Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Jafet S. Ólafsson útvarpsstjóri Islenska útvarpsfélagsins hf. Mál til komið að RÚV fari að settum leikreglum Kosið í stjórn Lýð- veldissjóðs ALÞINGI hefur kosið þriggja manna stjórn Lýðveldissjóðs, sem stofnaður var með lögum fyrr í haust. í stjórninni verða Rannveig Rist verkfræðingur, Jón G. Frið- jónsson dósent og Unnsteinn Stef- ánsson fyrrverandi prófessor. Alþingi samþykkti þingsályktun um hátíðasjóð í tilefni af 50 ára afmælis lýðveldisins á fundi á Þingvöllum 17. júní í sumar, og voru lög um sjóðinn afgreidd fyrir skömmu. Rannsókn á lífríki sjávar Lýðveldissjóður á að stuðla að rannsóknum á lífríki sjávar og efla íslenska tungu. Starfstími sjóðsins er frá ársbyijun 1995 til ársloka 1999. Mun ríkissjóður leggja honum til 100 milljónir króna á hveiju starfsári, eða 500 milljónir í allt. JAFET S. Ólafsson, útvarpsstjóri íslenska útvarpsfélagsins hf., segist hafa orðið var við það á auglýsinga- markaðinum um þessar mundir að Ríkisútvarpið veiti óeðlilegan afslátt. Segir Jafet vel geta verið að ís- lenska útvarpsfélagið fylgi í kjölfar Aðalstöðvarinnar og kæri RUV. Jafét sagðist í samtali við Morg- unblaðið fagna því að kæra Aðal- stöðvarinnar skyldi hafa komið fram, og mál væri til komið að Ríkis- útvarpið færi að settum leikreglum opinberra fyrirtækja. „Ég veit ekki nokkur dæmi til þess að Rafmagnsveitan eða Hita- veitan bjóði afslátt af sinni gjald- skrá. Við vitum um tvö dæmi þess að beinlínis var óskað eftir tilboðum í ákveðna auglýsingapakka og við vísuðum til þess að hér væru ákveðn- ir afslættir í gangi sem færu eftir magni auglýsinga. Báðir þessir samningar fóru til Ríkisútvarpsins," sagði Jafet. Sjálfsagt að rannsaka málið Halldór V. Kristjánsson, auglýs- ingastjóri Ríkisútvarpsins, sagði í samtali við blaðið að í nóvember hefði í eina viku verið gefinn 30% afsláttur í öllum miðlum RÚV til þeirra sem auglýstu íslenskar vörur í herferðinni „íslenskt - já takk“, og nú hefði Hjálparstofnun kirkjunn- ar verið veittur álíka afsláttur. Þá hefði verið veittur afsláttur á auglýs- ingum í Textavarpinu, en það hefði fyrst og fremst verið gert til að vekja athygli á þeim miðli, sem hefði ein- ungis skilað 70-150 þús. krónum mánaðarlega í auglýsingatekjur og enn ekki staðið undir kostnaði. Halldór. sagðist ekki vilja gera lítið úr kærunni og sagði sjálfsagt að rannsakað verði hvernig þessum málum er háttað. í kæru Aðalstöðvarinnar er vakin athygli á því að Ríkisútvarpið hefði óspart notfært sér aðgang sinn að Sjónvarpinu í þeim tilgangi að aug- lýsa og vekja athygli á hijóðvarps- stöðvum sínum. Sömuleiðis væri Sjónvarpið og dagskrá þess auglýst í auglýsingatímum sjónvarpsrás- anna. Þar sem hér væri um einu og sömu stofnunina að ræða væru aug- lýsingar þessar hvergi færðar til tekna eða gjalda. Halldór sagði það rétt að í fjölda ára hefði innheimta RÚV og auglýs- ingadeild verið auglýst án þess að það hafi verið fært ti! gjalda, og útvarpið greiddi ekki Sjónvarpinu fyrir auglýsingar og öfugt. Þetta væri sambærilegt við það sem við- gengist hjá öðrum ljósvakamiðlum þar sem þarna ætti ein stofnun hlut að