Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SVEITARFÉLÖGIN, HEIMILIN OG SKATTHEIMTAN FJÖGUR stærstu sveitarfélög landsins hafa í hyggju að auka skattheimtu á næsta ári. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að leggja á sérstakt holræsagjald, sem ekki hefur verið innheimt um áratugaskeið, og hækkar gjald- töku af húseignum í borginni um 26%. Akureyri, Hafnar- fjörður og Kópavogur hafa tekið ákvörðun um að fullnýta heimild til álagningar útsvars. Hærri skattheimta sveitar- félaga kemur að sjálfsögðu illa við heimilin í landinu, eins og samfélagsaðstæður eru um þessar mundir, og rýrir ráðstöfunarfé þeirra. Tímasetning þessara skattahækk- ana, sem og hækkunar benzíngjaldsins, rétt fyrir kjara- samninga, vekur og ýmsar spurningar. Afkoma sveitarfélaga hefur versnað mikið síðustu árin. Jafnvægi var í fjármálum þeirra, á heildma litið, árið 1990. Síðan hefur staðan verið að versna. Árið 1993 var hallinn kominn í 4,7 milljarða króna. Á þessu ári stefnir í heldur meiri halla. Hallinn 1993 samsvarar um 15% af tekjum sveitarfélaga og 1,1% af landsframleiðslu. Það er mun meiri halli en þekkst hefur hjá sveitarfélögum um langt skeið. Hallinn á rekstri sveitarfélaga leggst við hallann á ríkissjóði og stuðlar að lakari afkomu hins opin- bera, sem vart getur talizt viðunandi. Það er enda óum- deilt að treysta verður hana á næstu misserum. Talsmenn sveitarfélaga segja auknar álögur ríkisvalds- ins hafa sett verulegt strik í afkomureikning þeirra. Þann- ig segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, í við- tali við Morgunblaðið, að sá árangur, sem stefnt var að með nýrri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sé úr sögunni — og reyndar gott betur. Borgarstjóri segir þess- ar álögur á Reykjavíkurborg eina nema um 600 m.kr. á líðandi ári. Ekki er heldur hægt að horfa fram hjá því að mörg sveitarfélög hafa lagt verulega fjármuni í átaksverkefni til að sporna við atvinnuleysi. Sum hafa og tapað fjármun- um vegna ábyrgða, þátttöku í áhætturekstri og/eða á gjaldþrotum fyrirtækja. Útgjöld þeirra á félagsmálasviði hafa og aukizt umtalsvert vegna atvinnuleysis og vaxandi ásóknar í félagslega aðstoð. Þótt hægar hafi gengið en björtustu vonir stóðu til við að koma böndum á ríkisútgjöld, umfram tekjur, hefur engu að síður náðst töluverður árangur síðustu árin. I frumvarpi til fjárlaga fyrir komandi ár er gert ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs lækki um fjóra milljarða króna að raungildi árið 1995. Ef það gengur eftir hafa þau lækkað um 7% frá árinu 1991, eða sem nemur tæplega níu milljörðum króna. Það er óhjákvæmilegt, eins og nú er komið fjárhagsstöðu sveitarfélaga í landinu, það er halli samtals upp á 9-10 milljarða króna á tveggja ára tímabili (1993 og 1994), að þau taki einnig á honum stóra sínum í hagræðingu og sparnaði. Þrátt fyrir nokkurn bata í þjóðarbúskapnum er fátt mikilvægara en að hið opin- bera, ríki og sveitarfélög, treysti afkomu sína, með því fyrst og fremst að draga úr eyðslu umfram núverandi tekjur — og helzt að ná endum saman í þeim efnum. Álþingis- og sveitarstjórnarmenn vinna nú hörðum höndum að gerð fjárhagsáætlana fyrir komandi ár. Þeim er það