Morgunblaðið - 07.12.1994, Page 10

Morgunblaðið - 07.12.1994, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Jafet S. Ólafsson útvarpsstjóri Islenska útvarpsfélagsins hf. Mál til komið að RÚV fari að settum leikreglum Kosið í stjórn Lýð- veldissjóðs ALÞINGI hefur kosið þriggja manna stjórn Lýðveldissjóðs, sem stofnaður var með lögum fyrr í haust. í stjórninni verða Rannveig Rist verkfræðingur, Jón G. Frið- jónsson dósent og Unnsteinn Stef- ánsson fyrrverandi prófessor. Alþingi samþykkti þingsályktun um hátíðasjóð í tilefni af 50 ára afmælis lýðveldisins á fundi á Þingvöllum 17. júní í sumar, og voru lög um sjóðinn afgreidd fyrir skömmu. Rannsókn á lífríki sjávar Lýðveldissjóður á að stuðla að rannsóknum á lífríki sjávar og efla íslenska tungu. Starfstími sjóðsins er frá ársbyijun 1995 til ársloka 1999. Mun ríkissjóður leggja honum til 100 milljónir króna á hveiju starfsári, eða 500 milljónir í allt. JAFET S. Ólafsson, útvarpsstjóri íslenska útvarpsfélagsins hf., segist hafa orðið var við það á auglýsinga- markaðinum um þessar mundir að Ríkisútvarpið veiti óeðlilegan afslátt. Segir Jafet vel geta verið að ís- lenska útvarpsfélagið fylgi í kjölfar Aðalstöðvarinnar og kæri RUV. Jafét sagðist í samtali við Morg- unblaðið fagna því að kæra Aðal- stöðvarinnar skyldi hafa komið fram, og mál væri til komið að Ríkis- útvarpið færi að settum leikreglum opinberra fyrirtækja. „Ég veit ekki nokkur dæmi til þess að Rafmagnsveitan eða Hita- veitan bjóði afslátt af sinni gjald- skrá. Við vitum um tvö dæmi þess að beinlínis var óskað eftir tilboðum í ákveðna auglýsingapakka og við vísuðum til þess að hér væru ákveðn- ir afslættir í gangi sem færu eftir magni auglýsinga. Báðir þessir samningar fóru til Ríkisútvarpsins," sagði Jafet. Sjálfsagt að rannsaka málið Halldór V. Kristjánsson, auglýs- ingastjóri Ríkisútvarpsins, sagði í samtali við blaðið að í nóvember hefði í eina viku verið gefinn 30% afsláttur í öllum miðlum RÚV til þeirra sem auglýstu íslenskar vörur í herferðinni „íslenskt - já takk“, og nú hefði Hjálparstofnun kirkjunn- ar verið veittur álíka afsláttur. Þá hefði verið veittur afsláttur á auglýs- ingum í Textavarpinu, en það hefði fyrst og fremst verið gert til að vekja athygli á þeim miðli, sem hefði ein- ungis skilað 70-150 þús. krónum mánaðarlega í auglýsingatekjur og enn ekki staðið undir kostnaði. Halldór. sagðist ekki vilja gera lítið úr kærunni og sagði sjálfsagt að rannsakað verði hvernig þessum málum er háttað. í kæru Aðalstöðvarinnar er vakin athygli á því að Ríkisútvarpið hefði óspart notfært sér aðgang sinn að Sjónvarpinu í þeim tilgangi að aug- lýsa og vekja athygli á hijóðvarps- stöðvum sínum. Sömuleiðis væri Sjónvarpið og dagskrá þess auglýst í auglýsingatímum sjónvarpsrás- anna. Þar sem hér væri um einu og sömu stofnunina að ræða væru aug- lýsingar þessar hvergi færðar til tekna eða gjalda. Halldór sagði það rétt að í fjölda ára hefði innheimta RÚV og auglýs- ingadeild verið auglýst án þess að það hafi verið fært ti! gjalda, og útvarpið greiddi ekki Sjónvarpinu fyrir auglýsingar og öfugt. Þetta væri sambærilegt við það sem við- gengist hjá öðrum ljósvakamiðlum