máli. í samhengi við aðra kæru Guðmundur Sigurðsson, við- skiptafræðingur hjá Samkeppnis- stofnun, sagði að kæra Aðalstöðvar- innar sem stofnuninni barst í gær yrði tekin fyrir af fullum krafti, en ekki víst að niðurstaða lægi fyrir innan mjög skamms tíma. „Þetta er í samhengi við annað mál sem bor- ist hefur hingað frá Framleiðendafé- laginu vegna Sjónvarpsins og varðar dagskrárdeildina þar. Þetta verður unnið samhliða að einhveiju leyti,“ sagði hann. Fjármálaráðherra vill selja hlut ríkisins í Lyfjaversluninni strax Mikilvægt að nýta áhuga á bréfunum FJARMALARAÐHERRA segir mikilvægt að Alþingi samþykki sem fyrst lagafrumvarp sem heimili ríkisstjórninni að selja hlut sinn í Lyfjaverslun íslands hf. þar sem greinilegt sé að mikill áhugi sé á hlutabréfunum um þessar mundir. Stjórnarandstaðan lýsti sig and- víga frumvarpinu og taldi að með því væri brotið samkomulag sem gert hafi verið í vor í tengslum við afgreiðslu laga um einkavæðingu Lyfjaverslunarinnar. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra mælti fyrir frumvarpinu í gær og sagðist hafa ástæðu til að ætla að sala bréfanna gæti gengið hratt fyrir sig og þjónað þeim tilgangi að víðtæk eignaraðild verði að fyrir- tækinu. „Þar verði sett á stofn al- menningshlutafélag í bestu merk- ingu þess orðs,“ sagði Friðrik. Alþingi samþykkti í vor að breyta Lyfjaverslun ríkisins í hlutafélag og heimild til að selja helming hluta- fjár ríkisins. Það hlutafé var sett á markað 17. nóvember og seldist upp samdægurs. Friðrik sagði að í ljósi áhugans á hlutafénu nú, væri heppi- legast. að geta selt afgang hlutafjár ríkisins sem fyrst. Samkomulag eða ekki Frumvarpið um einkavæðingu Lyfjaverslunarinnar var afgreitt í vor með stuðningi Framsóknar- flokks sem lagðist gegn því að hlutaféð yrði ekki allt selt í einu. Fram kom hjá þingmönnum Fram- sóknarflokksins í gær, að þeir töldu fjármálaráðherra hafa brotið sam- komulag um þetta með því að leggja fram frumvarpið nú og þeir gætu því ekki stutt það. Fjármálaráð- herra sagðist ekki kannast við að slíkt samkomulag hefði verið gert. Stjómarandstæðingar gagn- rýndu einnig einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega og sögðu að ríkisfyrirtæki hefðu verið sett á útsölu til að stjórnin gæti sýnt fram á árangur í þeim efnum. Þeir sögðu frumvarpið nú sanna þetta, m.a. vegna þess að fyrirhug- að væri að selja hlutabréfin í síðari útboðinu á sama verði og í því fyrra, þrátt fyrir að eftirspurn eftir hiuta- fénu væri greinilega mikil. Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins, kallaði fjár- málaráðherra meðal annars útsölu- stjóra ríkisins. Vonbrigði Umræðan um frumvarpið stóð fram á kvöld í gærkvöldi. Þar var einnig íjallað nokkuð um nýút- komna skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu ríkisstjórnarinn- ar. Sagði Friðrik Sophusson meðal annars að það ylli sér vonbrigðum, að þrátt fyrir þá hörðu gagnrýni, sem Ríkisendurskoðun hefði orðið fyrir vegna skýrslu sem stofnunin skrifaði um sölu SR-mjöls hf. í vor, hefði hún ekki séð ástæðu til þess að breyta í neinu áliti sínu á því máli í síðari skýrslunni. Morgunblaðið/Óskar Harður árekstur í hálkunni TVEIR bílar rákust saman á Eyrarbakkavegi í gær. Ökumaður annars þeirra ók helzt til hratt miðað við aðstæður, en mjög hált var á veginum. Bíllinn snerist og lenti á hinni bifreiðinni. Ökumaður annars bílsins skarst á höfði, en fékk að fara heim af sjúkrahúsi að lokinni skoðun. Báðir bílarnir eru hins vegar mikið skemmdir, ef ekki ónýtir, og voru fjarlægðir með kranabíl. 