metnaðarmál, eða ætti að vera, að ná endum sam- an, það er að ná jafnvægi í fjármálum hins opinbera. Það sama gildir um heimilin í landinu, en skuldastaða þeirra hefur versnað mjög á liðnum kreppuárum. Þau þurfa einn- ig að ná eyðslu- og tekjuendum saman, samhliða því að greiða niður óhóflegar skuldir. Það er því ekki á bætandi skattaútgjöld heimilanna og fjölskyldnanna í landinu. Sveitarstjórnir þurfa að sýna — við gerð fjárhagsáætl- ana — að þær hafi burði til að sníða sér útgjaldastakk að óbreyttum skattstigum og þeim efnahagsveruleika sem við blasir. Skattgreiðendur eru langþreyttir á nýjum og nýjum skattahækkunum. Afstaða þeirra til skattahækkana í stærstu sveitarfélögum landsins mun fara mjög eftir því, hvort fjárhagsáætlanir næsta árs byggist á verulegum niðurskurði. Skattgreiðendur munu ekki sætta sig við, að öllum byrðunum verði velt yfir á þá. Þess vegna verða sveitarfélögin að sýna fram á verulegan niðurskurð til viðbótar við umdeildar skattahækkanir. FÉLAGSLEGA ÍBÚÐAKERFIÐ Morgunblaðið/Keli UMSÓKNUM um félagslegar íbúðir í Reykjavík hefur fjölgað. Kaupleiguíbúðir eru sagðar til vandræða og standa um 20% þeirra auðar. VANDAMALIN HRANNAST UPP Vanskil hjá Byggingarsjóði verkamanna eru komin í 370 millj. kr., íbúðum á nauðungar- sölu fjölgar og sveitarfélög eru sögð vera að sligast undan byrðum félagslega íbúðakerfísins, ----------------->---------------------------- en í samantekt Omars Friðrikssonar kemur fram, að á borði félagsmálaráðherra liggja tillögur um verulegar endurbætur á kerfinu. Mikill fjöldi fólks virðist hafa þörf fyrir aðstoð í hús- næðismálum og enda þótt fjöldi félagslegra íbúða hafi margfaldast á undanförn- um árum eru umsóknir um félagsleg- ar íbúðir ævinlega langt umfram útl- ánagetu Byggingarsjóðs verka- manna. Árið 1970 höfðu samtals verið byggðar 1.748 íbúðir í verkamanna- bústaðakerfinu. í dag eru félagslegar íbúðir á landinu öllu 9.052 talsins epa 9,45% af heildarfjölda íbúða á ís- landi. Þar af eru félagslegar eignar- íbúðir 5.535, svokallaðar fram- kvæmdanefndaríbúðir 809, félagsleg- ar kaupleiguíbúðir eru 507 og al- mennar kaupleiguíbúðir 354. í Reykjavík eru félagslegar íbúðir 4.129 talsins sem er 10,36% af öllu íbúðarhúsnæði í landinu og hlutfall þeirra af öllum féiagslegum íbúðum var 45,6%. Hlutfallslega eru flestar félagslegar íbúðir á Vestfjörðum eða 3.595, sem er 13,13% af öllu íbúðar- húsnæði og 5,2% af félagslegu íbúðar- húsnæði á landinu. A Norðurlandi vestra voru þær 11,41% af öllu hús- næði, á Norðurlandi eystra 11,8%, á Austurlandi 11,14%, á Suðurlandi 5,69% og á Vesturlandi 6,06%. Á Reykjanesi, í nágrannasveitarfélög- um Reykjavíkur, er hlutfallið 7,76% og í öðrum sveitarfélögum á Reykja- nesi er það 6,99%. Fjöldi nýrra félagslegra íbúða hefur verið talsvert mismunandi frá ári til árs en mest var byggt af þeim árið 1990 eða 827 íbúðir. Sé litið á þróun- ina undanfarin ár og skoðuð loforð um framkvæmdalán í félagslega kerf- inu úr Byggingarsjóði verkamanna, skipt milli kjördæma á árunum 1988- 1993, kemur í ljós að hiutur Reykja- víkur hefur verið um 35% á þessu tímabili en hlutur Reykjaness hlut- fallslega mestur eða 26%. Sé litið á höfuðborgarsvæðið gagnstætt lands- byggðinni