Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. BEIN ÓGNUN litir: hvítur ZBICNIEW ZAMACHOWSKI JULIE DELPY TROISJ HÁSKOLABÍÓ SÍMI 22140 HARRISON FORD ssr* HUN ER SMART OG SEXI HIN FULLKOMNA BRUÐUR EN EKKI EF ÞÚ ERT BARA TÓLF ÁRA. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ■Á I: Fjögur bruðkaup og jarðarför FORREST GUNB___ ★ *; A.f.MBL Nr Ó.H.T Ras2 látulega ógeðsleg hroll- :ja og á skjön við huggu- lega skólann i danskri kvikmyndagerð!' Egill hason Morqunnósturinn ason Morgunposturmn Sýnd kl. 9. Sýnd kl. 5, 6.45 og 9.15. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 7. Aðalhlutverk: JEFF BRIDGES, TOMMY LEE JONES Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 9 og 11.15. Nýjar hljómplötur Safn endurgerdra uppáhaldslaga Minninga-plöturöðin hefur að markmiði að safna saman hugljúfum gömlu lögum, inn- lendum sem erlendum að sögn Maríu Bjarkar, sem segir að á plötumar yelji hún sín uppáhaldslög og Pétur Hjaltested útsetji. SÖNGVARAR þriðju Minningaplötunnar, María Björk, Egill Ólafsson, Erna Gunnarsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. * MINNINGA útgáfuröðinni svonefndu hafa aðstandendur lagt áherslu á að taka gömul og þekkt lög, innlend sem erlend og endurvinna með ýmsum söngv- urum. María Björk og Pétur Hjalt- ested hafa annast útgáfuna; hún valið lögin og sungið dijúgan hluta þeirra og Pétur hefur útsett lögin og stýrt upptökum í hljóðveri þeirra í Hafnarfirði. Fyrsta platan kom út fyrir tveimur árum, önnur á síðasta ári og sú þriðja fyrir nokkrum dögum, en á þeirri plötu syngja auk Maríu Guðrún Gunn- arsdóttir, Egill Ólafsson, Erna Gunnarsdóttir, Björgvin Halldórs- son og Eyjóifur Kristjánsson, auk- inheldur sem ýmsir hljóðfæraleik- arar leggja hönd á plóginn; auk Péturs, sem leikur á ýmis hljóm- borð, þeir Gunnlaugur Briem, sem leikur á trommur og ýmis ásláttar- hljóðfæri, Jóhann Ásmundsson, sem leikur á bassa, Þorsteinn Magnússon, sem leikur á rafgítar, Sigurður Flosason blæs í saxófóna og flautu, Kristinn Sigmarsson leikur á fetilgítar, og Tryggvi Hubner leikur á klassískan gítar. Uppáhaldslög María segir að hugmyndin að Minninga-plötunum hafi upphaf- lega byggst á því að hana langaði að safna saman uppáhaldslögum sínum á einn stað. Þegar hug- myndin var komin af stað segist hún hafa séð í hendi sér að rétt væri að taka lögin upp aftur, og þá með ýmsum söngvurum, því samansafn laga úr ýmsum áttum verði gjarnan hálfgerður hræri- grautur; lögin séu ólíkt útsett og ólíkt tekin upp og falli ekki alltaf vel saman, „og því vildi ég reyna að ná fram heildarsvip“, segir María. Á Minningaplötunum hefur ver- ið nokkuð um að erlendum lögum hafí verið snúið yfír á íslensku og María segist leggja mikla áherslu á að textamir séu góðir. Hún seg- ir að fólk hafí tekið fyrstu plötun- um afskaplega vel, en það sé allt- af happdrætti að taka lög sem allir þekkja og hafa fastmótaða hugmynd um og fær í nýjan bún- ing. „Þessi þriðja plata virðist ætla að ganga ekki síður vel,“ segir María, „enda held ég að það hafi vantað svona plötur fyrir fólk á þrítugsaldri og fyrir yngra fólk líka, enda förum við aðra ieið en þessa hefðbundnu poppútgáfu; Við útsetjum lögin öil upp á nýtt og reynum að hafa þau fersk, en þó með upphaflegum blæ, og notum lifandi spilamennsku alltaf sem því er við komið,“ en þess má einnig geta að á plötunni eru tvö ný lög, I draumi, sem er eftir Maríu og Pétur, og „þjóðhátíðarlagið" Þitt fagra land, eftir Valgeir Skag- §örð. Ekkert mál að velja lög María segir að það sé engum vandkvæðum bundið að velja lög í Minningaröðina. „Fyrsta platan var erfíð, enda var ég með svo mikið af lögum og þar var erfítt að velja úr því safni. Það eru svo alltaf að bætast við lög og ég er þegar komin með efni á tvær plöt- ur til viðbótar ef þær þá verða fleiri, það er engu hægt að spá um það,“ segir hún, „það er nóg að hugsa um eina plötu í einu.“ Platan var tekin upp í haust í heimahljóðveri þeirra Maríu og Péturs í Hafnarfirði og María seg- ir að það sé mjög þægilegt að hafa hljóðverið heima, enda sé svo tímafrekt að vinna upptökur. „Ef hljóðverið væri ekki heima værum við aldrei heima,“ segir hún og kímir. „Það er þó aldrei neinn erill heima, enda er hljóðverið í sér- stakri byggingu og því vérðum við ekkert vör við það þó menn séu að vinna heilu og hálfu næturnar, ég sé iðulega ekki þá sem eru að vinna í hljóðverinu." Þó vel hafi gengið með rekstur hljóðversins segist hún ekki ráð- leggja neinum að fara út í slíkan rekstur. „Þetta er ekki góður „bissniss", ég myndi ekki ráðleggja neinum að fara út í þetta,“ segir hún og hlær, „þetta er reyndar enginn „bissniss", bara ástríða og vörubílstjórinn og gröfustjórinn eru með meira á tímann en hljóð- verin. Við erum þó ekkert á þeim buxunum að gefast upp, við höfum barist fyrir þessu átta ár,“ segir hún ákveðin. Erfitt að fylgja plötunni eftir María segir að eins og nærri geti þegar margir koma við sögu sé erfitt að fylgja plötunni eftir. „Við verðum að standa svo mikið í þessu sjálf, því þau sem syngja með okkur fá borgað fyrir það að syngja og svo eru þau farin. Það væri vissulega gaman að setja upp tónleika þar sem allir söngvaramir kæmu fram, en það er meira en að segja það, sérstaklega þar sem allir hafa svo mikið að gera fyrir jólin." FOLK Gloria eignast dóttur ► SÖNGKONAN Gloria Estefan eignaðist sitt annað barn á mánudaginn var. Hún á fyrir einn son, Nayib, með eiginmanni sínum Emilio og er hann fjórtán ára gamall. Nýfædd dóttir þeirra nefnist Emily Marie. Gloria sem syngur bæði á latínu og ensku er eins vinsælasta stjarna Suður-Ameríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.