21150-2137( 1 LARUS Þ. VALDIMARSS0N. framkvæmdastjori / KRISTJAN KRISTJANSS0N. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Suðuríbúð - frábær greiðslukjör Öll eins og ný: 3ja herb. íb. á 2. haeð í Hólahverfi. Ágæt sameign. Mikið útsýni. 40 ára húsnlán kr. 3,3 millj. Nánari uppl. á skrifstofunni. Suðuríbúð - bílskúr - útsýni Endurn. 4ra herb. íb. í suðurenda við Stóragerði 101,4 fm. Góð sam- eign. Tilboð óskast. Skammt frá Hótel Sögu Stór og góð 3ja herb. íb. á 4. hæð við Hjarðarhaga. Sérþvottaaðst. Mjög góð sameign. Tilboð óskast. Vandað einbýlish. - hagkvæm skipti Á vinsælum stað í Vogunum: Steinh. ein haeð um 165 fm auk bílsk. 23,3 fm. Skipti æskileg á 3ja herb. íb. helst með sérinng. og bílsk. Fjársterkur athafnamaður óskar eftir jörð eða rúmgóðu landi með stóru útihúsi. Æskileg stað- setn. er um þriggja til fimm tíma akstursfjarlaegð frá höfuðborginni. Margt kemur til greina. Nánari uppl. á skirfst. ALMENNA Gotttvíbýlishús óskast íborginni. ___________________ LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 HSTtlGMASMAH Kreditkort býður sex mán- aða greiðsludreifingu KREDITKORT hf. býður frá og með deginum í dag korthöfum Eurocard að skipta greiðslu mánaðarúttektar á sex mánuði. Kostnaður nemur 150 krónum á hvetja mánaðargreiðslu. Auk þess leggjast meðaltalsvextir hlaupareiknings með 2% álagi ofan á. Að sögn Gunnars Bæringssonar, forstjóra Kreditkorts hf., þarf kort- hafi ekki að gera annað en hringja inn til fyrirtækisins og biðja um greiðsludreifingu. Hann greiðir þá fyrsta hlutann strax og hinir hlutarn- ir dreifast á allt að fimm mánuði til viöbótar. Hingað til hefur korthöfum Eurocard boðist að skipta mánaðar- úttekt í þrennt. Vegna fréttar í Morgunblaðinu sl. laugardag um kostnað vegna van- skila, sem höfð var eftir Einari S. Einarssyni, forstjóra Visa íslands — Greiðslumiðlunar hf., vill Gunnar koma því á framfæri að innheimtu- kostnaður Kreditkorts hf. sé lægri en keppinautamir vilji vera láta. Hann segir að dragi viðskiptavinir greiðslu sé þeim sent ítrekunarbréf og fyrir það þurfi að borga 450 krón- ur. Það sé hins vegar hægt að semja sig undan því með þvi að hafa sam- band við fyrirtækið og greiðast þá 350 kr. Eftir einn mánuð í vanskilum er farið í kostnaðarmeiri aðgerðir, bréf send til skuldara og ábyrgðar- manna og kostar það 750 kr. Gunnar segir einnig ódýrara fyrir skilvísa korthafa að skipta við Euro- card en við Visa. Þeir sem fá sendan gíróseðil borga 135 krónur í útskrift- argjald en 160 krónur hjá Visa. Miðvangur 8 - Hafnarfirði Nýkomin í einkasölu falleg 3ja herb. íbúð á efstu hæð (3. hæð) á eftirsóttum útsýnisstað í Norðurbænum. Sérþvottahús. Gufubað og frystiklefi. Suðursvalir. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.