kemur fram að 56% hafa komið í hlut höfuðborgarsvæðis en 40% farið til landsbyggðar. Þótt félagslegt húsnæði sé aðeins um 10% af öllu íbúðarhúsnæði í land- inu er stærri upphæðum varið til fé- lagslegra byggingarlána en í almenna húsnæðislánakerfinu og hafa félags- legu byggingarlánin sótt svo á að hlutfall þeirra var komið í 58% á móti 42% í almenna kerfinu á sein- asta ári. Vandamálin við þetta kerfi hrann- ast upp, sagði einn viðmælenda blaðs- ins, sem vel þekkir til þessara mála. Sveitarfélögin eru að sligast undan þeim byrðum sem félagslega íbúða- kerfið leggur þeim á herðar, sagði Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráð- herra á fundi með Samtökum iðnaðar- ins í haust og benti á að árum saman hefði ekki verið byggt-íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni nema í félagslega kerfinu. „Aðgerðir stjórnvalda í hús- næðismálum láglaunafólks hafa hing- að til einungis miðast við það að fólk- ið passi inn í kerfið, í stað þess að búa til húsnæðiskerfi sem hentaði fólkinu,“ sagði í ályktun sambands- stjórnarfundar ASI í seinasta mánuði þar sem fullyrt var að ófremdarástand ríkti í húsnæðismálum láglaunafólks. Nefnd á vegum félagsmálaráð- herra lagði mat á reynsluna af lögun- um frá 1990 um félagslegar íbúðir og skilaði ráðherra skýrslu um máiið á seinasta ári. Var niðurstaða nefnd- arinnar að mestu byggð á samtölum við fuiltrúa í fjölda húsnæðisnefnda um allt land og vekur sú gagnrýni sem þar kemur fram sérstaka at- hygli því þar er lýst þeim kostum og göllum, er þeir sem eru að fást við framkvæmd þessara mála frá degi til dags, sjá á kerfinu. I framhaldi af þessu vann nefnd á vegum ráðherra svo tillögur um veru- legar breytingar á félagslega hús- næðiskerfinu upp úr skýrslunni og skilað ráðherra í frumvarpsformi fyr- ir fá^inum dögum. Þótt meginniðurstaða nefndarinn- ar, sem lagði mat á reynsluna af fé- lagslega kerfinu, væri sú að fyrir- komulagið hefði almennt orðið til góðs og tekið væri sérstaklega fram að nú væri úr sögunni að barnafjöl- skyidur byggju í hreysum, koma fram mjög mörg gágnrýnisatriði í skýrsl- unni. Þar eru raunar lagðar fram 'á annað hundrað tillögur og ábendingar um breytingar á núverandi kerfi. Skv. upplýsingum sem fengust í fé- lagsmálaráðuneytinu má finna flestar þessara tillagna í væntanlegu frum- varpi ráðherra. Bent er á fjölda mörg atriði sem farið hafa úrskeiðis í núverandi kerfi eða þar sem úrbóta er þörf í skýrslu nefndarinnar. Þar kemur m.a. fram að mörg dæmi séu um að fóik sé ýmist of tekjuhátt til að eiga kost á félagslegri eignaríbúð eða kaupleigu- íbúð, en of tekjuiágt til að standast greiðslumat húsbréfakerfisins og jafnvel of tekjulágt til að kaupa al- menna kaupleiguíbúð. Á seinustu mánuðum hefur einna hæst borið í umræðunni sá vandi sem stafar af síauknum fjölda félagslegra íbúða sem standa auðar og sveitarfé- lög þurfa að leysa til sín. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðismálastjórn berast stjóminni á hveijum fundi beiðnir frá sveitarfélögum um að færa íbúðir úr lánaflokkum sem bera hærri vexti yfir í lægri vaxtaflokka, en í almenna kaupleiguíbúðakerfinu eru vextir 4,9% en 2,4% í félagslega kerfinu. Bent hefur verið á mörg dæmi um mjög dýrar íbúðir í félagslega kerfinu í sveitarfélögum, fasteignaverð hafi lækkað utan Reykjavíkur og fólk' vilji frekar kaupa á almennum markaði en félagslegar íbúðir, þrátt fyrir ör- ugga endursölu þeirra. Vextir af lán- um vegna félagslegra eignaríbúða hækkuðu úr 1% í 2,4% í mars 1993, sem þyngdi greiðslubyrðina um 30%. Fari tekjur eða eignir lántakenda yfir ákveðin mörk hækka vextirnir svo ennfrekar eða í 4,9% en þetta er sagt hafa leitt til þess að margir telji sér ekki hag af því að vera lengur í þessu kerfi og vilji heldur fara á fijálsan markað. Nefnd félagsmálaráðherra komst að því að dæmi væru um að kostnaður við byggingar félagslegra íbúða hefði farið úr böndum, undir- búningur verið slakur, byggingartími of langur, íbúðir byggðar of stórar og ekki gætt nægilega vel að hag- kvæmni. Nefnt var dæmi um að bygg- ingarkostnaður bílskúrs, með al- mennri kaupleiguíbúð, hefði reynst svo hár að enginn treysti sér til að kaupa eða leigja íbúðina, sem stæði auð af þeim sökum þrátt fyrir að skortur væri á húsnæði í sveitarfélag- inu. „Fram kom hjá húsnæðisnefndum að tilhneigingin er sú að verk eru hvorki boðin út né leitað tilboða með öðrum hætti. Sem dæmi má nefna að af þeim framkvæmdum sem hóf- ust á árinu 1992 var einungis þriðj- ungur boðinn út. Þess í stað er samið við verktaka um verð sem oft byggist á ákveðnu fermetraverði. Oft er eins og verið sé fyrst og fremst að gæta hagsmuna byggingarverktaka í við- komandi sveitarfélagi. Þessi leið verð- ur að teljast óheppileg, enda kemur í ljós að það verð, sem samið er um, er yfirleitt hámarksverð, þ.e. sama verð og kostnaðargrundvöllur hús- næðismálastjórnar segir til um,“ seg- ir í skýrslu nefndarinnar. Mikil og vaxandi vanskil í félags- lega húsnæðiskerfinu hafa einnig ver- ið mikið áhyggjuefni að undanförnu. Höfuðstóll útistandandi lána Bygg- ingarsjóðs verkamanna nemur nú 35,8 milljörðum kr. Lántakendur í féiagslega kerfinu eru 5.460 og fjöldi MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER1994 29 lána 7.813. Tæpur fjórðungur lántak- enda í félagslega húsnæðiskerfinu eru í vanskilum við Húsnæðisstofnun eða 1.299 lántakendur og nema vanskilin alls 371 milljón kr. að inniföldum dráttarvöxtum og kostnaði. Þegar talað er um vanskii er miðað við þriggja mánaða vanskil eða eldri. Alls hafa 175 lántakendur í félagsiega kerfinu fengið skuldbreytingu vegna greiðsluerfiðleika, að meðaltali að fjárhæð 466 þús. kr. Þeim félagslegu íbúðum sem seldar eru á nauðungarsölu vegna vanskila ijölgar alltaf frá ári til árs. Áætlað er að á þessu ári fari upp undir 30 íbúðir í Reykjavík á nauðungarsölu af þessum ástæðum. „Þrátt fyrir hátt lánshlutfall og lága vexti af lánum til félagslegra íbúða sýnir reynslan að ef ekki er fyrir hendi einhver eigin sparnaður kaupenda getur greiðslubyrðin orðið fólki ofviða," segir í áðurnefndri skýrslu nefndar félagsmálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum sem feng- ust hjá Húsnæðisnefnd Reykja- víkur, minnkaði eftirspurnin eftir fé- lagslegum íbúðum nokkuð frá 1989 en framboðið hefur hins vegar auk- ist, þar sem lítur út fyrir að fleiri endurselji nú íbúðir sínar og fari yfir í almenna húsnæðiskerfið en áður. Umsóknum