIT & CO hf Borgartúni 28, sími 622900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.