þar sem þarna ætti ein stofnun hlut að máli. í samhengi við aðra kæru Guðmundur Sigurðsson, við- skiptafræðingur hjá Samkeppnis- stofnun, sagði að kæra Aðalstöðvar- innar sem stofnuninni barst í gær yrði tekin fyrir af fullum krafti, en ekki víst að niðurstaða lægi fyrir innan mjög skamms tíma. „Þetta er í samhengi við annað mál sem bor- ist hefur hingað frá Framleiðendafé- laginu vegna Sjónvarpsins og varðar dagskrárdeildina þar. Þetta verður unnið samhliða að einhveiju leyti,“ sagði hann. Fjármálaráðherra vill selja hlut ríkisins í Lyfjaversluninni strax Mikilvægt að nýta áhuga á bréfunum FJARMALARAÐHERRA segir mikilvægt að Alþingi samþykki sem fyrst lagafrumvarp sem heimili ríkisstjórninni að selja hlut sinn í Lyfjaverslun íslands hf. þar sem greinilegt sé að mikill áhugi sé á hlutabréfunum um þessar mundir. Stjórnarandstaðan lýsti sig and- víga frumvarpinu og taldi að með því væri brotið samkomulag sem gert hafi verið í vor í tengslum við afgreiðslu laga um einkavæðingu Lyfjaverslunarinnar. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra mælti fyrir frumvarpinu í gær og sagðist hafa ástæðu til að ætla að sala bréfanna gæti gengið hratt fyrir sig og þjónað þeim tilgangi að víðtæk eignaraðild verði að fyrir- tækinu. „Þar verði sett á stofn al- menningshlutafélag í bestu merk- ingu þess orðs,“ sagði Friðrik. Alþingi samþykkti í vor að breyta Lyfjaverslun ríkisins í hlutafélag og heimild til að selja helming hluta- fjár ríkisins. Það hlutafé var sett á markað 17. nóvember og seldist upp samdægurs. Friðrik sagði að í ljósi áhugans á hlutafénu nú, væri heppi- legast. að geta selt afgang hlutafjár ríkisins sem fyrst. Samkomulag eða ekki Frumvarpið um einkavæðingu Lyfjaverslunarinnar var afgreitt í vor með stuðningi Framsóknar- flokks sem lagðist gegn því að hlutaféð yrði ekki allt selt í einu. Fram kom hjá þingmönnum Fram- sóknarflokksins í gær, að þeir töldu fjármálaráðherra hafa brotið sam- komulag um þetta með því að leggja fram frumvarpið nú og þeir gætu því ekki stutt það. Fjármálaráð- herra sagðist ekki kannast við að slíkt samkomulag hefði verið gert. Stjómarandstæðingar gagn- rýndu einnig einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega og sögðu að ríkisfyrirtæki hefðu verið sett á útsölu til að stjórnin gæti sýnt fram á árangur í þeim efnum. Þeir sögðu frumvarpið nú sanna þetta, m.a. vegna þess að fyrirhug- að væri að selja hlutabréfin í síðari útboðinu á sama verði og í því fyrra, þrátt fyrir að eftirspurn eftir hiuta- fénu væri greinilega mikil. Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins, kallaði fjár- málaráðherra meðal annars útsölu- stjóra ríkisins. Vonbrigði Umræðan um frumvarpið stóð fram á kvöld í gærkvöldi. Þar var einnig íjallað nokkuð um nýút- komna skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu ríkisstjórnarinn- ar. Sagði Friðrik Sophusson meðal annars að það ylli sér vonbrigðum, að þrátt fyrir þá hörðu gagnrýni, sem Ríkisendurskoðun hefði orðið fyrir vegna skýrslu sem stofnunin skrifaði um sölu SR-mjöls hf. í vor, hefði hún ekki séð ástæðu til þess að breyta í neinu áliti sínu á því máli í síðari skýrslunni. Morgunblaðið/Óskar Harður árekstur í hálkunni TVEIR bílar rákust saman á Eyrarbakkavegi í gær. Ökumaður annars þeirra ók helzt til hratt miðað við aðstæður, en mjög hált var á veginum. Bíllinn snerist og lenti á hinni bifreiðinni. Ökumaður annars bílsins skarst á höfði, en fékk að fara heim af sjúkrahúsi að lokinni skoðun. Báðir bílarnir eru hins vegar mikið skemmdir, ef ekki ónýtir, og voru fjarlægðir með kranabíl. 