um félagslegar íbúðir í borginni fjölgar hins vegar aftur á þessu ári og eru ríflega 1.000 talsins samanborið við tæplega 800 í fyrra. Félagslegar íbúðir skiptast nú í kaupleiguíbúðir, félagslegar eignar- íbúðir og félagslegar leiguíbúðir. Lán til félagslegra eignaríbúða er nú 90%, sem veitt er til 43 ára, afborgunar- laust fyrsta árið og ber 2,4% vexti. Árleg greiðslubyrði lánsins á að vera um 3,8% af verði íbúðar nema á fyrsta árinu þegar hún er 2,4%. Kaupleiguíbúðir eru tvennskonar, félagslegar kaupleiguíbúðir og al- mennar kaupleiguíbúðir. í kaupleigu- íbúðum stendur valið um þijá kosti, leigu á íbúð með kauprétti, leigu með kaupum á eignarhlut sem tryggir fólki fullan afnotarétt af íbúðinni og loks kaup á íbúðinni. Árlegt leigu- gjald af félagslegi-i kaupleiguíbúð er áætlað um 4,4% af verði hennar. Einnig er heimilt að tryggja leigutaka ótímabundinn afnotarétt af félags- legri kaupleiguíbúð með því að selja honum eignarhlut í henni fyrir 10% kostnaðarverðs eða kaupverðs íbúðar- innar. Tekju- og eignamörk félagslega kerfisins gilda ekki um úthlutun al- mennra kaupleiguíbúða en tekið er tillit til húsnæðisaðstæðna og fjöl- skyldustærðar við úthlutun þeirra og er skilyrði að greiðslubyrði lána fari ekki yfir þriðjung af tekjum. Veitt eru tvö lán til kaupa á þessum íbúð- um, annað 70% til 43 ára og hitt 20% til 25 ára og bera þau bæði 4,9% vexti. Árlegt leigugjald er um 7,2% af verði íbúðarinnar. Þetta getur þýtt að greiðslubyrði af t.d. 8 millj. kr. íbúð sé um 55-60 þúsund kr. á mán- uði. Hilmar Guðlaugsson, fyrrv. for- maður Húsnæðisnefndar Reykjavík- ur, segir almennu kaupleiguíbúðirnar eins óhagstæðar Reykvíkingum og hugsast geti. Þegar þeim var komið á 1988 hafi meirihlutinn í borgar- stjórn Reykjavíkur látið undan og keypt 40 almennar kaupleiguíbúðir sem afhentar voru húsnæðisnefnd til ráðstöfunar. „Það eru einu almennu kaupleiguíbúðirnar sem við höfum verið með og þær hafa verið okkur mjög erfiðar," segir hann. „Við höfum fengið grænt ljós á það frá Húsnæðis- stofnun að breyta þessum almennu kaupleiguíbúðum yfir í félagslegar kaupleiguíbúðir. Við stefnum að því í dag og erum að vinna að því smátt og smátt,“ segir hann ennfremur. Á undanförnum árum hafa að jafnaði 20% þessara íbúða staðið auðar. Á seinasta ári samþykkti Alþingi lög sem heimiluðu eigendum kaup- leiguíbúða að skuldbreyta svokölluðu 20% láni, sem var til 5 ára og lengja lánstímann í 25 ár. í almenna kaup- leiguíbúðakerfinu voru veitt 70% lán til 43 ára og 20% lán til 5 ára og var greiðslubyrði 5 ára lánsins mjög þung sem gat reynst kaupendum oÁiða. Þessi breyting létti á hinn bóginn stór- lega greiðslubyrði lánþega í almenna Byggingarsjóður verkamanna ^ Fjöldi lána er 7.813 \ a r Fjöldi lántakenda er 5.460 I v Höfuðstóll útistandandi lána er 35,8 milljarðar kr. I |j \ w V 1.299 lántakendur í vanskilum (3 mán og lengur) Milljónirkr. Heildarfjárhæð í vanskilum 361 Innistæða á greiðslujöfnunarreikningi íbúðareigenda 63 Skuldbreyting hefur farið fram hjá 175 lántakendum Heildarfjárhæð samþykktra skuldbreytingarlána 81,5 Meðalupphæð skuldbreytingarlána er 466 þús. kr. 115 lántakendur fafa fengið frest á 90%- lánum Aldursdreifing lántakenda hjá Byggingarsjóði verkamanna og hjá Húsbréfadeild og y ngri 29 ára 34 ára 39 ára 44 ára 49 ára 54 ára 59 ára 64 ára og eldri Greiðslubyrði lána í Byggingarsjóði verkamanna Fjöldi Láns- Láns- afb. Hver Reiknaö Tegundláns hlutfall Vextir tími, ár áðri qjalddagi afkr. Félagsleg eignaríbúð 90% 2,4% 42 4 9.464 1.000.000 Félagsieg eignaríbúð 10% 2,4% 3 12 2.882 100.000 Félagsleg eignaríbúð 90%(10%) 2,4% 40 4 9.740 1.000.000 Félagsleg kaupleiguíbúð 90% 2,4% 42 4 9.464 1.000.000 Almenn kaupleiguíbúð 70% 4,9% 42 4 14.069 1.000.000 Almenn kaupleiguíbúð 20% 4,9% 24 4 1.777 100.000 Seldar íbuðir hjá Húsnæðisnefnd Reykjavíkur 1981-94 og fjöldi umsókna um íbúðir 1985-94 1100 1000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 ’81 '82 '83 '84 :85 !86 ’87 ’88 ’89 '90 ’91 '92 ’93 ’94 ° Fjöldi íbúða í einstökum (andshlutum og Silutfail félagslegra íbúða Landshluti Fjöldi íbúða Fjöidi réi. íbúða % Reykjavík 39.871 4.129 10,4 Reykjanes 1 17.014 1.321 7,8 Reykjanes 2 5.322 372 7,0 Vesturland 5.216 316 6,1 Vestfirðir 3.595 472 13,1 Norðurl. vestra 3.742 427 11,4 Norðurl. eystra 9.302 1.098 11,9 Austurland 4.613 514 11,1 Suðurland 7.082 403 5,7 Samtals: 95.757 9.052 9,5 • Byggingar- kostnaður úr böndunum • Virðastgæta hagsmuna byggingar- verktaka • Eignamynd- un neikvæð í 19 ár kaupleigukerfinu. Hafði hún þá þýð- ingu, að greiðslubyrði af 1 millj. kr. láni til 5 ára á 4,9% vöxtum, lækkaði úr 230 þús. kr. á ári í um 70 þús. eftir að lánið hafði verið lengt í 25 ár. Að sögn Percy Stefánssonar, for- stöðumanns Byggingarsjóðs verka- manna, gjörbreyttist staða eigenda almennu kaupleiguíbúðanna við þessa breytingu. Sagði hann að réttur helm-. ingur eigenda almennra kaupleigu- íbúða hefðu fram til þessa óskað eft- ir skuldbreytingu úr 5 árum í 25 ár í kjölfar þessarar breytingar. Miðað er við ákveðin tekju- og eignamörk sem skilyrði þess að menn geti fengið úthlutað félagslegri eign- aríbúð, eða fest kaup á félagslegri kaupleiguíbúð sem eru m.a. að við- komandi eigi ekki íbúð fyrir. Eru tekjumörkin í dag um 1,7 millj. kr. fyrir einstakling, þ.e. að meðaltekjur umsækjandans hafi ekki farið yfir þessi mörk síðustu þijú árin áður en úthlutun fer fram, rúmlega 2,1 millj. fyrir hjón og urn 155 þús. kr. fyrir hvert barn umsækjandans. Hámarks leyfileg hrein eign umsækjanda er nú 1,8 millj. kr. Einnig er greiðslu- geta umsækjandans metin og miðað við að greiðslubyrði lána fari ekki yfir þriðjung af tekjum hans. Aldursdreifing lántakenda í félags- lega íbúðakerfinu er mjög svipuð ald- ursdreifingu skuldara í almenna hús- næðiskerfinu. Öllu fleiri lántakendur eru þó í aldurshópunum sem eru und- ir 40 ára við Byggingarsjóð verka- manna en í almenna húsnæðiskerfínu. Þannig eru t.d. 23,8% lántakenda í félagslega húsnæðiskerfinu á aldrin- um 25-29 ára en 16,1% lántakenda hjá Byggingarsjóði ríkisins. 