21150-2137( 1 LARUS Þ. VALDIMARSS0N. framkvæmdastjori / KRISTJAN KRISTJANSS0N. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Suðuríbúð - frábær greiðslukjör Öll eins og ný: 3ja herb. íb. á 2. haeð í Hólahverfi. Ágæt sameign. Mikið útsýni. 40 ára húsnlán kr. 3,3 millj. Nánari uppl. á skrifstofunni. Suðuríbúð - bílskúr - útsýni Endurn. 4ra herb. íb. í suðurenda við Stóragerði 101,4 fm. Góð sam- eign. Tilboð óskast. Skammt frá Hótel Sögu Stór og góð 3ja herb. íb. á 4. hæð við Hjarðarhaga. Sérþvottaaðst. Mjög góð sameign. Tilboð óskast. Vandað einbýlish. - hagkvæm skipti Á vinsælum stað í Vogunum: Steinh. ein haeð um 165 fm auk bílsk. 23,3 fm. Skipti æskileg á 3ja herb. íb. helst með sérinng. og bílsk. Fjársterkur athafnamaður óskar eftir jörð eða rúmgóðu landi með stóru útihúsi. Æskileg stað- setn. er um þriggja til fimm tíma akstursfjarlaegð frá höfuðborginni. Margt kemur til greina. Nánari uppl. á skirfst. ALMENNA Gotttvíbýlishús óskast íborginni. ___________________ LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 HSTtlGMASMAH Kreditkort býður sex mán- aða greiðsludreifingu KREDITKORT hf. býður frá og með deginum í dag korthöfum Eurocard að skipta greiðslu mánaðarúttektar á sex mánuði. Kostnaður nemur 150 krónum á hvetja mánaðargreiðslu. Auk þess leggjast meðaltalsvextir hlaupareiknings með 2% álagi ofan á. Að sögn Gunnars Bæringssonar, forstjóra Kreditkorts hf., þarf kort- hafi ekki að gera annað en hringja inn til fyrirtækisins og biðja um greiðsludreifingu. Hann greiðir þá fyrsta hlutann strax og hinir hlutarn- ir dreifast á allt að fimm mánuði til viöbótar. Hingað til hefur korthöfum Eurocard boðist að skipta mánaðar- úttekt í þrennt. Vegna fréttar í Morgunblaðinu sl. laugardag um kostnað vegna van- skila, sem höfð var eftir Einari S. Einarssyni, forstjóra Visa íslands — Greiðslumiðlunar hf., vill Gunnar koma því á framfæri að innheimtu- kostnaður Kreditkorts hf. sé lægri en keppinautamir vilji vera láta. Hann segir að dragi viðskiptavinir greiðslu sé þeim sent ítrekunarbréf og fyrir það þurfi að borga 450 krón- ur. Það sé hins vegar hægt að semja sig undan því með þvi að hafa sam- band við fyrirtækið og greiðast þá 350 kr. Eftir einn mánuð í vanskilum er farið í kostnaðarmeiri aðgerðir, bréf send til skuldara og ábyrgðar- manna og kostar það 750 kr. Gunnar segir einnig ódýrara fyrir skilvísa korthafa að skipta við Euro- card en við Visa. Þeir sem fá sendan gíróseðil borga 135 krónur í útskrift- argjald en 160 krónur hjá Visa. Miðvangur 8 - Hafnarfirði Nýkomin í einkasölu falleg 3ja herb. íbúð á efstu hæð (3. hæð) á eftirsóttum útsýnisstað í Norðurbænum. Sérþvottahús. Gufubað og frystiklefi. Suðursvalir. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.