11,2% lántakenda hjá húsbréfadeild eru 40-44 ára en 8% þeirra sem eru í skuld við Byggingarsjóð verkamanna eru á þeim aldri. Þegar 6 ár eru liðin frá undirritun kaupsamnings eru aðstæður íbúa í félagslegum íbúðum kannaðar og ef kemur í ljós að tekjur eða eignir hafa breyst og eru komnar yfir þau mörk sem miðað er við við úthlutun íbúð- anna er skylt að hækka vexti viðkom- andi í 4,9%. Að sögn Percy Stefáns- sonar, forstöðumanns Byggingar- sjóðs verkamanna, þurfa nokkrir tug- ir lánþega að taka á sig hækkun vaxta úr 2,4% í 4,9% á hveiju ári af þessum sökum. Greiðslubyrðin þyngist vitan- lega en á öðru ári koma hins vegar hærri vaxtabætur til skjalanna og vega nokkuð á móti. Nefnd félagsmálaráðherra komst að því að ýmsir gallar eru á þessu fyrirkomulagi. Þar sem tekjumarkið er bundið við ákveðna fjárhæð geta örfáar krónur í sumum tilvikum ráðið úrslitum um það hvort vextir eru hækkaðir í 4,9%. Þá er gagnrýnt sér- staklega að ekki skuli vera heimilt að lækka vextina á ný ef hagur fólks versnar aftur. Ein umdeildasta breytingin sem gerð var í félagslega húsnæði- skerfinu er hækkun fyrningar- eða afskriftaprósentunnar úr 1% í 1,5% fyrstu 20 árin. Hefur þessu verið lýst sem eignaupptöku þar sem þess væru dæmi að útreiknaður eignarhluti sem seljandi fengi í hendur þegar hann seldi íbúð sína væri lægri en þau 10% af kaupverði sem hann greiddi upp- haflega við kaup á íbúðinni. „Miðað við núgildandi vexti af lánum Bygg- ingarsjóðs verkamanna — 2,4% — verður eignamyndunin enn hægari en áður. Fyrir þá sem taka lán á hin- um nýju kjörum verður eignamyndun- in neikvæð í 19 ár, í stað 6 ára áð- ur. Staðan verður lökust á níunda ári lánstímans, þá hefur upphafleg 10% eign fallið í 7,5%,“ segir í skýrslu nefndar félagsmálaráðherra um þetta atriði. Þá hefur verið bent á að stór hluti vandans sem við er að glíma stafi af því að skv. núgildandi reglum sé ekk- ert tillit tekið til þess hvort umsækj- andi um félagslega íbúð er með mikl- ar skuldir á bakinu, heldur aðeins miðað við ákveðin tekju- og eigna- mörk. Þetta hefur haft þær afleiðing- ar að húsnæðisnefndir hafa ekki get- að sinnt ýmsum umsækjendum sem hafa t.d. misst íbúðir sínar vegna fjár- hagsörðugleika og eru með miklar skuldir á bakinu, en hafa of háar tekj- ur til að koma til greina við úthlutun. Talsvert er um að fólk leigi út á ólöglegan hátt félagslegar eignar- íbúðir og áætlað var fyrir fáeinum árum að yfir 100 félagslegar íbúðir í Reykjavík væru leigðar ólöglega út. í viðtölum nefndar félagsmálaráð- herra kom fram að í sumum sveitarfé- lögum væru mikil brögð að óheimilli leigu á félagslegum íbúðum. Á sein- ustu árum hefur þó víða verið gert átak í þessum málum og eftirlit hert, sem að mati viðmælenda hefur skilað góðum árangri. Fullyrt er að dregið hafi úr ólöglegri útleigu félagslegra íbúða í Reykjavík upp á síðkastið. í skýrslu nefndar félagsmálaráð- herra eru gerðar fjöimargar tillögur til úrbóta á þessu kerfi og m.a. lagt til að húsnæðisnefndum verði falið ákvörðunai’vald um úthlutanir íbúða án afskipta húsnæðisstofnunar, lána- flokkum verði fækkað í tvo, sveigjan- leiki í kerfinu verði aukinn og að veitt verði eitt lán allt að 90% í al- menna kaupleigukerfmu í stað tveggja lána. Hilmar Guðlaugsson hefur langa reynslu af þessum málum og segist telja mjög nauðsynlegt að endurskoða allt félagslega húsnæði- skerfið á íslandi. Endurskoða þurfi bæði vexti og fyrningarhlutfallið, og auka valdsvið húsnæðisnefndanna. „Það verður þó alltaf þörf fyrir félags- lega íbúðakerfið," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.